Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Fréttir Mesta kókaínsmyglið til þessa: HJón handtekin með 450gvómm - hafa verið úiskurðuð í gæsluvarðhald til 1. desember Fjögur hundruð og fimmtiu grömm af kókaini og 750 þúsund krónur í seðl- um. Þetta fannst í fórum brasilískra hjóna í gistihúsi í Hveragerði. DV-mynd KAE Fjögur hundruö og fimmtíu grömm af kókaíni og 780 þúsund krónur í seðlum fundust þegar brasilísk hjón voru handtekin í gistihúsi í Hvera- geröi síðastliðinn laugardag. Hér á landi hefur svo mikið magn af kóka- íni ekki verið tekið samanlagt frá upphafi. Mest hafa áður verið tekin 20 grömm í einu og 28 grömm mest á einu ári. Fólkið var með 780 þúsund krónur í seðlum, mest dollara. íslenskar krónur voru um einn þriðji hlutifjár- ins. Búið er að úrskurða fólkið í gæsluvarðhald til 1. desember. Fólk- ið á lögheimili í Rio de Janeiro en dvalarstaður þess er ókunnur. Fólkið kom hingað til lands frá Lúxemborg. Rannsókn málsins er rétt að hefj- ast. Ekki er vitaö hvort fólkið seldi kókain hér á landi en þó er grunur þar um. íslendingar hafa verið yfir- heyrðir vegna rannsóknar málsins, bæði grunaðir og vitni. Fólkið kom með efnið með flugi til landsins. Það mun hafa verið víða hér á landi. Það hafði aðeins verið einn dag í Hveragerði er það var handtekið. Ekki er vitað hvort fólkið hefur komiö hingað til lands áður. Eins og áður segir er þetta mesta magn af kókaíni sem náðst hefur hér á landi. Ekki er búið að greina efnið. Því er ekki vitað hversu sterkt það er. Söluverð á kókaíni hér er um átta til tíu þúsund krónur grammið. Sölu- verð efnisins, sem tekið var, er því á bilinu 3,6 til 4,5 milljónir króna. Mesta magn af kókaíni, sem náðst hefur til þessa, er 20 grömm. í því tilfelli var líka um brasilískt par að ræða. Var það fyrir tveimur árum. Fyrst fór að bera á innflutningi upp úr 1980. -sme Tveir vamariiðsmenn kærðir fyrir nauðgun - úrskurðaðir í 14 daga gæsluvarðhald Rannsóknarlögreglan í Keflavík hef- ur til meðferðar kæru á hendur tveimur varnarliðsmönnum. Menn- irnir voru kærðir vegna nauðgunar á kohu um tvítugt. Konan bauð til samkvæmis á mið- vikudagskvöld í síðsutu viku. Meðal gesta hennar voru mennirnir tveir. Um nóttina var haft samband við lögreglu og varnarliðsmennirnir kærðir fyrir að hafa báðir nauðgað gestgjafanum. Á laugardag voru mennirnir úr- skurðaðir í gæsluvarðhald í allt að íjórtán daga. Konan fór í læknisskoðun strax eftir að nauðgun var kærð. Málið er í rannsókn og miðar henni vel áfram. -sme DV lögreglan á götunni Vinnueftirlit ríkisins hefur innsigl- rúmstæði heldur liggja dýnur á að lögreglustöðina í Neskaupstað. gólfinu þrátt fyrir mikinn raka. Lögreglan hefur því ekki aðgang í morgun hafði DV samband viö aö síma sínum, öðrum tækjum eða lögregluþjón, bæjarfógeta og fuU- gögnum. trúa hans. Enginn þeirra vildi neitt Það var á föstudag sem innsiglið um málið segja. Þess skal getiö að var sett á. Lögreglustööin er bæði það tók meira en 30 mínútur að ná lítil og léleg. Vistarverur iögreglu- sambandi við lögregluþjón. Sam- þjóna eru sjö fermetrar, húsgögn kvæmt því er greinilegt að neyðar- eru ónýt, raki er upp á miðja veggi ástand er í löggæslu á Norðfirði. í fangageymslum og þar eru ekki -sme Ákæra í Svefneyjamálinu: „Kemur mér ekki á óvart“ segir réttargæslumaður Baldvins Bjömssonar „Ákæra kemur mér ekki á óvart. Ég hafði sagt Baldvini að hann yrði ákærður. Ég veit ekki fyrir hvað hann er ákærður. Ég hef ákveðnar hugmyndir en hef ekki séð hvað felst í ákærunni," sagði réttargæslumað- ur Baldvins Bjömssonar sem hefur verið ákærður ásamt eiginkonu sinni í svokölluðu „Svefneyjamáli". Ákæra hefur verið gefin út og send til Sakadóms Hafnarfjarðar. Hinum ákærðu hefur ekki verið birt ákær- an. Lögmaðurinn sagði að bæði hann og Baldvin hefðu alltaf átt von á ákæru. Hann sagðist ekki halda að það væri vegna myndanna heldur vegna brota á lögum um vemd barna og ungmenna. „Ef hann hefur gerst sekur um áreitni við stúlkubörn, ef eitthvaö slíkt hefur gerst,“ sagði lög- maðurinn. Lögmaðurinn sagði einnig að erfitt væri að tjá sig frekar um þetta mál á meðan hann hefði ekki séð ákæruna. -sme Einn á 125 km hraða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglan á Akureyri átti fremur rólega daga um helgina. Engin meiri- háttar umferðaróhöpp urðu en nokkrir smáárekstrar. Alls voru átta ökumenn teknir fyr- ir of hraðan akstur. Einn þeirra var á ferð í Kræklingahlíð norðan bæjar- ins og mældist hraði bifreiöar hans 125 km. Sá mun verða kallaður á fund fulltrúa bæjarfógeta og verður að öllum líkindum sviptur ökuleyfi. Stór rúða var brotin í versluninni Amaro og í versluninni Höfn vom brotnar tvær rúður. I dag mælir Dagfari Afar sérkennileg staða er komin upp í Alþýðubandalaginu. Flokk- urinn stendur frammi fynr því aivörumáli að sitja uppi með form- ann sem flokkurinn er á móti. Ólafur Ragnar Grímsson er sagður vera nokkuð ömggur með kosn- ingu á landsfundinum í næsta mánuði. Og það þrátt fyrir að allt flokkseigendafélagið, gamla kommaklíkan og næstum allur þingflokkurinn sé á móti honum. Ólafur Ragnar er með öðrum orð- um að ræna flokknum frá flokkn- um. Allaballar eru á fá nýjan formann sem allaballar vilja ekki að verði formaður. Þetta hefur Ól- afur gert með þvi að safna saman og smala sínu liði á allskyns fundi í flokknum og kjósa inn á lands- fund fólk sem styður hann. Gamla gengið ræður ekki neitt við neitt og fær jafnvel ekki lengur aö koma á landsfundinn. Ólafur segir sjálfur svo frá að þetta sé fólk sem styðji nútímaleg vinnubrögð í Alþýðu- bandalaginu og má af því ráða aö hinir sem hingað til hafa ráðið ferð- inni séu á móti nútímanum. Nú eru góö ráð dýr. Upphaflega dró Svavar Gestsson sig í hlé með þeim skilaboðum að aðrir sem afskipti heföu af innan- Formannsraunir fiokksátökunum gerðu slíkt hið sama. Þetta þýddi á mæltu máli áð þeir sem hafa verið að skipta sér af pólitík flokksins undanfarin ár áttu einnig aö draga sig í hlé. Sva- var vildi að þeir einir, sem ekki hefðu skipt sér af pólitík, væru hæfir til framboðs. Þegar Svavar hafði gefið út þessa yfirlýsingu bár- ust tilkynningar frá fjölmörgu fólki sem engum hafði dottið í hug að kæmi til greina í formannsstöðuna og þetta fólk tilkynnti aö það gæfi ekki kost á sér. í staðinn drógu þeir upp konu fyrir norðan sem enginn hafði heyrt eða séð fram að því og sögöu að hún væri form- annskandidat í Alþýðubandalag- inu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur síðustu árin verið upptekinn við að leysa heimsfriðinn en þess á milli hefur hann verið aö skipta sér af heimilisfriðnum í Alþýðubanda- laginu. Hann fór hins vegar ekki að ráðum Svavars og gaf kost á sér. Allt bendir nú til þess að Ólaf- ur nái kjöri út á það hafa skipt sér af pólitík í flokknum. Þetta hlýtur að vera mikið áfall fyrir flokksforystuna og þá stefnu sem flokkurinn ætlar að beita sér fyrir með því að velja fólk í foryst- i < m i I.. una sem ekki hefur haft afskipti af pólitík. Hættan er nefnilega sú að Ólafur haldi áfram að skipta sér af pólitík eftir að hann er orðinn formaður. Hann mun því ganga á skjön við yfirlýsta stefnu Alþýð- bandalagsins og flokkurinn mun neyðast til að vera með í pólitíkinni eftir að Ólafur er orðinn formaður. Þar að auki ætlar hann að fara blanda flokknum inn í nútínjann sem er hið alvarlegasta mál. Það sér enginn fyrir endann á þeim ósköpum og getur orðið Alþýðu- bandalaginu að fjörtjóni. Stefna Alþýðubandalagsins hefur alla tíð verið sú að reka pólitík sem fólkið skilur ekki og höfðar til for- tíðarinnar. Að minnsta kosti er það svo að mati Ólafs Ragnars og vænt- anlega líka aö mati núverandi forystu því hún hvatti alla, sem hafa skoðanir á innanflokksmálum og pólitískum deilum, að draga sig í hlé. Með því að kjósa formann, sem ætlar að leiða Alþýðubanda- lagið aftur inn í pólitík og nútí- mann og láta sig engu gilda aðvörunarorð hinna reyndu manna í Alþýðubandalaginu, er verið að bjóða upp á áframhaldandi deilur og illindi og átök. Niðurstaðan er því sú að Al- þýðubandalagið er að eignast formann sem flokkurinn er á móti. Og það sem verra er: formaðurinn virðist vera á móti flokknum. Ann- ars væri hann ekki að tala um að breyta vinnubrögðunum í nútíma- legt horf og annars væri hann ekki aö bola í burtu frá landsfundinum fólki sem styður þá línu sem Sva- var hefur lagt í flokknum. Þetta hefur Alþýöubandalagið upp úr því að taka aðskotafólk eins og Ólaf Ragnar upp á sína arma. Þeim er nær, gamla genginu og kommun- um, sem héldu að þeir gætu haft flokkinn sinn í friði af því Ólafur var upptekinn af því að bjarga heimsfriðnum. Nú er hann búinn að kippa heimsfriönum í lag og þá getur hann snúið sé að heimilis- friðnum í Alþýðubandalaginu. Hvílík örlög, hvílíkt ástand! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.