Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
33
Fólk í fréttum
Jón Atli Kristjánsson
Jón Atli Kristjánsson, hagfræð-
N ingur og forstöðumaöur í hagdeild
\ Landsbanka íslands, hefur veriö
ráðinn forstjóri Olís eins og fram
kemur í fréttum DV á þriðjudaginn
var.
Jón Atli fæddist í Reykjavík 14.
ágúst 1943 en flutti ungur með fjöl-
skyldu sinni til ísafjarðar og bjó þar
til 1952 er hann fluttist til Akur-
eyrar. Jón gekk í MA og tók fiski-
mannapróf frá Stýrimannaskólan-
um 1962. Hann hóf störf við
Landsbankann 1962 og hefur verið
deildarstjóri í ýmsum deildum Aust-
urbæjarútibús Landsbankans. Jón
Atli var. starfsmaður Scandinavian
Bank í Lundúnum 1973-1974 og sér-
fræðingur í hagdeild Landsbankans
frá 1974. Hann lauk hagfræðiprófi frá
háskólanum í Lundi 1982 og var í
framhaidsnámi í rekstrarhagfræði
við sama skóla 1983. Jón Atli var
formaður Týs, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Kópavogi, 1969-1971
og var í stjóm Sambands ungra sjálf-
stæðismanna 1969-1971.
Kona Jóns Atla er María Aðalbjörg
Þorgeirsdóttir, f. 15. desember 1944.
Foreldrar hennar eru Þorgeir Jóns-
son, læknir í Kópavogi, og kona
hans, Ester Þorsteinsdóttir. Systkini
Jóns Atla em Snæbjöm sem er verk-
fræðingur og rekur verkfræðistof-
una Feril hf., giftur Guðrúnu
Garðarsdóttur, og eiga þau þtjá syni,
og Dagný, bókmenntafræðingur og
sendikennari í háskólanum í Osló,
gift Kristjáni Jóhanni Jónssyni, ís-
lenskufrseðingi og rithöfúndi, og eiga
þau tvo syni.
Foreldrar Jóns Atla era Kristján
Jónsson, borgardómari í Rvík, og
kona hans, Þórunn Jónsdóttir kenn-
ari. Kristján er bróðir Ragnheiðar,
móður Siggeirs Ólafssonar, bama-
sagnahöfundar í Hveragerði. Faðir
Kristjáns var Jón, prestur á Stað á
Reykjanesi, bróðir Benedikts, afa
Halldórs Gröndals prests. Jón var
sonur Þorvalds, prests í Hvammi í
Norðurárdal, Stefánssonar, prófasts
í Stafholti, bróður Þuríðar,
langömmu Vigdísar Finnbogadótt-
ur. Stefán var sonur Þorvalds,
prófasts og skálds í Holti undir Eyja-
^öllum, Böðvarssonar, prests í
Guttormshaga, Högnasonar „presta-
fóður", prests á Breiðabólstað í
Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móðir Stef-
áns var Kristín Bjömsdóttir, prests
í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, sem Ból-
staðarhlíðarættin er kennd við.
Móðir Þorvalds var Ingibjörg Jóns-
dóttir frá Steinnesi, systir Guðrúnar,
móður Sveins Bjömssonar forseta.
Móðir Jóns á Staö var Kristín Jóns-
dóttir frá Breiöabólstað í Vesturhópi,
af Thorarensenættinni.
Móðir Kristjáns var Ólína Snæ-
bjömsdóttir, b. og hreppstjóra í
Hergjlsey, Kristjánssonar. Móðir
Ólínu var Guðrún Hafliðadóttir,
dbrm í Svefneyjum, Eyjólfssonar,
alþingismanns í Svefneyjum, Ein-
arssonar. Móðir Guðrúnar var Ólína
Friðriksdóttir, b. í Amardal, Eyjólfs-
sonar. Móðir Ólínu var Sigríöur
Ólafsdóttir, b. í Stokkanesi, Þor-
bergssonar, bróður Guðrúnar,
formóður Knudsenættarinnar og
bróður Hjalta Thorberg, langafa Si-
gríðar, ömmu Jóhannesar Nordals.
Móðir Jóns Atla, Þórunn, var dótt-
ir Jóns, b. á Keisbakka á Skógar-
strönd, Loftssonar, b. á Keisbakka
Guðmundssonar, og konu hans, Sig-
urlaugar Guðmundsdóttur frá
Jón Atli Kristjánsson.
Söndum í Miðfirði. Móðir Þórunnar
var Þórunn ljósmóðir, Magnúsdótt-
ir, b. í Skógskoti í Miðdölum,
Runólfssonar, og konu hans, Guð-
rúnar Benjamínsdóttur, vinnu-
manns í Álftanesi í Mýrasýslu,
Jónssonar.
Afmæli
Aðalheiður Gestsdottir
Halldór S. Gröndal
Aðalheiður Gestsdóttir, Hjallavegi
3, Eyrarbakka, er áttræð í dag. Hún
fæddist í Pálshúsi á Eyrarbakka og
ólst þar upp hjá foreldrum sínum,
Guðríði Guðlaugsdóttur og Gesti
Sigurðssyni. Aðalheiður fór ung í
vist til Vestmannaeyja og var í vist
fram yfir tvítugsaldur.
Maður hennar var Karl Jónasson
frá Önundarstöðum í Austur-Land-
eyjum en þau giftu sig 23.11.1930.
Aðalheiður og Karl eignuðust tíu
böm og era sjö þeirra á lífi.
Aðalheiöur og Karl settust að á
Eyrarbakka en Aöalheiður hóf þá
störf í frystihúsinu á staðnum og
hefur nú unnið þar í rúm tuttugu ár.
Hún tekur á móti gestum á heim-
ili dóttur sinnar, Túngötu 52,
Eyrarbakka, laugardaginn 17. októb-
er frá kl. 15:00-19:00.
Ragna Einarsdóttir
Ragna Einarsdóttir ljósmóðir,
Hrísateigi 35, Reykjavík, er sjötíu og
fimm ára í dag. Ragna er Austfirð-
ingur, eitt tólf bama hjónanna
Einars Högnasonar og Þuriðar Sig-
urðardóttur en þau bjuggu á Bæ í
Lóni.
Um tvítugt fór Ragna í Eiðaskóla
og var þar í tvo vetur. Ári síðar fór
hún í Ljósmæðraskóla íslands en
eftir að hún útskrifaðist þaðan fór
húnausturálandþarsemhúnstarf- -
aði sem ljósmóöir í sjö ár. Ragna
flutti síðan til Reykjvíkur og hefur
búið þar síðan. Þar hefur hún unniö
við verslunarstörf, veriö í fisk-
vinnslu og nú sl. tólf ár hefur hún
verið dagmamma.
Ragna giftist 1948 Snorra Helga-
syni sem er einnig Austfirðingur og
eiga þau þrjú böm, tvær dætur og
einn son. Dætumar era dagmömm-
ur en sonurinn, sem er viöskipta-
fræðingur að mennt, starfar við
fjármál Blönduvirkjunar.
Ragna verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Friðmey Guómundsdóttir
Friðmey Guðmundsdóttir, Bílds-
felli I, Grafningi, er sjötug í dag.
Friðmey fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum.
Maður hennar var Þorvaldur Guð-
mundsson, b. að Bíldsfelli, f.3.9.1907,
en hann lést 1982.
Friðmey eignaðist ellefu böm og
era tíu þeirra á lífi. Friömey átti tólf
systkini og era nú sex þeirra á lífi.
Foreldrar hennar vora Guðmund-
ur, jámsmiður í Hafnarfirði, Hró-
þjartsson, og kona hans, Guðrún
Agústa Jónsdóttir.
Friðmey tekur á móti gestum á
heimili sínu laugardaginn 17.10. frá
klukkan 15.
Halldór S. Gröndal sóknarprestur,
Bólstaðarhlíð 56, Reykjavik, er sex-
tugur í dag.
Halldór er fæddur í Reykjavík og
lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræðum
með hótelrekstur sem sérgrein frá
Comellháskóla í íþöku í New York-
ríki 1952. Hann stofnaði veitingahús-
ið Naust og var forsljóri þess
1953-196-5. Þá var hann forstjóri Ice-
land Food Centre í Lundúnum
1965-1967. Halldór lauk guðfræði-
prófi frá Háskóla íslands 1972. Hann
var farprestur þjóðkirkjunnar
1972-1973 og hefur verið sóknar-
Sesselja V.
Sesselja Vilborg Pétursdóttir,
Hringbraut 70, Hafnarfirði, er sjötug
í dag. Hún fæddist í Hafnarfirði og
ólst þar upp. Foreldrar hennar vora
Elínborg Elísdóttir og Pétur Bjöms-
son. Sesselja giftist Soíúsi Berthelsen
24.9.1938 og eignuðust þau átta böm,
sex drengi og tvær stúlkur. Tvo elstu
drengina misstu þau af slysfórum
með tíu ára millibili en þeir vora þá
uppkomnir íjöldskyldumenn.
prestur í Grensásprestakalli í
Reykjavík frá 1973. Halldór var í
stjóm Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda 1954-1965 og í mats-
nefnd veitinga- og gistihúsa á sama
tíma. Formaðiu- skólanefndar Hótel-
og veitingaskóla íslands var hann
1962-1965. Hafidór var ritari í stjórn
Prestafélags íslands 1973-1976 og
hefur verið i stjóm Bindindisráðs
kristinna safnaða frá 1975.
Halldór og Ingveldur, kona hans,
taka á móti gestum í Grensáskirkju
á afmælisdaginn milli kl. 16 og 19.
Pétursdóttir
Bamaböm Sesselju era nú orðin
tuttugu og fimm og langömmuböm-
in átján. Eftir að böm þeirra Sesselju
og Sofusar vora uppkomin vann hún
í frystihúsi en er nú hætt allri vinnu
utan heimifi?
Sesselja mun taka á móti gestum
laugardaginn 17. október kl. 14-18 í
íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn-
arfirði.
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson, Logafold 156,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Ingvar er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp ásamt fimm systkinum
sínum. Hann lærði trésitipasmíði
1947 og starfaöi við við þá iðn
1947-1960. Ingvar hóf þá nám í húsa-
smíði og lauk sveinsprófi 1962 og
hefur starfað við þá iðn síðan. Kona
hans er Kristín Magnúsdóttir, f. 25.
október 1929, og eiga þau þijú böm:
Magnús, sem starfar á Tjaldanesi,
giftur Wenche Ingvarsson; Maríu,
gift Guðmundi Ingasyni lögreglu-
þjóni, og Bjarna Þór húsasmíða-
meistara, giftur Bogu Kristinsdóttur.
Bamaböm þeirra era sex. Foreldrar
Ingvars era Jón Helgason. bólstari
og listmálari í Rvík. og kona hans.
María Majasdóttir.
Ingvar mun halda upp á sextíu ára
afmælið fóstudagjnn 16. október frá
kl. 20 á heimili sínu. Logafold 156.
Hulda Valdimarsdóttir
Hulda Valdimarsdóttir, Álfaskeiði
64, Hafnarfirði, er sextug í dag.
Hulda er fædd á Fáskrúðsfirði og
ólst þar upp en fór þaöan fjórtán ára
aö Vattarnesi en síðan til Vest-
mannaeyja og vann á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja þar til hún gifti sig
8. mars 1947 Hauki Marsveinssyni,
f. 7. júní 1925, leigubílstjóra. Foreldr-
90 ára______________________
Guðrún Þórðardóttir, Syðri-
Hraundal, Álftanesi, er níræð í dag.
80 ára_______________________
Ragnhildur Pétursdóttir, Noröur-
brún 1, Reykjavík, er áttræð í dag.
Halldóra Einarsdóttir, Þórustíg 16,
Njarðvík, er áttræð í dag.
75 ára______________________
Heiðveig Árnadóttir, Víghólastíg
10, Kópavogi, er sjötíu og fimm ára
í dag.
ar Hauks era Marsveinn Jónsson,
sem vann í Áhaldahúsi Hafnarfjarö-
ar, en hann lést 8. mars 1984, og
kona hans, Sólveig Guðsteinsdóttir.
Synir þeirra Huldu og Hauks eru
Viðar Hafsteinn, f. 25. september
1947, rafvélavirki, Guðmar Hafberg,
f. 16. janúar 1951, kerfisforritari hjá
Reiknistofnun bankanna, og Lúðvík
Helga Guðjónsdóttir, Hólabraut 6,
Keflavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
Hulda Sigurjónsdóttir, Botnahlíð
14, Seyðisfirði, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Fanney Geirsdóttir, Hringveri,
Tjörneshreppi, er sjötíu og fimm
ára í dag.
70 ára
Ingiríður Guðmundsdóttir,
Strandaseli 11, Reykjavík, er sjötug
í dag.
Jóhanna Jónasdóttir, Strandgötu
6, Höfðahreppi, er sjötug í dag.
Ingibjöm, f. 15. september 1952, vél-
vii'ki í Rvik.
Foreldrar Huldu era Valdimar
Lúðviksson frá Hafnamesi og kona
hans, Guölaug Sveinbjamardóttir.
frá Gautavík í Fannadal á Berufjarð-
arströnd.
60 ára
Karl Georg Þorleifsson, Barónsstíg
43, Reykjavík, er sextugur í dag.
Vigfús Gunnarsson, löggiltur end-
urskoðandi, Hátúni 8, Reykjavík,
er sextugur í dag.
Ingvar Jónsson, Logafold 156,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Sigríður S. Egilsdóttir, Ljósheim-
um 10A, Reykjavík, er sextug í dag.
RÖgnvaldur
Finnbogason
Rögnvaldur Finnbogason sóknar-
prestur, Staðastað. er sextugur í dag.
Rögnvaldur er fæddur í Hafnar-
firði og lauk guðfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1952. Harrn var í
námi í trúarbragðasögu við Lund-
únaháskóla 1952-1953 og var sóknar-
prestur í Skútustaðaprestakalli 1952
og í Bjarnanesi í Homafirði
1954-1959. Rögnvaldur var sóknar-
prestur á Mosfelfi í Grímsnesi
1959-1961 og á Valþjófsstað
1961-1962. Hann var sóknarprestur
í Stafholti 1962-1965 og á Hofi í
Vopnafirði 1965-1968. Rögnvaldur
var sóknarprestur á Seyðisfirði
1968-1971 og á Siglufirði 1971-1973.
Hann hefur verið sóknarprestur á
Staðastað frá 1973. Rögnvaldur var
forfallakennari við Skógaskóla
1950-1951 og í Flensborg í Hafnar-
firði 1953-1954. Hann var stunda-
kennari við Nesjaskóla í Homafirði
1954-1959 og við Iðnskólarm á Sel-
fossi 1959-1960. Rögnvaldur var
stundakennari \dð Húsmæðraskól-
ann á Varmalandi í Borgarfirði og
bamaskólann þar 1962-1965 og gagn-
fræðaskólann og Iðnskólann á
Seyðisfirði 1968-1971 og við bama-
skólann og gagnfræðaskólann á
Siglufirði 1971-1973. Hann hefur átt
sæti í bamavemdamefndum og
sáttanefndum og verið formaður
skólanefndar Staðarsveitar frá 1978.
Rögnvaldur og Kristín, kona hans,
taka á móti gestum á Hótel Búðum
síðdegis laugardaginn 17. október.
Andlát
Ólína Bergsveinsdóttir, Hverfisgötu
17, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefs-
spítala 13. október.
Jón Ágúst Jónsson, Heiðarhrauni
30c, Grindavík, andaðist í Borgar-
spítalanum 13. október.
Steindór Stefánsson, Bjargi, Greni-
vík, andaðist á heimili sínu 12.
október.
Guðrún Jónsdóttir frá Suðureyri,
Tálknafirði, andaðist 13. október.
Sérverslun
með blóm og
skreytingar.
ooBlóm
^Qskicylii^r
Laugauegi 53, simi 20266
Sendum um land allL