Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Fréttir Hættulegir bottar í morgunmat Cheerios-pakkar innkallaðir í Bandaríkjunum Öbfiar ftnœoson, DV. New Yoric Algengt er að framleiðendur morgunkoms í Bandaríkjunum setji ýmiss konar leikfóng og sælgaeti í pakka sína til að ginna böra dl kaupa á vörunni. Nefnd, sem hefur eftirlit með ör- yggi neysluvara í Bandaríkjunum, gaf út aövörun þann 23. september síðastliðinn um að svonefhdir kraft- boitar eða „powerballs" sem eru í sumum pökkum af Cheerios morg- unkomi væru hættulegir bömum sem gætu gleypt þá og jafnvel kafnað af völdum þeirra. Framleiðandi Cheerios, General Mills, tók undir aðvörunina og lýsti því yfir aö fyrirtækið hefði hætt að senda firá sér 15 og 20 únsu stærðir af Cheerios pökkum sem innihalda kraftbolta. Talsmaöur General Mills sagði að ráðstafanir hefðu Verið gerðar til að innkaila pakka með boltunum úr verslunum. Vitað er um fimm slys í Bandaríkj- unum af völdum þessara bolta. í einu tilfelli kafiiaöi ársgamalt bam. í Bandaríkjunum eru mjög strang- ar reglur um öry'ggi neytendavara og er brugðist hart viö ef einhveiju er taiið ábótavant Vitað er að pakk- ar með kraftboltum hafa veriö sendir til íslands. Cheeriospakkar með kraftbottum: „Fimmtán og tuttugu únsa pakkar af Cheerios með kraftboltum hafa verið til sölu hér á landi. Þar sem við höfum ekki fengið neina aðvörun frá General Mills um að boltamir geti valdið slysum hafa þessir pakk- ar með kraftboltunum ekki verið innkallaðir úr verslunum,“ sagði Haraldur Fenger, fiamkvæmda- stjóri heildverslunarinnar Nathan og Olsen sem flytur Cheerios morg- unkom hingað til lands. Haraldur sagði í samtali við DV að hann hefði ekki heyrt fréttimar um að kraftboltar úr Cheerios pökk- um hefðu valdiö slysum í Bandaríkj- unum. -J.Mar Davíð Sch. Thoisteínsson: Brá illilega í brún „Áfján mánaöa dóttir min náði í kraftbolta úr Cheerios pakka fyrir skömmu og stakk honura upp i sig. Ég þurfti að elta hana út um allt hús til að ná boltanura af henni og þegar ég náði henni loksins var hún búin aö bíta boltann í tvennt,“ sagði Dav- íð Scheving Thorsteinsson í samtali viöDV. „Skömmu seinna var ég á ferö í Bandaríkjunum og þá sá ég fréttir þess efiús að ársgamalt bam hefði kafnað af þvi að gleypa svona kraft- bolta. Þá brá mér illilega í brún þvi framangreindur atburöur riflaöist upp. Þessir boltar eru svo litlir að smáböm geta hæglega stungiö þeim upp í sig og rétt er að vara alia for- eldra viö þessum boltum, -J.Mar Þokkaleg aflabrögð Gyifi Kristjánsson, DV, ftkureyri; Aflabrögð hafa verið þokkaleg á Borgarfirði eystra á árinu. Sérstaklega var góð veiði framan af árinu. Þá tóku við ógæftir síðari hluta sumars en eitt- hvað hefur rofað til að undanfómu. Vel hefur gengið að fá fólk til starfa i landi og ekki þurft aö leita eftir er- lendu vinnuafli. Auk þess að vinna afla um 20 báta er hluta afla, sem tog- arar landa á Reyðarfirði og Eskifirði, ekið til Borgarfiarðar og hann unninn þar. Borgarfjörður eystra: Engin vinna hjá Nálinni G)4fi Kristjánsgan, DV, ftkureyit „Fiamleiöslan hggur niöri hjá okk- ur eins og er,“ sagði Bjöm Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Saumastof- unnar Nálarinnar á Borgarfirði eystra, í samtali viö DV. Saumastofan Nálin er um 10 ára gamalt fyrirtæki og veitti um 8 manns vinnu þegar mest var. Upp á síðkastið hefur verið um að ræða þar 5-6 dags- störf, eða þar til verkefnaskortur varð til þess að vinna lagðist þar niður. „Viö höfúm aöailega saumað fyrir Áiafoss og framleiðslan hefúr aðallega verið á fóðraðum uiiarjökkum og peysum," sagði Bjöm. „Þetta hefur allt farið á markað erlendis og þótt fyrirtækið sem slíkt sé ekki stórt þá munar verulega um það í ekki stærra plássi en hér er. En nú er verkefna- skortur í þessari framleiðslu og þá fylgjum við með.“ Bjöm sagði að konumar, sem hafa unnið á saumastofúnni, hefðu ein- hveijar fengið vinnu við fiskverkun en að öðra leyti væri lítið fyrir þær að gera þegar ekki væri vinnu að hafa á saumastofunni. DV Ingimundur Bergmann, kjúklingabóndi á Vatnsenda: Förum á hausinn ef sölubanninu verður ekki aflétt lið eins og það leggur sig“ segir Ingimundur Bergmann á Vatnsendabúinu. „Ég veit ekki til að það hafi komið upp í fólki salmoneliusýking sem hægt er að rekja til kjúklinga frá Vatnsenda- búinu. Þrátt fyrir það er búið að rústa markaði sem við vorum í 9 ár að byggja upp. Það er búið að eyðileggja öll viðskiptasambönd okkar og við verðum fyrir miiljónatjóni í hverjum mánuði," segir Ingimundur Berg- mann, kjúklingabóndi á Vatnsenda í Villingaholtshreppi. Forsaga þessa máls er sú að í júlí- mánuði kom upp salmonellusýking í fólki á höfuðborgarsvæðinu. Var hún rakin til grillaðs kjúklings sem keypt- ur var í verslun á höfuðborgarsvæð- inu en Vatnsendabúið seldi meðal annars kjúklinga þangaö á þessum tíma. Leifamar af salmonellukjúkl- ingnum vora sendar í rannsókn og saursýni tekið hjá fólkinu. Þegar nið urstöður rannsóknarinnar lágu fyrir kom ljós að fólkið var sýkt af salmon- ellu infantis. Þeir kjúklingar, sem rannsakaðir vora frá Vatnsendabú- inu, vora lika mengaðir af salmonellu, en annarri tegund, thompson. í síð- ustu viku var síðan eytt 1360 kílóum af kjúklingakjöti frá búinu sem vora á lager í verslunum á höfuðborgar- svæuinu. „Þá skipaði Hollustuvemd ríkisins Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að eyða þessu kjöti, eftir að ég gaf sól- arhrings frest til að taka ákvörðun um hvað ætti að gera við kjötið,“ segir Ingimundur. Framleiða tonn á viku á lager „í dag erum við stöðugt að framleiöa kjúklingakjöt á lager. Framleiðslan er um 1 tonn á viku og við höfúm ekki fengið að setja neina kjúklinga á mark- að í þrjá mánuði. Rekstrarkostnaður búsins á mánuði er um ein milljón króna og það sér hver maður að það er ekki hægt að halda áfram á þennan hátt. Við sjáum því fram á að verða að hætta rekstrinum um mánaðamót- in nóvember/desember. Þetta mál er allt í einum hrærigraut og það væri hægt að segja margt misjafnt um Hollustuvemd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Mér finnst það til dæmis furðulegt að fyrir einu og hálfu ári tók Hollustuvemd sýni úr kjúklingakjöti hjá mér og þá greindist salmopella thompson, síðan líður allur þessi tími og þaö er ekki fyrr en þessi salmonellusýking kemur upp i júlí og ekki var hægt að rekja til mín að ég er settur í sölubann. Finnst mér það stórskrítiö þar sem ég hef vissu fyrir því að salmonella finnst ,á öllum kjúklingabúum í landinu. Það era til 1200 afbrigði af salmonellu og ef eyða ætti öllu salmonellusýktu kjúklingakjöti þyrfti að brenna kjúkl- ingafjallið eins og það leggur sig.“ - Á hvaða stigi er mál þitt núna? „Ég veit það varla, það stangast sí og æ á orð þeirra fulltrúa sem með máiið hafa að gera. Til dæmis sagði fulltrúi í Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur mér um daginn að búiö væri að aflétta sölubanni af búinu en þegar ég hafði samband við Halldór Runólfsson hjá Hollustuvemd ríkisins þá segir hann að búið sé enn í sölubanni. Þá var mér tjáð að máhð væri í höndum Matthíasar Garðarssonar, heilbrigðis- fulltrúa á Suðurlandi, en þegar ég hafði samband við hann kannaöist hann ekki við að svo væri. Ástandið er því óbreytt og ég held áfram að framleiða kjúklingakjöt sem hrannast upp á lager," sagði Ingimundur að lok- um. -J.Mar Öm Bjamason, Hollustuvemd ríkisins: Kjúklingamirvoru meng- aðir af salmonellu „Þaö hefur verið fullt samráð á milli Heilbrigðiseftirhts Reykjavíkur og Hollustuvemdar ríkisins í öhum mál- um,“ sagði Hahdór Runólfsson hjá Heilbrigðiseftirhti ríkisins þegar mál- efni Vatnsendabúsins vora borin undir hann. Hahdór vísaði á Öm Bjamason, for- stjóra Hohustuvemdar ríkisins, sem sagði í samtali við DV: „Þegar salmonehusýkingin kom upp á höfúðborgarsvæðinu í byijun júh var hún rakin til kjúkhnga sem seldir vora ákveðinni verslun á höfuðborg- arsvæðinu. Það er rétt hjá Ingimundi Bergmann að það var ekki sama af- brigðið af salmonehu sem fannst í kjúklingum hjá honum og það sem ræktaöist í saursýnum þess fólks sem sýktist. En þegar við fórum að ranns- aka kjúklingana, sem komu frá Vatnsendabúinu og voru th sölu í þessari ákveðnu verslun, kom í ljós aö ahir kjúklingamir, sem rannsakað- ir vora, reyndust mengaðir af salmon- ehu thompson og lögum samkvæmt má ekki selja slíka vöra á markað. Hollustuvemd rikisins fer ekki með framkvæmdavald í þessum málum heldur fer heilbrigðiseftirht sveitarfé- laga á hverjum stað með það. Þaö er þvi ekki í okkar hendi að ákveða hvað er sent á markað frá hverju slátur- húsi heldur er það ákvöröun héraðs- dýralæknis á hveijum stað.“ -J.Mar Reykjavíkurskákmótiö: larsen, Short og Nunn koma Gyifi Kristjánsgan, DV, Akureyii Sex heimsfrægir skákmenn hafa fengið formleg boð frá Skáksam- bandi íslands um að taka þátt í 13. Reykjavíkurskákmótinu sem fer fram 23. febrúar th 6. mars næst- komandi. Þeim sem boðiö hefúr veriö era danski stórmeistarinn Bent Larsen, Englendingamir Nigel Short og John Nunn, Júgóslavinn Nikohc, sem sigraöi á mótinu í fyrra, og auk þess tveir Sovétmenn, þeir era Alex- sander Beljavsky og Maju Cziburd- amadze, heimsmeistari kvenna. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands, sagði í sam- tah við DV að auk þess hefðu miklum fjölda annarra skákmanna verið sendar upplýsingar um mótið og þeim boðin þátttaka, meðal ann- ars öhum þeim sem tekið hafa þátt í Reykjavíkurskákmótum áður. Á mótinu verða tefldar 11. um- ferðir eför svissnesku kerfi. Hehdar- verðlaun nema rúmlega einni milljón króna og þar af hlýtur sigur- vegarinn 360.000 kr. í sinn hlut.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.