Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Síða 16
16
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
Spumirigin
Telur þú þegnskyldu-
vinnu æskilega hér?
Kristinn Zophaniasson:
Hún getur átt rétt á sér, undir vissum
kringumstæöum.
Klara Þorleifsdóttir:
Nei. En fólk ætti hins vegar aö geta
ráðið hvort það tekur henni. Það
væri þá helst við flskvinnslustörf að
huga mætti að henni.
Haraldur Gíslason:
Nei, það er ég ekki.
Guðlaugur Guðlaugsson:
Nei, mér finnst ekki eiga að skylda
neinn til slíks.
Arnaldur Árnason:
Ég gæti hugsað mér hana og þá á
mjög takmörkuöu sviöi.
með henni né móti. Það vantar hins
vegar aga í íslensku þjóðfélagi.
Lesendur
Vömverð og álagning:
Sniðgöngum dýru vörumar
Það er auðvelt að stýra verðlagi ef vilji er fyrir hendi.
J.H. skrifar:
Um það geta sennilega flestir verið
sammála að vöruverð hér er með því
hæsta sem gerist, einkum verð á mat-
vælum hvers konar og öðrum vörum
til daglegrar notkunar.
Verð á svokölluðum lúxusvamingi,
eða vörum sem sjaldnar eru keyptar,
er hins vegar ekki svo ýkja langt frá
því sem gerist í öðrum löndum, sbr.
verð á heimilistækjum, bilum o.fl. í
þessum dúr.
Fatnaður er þó undanskilinn að því
er varðar hagstæðan samanburð á
verði hér og erlendis. Hér er verð á
fatnaði með því hæsta sem gerist í
heiminum.
Matvaran er þó sú vörutegund sem
er svo óeðlilega verðlögð að telja má
að um hreint rán sé að ræða. Og það
má taka ýmis dæmi. Og svo þau séu
tekin af handahófi má nefna nauð-
synjavörur eins og rakvélarblöð,
tannkrem og aörar hreinlætisvörur,
gosdrykki innlenda sem erlenda, sal-
emispappír og ýmsar aðrar heimilis-
vörur.
Ég kaupi nú sjaldan þá hluti sem ég
get komist af án. Nýlega rakst ég á
poka með kartöfluflögum (teg: Potet-
gull frá Mamd) í 100 g pokum. Ég
staldraði við og ætlaði að kaupa einn
slíkan. Þessi vörutegund er eitthvað
það ódýrasta sem keypt er í matvöm-
verslunum erlendis.
En hvað haldið þið að þessi smápoki
hafi kostað? - Kr. 80 - segi og skrifa
ÁTTATÍU KRÓNUR! Ég lét hann
óhreyfðan.
Þetta jafngildir rúmum tveimur doll-
urum! rúmu sterlingspundi! og
rúmum fjórum vestur-þýskum mörk-
um! Til upplýsingar má geta þess að
poki, helmingi stærri eða rúmlega
það, 250 g kostar $ 0,65 í Bandaríkjun-
um og svipað að verðgildi austan
megin við okkur, í Evrópulöndunum.
Hver er skýringin á þessum ósköp-
um? Em það tollar, flutningskostnað-
ur eða álagning sem veldur þessu
himinháa verðlagi? Auðvitað vantar
ekki skýringar, þær koma. En þær em
oftast ekki réttar, því miður. Mín skoð-
un er sú að álagningin sé óhemju
fyrirferðarmikil í vömverði hér á
landi.
Við neytendur verðum að taka
höndum saman um að sniðganga þær
vörur sem em það hátt verðlagðar að
þær em, segjum helmingi til tvisvar
sinnum dýrari hér en annars staðar
sem við þekkjum til. Fólk er orðið það
upplýst nú með tíðum ferðum til út-
landa að það þekkir á svipstundu hvað
er eðlilegt verð og hvað ekki er það
sér verðmerkinguna.
Verðlag hér ætti aldrei að vera
hærra að jafnaði en svona einum
þriðja, miðað við erlendis.
Það er auðvelt að stýra verðlagi á
vörum og þjónustu ef vilji er fyrir
hendi. Bæði Verðlagsstofnun og Neyt-
endasamtökin hafa margítrekað þetta
og hvatt fólk til að fylgjast með verði.
Og það þýðir lítið að kvarta ávallt til
hins opinbera ef fólkið vill ekki hjálpa
til sjáift. - Er ekki ráð að reyna?
Borgaraflokkurinn og Albert:
Sameiginleg vissa
Kristján Ingvarsson verkfr. skrifar:
í leiðara DV þann 30. sept. sl.
skrifar Ellert Schram um Borgara-
flokkinn og Albert Guðmundsson, og
hlut Sjálfstæðisflokksins að stofnun
þessa nýja stjómmálaafls.
Ritstjórinn fer með sömu kórvillu
og margir sem ekki þekkja vel til
mála er varða Borgaraflokkinn. Hann
telur að Borgaraflokkurinn sé nær
eingöngu skipaður óánægðum sjálf-
stæðismönnum og einkavinum Al-
berts.
Sannleikurinn er sá að i Borgara-
flokknum er fólk úr öflum flokkum
og stéttum. Það sem tengir þetta fólk
við einn og sama flokkinn er sameigin-
leg vissa um það að hinir flokkamir
hafi fyrir löngu hætt að þjóna fólkinu.
Margir í Borgaraflokknum hafa
unnið árum saman fyrir aðra flokka
og smám saman orðið vondaufir um
að flokkamir stæðu við gefin loforð
og fyrirheit.
Það gefur Borgaraflokki sérstakan
lífskraft að enginn hagsmunatengsl
em enn á mifli forystumanna flokks-
ins og þeirra sem styðja flokkinn.
Borgarafl. er og verður hugsjónaflokk-
ur með mannbætandi stefnuskrá.
Hann er flokkur með framtíð.
Hins vegar er það Albert Guð-
mundssyni að þakka að Borgarafl.
varð til. Það er því eðlilegt að hann
gegni æðsta hlutverki í flokknum.
Ekki er heldur rétt hjá ritstjóra að
Borgaraflokkur njóti þess að vera í
stjómarandstöðu þar sem slíkri stöðu
fylgi engin ábyrgð, eins og hann gefur
í skyn.
Þegar þingið kemur saman mun
Borgaraflokkur ávallt leitast við að
greiða málum atkvæði eftir ágæti
þeirra en ekki eftir pólitísku sjónar-
spili.
Frá störfum alþingis.
Kveðja til alþingiskvenna
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Mér hefur dottið í hug að biðja
ykkur um að leggja fram frumvarp
þess efnis að heimavinnandi konur
með böm fái greidda ákveðna upphæð
á mánuði frá hinu opinbera.
Heimavinnandi konur vinna mikið
og þetta er því einungis sann-
gimiskrafa. Þetta em staflsystur
ykkar sem þið verðið að hugsa betur
um.
Við verðum að meta konur meira
en við höfum gert hingað til. Við vær-
um lítil peð á taflborði hefðum við
ekki blessaðar konumar okkur við
hliö.
Ég skrifa þessar línur með það í
huga að við breytum hugarfari okkar.
Það er mikil vinna að vera húsmóðir,
ekki hvaö síst þar sem mörg böm em
á heimili.
Ríkið eys út fé í hvaðeina og það sem
síður skyldi oft og tíðum.
Annað sem ég vildi minnast á í leiö-
inni er það að nú í seinni tíð em þær
miklu fleiri, konumar, sem komnar
era í opinber störf, og er það vel.
Það má þakka okkar elskulega for-
seta að stórum hluta. Vigdís er einhver
besti forseti sem nokkur þjóð getur
átt.
Aö þessu sögðu sendi ég konum á
alþingi bestu kveðju með von um að
það sem ég hefi hér tekið fyrir og gert
aö umtalsefni megi rætast sem fyrst.
Helga hringdi: daglega, er 10 ára gömul læða og
Aöfaranótt hins 9. þ.m. fór kisa tpjög heimakær, en þó ekki meira
nokkur frá heimili sínu hér í borg, en svo að hún er nu horfin. Senni-
nánar tiltekið í Hlíöahverfi. legahefureitthvaðkomiðfýrirhana.
Hún er grábröndótt að lit, með Þeör sem verða hennar nú varir,
hvíta bringu og hvítar hosur. Hún lifandi eða dauörar, láti vinsamlega
er nett og smávaxin og merkt á eyra, vita í síma 15021 eða 31123, þó ekki
samkvæmtvenjuáDýraspítalanum. fýrr en eftir kL 19 aö kvöldinu.
,JMatfa“-kisa, en svoer hún kölluö
Hringiö í síma 27022
milli kl. 13 og 15,
eða skrifið.
Þungaflutningar á Reykjanesbraut;
Fyrirspurn til Vegaeftiriits
Suðurnesjamaður hringdi:
Svo virðist sem engar þungatak-
markanir gildi á Reykjanesbrautinni.
Dæmi em um að bflar, sem flytja td.
malarefni í steypu, séu með þetta
40-50 tonna þunga, jaflivel þyngri.
Er nú ekki kominn tími til aö beita
þungatakmörkunum á þessari mikil-
vægu akbraut? Það er ekkert vega-
kerfi, a.m.k hér á landi, sem þolir
slíkan þunga.
Ég leyfi mér að beina þeirri fyrir-
spum til Vegagerðarinnar og Vegaeft-
irlits hvort ekki sé í bígerð að
takmarka þessa þungaflutninga eftir
Reykjanesbraut áður en það er orðið
of seint?
Skattlagning:
Þarfar ábendingar
til fjármálaráðherra
Colin Porter hringdi:
Mig langar til að benda fjármálaráð-
herra á nýjar tekjuöflunarleiðir sem
mættu koma að notum til að ná endum
saman í þjóðarbúskapnum.
Ein er sú að skattleggja sérstaklega
alla þá sem ekki nota tóbak eða áfengi
því að þeir sem það gera greiða mun
meira til samfélagsins en hinir.
Ennfremur að fótgangandi greiði
sérstaklega fyrir að nota gangstéttir
sem við, hinir akandi, notum ekki.
Svo má hugsa sér að leggja eins kon-
ar „skemmtanaskatt" á gúmmíveijur,
t.d. til jafns við þann sem lagður er á
eigendur hunda og greiða þetta milli
5 og 6 þúsund krónur á ári. - Nú, eða
þá skatt á kattaeigendur sem sleppa
alveg í dag!
Hvemig væri svo að láta kanna
hvort innflytjendur bíla geti ekki kom-
ist að hagkvæmari innkaupum á
þessum tækjum, t.d. með því aö hafa
bíla sem, hingað em fluttir, án stefnu-
ljósa, því þau em ekki notuð hvort eð
er.
Frá gatnagerð i Reykjavík. Er hugsan-
legt að nýta umferð um gangstéttir i
skattakerfinu?