Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Uflönd Baráttan rétt að hefjast Þótt eins konar samkomulag hafi um helgina náðst um arftaka Amadou Mahtar M’Bow, í embætti aðalframkvæmdastjóra UNESCO, menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóöanna, er ljóst að þar með lýkur ekki baráttunni um stöfnun- ina, stefnumið hennar og starfshætti. Það eitt að sá hópur vestrænna ríkja, sem krafðist' framkvæmdastjóra- skipta, fékk sínu framgengt breytir í raun litlu ef ekki fylgja aðrar aðgerð- ir og breytingar í kjölfarið. Þær gætu þó reynst mjög erfiðar í framkvæmd, því búast má við andstöðu af hálfu þeirra ríkja þriðja heimsins sem telja hagsmunum sínum innan stofnunar- innar ógnað með framkvæmda- stjóraskiptunum. Neyðarkandídat Spánverjinn Federico Mayor, ný- kjörinn aðalframkvæmdastjóri UNESCO, var og er hálfgerður neyð- arkandídat. í upphafi baráttunnar um stöðuna bar lítið á honum, enda lögðu flest vestræn ríki þá meginá- herslu á að utanríkisráðherra Pakistan yröi kjörinn til starfans. í fyrstu atkvæðagreiðslum um emb- ættið leiddi M’Bow baráttuna, hlaut í þeim flestum átján atkvæði af fimmtíu. Utanríkisráðherrann fylgdi honum fast eftir en Mayor hlaut at- kvæði þeirra einna sem hvorugan hinna vildu. Það var ekki fyrr en utanríkisráð- herrann dró framboö sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við M’Bow, að vestræn ríki sameinuðust bak við •framboð Mayor. Ekki vegna fylgis við hann sjálfan heldur vegna þess að þau komu ekki auga á neinn þann aðila er gæti, með svo stuttum fyrir- vara, átt möguleika á að fella M’Bow. Hætt viömeðiliu Þótt Mayor hafi síðastliðinn föstu- dag þótt eiga möguleika til að hljóta þann meirihluta atkvæða í fram- kvæmdaráði UNESCO sem þarf til að verða tilnefndur framkvæmda- stjóri stofnunarinnar munaði of litlu á honum og M’Bow til þess að fært. þætti aö ganga til atkvæðagreiðsl- unnar. Var meðal annars óttast að þegar fulltrúar allra aðildarríkja, sem eru 158 að tölu, kæmu saman til að fjalla um tilnefninguna, kynni dæmið að snúast við og M’Bow end- anlega að verða ofan á. Á fundum framkvæmdaráðsins á föstudag voru því stuðningsríki M’Bow þvinguð tÚ þess að ganga til samninga við hann, um að hann drægi framboð sitt til baka, þannig að ráðið gæti sameinast um einn frambjóðanda. Á þetta féllst M’Bow síðan á laugardag, en þó með illu, því hann haföi mörg orð og misfögur um þvingunaraðgerðir Vesturlanda. Raunar á Mayor ekki fram- kvæmdastjórastóhnn vísan enn, þrátt fyrir tilnefninguna, því þótt tilnefningu framkvæmdaráðsins hafi til þessa aldrei verið hafnað gæti slíkt vissulega gerst í þeirri stöðu sem nú er í málum stofnunarinnar. Aðeins þrjátíu Framkvæmdaráöið náði þó alls ekki samstöðu um Mayor sem fram- kvæmdastjóra því aðeins þrjátíu af fimmtíu fulltrúum greiddu honum atkvæði þegar endanlega var gengið til kjörs. Hann gengur því til starfs með tiltölulega lítinn meirihluta á bak við sig og ef til vill á sú staða eftir að marka framkvæmdastjóra- feril hans meir en góðu hófi gegnir. Ljóst er að sú stefnumörkun, sem átt hefur sér stað innan UNESCO Federico Mayor ræddi við fréttamenn í París þegar gengið hafði verið frá tilnefningu hans. Hann sagðist þá stefna að þvi að breyta starfsháttum UNESCO og bæta rekstur stofnunarinnar til að gera hana þekkilegri vestræn- um ríkjuni. Viðbrögð þeirra hafa verið varfærnisleg. Símamynd Reuter undanfarin ár, hefur átt sér marga talsmenn meðal ríkja þriðja heims- ins, þótt hún hafi valdið óróa meðal iðnaðarríkja og valdið því að Banda- ríkin, Bretland og Singapore hafa sagt sig úr stofnuninni. Ætla má því Hertar aðgerðir gegn fjármálagiæpum Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: Talið er að norska ríkið tapi árlega tíu til fimmtán mfiljörðum norskra króna vegna fjármálaglæpa, þar með tahð skattasvindl. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem dómsmála- ráðherra Noregs, Helen Bösterud, og fjármálaráðherra, Gunnar Berge, efndu til í síðustu viku. Þar voru kynntar aðgerðir sem ríkisstjórn Verkamannaflokksins ætlar að grípa tfi gegn fjármálaglæpum. Á næsta ári verður stofnuð sérstök deild í dómsmálaráðuneytinu sem fást á við skattasvindl, óheiðarlegt kauphallarbrask, tölvusvindl og aðra dæmigerða hvítflibbaglæpi. Deildin verður skipuð tuttugu og fimm til þrjátíu starfsmönnum sem búa yfir áþekkri sérfræðikunnáttu og til er í viðskiptalífinu. Dómsmála- ráðherrann sagöi að úti í viðskipta- heiminum kæmust menn oft upp með lögbrot vegna þess að þeir byggju yfir meiri kunnáttu en lög- reglan. „Rannsóknardeildin í dómsmálaráðuneytinu mun eiga að- gang að sömu sérfræðiþekkingunni og lögbijóturinn eftir aö nýja deildin verður stofnuð,” sagði Bösterud. Rannsóknardefidin, sem tekur til starfa á næsta ári, fær leyfi tfi að kaupa sérfræðiþjónustu úti á ftjáls- um markaði ef meö þarf. Á blaða- mannafuridinum sagði Berge fjármálaráðherra að hann gerði ráð fyrir að rannsóknardefidin yrði góð fjárfesting fyrir ríkiskassann. Jafnframt auknu eftirliti og rann- sóknum á fjármálaglæpum munu ráðherramir leggja tfi að refsingar verði þyngdar. Það á að geta kostað allt að þriggja ára fangelsi að bijóta lög um misnotkun á upplýsingum um hlutafélög sem skráð eru í kaup- höllinni. að þær breytingar, sem Mayor mun reyna að ná fram til að gera UNESCO þekkilegra Vesturlöndum, mæti harðri andstöðu fjölmargra aðildar- ríkja. Engan veginn er því víst að stofnunin sé nokkuð betur stödd þrátt fyrir framkvæmdastjóraskipt- in. Andstæðingar breytinga~geta þvælst þar nógu mikið fyrir tfi þess að koma í veg fyrir alla virka starf- semi. Ekki til baka Viðbrögð aðildarríkja UNESCO, bæði núverandi og þeirra sem yfir- gefið hafa stofnunina, viö tilnefningu Mayor hafa enda ekki verið honum verulega hjálpleg. Bandaríkjamenn, Bretar og Singa- porebúar lýstu því allir yfir um helgina að tilnefning hans myndi ekki endilega greiða götu þess að þeir gengju til starfs innan UNESCO að nýju. Haldist þessi ríki, þá einkum Bandaríkjamenn og Bretar, utan stofnunarinnar áfram er ein af helstu forsendum tilnefningarinnar brost- in. Ljóst er að ef ekki liggja fyrir nokkuð ljósar yfirlýsingar frá þess- um ríkjum, um að þau muni ganga aftur inn í stofnunina, ef ákveðnum skilyrðum í stefnumótun og rekstri verður fullnægt, munu mörg núver- andi aðfidarríki hika við að heimfia framkvæmd þeirra breytinga. Þá hafa Japanir og önnur ríki, sem í síðustu viku hótuðu að yfirgefa UNESCO að óbreyttu ástandi, brugðist við tfinefhingu Mayor með varfæmis- legum fögnuði og ítreka nú að aukafj- árframlög sín verði áiram háð skfiyrðum um breytingar í rekstri. Er hann hæfur? Þessi varfæmislegu viðbrögð end- urspegla ef tfi vfil öðra fremur efasemdir um hæfni Mayor til að gegna framkvæmdastjórastöðunni. Mayor er vísindamaður sem að vísu hefur starfað töluvert fyrir og innan UNESCO en hefur enn hvorki sýnt né sannað hæfni sína til leiðtoga- starfa. Margir efa því stórlega að hann sé þeim vanda vaxinrx að leiða stofnunina út úr ógöngunum sem hún er í og um leið sætta andstæð sjónarmið aðfidarríkja hennar. Þessar efasemdir gætu einmitt orð- ið tfi þess að stofnunin gangi þvert á vilja meirihluta framkvæmdaráðs- ins og hafni Mayor sem fram- kvæmdastjóra. Vissulega myndu deilur í kjölfar þeirrar ráðstöfunar verða harðar og bitrar, en ef til vill þykir aðildarríkjum samt vænlegra að útkljá defiumálin á þann veg fremur en samþykkja Spánveijann og stefna út í áralangan skæruhern- að innan stofnunarinnar sjálfrar. Heimta milljón fyrir vikuna Gísli Guðmundsson, DV, Onlaiio: Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í febrúar á næsta ári í borg- inni Calgary í Kanada. • Nú þegar hafa öll hótelherbergi verið pöntuð yfir þann tíma sem leik- amir verða og enn vantar húsnæði ef hægt á að vera að uppfylla hús- næöisþörf þeirra sjötíu og fimm þúsund ferðamanna sem tahö er að muni koma. Til að leysa húsnæðisþörfina hafa skipuleggjendur leitað til hins al- menna borgara eftir húsnæði. Enn sem komið er hafa þær umleitanir lofað góðu að öllu leyti nema einu, leigan, sem farið er fram á, er frá þrjátíu þúsund krónum til fjögur hundrað og áttatiu þúsund króna fyrir eina viku. Flestir óska eftir að fá sjötíu til áttatíu þúsund krónur fyrir að leigja húsnæði sitt í eina viku. Ein fiölskylda óskar eftir að fá niu hundruð þúsund krónur fyrir hús- næði sem getur hýst þrettán manns. Vill íjölskyldan fá leiguna greidda fyrirfram. Þó eiganda hússins hafi enn ekki tekist að fá leigjendur hafa nú þegar fimm aðilar óskað eftir upplýsingum varðandi húsið. íhuga aðgerðir gegn steingervingaþjófum Bjami Hinrikssan, DV, Bordeaux: Frakkar era að vakna upp af væram blundi. Það er nefnfiega smám sam- an verið að stela föðurlandinu. Óprúttnir menn hamast við að höggva sundur stokka og steina tfi þess að ná dýrmætum steingerving- um sem síðan eru seldir dýram dómum. Upp úr 1970 tók steingervinga- markaðurinn að vaxa mikið, sífellt fleiri kaupendur vora tilbúnir til að eyða aur í steina og nú er svo komið að frönsk yfirvöld telja sig þurfa að setja snarlega ný lög og auka sektir við stuldum til að vernda þennan þjóðararf. Frakkland er mjög ríkt að menjum frá fomöld og býður forn- leifafræðingum sums staðar upp á svæði sem eiga hvergi sinn líka. í ágústmánuði síðastliðnum vora þrír ítalskir plattúristar handteknir í Alpahéraðum landsins þar sem þeir vora önnum kafnir við að stela stein- um. Lögreglumenn fundu í þeirra fóram ótrúlegt úrval verkfæra og alls fimm hundruð og fimmtíu stein- gervinga sem samtals vógu eitt og hálft tonn og mátti selja fyrir alls sjö hundruð þúsund krónur. Steingervingasafnarar gerast sí- fellt atvinnumannslegri og franskir vísindamenn horfa með hryllingi á aðfarimar. Mál ítalanna þriggja er prófsteinn á vfija yfirvalda tfi að stemma stigu við stuldunum. Sex mánaða fangelsis er krafist og sektar sem alls nemur tvö hundrað þúsund krónum. Þetta er mjög sérstakt dómsmál og úrslitanna beðið með eftirvæntingu. Á öndverðum meiði um sáttatiBraunir Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: „Það er ástæða til að vera bjart- sýnni en áöur um möguleikana á friði í Afganistan,” segir Sten-And- ersson, utanríkisráöherra Svíþjóð- ar, 1 tfiefiri frétta af sáttaumleitun- um Armans Hammer, hins 89 ára gamla bandaríska auöjöfurs. Hammer hefur að undanfömu flogið heimshoma á milli í einka- þotu í viðleitni sinni tfi að koma á friöi í Afganistan. í friðaráætlun hans er meðal annars gert ráö fyrir sænskum friöarsveitum í Afganist- an. Af þeim sökum hafa sáttatfi- raunir hans vakið mikla athygli hér í Svíþjóð. Pierre Schori, ráðuneytisstjóri i sænska utanríkisráðuneytinu, seg- ir að ef allir málsaðilar fallist á hugmyndir Haromers og Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna veröi sammála um þær muni Svíar væntanlega ekki skorast undan. Sten Andersson segir að það hljóti að vera mikið áhugamál sænsku þjóöarinnar að vinna aö því að friði verði komið á i Afganistan. Hamraer, sem hefur óvenjulega góð sambönd í Moskvu og hefur persónulega þekkt alla leiðtoga Sovétríkjanna frá tíð Lenins, hefur að undanfömu meöal annars heim- sótt Moskvu, Kabúl, Róm, Isl- amabad og Hvíta húsið i Washington. Hugmynd hans bygg- ist á því að samsteypustjóm ólíkra hagsmunahópa verði mynduö í Afganistan og aö sovéski herinn yfirgefl landið. Forsætísráðherra verði tengdasonur hins útlæga konungs landsins. Ekki eru allir sammála um ágæti hugmynda Hammers. Anders Fánge, talsmaöur sænsku Afgan- istanhreyfingarinnar, segir að Hammer viröist aiveg Iiaía gleymt afgönsku andspymuhreyfingunni sem níóti stuðnings næstum alirar afgönsku þjóðarinnar. „Það er ekk- ert nýtt i friðaráætlun Hammers. Það er ekkert sem greinir hana frá hinni svokölluðu friöþægingar- stefriu afgönsku kommúnista- stjómarinnar,'' segir Fánge. „Kommúnistar segjast varla fá að veita andspymuhreyflngunni aðfid að rikisstjórninni en það sem ekki hefur komið fram er að þelr krefj- ast þess aö árangur byltingarinnar verði tryggður og kommúiristar krefjast sömuleiðis að hafa völd yfir utanríkisstefnunni, hemum og lögreglunni, það er aö segja yfir öUum mikilvægustu valdastólun- um. Gegn því að skfia öUum vopnum sínum á andspymuhreyf- ingin að fá nokkur þýðingarlaus embætti í sljóminni," segir Fange ennfremur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.