Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. 7 Atvinnuleyfi útlendinga: Hver ósk fyrir sig tekin fýrir - segir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Menn hafa velt því fyrir sér hver viðbrögð félagsmálaráðuneytisins yrðu eftir að Verkamannasamband- ið sendi út áskorun til verkalýðs- félaga um að mæla ekki með atvinnuleyfi handa útlendingum í fiskvinnslu en ráðuneytið hefur úr- slitavaldið. Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, var innt eftir þessu. Hún sagði að engin umsókn um atvinnuleyfi hefði borist síðan Verkamannasambandið sendi út áskorun sína. Hún sagði ekki tíma- bært að gefa út yfirlýsingar um málið fyrirfram, hveija umsókn fyr- ir sig yrði að skoða um leið og hún bærist. „Félagsmálaráðherra mun reyna að taka eins mikið tillit til óska verkalýðsfélaganna í þessu efni og frekast er unnt,“ sagði Lára V. Júl- íusdóttir. Mjög mörg atvinnuleyfi hafa verið veitt á síðustu mánuöum og mun mesta hrinan yfirstaðin í þessum efnum hvað fiskvinnsluna varðar. Iðnaðar- og verslunarfyrirtæki hafa aftur á móti mest leitað fyrir sér á Norðurlöndunum og fólk þaðan þarf ekki að sækja um atvinnuleyfi á ís- landi. -S.dór Framkvæmdarnefndin í dyrum hússins. DV-mynd Ragnar Imsland Ibúðir aldraðra afhentar á Höfh Júlía Imsland, DV, Hfifa; 30. september síðastliðinn voru íbúöir aldraðra á Höfn afhentar verðandi íbúum. í húsinu eru fjórar 70 fermetra hjónaíbúðir á efri hæð og íjórar 65 fer- mefi a einstaklingsíbúðir á neðri hæð. Ámi Kjartansson, arkitekt á Höfn, teiknaði húsið og smíðastofa Sveins Sighvatssonar sá um byggingu þess. Húsið kostar rúmlega 25 milljónir og á Hafnarhreppur 75% eignarinnar og Nesjahreppur 25%. íbúðimar em mjög skemmtilegar og öllu haganlega komið fyrir þannig að plássið nýtist til fulls. í upphafi var ætlað að þetta væri fyrsti áfangi af fjórum í íbúða- byggingu fyrir aldraða en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hvert næsta skrefið verður. Akureyrín með lang- mesta aflaverðmætið Gyifi Krisjánssan, DV, Akureyii „Við erum að gera okkur klára eftir meira en mánaðarstopp," sagði Þor- steinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni frá Akureyri, en Akur- eyrin hefur skilað langmesta aflaverð- mætinu á land af togurum lands- manna það sem af er árinu. Aflaverðmæti Akureyrarinnar fyrstu átta mánuði ársins nam 259 milljónum kr. en skipið hafði þá veitt samtals 4566 tonn. I öðm sæti yfir frystiskip var Örvar frá Skagaströnd með 197 milljóna aflaverömæti og 3315 tonn. Sigurbjörg frá Ólafsfirði var í þriðja sæti með 188 milljónir og 3303 tonn. Af ísfisktogurunum var Guðbjörg frá ísafirði með mesta aflaverðmætið, 173 milljónir og 4267 tonna afla. Páll Pálsson frá ísafirði var með 139 milij- ónir og 3949 tonn og þriðji ísafjarðar- togarinn, Júlíus Geirmundsson, var í þriðja sæti með 126 milljónir og 3012 tonn. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni, sagði í samtali við DV að skipið hefði síðast landað afla um mánaðamótin ágúst/september. Þá var haldið í slipp í Þýskalandi þar sem skipið var sandblásið og málað, unnið var við vél skipsins og ýmislegt annað lagfært. Akureyrin hélt síðan á veiðar nú í vikunni. Borgarfjörður eystra: Lvtið um framkvæmdir Gyifi Kristjánsaan, DV, Akureyri; Frekar lítið hefur verið um opin- berar framkvæmdir á Borgarfirði eystra 1 sumar. Á vegum sveitarfélagsins var unnið að því að girða þorpið af og þá var unnið að lagfæringum á vatnsveit- unni. Hafnarframkvæmdir, sem eru að hefjast, eru að hluta tíl unnar á vegum sveitarfélagsins og að hluta til fjármagnaðar af ríkinu. í fyrra var lokið'við að bera olíumöl á allar helstu götur þorpsins. Þá vann Vegagerðin að lagningu olíumalar á vegi út frá þorpinu. __________________________________Atvinnumál Mikil verðhækkun á einu ári vegna hamla á nýsmíði: Verð fiskiskipa hækkað um 70% Ýmsar ævintýralegar tölur hafa verið nefiidar um verð á fiskiskipum sem seld hafa verið hér á landi á síðustu tveimur árum. Nýjasta dæmið er Þór- katla 2„ 200 lesta, 20 ára gamalt skip sem var selt á miili 80 og 90 milljónir króna en tryggingaverömæti bátsins er á milli 40 og 50 milljónir króna. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði í samtali við DV að algengt væri að menn greiddu allt að 50% ofan á húftryggingarverð. Sagði hann ástæðuna fyrir því að fiskiskip hefðu hækkað í verði á síðustu árum vera fyrst og fremst þær hömlur sem eru á nýsmíði fiskiskipa. Til að fá aö smíða skip þurfa menn annaðhvort að selja annað álíka stórt skip úr landi eða úrelda það, brenna eða sökkva. Kristján sagði kvótann ekki ástæðuna fyrir hækkandi verði fiskiskipa, menn væru ekki að kaupa sér hann vegna þess að ári eftir að skip eru seld fara þau á svo nefhdan meðalkvóta. Haraldur Gíslason skipasali nefndi DV ákveðið dæmi um hvað bátur með kvóta hefur hækkað, þvi bátar undir 10 lestum hafa ekki kvóta og því erfið- ara að miða við þá. Haraldur sagðist hafa selt bát 1. febrúar 1986 og var verð hans þá 3,2 milljónir króna. Hann seldi þennan sama bát 22. desember 1986 og þá var verðið komið upp í 4,5 milljónir. Þá keyptu bátinn tveir menn. Þeir skiptu eign sinni í bátnum í tvo hluta fyrir nokkru og mátu hann þá á 5,7 mlHjónir króna Haraldur sagði að lítið væri um að stæni fiskiskip væru seld. Nokkuð væri um sölur á minni bátum og þeim mun meira sem þeir væru rétt ofan við 10 tonnin og þar með komin með kvóta. -S.dór Geta keypt tvo „kínverska unga“ fyrir einn fiskfarm Kínveriar bjóða nú svo ódýr stál- fiskiskip að íslenskir útvegsmenn héldu til skamms tíma aö það væri brandari. Nýverið skilaði skipasmíða- stöðin í Guangdong tveim 36,45 metra togurum til Hong Kong. Hvor þeirra kostaði 24 milljónir króna fullbúinn. Nýlega seldi frystitogarinn Akureyri einn farm eftir 24 daga á 39 milljónir sem hefðu næstum dugað til þess að koma heim með tvo „kínverska unga“. Þessi umræddu kínversku skip myndu tæplega henta óbreyti hér. Hins vegar bjóða Kínverjamir ýmsar tegundir af stálfiskiskipum og þar á meðal togara með millidekki. Þeir bjóðast jafnframt til þess að sinna kröfum kaupenda um alls konar breytingar. Verðið hækkar að sjálf- sögðu við það en engu að síður þykir víst að kínversk fiskiskip fáist á hlægi- legu verði. Þá smíða kínversku stöðvamar einnig flutningaskip og olíuskip. Ný- lega afgreiddu þeir 115.000 tonna skip til Noregs. HERB Þetta eru „ungarnir" frá Kina sem kosta 24 milljónir króna hvor. Breyttir og sérbúnir fyrir okkar aðstæður færu þeir varla yfir 30 milljónir. VETRARDEKK OPIÐLAUGARD. 10-13. FÓLKSBÍLADEKK 165X13, kr. 2.499 175X14, kr. 2.999 185 70/X14, kr. 3.229 185 70/13, kr. 3.119 165X15, kr. 2.899 JEPPADEKK 30X9,5X15, kr. 7.900 31X105X15, kr. 8.500 31X115X15, kr. 8.700 33X125X15, kr. 9.100 35X125X15, kr. 9.950 700X15, kr. 5.440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.