Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 19«7 Stjómmál Úrslitin váðast ekki fyrr en á landsfundinum - segir Sigríður Stefánsdóttir, annar formannsframbjóðandinn í Alþýðubandalaginu - Snúast átökin í Alþýðubandalag- inu fyrst og fremst um menn en ekki málefni? „Ég vildi óska þess að pólitík snerist fyrst og fremst um málefni en ekki menn. Þó er ljóst að síðustu daga hefur flokksstarfið í Alþýðu- bandalaginu snúist of mikið um menn að mínu áliti. En ég held að þetta sé tímabundið ástand og að vilji flokksfólks sé sá að pólitík taki yfir aftur.“ - Fr að eiga sér stað endanlegt uppgjör í Alþýðubandalaginu milli þeirra hópa sem tekist hafa á und- anfarin ár? Er þetta uppgjör? „Ég held að það sé ekki hægt að dæma flokksfélaga í ákveðna hópa og því er fráleitt að tala um Al- þýðubandalagið í heild sem tvær fylkingar." - Er þetta þá ekki uppgjör? „Þetta er ákveðið uppgjör og það má vel vera að það uppgjör sé óum- flýjanlegt. Ég hef samt þá óbilandi trú að eftir landsfund verði Al- þýðubandalagið sterkt og heilt.“ - Þú telur sem sagt ekki að flokk- urinn muni klofna vegna þessara átaka: „Það er alveg á hreinu að flokk- urinn mun ekki klofna um mína persónu og ekki um málefni. Ég trúi því ekki heldur að hann rntmi klofna um persónu Ólafs Ragnars Grímssonar þótt mikið sé úr henni gert þessa dagana.“ - Ásmundur Stefánsson segir að Ólafur Ragnar stefni að því að kljúfa Alþýðubandalagið. Ert þú á sama máli? „Ég vil forðast öll stóryröi en það er ljóst að margir telja að sú fram- koma, sem Ólafur Ragnar og fólk í kringum hann, sýndi mörgum fé- lögum, sem borið hafa uppi starfið í Reykjavík að undanfómu, sé ekki beint í anda sameiningar.“ - Þú og þínir stuðningsmenn hafa talað um ógeðfellda smölun fyrir fundinn í Reykjavík. Hafa þínir stuðningsmenn hvergi unnið að slíkri smölun? „Ég held að það sé ekki fyrst og fremst talað um ógeðfellda smölun heldur að það sé ógeðfellt að leggja ákveðna nafnalista fyrir fólk; að treysta því ekki sjálfu til að velja og hafna heldur fara eftir boðum og bönnum að ofan. Hvað smölun viðkemur þá held ég það hafi gerst víða um land að vel hafi verið mætt á fundi Alþýðubandalagsins aö undanfómu og að sumt sé vegna hvatningar frá öðrum. Ég mótmæli því að fólk, sem hefur unnið fyrir mig, hafi beitt bolabrögðum og ég hef lagt mikla áherslu á að það verði ekki gert.“ - Hvers vegna voru þinir stuðn- ingsmenn þá með útstrikaða lista á fundinum í Reykjavík? „Ég veit ekki til þess að mínir stuðningsmenn hafi verið með slíka útstrikunarlista. Hafi eitt- hvaö veriö um slíkt þá var það í litlum hópum og slíkt var ekki sam- ræmd aðgerð svo ég viti til.“ - Ef þú nærð kjöri sem formaður flokksins telur þú þá mögulegt að ná flokknum saman aftur eftir þau átök og yfirlýsingar sem gengið hafa að undanförnu? „Já, það tel ég mögulegt; fyrst og fremst vegna þess að málefnaá- greiningm er ekki mikill. Ég held að flokksfólk og stuðningsmenn okkar geri sér ljósa þá nauðsyn að Alþýðubandalagið verði sterkt og áhrifamikið. Alþýðubandalagið er DV-yfirheyrsla Textir og myndir: Gylfi Kristjánsson eini flokkurinn sem stendur undir nafni sem vinstri flokkur og mál- svari alþýðu.“ - Hvernig ætlar þú að vinna að þessari sameiningu? „Með því að leggja fyrst og fremst áherslu á málefnavinnu og með því að sú forysta, sem tekur við, verði samhent og vinni í nánum tengsl- um við félaga um allt land.“ - Munt þú starfa áfram sem hingað til í flokknum ef Ólafur Ragnar verður formaður hans? „Ég hef tekið að mér ákveðin verkefni fyrir þennan flokk. Ég mun að sjálfsögðu sinna áfram störfum við bæjarmálefni á Akur- eyri til enda þessa kjörtímabils. Timinn verðrn- síðan að leiða í ljós hvort ég tek að mér fleiri verkefni fyrir flokkinn.“ - Hvernig metur þú möguleika þina á að ná formannskjöri? „Ég tel að þeir séu góðir eins og staðan er núna. Ég hef sannfærst enn betur um það tvo síðustu daga. Ég vil aftur á móti ekki merkja mér skoðanir fólks og tel í raun að úr- slitin ráðist ekki fyrr en á lands- fundinum sjálfum." - Eru kynslóðaskipti að eiga sér stað innan Alþýðubandalagsins? „Ég veit ekki hvort það er rétt að tala um kynslóðaskipti. Stærst- ur hluti þess fólks, sem hefur starfað fyrir flokkinn, er ungt fólk og ég held að það sé réttara að tala um eðlilega endumýjun. Fólk skiptir örar með sér verkum í Al- þýðubandalaginu en í flestum öðmm flokkum og ég tel það gott.“ - Ásmundur Stefánsson náði ekki kjöri sem fulltrúi á landsfund en það gerði hins végar Þröstur Ólafs- son. Er verið að skipta um verka- lýðsforystu í flokknum? „Ég man lengur eftir Þresti Ól- afssyni í flokknum en Ásmundi Stefánssyni og ég tel mjög óvarlegt að vera að skipta verkalýðsforyst- unni upp í flokka eftir kjöriö í Reykjavík. Ég legg ekki eignarhald á ákveðna verkalýðsforingja og held að Ólafur Ragnar ætti ekki að gera það heldur.“ - Alþýðubandalagið hefur fengið minna og minna fylgi i kosningum og prófkjörum undanfarin ár. Ert þú að bjóða þig fram í síarf út- fararstjóra? Ef ekki, hvernig hyggst þú þá fara að því að lyfta flokknum upp úr þeim öldudal sem hann er í? Hvaða leiðir hefur þú sem ekki hafa verið reyndar áður? „Fylgi Alþýðubandalagsins hef- ur sveiflast á undanfórnum ámm og mánuðum og mun sjálfsagt gera það áfram. Ég mun reyna að vinna að því að þær hugsjónir, sem við setjum efst, hugsjónir um jöfnuð og frið, hljómi hærra en verið hefur að undanfómu. Sú mynd, sem fólk fær af Alþýðubandalaginu, verður að breytast frá því að vera mynd innanflokksátaka í það að vera mynd af baráttuglaðri sveit sem vinnur saman að sínum hugsjón- um. Ég hef óbilandi trú á að þetta muni gerast eftir landsfundinn.“ - Værir þú tilbúin til að standa upp fyrir Svavari Gestssyni og hætta við formannsframboð þitt ef það gæti orðið til þess að sætta hinar stríðandi fylkingar innan flokks- ins? „Það er ekki um það að ræða að Svavar Gestsson gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku. Mig hefur ekki dreymt um það í marga áratugi að verða formaður stjórn- málaflokks og sel mina persónu ekki dýrt. Það verður flokksmanna að ákveða hver þeir vilja að verði næsti formaður Alþýðubandalags- ins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.