Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Qupperneq 16
16 Spumingin FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Ertu í mörgum félögum? Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir: Ég er í jasstoallet og handboltaklúbbi. Björn H. Björnsson: Ég er í hesta- mannafélaginu Mána á Suðurnesj- um. Unnar Jósepsson: Já, ég er í Víkingi, 5. deild. Ætla að vera áfram í því fé- lagi. Guðfreður Jóhannesson: Ég var í Sjálfstæðisflokknum, en er nú í Borgaraflokknum. Auk þess er ég í S.Á.Á. Hans Blomsterberg: Ég er í Múrara- meistarafélagi Reykjavíkur. ^■■■■■■■B.-..':' Æ-jSí SK'/. . Jón Óskars: Er 1 Haukum í Hafnar- firði. Auk þess er ég í verkalýðsfé- lagi, að sjálfsögðu. Lesendur Nafnlaus lesendabréf Blettur á blaðamennsku? Áhorfandi skrifar: í sjónvarpsþætti, sem sýndur var nýlega á Stöð 2, voru nafnlaus les- endabréf til umræðu. Þar mætti tíl leiks, ásamt Stöðvarmönnum, rit- stjóri DV. Þessar umræður urðu liflegar í meira lagi og skemmtilegar að auki. En ýmislegt var það sem þeir hjá Stöð 2 gleymdu að minnast á eða hiiðruðu sér hjá að ræða. Eitt var það að ekki var þess getið, svo ég muni, að Morgunblaðinu hefði verið boðið í umræðumar, einungis Helg- arpóstinum. Morgunblaðið hefur þó sennilega lengst birt ómerkt lesendabréf. Einnig hafa þau birst í Tímanum. Ekkert var þetta rætt. Ekki var heldur minnst á leiðara- skrif Tímans og Morgunblaðsins en þar eru fleiri en einn ritstjóri og þeir merkja ekki greinar sínar. Vilja forráðamenn Stöðvar 2 loka fyrir ásókn hins almenna borgara sem langar að koma á framfæri ýmsum athugasemdum eða gagn- rýni, bara vegna þess að viðkomandi viU ekki láta birta nafn sitt? Það eru margir sem ekki koma sér að því, eins og sagt er, að láta birta nafn sitt undir ýmsum athugasemd- um, einnig þakklæti, á opinberum vettvangi þótt þá langi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Margt getur komið til. Ástæðan getur m.a. verið sú að þeir telja að kunningjar, vinnufélagar eða aðrir sem þeir þekkja kynnu að „kríti- sera“ orðalag, ritstíl eða hvað annað er þeir hittast. En svo að við víkjum aftur að nefndum þætti Stöðvar 2 þá var æsingur og óðagot spyijenda stöðv- arinnar slíkur að ritstjóri DV komst vart aö með svör sín sem hann var þó krafinn um. Svo ofarlega voru hin nafnlausu lesendabréf í huga spyijenda að sjónvarpsstjóri mismælti sig hvað eftir annað. Dæmi: „Hvað myndir þú segja ef bréf í Englandi birti bréf....!“, o.s.frv. í það heila tekið var slíkur atgang- ur og orðaflaumur hjá þeim Stöðvar- mönnum að engu var líkara en þeir ættu heiður sinn að veija. En mætti ég spyrja: Hver er munurinn á að birta lesendabréf undir yfirskrift- inni: Maður á Vesturgötunni skrifar - eða Jón Jónsson, Vesturgötu 150, skrifar? Eru lesendur einhveiju nær? Á Stöð 2 í gærkvöldi, 6. þ.m., var einmitt þátturinn „Opin lína“ og ekki varð ég var við að þeir sem hringdu inn til stöðvarinnar þyrftu að kynna sig þá þeir beindu fyrir- spumum til þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar og Þórarins Þórar- inssonar! Þegar á heildina er litið sýnist mér það vera hin mesta hræsni og skin- helgi að amast viö lesendabréfúm, ómerktum sem merktum. Það er harla lítil von til þess að undir hana veröi tekið, síst hjá hinum þögla meirihluta sem telur vettvang les- endabréfa vera eins konar símstöð almennings. Morgunblaðið, Tíminn og einnig Stöð 2 eru öll í hópi fjölmiðla sem birta ómerktar greinar og lesendabréf. í sænskri bílaverksmiðju.Erlent vinnuafl hefur verið fyrirferðarmikill þáttur í sænsku atvinnulifi. Dýravemd: Hestamir okkar 6366-7102 hringdi: finna tilgang ferðalagsins. í fjölmiðlum hefur undanfarið mátt Það er skiljanlegt að bændur vilji lesa auglýsingar þar sem auglýst er ekki leggja slíka áþján á dýrin sín eftir hestum til útílutnings með skipi þótt nokkrir blóðpeningar séu í boði til slátrunar í útlöndum. en almenningur greiðir uppbót með Einnig er sagt frá því að hestaeigend- verknaðinum. ur séu tregir til slíkra verka gagnvart Er ekki furðulegt hvemig pólitikus- dýrum sínum og er það ánægjulegt ar hafa leikið bændastétt efnahags- því bændur almennt eru dýravinir og lega? Og nú á að lítillækka bændur heiðursmenn. Umgengni við dýr er meðillaþokkaðrisölumennskuáhest- enda mannbætandi. um til slátrunar í útlöndum - þessum Sagt hefúr verið að hestar, sem flutt- skynsömu, tryggu og fallegu dýrum. ir hafa verið með skipum til slátrunar, Því er hestunum ekki slátrað á ís- séuoftsturlaðirafhræðsluogsjóveiki. landi? Hestar eru vitrir og munu trúlega Erlent vinnuafl og afleidd vandamál Hestar á leið til útlanda. „Því er hestunum ekki slátrað á íslandi," spyr 6366-7102. Hljómsveitin DADA er meiri Sjómaður skrifar: Þannig er mál með vexti að ég er nýkominn heim til landsins eftir nærri 13 ára dvöl erlendis, nánar tiltekið i Svíþjóð. Mér blöskraði þegar ég heyrði að íslendingar væru í þann veginn að steypa sér út í vandamál sem áður var svo til óþekkt hér; erlent vinnuafl í stórum stíl. Fyrst til að taka er tungumáMð. Er- lendis tíðkast það, t.d. í Svíþjóð, að útlendingum, sem þangaö koma til vinnu, er gefinn kostur á að komast inn í máMð með námskeiöum. Síðan er það mál sem við stundum köflum „rasisma" en þarf ekki endi- lega að vera í sambandi við aðra kynstofna. Þetta vandamál er oft fljótt að láta á sér kræla, einkum þegar hópur hins erlenda vinnuafls er orð- inn umtalsverður hluti af vinnumark- aðnum. Enis og áður sagði er ég nýkominn heim og fyrsta verk mitt var aö leita að húsnæði. Ég auglýsti í DV og fékk tilboð. Ég fór á staðinn og var í sjálfu sér ekki Ola tekið. En á staðnm var einnig kominn útlendingur sem einnig var í húsnæðishraki en bjó um stund- arsakir hjá sænskum kunningjum. Víða erlendis, þ.á m. í Svíþjóð, eru íslendingar sem ekkert vflja frekar en starfa á íslandi en hafa ekki aðstöðu til að rífa sig upp. Einkum er það hús- næðisskortur hér heima sem hamlar. Það er því einkennOegt að heyra um það að fyrirtæki og atvinnurekendur hér heima bjóðast tO að útvega hús- næði fyrir erlent vinnuafl og jafnvel greiða fargjald báðar leiðir en skeyta ekki um þá mörgu íslensku aðOa sem hægt væri að fá heim aftur ef þeim byðist það. Ég veit ekki til þess að leitað hafi verið til íslendingafélaga erlendis með fyrirspumir um hvort einhveijir inn- an þeirra vébanda hafi hug á heim- komu. Hvemig væri nú að kanna málin áður en lengra er haldið. DADA-aðdáandi skrifar: HaOó DV! Ég var rétt í þessu að lesa ÞjóðvOj- ann, nánar til tekið rokksíðuna. Þar var einhver ónefiidur .að segja frá hljómsveitinni DADA. Hann segir þar að þetta sé einhver sú versta hljómsveit sem komið hefúr fram hér á landi og sömuleiðis sú plata sem um var verið að fjalla. Ég er alveg ósammála þessum kappa. Síðan segir hann að tóiOistin sem DADA leikur sé einhver sú „glat- aðasta“ og einfaldasta sem heyrst hefur. Þetta alls ekki rétt. Ég hef oft hlustað á þessa umræddu plötu og mér finnst háttar! hún meiriháttar góð. Þar era einungis fjögur lög en jafngOda heilM stórri plötu. Lögin era öO góð en þó sérstaklega lögin „You“ og „Out of order". Hin lögin era þó ekki síðri og get ég ekki heyrt annað en þar sé adt gott og van- dað sem boðið er upp á. Ég hvet þann sem skrifaði um þessa plötu að hlusta á hana aftur og skrifa síðan plötudóminn að nýju. - Að lok- um vO ég þakka DADÁ fyrir þessa plötu og ennfremur: strákar, verið ekki aö taka mark á þessari þvælu í ÞjóðvOjanum. P.S. Þið megið til með að halda fleiri hljómleika hér í Reykjavík. Hrinaið í síma 27022 zniU ikl .. ] [3 oq 1 q Gða. s] ?crifið. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.