Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Qupperneq 12
12 Neytendur___________________________ DV kannar verð á framköllun Ýmislegt í boði í könnun, sem við gerðum á verði framköllunar, kemur fram að það hef- ur ekki hækkað nema'a einstaka stað síðan í vor sem leið. Kannað var framköDunarverð hjá sjö aðilum í Reykjavík og Kópavogi, auk þes sem við virkjuðum fréttarit- ara DV í þremur ríkjum. Niðurstöð- urnar eru, sem fyrr segir, aö verðið virðist hafa staðið í stað og því heldur dregið úr muninum milli verðsins hér og í öðrum löndum. En ekki er allt sagt með verðinu einu. Samkeppni á þessu sviði er gevsihörð og hefur hún allt að segja í þessu sambandi. Flestar framköllun- arstofur nota vélar sem framkalla á ‘inni klukkustund og eru vélar þessar það dýrar að herkostnaðurinn verður óheyrilega mikill í þessum bransa. Það er iiklega ástæðan fyrir þvi að verðið hefur ekki lækkað. En samkeppnin skilar sér á annan hátt. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni hefur það færst í vöxt að stofumar bjóði við- skiptavinum sínum upp á einhvem kaupbæti, sem er þá oftast verulegur afsláttur á nýrri filmu eða jafnvel ókeypis fdma eins og ein stofan gerir. Þetta gerir það að sjálfsögðu að verk- um að filmukostnaöur lækkar til muna enda fer það í vöxt að hægt sé að fá ódýrar filmur því i filmusölu er engu minni samkeppni, en ekki sami herkostnaður eins og í framköllun því ekki þarf að fara út í milljónafjárfest- ingu til að selja filmur. Það vekur athygli að Hans Petersen er eina stofan sem hefur hækkað verð sitt og ber hún nú höfuð og herðar yfir aðrar stofur. Þar kostar framköll- un 130 kr. og kópíering á hverri mynd 21 kr. sé miðað við stærðina 9x13. Heildarkostnaður við framköllun er því 634 kr. miðað við að notuð sé 24 mynda litfilma. Lægst reyndist hins vegar verðið vera hjá Filmunni í Hamraborg. Þar var heildarkostnaður aðeins 580 kr., auk þess sem boðið er upp á 25% af- slátt af nýrri filmu og skiptir þá engu máli hverrar gerðar filman er. Myndsýn býður þó ennþá bestu kjörin ef menn hafa þolinmæði til að bíða í átta tíma eftir framköllun. Þar kostar framköllun á 24 mynda filmu 590 kr. og fylgir ný filma með í kaup- bæti. Eins og áður sagði fengum við frétta- ritara DV í þremur löndum til að kanna verð hjá sér. í ljós kom að fram- köllunarverð í Noregi er svipað og hér og mun raunin vera sú almennt á FIMMTUDAGUR 15. OKTÖBER 1987. DV Framköllunarvél sem þessi kosta sitt og er ein ástæðan fyrir háu framköllunar- verði. Alls munu nú vera um 30 slíkar vélar í landinu. Norðurlöndum. í Kanada horíði málið öðruvísi við. Þar var hægt að fá fram- köllun á 24 mynda filmu fyrir aðeins 300 kr. en þá þarf að bíða í viku og því ekki réttlátt að bera það verð sam- an við þær hraðframkafianir sem hér tíðkast. Við notuðum því til viðmiðun- ar verð á hraðframköllun í Kanada sem er um 372 kr. Frakkland var einn- ig með í myndinni og var einnig hægt að fá framköllun á nánast hvaða verði sem var þar. Við tókum það ráð að taka meðalverð á framköllun í Frakkl- andi sem er kr. 430. -PLP Aukin samkeppni í framköllun Nú eru nokkrir mánuðir síðan við könnuðum verð á framköllun og fannst okkur því ekki úr vegi að kanna ástand þessara mála nú. Síðan Mynd- sýn bauð filmu í kaupbæti með framköllun hefur samkeppni í grein- inni harðnaö til muna. Það sést einna gleggst á þvi að verð hefur mestmegn- is haldist óbreytt, með nokkrum undantekningum þó. Þannig hafa tvö fyrirtæki hækkað verðið hjá sér en hjá öðrum virðist stefnan oröin sú að halda verðinu sem mest óbreyttu. Stöðugt fjölgar þeim aðilum sem fjárfesta í framköOunarvélum sem geta framkaOað og stækkað á einni klukkustund og þar sem vélar þessar eru dýrar verður róðurinn sífeOt byngri við að láta þær borga sig. Nokkrir heimOdamenn DV töldu enda aö í uppsighngu væri mikil kreppa á markaðnum, góðærisveisl- unni væri að ljúka og erfiðir tímar að fara í hönd. Við þaö bætist svo að mesti annatíminn er yfir hásumarið en yfir veturinn virðist myndataka almennings detta alveg niður nema rétt um jólaleytið. Þegar virðast nokkur fyrirtæki vera að reyna að laða til sin viöskiptavini með gylliboðum. Áður hefur verið minnst a aukafilmu Myndsýnar. Þetta er gyOiboð sem engum hefur tekist að leika eftir en nokkrir eru þó famir að leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum vOdarkjör. Sem dæmi um þetta býður FOman í Hamraborg þeim sem þar láta framkaOa upp á 25% afslátt af nýrri filmu og getur þá filman kost- að allt niður í 143 kr„ en fyrirtækið selur KonicafOmur á 190 kr. í smásölu. Ljósmyndavörur h/f í Skipholti bjóða þeim sem þar framkaOa upp á Fuji filmu á 160 kr. sem er heOdsöluverð með söluskatti. Hraðfilman í Breið- holti býður upp á ókeypis stækkun í stærðinni 13x18 í kaupbæti og eru eílaust fleiri með svipuð tilboð í gangi þó Neytendasíðu sé ekki kunnugt um hverjir. Einnig spá margir því að stórmark- aðir fari að setja upp framköOunarvél- ar í tengslum við verslanir sínar. Það yrði þá gert til að laða að viðskiptavini og ekki ósenrúlegt að verðinu verði haldið niðri til aö neytandinn sjái ástæðu tíl að fara í viðkomandi stór- markað og staldra viö þar í svo sem eina klukkustund. Kaupstaður í Mjódd hefur einmitt verið nefndur sem til aOs líklegur í þessu sambandi en verslunarstjóri þar sagði svo ekki vera. Að vísu er verið að opna hraðframköOun í húsnæði verslunarinnar en þaö er gert í fuOu samstarfi við Hans Petersen og verður verðið það sama og hjá Kodak. -PLP Ódýr rúm og rúmföt Ný verslun var opnuð á dögunum í Kópavogi. Daginn fyrir opnun birt- ust nokkrar auglýsingar frá verslun- inni og voru þær sérstæðar að því leyti að þar var getið um verð Aug- lýsingin vakti geysiathygO enda verðið lægra heldur en gengu- og gerist og ákvað DV að Ota á staðinn. Við komum í verslurúna um tíu- leytið um morguninn. Þá var komin röð fyrir utan en ösin var svo mikO að verslunarstjórinn ákvað aö hleypa inn í skömmmtum, svona eins og á skemmtistöðunum. Versl- unin sérhæfir sig í rúmum og öllu sem þeim fylgir, s.s. sængum, sæng- urverum, koddum, o.s.frv., og þegar við komum var fyrsta sendingin af rúmum þegar að veröa búin. Við ræddum OtiOega við Hermann Bjarnason verslunarstjóra: - Hermann, er þetta undirboð, eöa hvemig stendur á þessu verðlagi? „Verslunin er rekin í tengslum við danskt fyrirtæki, Jusk sengetojslag- er, og höfðu þeir veg og vanda af þvi að setja up verslunina. Eins og þú sérð þá er ekkert innréttað hér og þvi enginn kostnaöur samfara því. Viö höfum heldur engan skrifstofu- kostnað því við seljum ekki á afborgunum hér þarf fólk að greiða með peningum eða greiðslukortum. Álagningu hefur einnig verið haldið í lágmarki.“ - En kemur þetta verð til með að haldast, er þetta ekki bara opnunart- Oboð? „Þetta er opnunartOboð að ein- hveiju leyti. Hins vegar kemur verðið tO með að haldast nokkuð svipað, svo fremi sem gengið helst stöðugt." - - Nú er hleypt iim í verslunina í skömmtum og sýnist mér skýringin vera löng röð við greiðslukassa. Hvers vegna seturðu ekki upp fleiri kassa? „Hér eru tveir kassar og setti ég ekki upp fleiri því mér datt ekki í hug að fólk kæmi hingað í þessum mæfi. Nú þegar eru ýmsir hlutir að klárast og verð ég að panta meir strax í kvöld. Vörumar verða svo komnar hingaö eftir þrjár vikur.“ -PLP Að morgni fyrsta dags var komin röð en hleypt var inn i búðina í skömmtum. Og inni var ösin í hámarki. DV-myndir S 800-1 Framköllun á 24 mynda filmu ■| Súla 2, afsláttur á Fuji filmu sem kostar þá kr. 160 Súla 5, ókeypis filma i kaupbæti ^ Súla 6, 25% afsláttur af filmu Súla 7, ókeypis stækkun 13x18 U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar Qölskyldu af sömu stterð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í september 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.