Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Side 34
34
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
Jarðarfarir
Utfór Kristins Jóhanns Árnason
skipstjóra, sem andaðist 7. október,
verður gerð frá Fossvogskirkju
, föstudaginn 16. október kl. 13.30.
Bækur
ökíMmid
Ökunámið
Mál og menning hefur gefið út bókina
ökunámið eftir Guðna Karlsson. Þetta er
ný kennslubók ætluð þeim sem eru að
læra á bí'. en er ekki síður nytsamleg hand-
bók fvrir alla ökumenn. Ökunámið veitir
untiirstöðuþekkingu um bílinn, hvemig
hsnn vinnur og allan ytri búnað hans.
Xennt er hvernig á að aka við hinar ólíku
aðstæður og vandlega farið yfir umferðar-
reg'ur og lög. Þá er fjallað um hjálp í
við’iigum og um tryggingar og eftirlit bif-
retða. 1 bókinni er sérstakur kafli um
akstur eriendis þar sem hugað er að því
helsta sem mönnum kann að koma á óvart
við akstur í öðrum löndum. ökunámið
gevmir litmyndir af öllum umferðarmerkj-
um og auk þess um 200 skýringarteikning-
ar sem gerðar eru af Böðvari Leós. Bókin
er gefir út í samvinnu við Ökukennarafé-
lag lslands.
MS-DOS komin út í
skólaútgáfu
Bókin urn MS-DOS eftir Jörgen Pind er
nú komin út í skólaútgáfu. DÖS er langal-
gengasta stýrikerftð í einkatölvum gott
valri á bví gerir tölvunotandanum kleift
að nýta sér aíl tölvu sinnar til fullnustu.
! Bókinni um MS-DOS er farið rækilega
> ; allar skipanir kerfisins. ljallað um mis-
munandi útgáfur þess og bent á fjölda
möguleika sem bæði bvrjendur og lengra
komnir geta ha.gnýtt sér.
Þegar Bókin um MS-DOS kom fyrst út
í fyrra vakti hún mikla hrifningu bæð:
lærðra og leikra. Hún þykir einkar að-
gengileg og notadrjúg. jafnt sem kennslu-
bok og handbók. Bókin er 309 bls. að stærð
í hanrihægu broti og bundin með gormi.
Útgefandi er Mál og menning. Þessa
skólaútgáfu styrktu Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson. Verslunarbankinn og Bókabúð
Braga Amstrad tölvur. Prentsmiðja Arna
Valdemarssoanr hf. prentaði.
Tilkyrtnirtgar
Bókaþing 1987: Bækur og fjöi-
miðlar
Annað bókaþingið. sem Bókasamband Is-
lands gengst fyrir. verður haldið í Súlnasal
Hótel Sögu 22. október nk. og hefst kl.
13.15. Kyrra þingið var haldið að Hótel
Loftleiðum fyrir rúmu ári og sóttu það um
200 manr.s.
A þinginv. 22. október nk.. sem fjallar um
hækur og fjölmiðla. flytja stutt erindi Ein-
ar Már Guðmundsson rithöfundur. Eyjólf-
t:r Sigurðsson bókaútgefandi. Arni
Bergmann ritstjóri. Heimir Pálsson cand.
mag.. Þráinn Bertelsson rithöfundur. Sig-
urður Pálsson rithöfundur og Hrafn
■Gunnlaugsson dagskrárstjóri. Þingtorseti
verður Ástráður Eystemsson.
Þinginu. sem er öllum opið. lýkur neð
pallborðsumræðum undir stjórn Halldórs
Guðmundssonar. Þátttakendur í umræð-
unum verða m.a. Björn Bjarnason ritstjóri.
Einar Sigurðsson útvarpsstjóri. Jóhann
Pál! Valdimarsson bókaútgefandi. Stein-
unn Sigurðardóttir rithöfundur og Þórdís
S Þorvaldsdóttir borgarbókavörður.
Að Bókasambandi ísiands standa þessi
félög: Bókavarðafélag íslands. Félag bóka-
gerðarmanna. Kélag ísl. bókaútgefenda.
Eélag ísl. hókaverslana. Félag ísl. prent-
iðnaðarins, Hagþenkir, Rithöfundasam-
band íslands og Samtök gagnrýnenda.
Formaður Bókasambands íslands er Ólaf-
ur Ragnarsson bókaútgefandi.
LUKKUDAGAR
15. október
40578
MYNDBANDSTÆKIfrá
NESC0
að verðmæti
kr. 40.000.
Vinningshafar hringi i sirna
91-82580.
í gærkvöldi
Edda Thorlacius lyfjafræðingur:
Stenst erlendan samanburð
Þegar kvöldinu er eytt heima horfi
ég nær undantekningarlaust á fréttir
og veðurspá. Ég sakna þess raunar
að fá ekki að sjá veðurspá frá degin-
um áður, svona til þess að fylgjast
með hversu ábyggilegar spámar
em.
Framlag sjónvarpsins til kynning-
ar ungra söngvara var sannarlega
áhugavert. „Sápan“ Fresno virtist
ætla að verða jafnfroðukennd og
venjulega svo ég notaði tímann í stað
þess til að horfa á Svejk síðan á
mánudagskvöldið, en „Góði dátinn"
Edda Thorlacius.
er með því betra sem sjónvarpið
býður upp á um þessar mundir.
Rebecca var æsispennandi og hélt
mér auðvitað vakandi fram yfir mið-
nætti. Það er góð viðbót að fá nýjar
fréttir í dagskrárlok, þess hafði mað-
ur lengi saknað.
Sjónvarpið býður okkur ágæta
dagskrá, mun betri en margar er-
lendar stöðvar. Sérstaklega eru
fréttirnar okkar alþjóðlegri en víða
hjá erlendum stöðvum, sem í mörg-
um tilfellum em aðeins innanhér-
aðsfréttir.
Fréttir
Framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar:
Áburður hækkar ekki um 46%
Guðspekifélag íslands
Vetrarstarfsemi félagsins er þegar hafin.
I vetur verða jafnan erindi á föstudags-
kvöldum kl. 21 í húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22. Hús félagsins verður opið á
laugardögum kl. 15-17. Félagar munu
skipta mtð sér að sjá um dagskrá milli kl.
15.30 og 16.15. Þar verður m.a. upplestur
úr bókum eða tímaritum og myndbanda-
efni en síðan umræður um það efni sem
tekið verður fyrir hverju sinni. Auk þess
verður bókaþjónustan opin. Skrifstofan
og bókaþjónustan verða einnig opin á
miðvikudögum kl. 16.30-17.30. Hugrækt-
ariðkanir verða á miðvikudögum og
laugardögum. Laugardaginn 10. okt. nk.
kl. 15 17 verður kynningarfundur. Stefnu-
skrá félagsins verður kynnt, fjallað verður
um sérstæði félagsins og frelsi ásamt starf-
semi íslandsdeildarinnar. Kundurinn
verður með kaffihléi. Allir velkomnir.
Árbók atvinnuveganna
á ensku
Iceland Yearsbook ofTrade and Industry
'87 er komin út hjá Iceland Review og
hefur bókin aldrei verið yfirgripsmeiri. í
henni er fjallað um íslenska útgerð, fisk-
vinnslu. iðnað. útflutningsverslun,
bankastarfsemi, efnahagsmál. samgöngur,
landbúnað, ferðaþjónustu. orkumál og
innflutningsverslun. Bókin, sem er á
ensku, er aðgengilegasta heimildarrit sem
völ er á um íslenskt viðskiptalíf, enda
fjalla fagmenn um ýmis sérsvið innan
hvers málaflokks í bókinni. Aftast í henni
er ítarlegur listi yfir fyrirtæki og stofnan-
ir á ýmsum sviðum atvinnulífsins og í
utanríkisviðskiptum - og upplýsingar um
starfssvið þeirra. Ritstjóri Iceland - Ye-
arbook of trade and Industry '87 er
Haraldur J. Hamar. Bókin er 96 bls. að
stærð og verð án söluskatts er kr. 400.
Nýir verkamannabústaðir
i Andakílshreppi
Miðvikudaginn 7. október sl. aflienti
stjórn verkamannabústaða í Andakíls-
hreppi tvo nýbyggða verkamannabústaði
á Hvanneyri til nýrra eigenda. Húsin eru
timburhús. byggð eftir sömu grunnteikn-
ingu. 120fermetraraðstærð. Framkvæmd-
ir hófust í október 1986 og byggingartími
þvi aðeins 12 mánuðir. Verktaki var Pétur
-Jónsson. húsasmíðameistari á Hvanneyri.
Tóku úttektarmenn húsnæðismálastjórn-
ar til þess hve góður allur frágangur og
vinnubrögð við húsin væru. jafnt innan
dyra sem utan. Kostnaðarverð hvors hús
með frágenginni lóð er hér um bil 5 millj-
ónir króna. Að þessum húsum meðtöldum
eru 4 verkamannabústaðir í Andakíls-
hreppi. einn í Bæjarsveit og þrír á
Hvanneyri.
Samvinnufréttir
Ct er komið 1. tölublað 1. árgangs Sam-
vinnufrétta sem gefíð er út af Sambandi
íslenskra samvinnufélaga og fvrst óg
fremst ætlað starfsmönnum Samvinnufyr-
irtækja og félagsmönnum í samvinnufé-
lögunum. Meðal efnis í þessu fyrsta blaði
má nefna viðtal við Guðjón B. Ólafsson,
forstjóra Sambandsins. fróðlegan saman-
burð á fjölda heildsölu- og smásöluversl-
ana og hvernig lagerhaldi þeirra er háttað,
sem er mjög ólíkt því sem gerist erlendis.
Sagt. er frá stærstu strandeldisstöð fyrir
lax í heiminum. sem er hér á landi og
heitir íslandslax. greint frá drögum að
starfsmannastefnu fyrir samvinnufyrir-
tæki, ,.Hestakaupfélagi“ húvörudeildar,
fjármögnunarfyrirtækinu Lind, svo eitt-
hvað sé nefnt. Samvinnufréttir eru lit-
prentaðar og 16 síður að stærð að þessu
sinni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Her-
mann Sveinbjörnsson. kynningarstjóri
Sambandsins.
Önnurskákin
kom á óvart
ýmislegt kom á óvart í annarri
skák þeirra Anatoly Karpov og
Garri Kasparov i heimsmeistara-
einvíginu í Sevilla á Spáni í gær.
Kasparov, sem haiöi hvítt, beitti
ensku byijunartafli, i fyrsta sinn á
ferli sínum. Karpov kom á óvart
með níunda leik sínum og kostaöi
afbrigðiö Kasparov sjötíu og níu
minútna umhugsun fyrir næsta
leik og loks gleymdi Kasparov að
slá á klukkuna eför tuthigasta og
sjötta leik sinn og var eftir það
með tapaöa skák.
Skákin tefldist á eftirfárandi
hátt
Hvitt: Kasparov, svart: Karpov.
1. c4 - RÍ6 2. Rc3 - e5
3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4
5, Bg2 - OO 6. 0-0 - e4
7. Rg5 - Bxc3 8. Bxc3 - He8
9. f3 - e3 10. d3 - d5
11. Db3 - Ra5 12. Da3 - c6
13. cxd5 - cxd514. f4 - Rc6
15. Hbl - Dc7 16. Bb2 - Bg4
17. c4 - dxc4 18. Bxffi - gxfB
19. Re4 - Kg7 20. dxc4 - Had8
21. Hb3 - Rd4 22. Hxe3 - Dxc4
23. Khl - Rf5 24. Hd3 - Bxe2
25. Hxd8 - Hxd8 26. Hel - He8
27. Da5 - b5 28. Rd2 - Dd3
29. Rb3 - Bf3 30. Bx£3 - Dxf3
31. Kgl - Hxel 32. Dxel - Re3
33. Gefúr
í fj árlagafrum varpinu er framlag til
Áburðarverksmiðjunnar fellt niður. Á
þessu ári voru framlög til Áburðar-
verksmiðjunnar 120 milljónir króna.
Hákon Bjömsson, framkvæmdastjóri
verksmiðjunnar, segist telja að þessi
ákvörðun sé hluti af þeirri stefnu sem
stjómvöld vilji taka með verð á áburði.
Þegar fjárlög vom kynnt í fyrra var
ekki gert ráð fyrir fjárframlagi til
Þótt vitað væri að fundir nefndar
hagsmunaaöila, sem vinnur að mótun
nýrrar fiskveiöistefnu, yrðu ekki nein-
ar halelújasamkomur var almennt
ekki búist við að átakapunktur yrði
til um það hveijum skuli úthluta kvót-
anum. Tillaga Þrastar Ólafssonar,
fulltrúa Verkamannasambandsins,
um að fiskvinnslunni verði úthlutað
einhverju af kvótanum, hefur komið
af stað miklum deilum innan nefndar-
innar. Á fundi hennar í gær miðaði
ekkert í máhnu en á fundi, sem boðað-
• ur er í dag, er vonast til að hægt veröi
að taka fyrir ákveðin efnisatriði máls-
ins.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, sagði eftir fundinn í gær að
ekkert hefði mjakast á þeim fundum
sem nefndin hefði haldið til þessa.
verksmiðjunnar en við lokaafgreiðslu
Alþingis var samþykkt að verksmiðj-
an fengi 120 milljónir.
Hákon sagði að sú hækkun, sem
hefur verið nefnd, eða 46%, væri of
há. Hann treysti sér ekki til að nefna
hver hækkunin yrði en hún yröi lægri
en haldið hefði verið fram.
í lögum um Áburðarverksmiðjuna
stendur að henni einni sé heimilt að
Hann sagði að ljóst væri að eignarrétt-
urinn á kvótanum væri að verða aö
átakapunkti í mótun fiskveiðistefn-
unnar.
„Hitt er svo annað mál að þaö verð-
ur Alþingi sem endanlega mótar
fiskveiðistefnuna og þaö hlýtur að
vera fróðlegt fyrir þingmenn, sem
sæti eiga í nefndinni, að fylgjast með
þeim umrEeðum og þeim deilum sem
eiga sér stað um eignarréttinn á kvót-
anum. Ég tek undir meö fulltrúum
sjómannasamtakanna að kvótinn á að
vera í höndum útgerðarmanna og síð-
an er samvinna við sjómenn um
úrvinnsluna," sagði Kristján Ragnars-
son.
Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafé-
lags Islands, tók mjög i sama streng
og Kristján. Hann sagði ýmsa i nefnd-
inni vera að velta fyrir sér öðrum
flytja erlendan áburð til landsins.
Hákon sagði að of snemmt væri að
segja til um hvaða verð kæmi til með
að verða á innfluttum áburði. Hann
sagði að fram að þessu hefði íslenski
áburðurinn verið ódýrari og sagðist
hann reikna með að svo yrði áfram,
þrátt fyrir fyrirsjáanlegar hækkanir.
-sme
leiðum en kvótakerfi og væri ekkert
við það að athuga. Hann sagðist telja
að núverandi kerfi, ef til vill með ein-
hverjum minni háttar breytingum,
yrði ofan á og sjómenn myndu aldrei
ljá máls á því að hluta kvótans yrði
úthlutað tH vinnslunnar. Þar með
væru útgerðarmenn og sjómenn báta,
sem ekki eru í eigu vinnslunnar, orðn-
ir bónbjargamenn.
Þorsteinn Gísláson fiskimálastjóri
sagði sjálfsagt aö menn ræddu máhn
en hann benti á að það yrðu raddir
fólksins á landsbyggðinni, sem lifirviö
sjávarútveginn, sem hlustað yrði á en
þing Fiskifélags íslands og ýmis
landssambönd, tengd sjávarútvegi,
endurvarpa röddum þess fólks og
þessi þing eru á dagskrá á næstunni.
-S.dór
Þótt deilur séu uppi innan nefndar hagsmunaaóila um mótun fiskveiöistefnu er greinilegt að menn geta slegið á
létta strengi. Hér bendir Árni Benediktsson, fulltrúi Sambandsins, á eitthvað skemmtilegt. Við hlið hans situr
Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandinu, þá Helgi Laxdal frá Farmanna- og fiskimannasambandinu, Bjarni
Lúðvíksson frá Sölumiðstöðinni, Dagbjartur Einarsson frá saltfiskframleiðendum, Artúr Bogason frá smábátaeigend-
um og lengst til hægri er Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands islenskra útvegsmanna. DV-mynd BG
Mótun fískveiðistefnu:
Óvæntur átakapunktur
- ekkert miðaði hjá undirbúningsnefhdinni á fundi í gær