Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Síða 9
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
9
Útlönd
Jackson sækist
eftir útnefningu
Ólafur Amaisan, DV, New York
Séra Jesse Jackson hefur lýst því
yfir að hann sækist eftir útnefningu
Demókrataflokksins fyrir kosningarn-
ar á næsta ári.
Jackson var einnig í framboði 1984
en í þetta skipti segist hann stefna á
sigur.
Jackson sagðist leggja áherslu á að
utanríkisstefna Bandaríkjanna byggði
í framtíðinni minna á hemaöarstyrk
og meira á samvinnu við þriðja heim-
inn. Aðaláherslu lagði hann hins
vegar á efnahagsmál. Sagði hann tíma
til kominn að hverfa frá „efnahagslegu
ofbeldi" og taka upp „efnahagslegt
réttlæti". >
„Efnahagslegt ofbeldi“ skilgreindi
hann sem fyrirvaralausar lokanir á
verksmiðjum og kauphækkanir til for-
stjóra þegar verkamönnum væri sagt
upp eöa gert að sætta sig við lág laun.
Jackson sagði að Japanir og Kóreu-
menn bæra ekki ábyrgö á fækkun
starfa í bandarískum framleiðsluiðn-
aöi heldur væra það bandarísk stór-
fyrirtæki sem bæra ábyrgðina með því
að loka verksmiðjum sínum í Banda-
ríkjunum og opna nýjar í útlöndum
þar sem vinnuafl er ódýrt.
Þótt margt bendi til þess að Jesse
Jackson hafi nú mest fylgi þeirra
demókrata sem enn hafa gefið kost á
sér er talið nær útilokað að hann hljóti
útnefningu flokksins. Hann mun þó
hafa þau áhrif aö aðrir frambjóðendur
verða að taka tillit til baráttumála
hans.
Telja Bergling
vera í Svíþjóð
Guimlaugur A Jónsson, DV, Lundi
Sænska lögreglan telur nú mestar
likur á aö njósnarinn Stig Bergling og
Elisabet Sandberg, kona hans, séu í
Svíþjóð. í gær skýrði talsmaöur lög-
reglunnar frá því að trúverðug vitni
hefðu undanfama daga borið aö þau
hefðu séð Elisabet Sandberg í Djurs-
holm skammt fyrir utan Stokkhólm.
Lögreglan vinnur nú eftir þeirri
megintilgátu að hjónin hafi flúið úr
íbúð Elisabetar Sandberg í bláum
Volvo, keyrt á þeim bíl að Finnlands-
ferjunrú þar sem arrnar bílaleigubíll
þeirra, hvítur Opel, hafi beðið tilbúinn
með nauðsynlegan farangur. Á þeim
bíl fóra þau til Finnlands þar sem bíll-
inn fannst svo yfirgefinn og telur
lögreglan í Finnlandi að eitthvaö hafi
gerst sem fékk þau til að flýja úr bíln-
um og snúa aftur til Svíþjóðar.
Ýmsir fjölmiðlar hér velta fyrir sér
möguleikana á að Stig Bergling hafi
yfirgefið konu sína í Finnlandi þegar
hann var búinn aö hafa not af henni
enda sé hann þekktur fyrir aö svifast
einskis í samskiptum sínum við kven-
fólk.
Seint í gærkvöldi fékk lögreglan svo
upphringingu frá Eyrarsundsfeijunni
milli Limhamn og Dragör. Vitni sagði
að Berlinghjónin væra um borð í feij-
unni. En lögreglan kom of seint á
vettvang.
Starf sem leiðir til
stórstígra framfara
Nóbelsverðlaunin á þessu ári hafa
verið veitt aðilum sem starfað hafa
við rannsóknir er leitt geta til stór-
stígra framfara fyrir mannkynið. í
tilkynningunum um veitingu verð-
launanna á hinum ýmsu sviðum bar
mikið á tæknimáli og sérhæfðu
orðafari, en bak við hver og ein verð-
laun liggja rannsóknir sem geta leitt
til mikilvægra uppgötvana.
Verðlaunin í eðhsfræði vora veitt
fyrir rannsóknir sem geta orsakað
byltingu í tölvutækni. Verðlaunin í
efnafræði vora veitt fyrir rannsókn-
ir sem bætt gætu umhverfisvemd
verulega og svo mætti telja um nær
hver einustu verðlaun þetta árið.
Verðlaunin í eðlisfræði vora veitt
George Bednorz frá V-Þýskalandi og
Alex Mueller frá Sviss fyrir að upp-
götgva nýjan súperleiðara.
Verölaunin í efnafrceði hlutu þeir
Donald Cram, Bandaríkjunum, Je-
an-Marie Lehn, Frakklandi og
Charles Pedersen, Bandaríkjunum,
sem raunar er eirrn elsti maður sem
hlotið hefur nóbelsverðlaun, 83 ára
gamall. Þeir hlutu verðlaunin fyrir
rannsóknir sem opna möguleikann
á framleiðslu iðnaðarefna sem ekki
eru eitrað og nýrra orkulinda.
Charles J. Pedersen á leið á frétta-
mannafund, eftir að tilkynnt var um
veitingu verðlaunanna.
Simamynd Reuter
Donald J. Cram, efnafræðiprófessor í UCLA, fagnar verðlaunaveitingunni.
Simamynd Reuter
Hitaprobar.
Verð kr. 1.000,-
Dipmælir.
Verð kr. 6.200,-
Ampertöng.
Verð kr. 4.990,-
Mælar og mælitæki
AVO-mælar.
Verð frá kr. 900,-
Þjófa- og viðvörunarkerfi.
Verð kr. 1.000,-
Barna-passarar.
Verð frá kr. 1.200,-
Frábæru reiknivél
arnar frá CASIO.
Verð frá kr. 550,-
Hljómborð og skemmtarar frá CASIO. Verð frá kr.1.790,-
Georg Bednorz og Alex Mueller á rannsóknarstofu sinni fyrir skömmu.
Simamynd Reuter
• #
Sjónvarpsmagnari.
Verð kr. 1.790,-
10-30% KYNNINGARAFSLATTURINN HELDUR AFRAM
ALTIVIUI-IGT LAUGAVEG1134, HINUIVI MEGIN VIÐ HLEMM, SiMI 62 40 50
STORKOSTLEG
RYMINGARSALA
aðeins í 3 daga.
AFSLÁTTUR AF HAUSTVÖRUM.
ATH! ______
NÝn
A MANUDAG.
Fí 3 E
Laugavegi 41 - Sími 22566