Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 13 Meiming Eitt af góðskáldum Norðurlanda Bo Carpelan Ferð yfir þögul völn Ljóðaþýöingar Njaröar P. Njarövik Urta gefur út, 1987 Höfundurinn er fmnsk-sænsku- mælandi skáld, f. 1926. Hann er mikill menntamaöur og fær á s\döi ýmissa tungumála, eins og þýöingar hans á ljóðum frá ýmsum málum sýna. Eftir hann hafa komið út slík- ar sýnisbækur. Og hann er ritfær á finnska tungu. Ekki veit ég hvort hann hefur alist upp viö hana og er jafnvígur á bæöi mál lands síns. Carpelan hefur gefiö út mikið úr- valssafn finnskumælandi ljóö- skálda, einkum hinna yngri minnir mig. Bókmenntir Jón úr Vör Eg man ekki heldur, því ég las bókina erlendis þegar hún kom út fyrir nokkrum árum, hvort hann þýddi öll kvæðin sjálfur, þó hálf- minnir mig það. Skáldskapur hrein- finnskra ljóðskálda virtist mér oft æði myrkur og stundum eins og úr öðrum menningarheimi, að ég ekki segi beint úr öðrum heimi en hinna sænskmæltu landa þeirra. Ekki ætla ég í þessu sambandi að gefa Bo Carp- elan nokkra þýðandaeinkunn, til þess ekki fær. Eins og allir bókmenntamerm vita hlaut Bo Carpelan bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1977 og þótti vel undir þeim standa. Síðan hefur hann komið hingað til lands og ýms- ir rithöfundar hér kynnst honum. Þetta er alúðlegur maður. Dimmar og bjartar vistarverur Ég skírði verðlaunabók hans þegar í huga mér er ég hafði lesið hana: Dimmar og bjartar vistarverur. Og hefði einhveijum komið til hugar að biðja mig að reyna að þýða hana hefði ég líklega strax lagt út í það. En það datt auðvitað engum í hug og ég ónýtur við að bjóða mig fram til eins eða neins. En ég las bókina með ánægju. Kannski mætti segja með nokkurri sjálfsánægju því ég fann til töluverös skyldleika milli okkar í hugsun og framsetningu og ályktaði sem svo að báðir hefðu nokkuö lært af sama fólki. Nú hefur Njörður P. Njarðvík, háskólakennari og áður menningar- sendiherra okkar hjá nokkrum frændþjóðanna, þýtt btið úrval ljóða Bo Carpelans og gefið út í snoturri bók, að öllu leyti vel gerðri. Njörður Bo Carpelan. Ljósm. E. Ól. er, eins og allir vita, vandvirkt skáld sjálfur og ferst þetta verk vel úr hendi. Dæmi: Víðáttumeira en hafið, dýpri en himingeimurinn þessi kveðja er sögð er þú kemur aftur og kuldinn í grasinu. Kvæðið heitir Kveðja. Síðar nefni ég annað. Börn seinna stríðsins Sagt er í formála að í verkum höf- undarins þyki gæta áhrifa frá sænskum módemistum fimmta ára- tugarins. Annað væri undarlegt. En sem betur fer minni en ætla mætti. Þeir voru böm seinna striðsins, inni- lokunaráhrifanna og ógna liðins tíma. Mér persónulega fannst þeir vera á villigötum, of fljótt og að óþörfu horfið frá skáldatíma öreiga- stefnu höfundanna sem kenndir vom við áratuginn á undan. Tvö helstu ljóðskáld Finna vora þar ein- mitt helstu boðberamir ásamt Harry Martinson og Artur Lundkvist með- al Svíanna, svo að aðeins helstu mennimir séu nefndir. Mér tft mikillar gleði sé ég að Bo Carpelan hefur ekki síður lært af þessari eldri ftjóu og menneskjulegu kynslóð. Sú næsta var þýsk-franskt, spænsk menntað fólk, mennta- mannalið sem kom fram fyrir alvöra rétt eftir seinna stríð: formalistar og útlenskusnobbarar. Eða svo komu þeir mér fyrir sjónir þegar ég kom til Svíþjóðar rétt eftir stríðið. Ósjálfstæði eyðilagði fljótt af- bragðsmann eins og Harry Martin- son og gerði Artur Lundkvist að undalegri fígúru svo ekki sé meira sagt. Báðir komust í sænsku Aka- demíuna og sá síöamefndi beindi athygli Svía að fjarlægum bók- menntum sem enginn þekkti og hefur varla áttað sig á enn. Dæmi um þetta er snobbbók- mennta- og þýðingarstefna Guð- bergs og Thors sem þó era báðir hæfileikamenn af sjáifum sér en hafa vafasöm áhrif á stefnu okkar nú og verða líklega aldrei sjálfir þau skáld sem efhi þeirra standa til. Á villigötum Nútíma ljóðlist er nú á villigötum meiningarlausrar eftiröpunar nær aldargamals súrrealisma sem átti rétt á sér þá en síst af öllu á tíma atómshættu og þjóðaslátrana á svo- kölluðum friðartímum, sem við tökum blindir þátt í undir merkjum Ameríkumanna, Breta og Rússa. Þetta sem ég hér segi á við um ljóð- list Svía, Dana, okkar og að nokkra leyti Finna og Norðmanna. Síðan þessi vitleysa hófst era nú liðnirfjór- ir áratugir rúmir og ekki sjást nokkur teljandi batamerki. Ekki bætir úr skák hér dálæti ritdómara á ljóðagerð okkar síðustu ára sem minnir fremur á krossgátur en kvæði, ætla þó ekki að gera lítið úr lestri orðþrauta, það dund á fullan rétt á sér, viðheldur orðminni og vissri tegund menntunar. En þessi ljóðagerð getur orðið ungu fólki dýr, lesendum ekki síður en skáldum, og sýnir lærdómsfólk okkar í bók- menntum í óþarflega furðulegu ljósi. Þökk fyrir bók Bo Carpelans. Hér kemur annað dæmi úr henni, bæði valin af Trandahófi. Kvæðið heitir Sumamótt: Nú hljóðnar allt í nánd við rúm og himin, gluggar opnast, stjömum er stráð yfir þögul tré í eldhúsinu skelfur ísskápurinn ákaft. AUt er snurfusað, aðeins tvö glös með myrkri hjá björtum glugganum. Það er þögn, eins og hönd, opin, ósjálfráð á hvítu líni, þama, úti í dimm- unni. Þú vaknar við rödd og veist ekki hvar þú átt heima. Jón úr Vör LAUS iV ALUR Iréttaröð Allir í rétta röð. Nýtt og fullkomiö tölvustýrt símaborö tryggir srtögga sím- svörun og afgreiðslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir i Hreytil og heyrir lagstút, veistu aö þú hefúr náö sambandi viö skiptiboröið og færð afgreiöslu von bráðar. Hafnarfjör&ur, Gar&abær og Mosfellssveit. Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð i Garðabæ, Esso-stöðina við Reykjavíkurveg i Hafnarfirði og við Þverholt í Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu. HöfuAborgarsvæði& er nu eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekið þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur \EM3ir7 68 55 22 Nauðungaruppboð annað og síðara, á eigninni Sjávargötu 8, Bess., þingl. eigandi ísak V. Jóhannsson, en talinn eigandi Eirikur Finnsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 23. október nk. kl. 15.45. Uppboðsbeiðend- ur eru Árni Einarsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Eagert Ólafsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Magnús M. Norðdahl. hdl., Olafur Axelsson hrl., Tómas Þorvaldsson hdl„ Valgarður Sigurðsson hdl. og Þórunn Guðmunds- dóttir hdl. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara, á eigninni Laufási 4, n.h., Gkst., þingl. eigandi Gunnar Þór isleifsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 22. október nk. kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands, Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Garðakaupstað. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðara, á eigninni Miðbraut 2, Seltjarnarnesi, þingl. eigandi Hjört- ur Hjartarson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 23. október nk. kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Á. Jónsson hdl., Jón Ólafsson hrl., Ólafur Áxelsson hrl. og Sveinn Skúlason hdl. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð annað og síðara, á eigninni Smiðsbúð 10, Garðakaupstað, þingl. eigandi Friðrik Hróbjartsson, en talin eigandi Burstagerðin hf„ fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 23. október nk. kl. 14.15. Uppboðs- beiðandi er Gjaldheimtan í Garðakaupstað og innheimta ríkissjóðs Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðara, á eigninni Skerjabraut 5A, kj„ Seltjarnarnesi, þingl. eig- andi Sigurður Einarsson og fl„ en skuldari Elvar Þór Þorleifsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 23. október nk. kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Reynir Karlsson hdl. og Veðdeild Landsbanka Is- lands. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð annað og siðara, á eigninni Aratúni 26, Garðakaupstað, þingl. eigandi Jón S. Magnússon, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 23. október nk. kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan i Garða- kaupstað, Hlöðver Kjartansson hdl„ innheimta ríkissjóðs, Jón Þóroddsson hdl„ Ólafur Gústafsson hrl„ Sigurður G. Guðjónsson hdl„ Skúli Bjarnason hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Miðkoti 3, Þykkvabæ, fer fram i skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 21. okt. 1987 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Jón Hjaltason hrl. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Nestúni 8A, Hellu, þingl. eign Valdimars T. Ásgeirssonar, fer fram i skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 21. okt. 1987 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki Islands. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Bergöldu 1, Hellu, þingl. eign Sigurðar Haraldssonar, fer fram í skrifstofu embættisins, Austun/egi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 21. okt. 1987 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Jón Ing- ólfsson hdl„ Baldur Guðlaugsson hrl„ Steingrimur Þormóðsson hdl. og Búnaðarbanki Islands. Sýslumaður Rangán/allasýslu Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni Aðalstræti 41, Patreksfirði, þingl. eign Gunn- ars Snorra Gunnarssonar og Erlu Þorgerðar Ólafsdóttur, fer fram að kröfu Samvinnubanka íslands hf. og Veðdeildar Landsbanka Islands í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 22. okt. 1987 kl. 13.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á jörðinni Neðra-Bæ í Bíldudalshreppi, þingl. eign Kirkju- jarðasjóðs, fer fram að kröfu Byggðastofnunar og Stofnlánadeildar land- búnaðárins í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudag- inn 22. okt. 1987 kl. 11.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni hraðfrystihús á Vatneyri, Patreksfirði, þingl. eign Vatneyrar hf„ fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hrl„ Bruna- bótafélags islands hf„ Andra Árnasonar hdl„ Guðmundar Ágústssonar hdl„ Skúla Pálssonar hrl„ Fiskveiðasjóðs islands, Byggðastofnunar, Gunn- ars Guðmundssonar hdl„ Hallgríms B. Geirssonar hrl„ Sveins Skúlasonar hdl„ Landsbanka Islands, Guðmundar K. Sigurjónssonar hdl. og Garðars Garðarssonar hrl. í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtu- daginn 22. okt. 1987 kl. 10.00. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð sem auglýst var í 35., 47. og 50. tbl. Lögbirtingablaðsins á fasteigninni Lækjarbakka, Tálknafirði, þingl. eign Herþerts Guðbrandssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka islands hf. í skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, fimmtudaginn 22. okt. 1987 kl. 14.30. Sýslumaður Barðastrandarsýslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.