Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 3 dv Fréttir FVmim þingmaður þjóðgarðsvörður í Skaftafelli: Skiptar skoðanir um ráðningu Stefáns Náttúrpverndarráð hefur sam- þykkt að skipa Stefán Benediktsson, arkitekt og fyrrum þingmann, í stöðu þjóðgarðsvaröar í Skaftafelli frá og með áramótum, og hefur sú ákvörð- un valdiðnokkrum deilum. Um stöðuna sóttu alls sjö manns en einn dró sig til baka og var því fjallað um umsóknirnar sex. Þrír þeirra eru náttúru-, umhverfls-, og líffræðingar, en Stefán er arkitekt. Einn þeirra, sem gagnrýnt hafa stöðuveitinguna, er Snorri Baldurs- son lífíræðingur en hann dró umsókn sína til baka. „Ég heföi haldiö að veita ætti slíka stöðu með tilliti til menntunar um- sækjanda en svo er ráðinn maður sem hefur enga sérþekkingu á nátt- úrufræði eða reynslu af störfum að náttúruvemdarmálum. Hins vegar var gengið framhjá þremur sem eru að mínu mati mun hæfari. Þá er ég sérstaklega að tala um Sigrúnu Helgadóttur en hún er líffræðingur auk þess sem hún er með masters- gráðu í umhverfisfræðum. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti Stefáni, máhð er bara það að þetta er í fyrsta sinn sem ráðið er í slíka stöðu og er þvi ákvörðun Nátt- úruvemdarráðs stefnumarkandi,“ sagði Snorri við DV. Enginn uppfyllti allrar kröfur Eyþór Einarsson er formaður Nátt- úruverndarráðs, sagði hins vegar við DV: „Þetta er fjölþætt starf og ekkert sem segir að náttúrufræðingur verði að gegna því. Stefán var ráðinn vegna þess að við töldum þörf á manni sem ætti gott með að umgang- ast fólk, auk þess sem Stefán er kunnugastur umsækjendanna í Ör- æfum. Starfið er fólgið í verkstjórn og umsjón með mannvirkjum og get ég ekkert séð því til fyrirstöðu að maður, sem getur stjórnað byggingu húss, sé verkstjóri. Það var hins vegar enginn umsækj- anda sem uppfyllti allar þær kröfur sem við gerðum í upphafi svo viö urðum að velja. Náttúruverndarráð er sjö manna ráð og fékk Stefán ekki bara flest atkvæði heldur einnig meirihluta þeirra. Það var hins vegar ekki minnst á pólitík í þessu sam- bandi.“ Læt ekkert hafa eftir mér „Ég læt ekkert hafa eftir mér um þetta mál,“ sagði Stefán Benedikts- son, nýskipaður þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, er hann var inntur álits á gagnrýni þeirri sem komið hefur fram vegna ráðningar hans í stöðu þjóðgarðsvarðar. -PLP/J.Mar ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA UTSALA KRfcOITKORT ÍE EUROCAAQ VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 - Hverfisgötu 26. Þessi ai GoldStar ing er auglýsing sem þú flettir ekki framhjá! Nú bjóðum við þér þetta stórgóða 20" litsjónvarp frá m GoldStar á sérstöku Gullstjörnutilboði Afsláttur á 20" Goldstar CBZ-9225 er jafnvirði meðfylgjandi ávísunar. 20" Goldstar CBZ-9225 kostar í dag aðeins 35.600,- krónur m/afb. eða 29.980,- krónur stgr. Líttu á meðfylgjandi töflu er sýnir hugsanleg greiðslukjör sem þér bjóðast. Betra getur það ekki verið! rrsi ■W'- GoldStar GoldStar GoldStar GoldStar GoldStar Greiöslukjör: Lánsflmi: Útborgun: Raðgreiðslur VISA 12 mánuðir engin Eurokredit 11 mánuöir engin Skuldabréf 6 mánuðir 10.000,- SKIPHOLTI SÍMI 29800 £*j GoldStar GoldStar iáájt Gol GoldStar 52 íESj GoldStar ÞESSI AUGLÝSING ER UNNIN A MACINTOSH PLUS TÖLVU FRA RADlÓBÚONNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.