Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987.
Viðskipti
Hvalafriðunarslimar og ýmis
náttúruvemdarsamtölt ætla að
efna til mótmæla fyrir utan aðal-
stöövar Jerrico Corporation,
móðurfyrirtækís Long John Siiver,
þegar ársfUndur fyrirtækisíns
verður haldinn f Lexington 27. okt-
óber næstkomandi. Frekari her-
ferð gegn Long John er jafoframt
i uppsiglingu. Ástæöan er kaup
Long John Silver á íslenskum fiski.
Með þessu á að fá islensk stjórn-
völd til að hætta við hvalveiðar
sínar.
í frétt frá samtökunum The Hum-
an Society of the United states segir
að íslendingar hafi selt hvalaafurð-
ir til Japans á þessu ári fyrir 8
miUjónir doliara og að veiðamar
séu því ekki neinar vísindaveiöar.
„Við vfijum að fólk mótmæli með
því að hætta að kaupa íslenskan
fisk," segir ennfremur í frétt sam-
takanna. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb,Úb
3jamán uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-20 Úb,Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
nema Vb
Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn 3-4 Ab.Úb
Innlán með sérxjörum Innlán gengistryggð 14-24,32 Úb
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb
ÚTL»ÉXTIR m lb læg-
st
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge
Almenn skuldabréf 29.5-31 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 30 Allir
Utlán verðtryggð . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb
ísl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8,25 Bb,Lb, Úb,Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb,Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb,Sp, Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. sept. 87 29,9
Verðtr. sept. 87 VÍSITÖLUR 8,4%
Lánskjaravisitala sept. 1778 stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði9%1.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gei.gi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfes
ingarfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1,2714
Einingabréf 1 2,301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1,422
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,350
Lífeyrisbréf 1,157
Markbréf 1,197
Sjóðsbréf 1 1,147
Sjóðsbréf 2 1,110
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,239
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 196 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
Iðnaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingurhf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lönaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Ob = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýslngar um penlngamarkaö-
Inn blrtast I DV i llmmtudögum.
Framfærsliivísítalan:
Það kemur gusa
um mánaðamótin
Útlit er fyrir að framfærsluvísital-
an hækki um 4 til 5 prósent þann
1. nóvember, þar af um 2 prósent
vegna hækkana hins opinbera á
mat, bílum og áfengi og tóbaki, að
sögn Vilþjálms Egilssonar, fram-
kvæmdastjóra Verslunarráðs
íslands. Þessi hækkun jafngildir
um 60 til 70 prósent verðbólgu á
einu ári.
„Eigi markmið ríkisstjómarinn-
ar að nást má framfærsluvísitalan
ekki hækka nema innan við 1 pró-
sent þaxm 1. desember og 1. jan-
úar,“ segir Vilhjálmtn: Egilsson.
„Ef slíkt gerist ekki er erfitt að
fá fólk til að trúa því að verðbólgan
sé að minnka og það hefur áhrif á
þá samninga sem gerðir verða á
vinnumarkaðnum. Það nást ekki
hóflegir samningar nema verð-
bólgan snöggminnki eftir næstu
mánaðamót."
Vilhjáhnur segir ennfremur að
þegar sé ljóst að verðbólgan verði
um og yfir 30 prósent síðustu þijá
mánuði ársins. -JGH
„ Flug:
I skýjunum
á Skiphóli
Met var sett á hollenska flugvelhn-
um Schiphol í ágúst en þá fóm um
flugvöliinn yfir 1,5 milljónir farþega
sem er það mesta á einum mánuði í
sögu flugvallarins. Sem kunnugt er
flýgur Amarflug til Schipol-flugvaU-
ar fimm sinnum í viku.
Fyrra metið á Schipol var sett mán-
uði áður, eða í júlí. Þá fóm 1,4
milljónir farþega um völlinn. Metið
þar áður var sett í ágúst í fyrra. Það
var 1,3 milljónir farþega. -JGH
- Amarflug:
Aukning
farþega í
áætlunarflugi
Kristinn Sigtryggsson, forstjóri
Arnarflugs, segir að farþegum hjá
Arnarflugi í áætlunarflugi hafi fjölg-
að um 20 prósent fyrstu níu mánuði
ársins, miðað við árið í fyrra. Félagið
flutti þá á milli 31 og 32 þúsund far-
þega.
„Farþegaaukningin í september
var um 41 prósent,“ segir Kristinn.
„Þar kemur til að við jukum fram-
boðið, við fljúgum núna fimm
sinnum í viku til Amsterdam og
tvisvar sinnum til Hamborgar."
Að sögn Kristins hefur orðið gífur-
leg aukning í fraktflugi hjá félaginu
fyrstu níu mánuði ársins, eða um 92
prósent frá því sömu mánuðina í
fyrra. -JGH
Forkólfamirað Völundarkaupum
Það kom verulega á óvart í viðskiptalífinu þegar það fréttist að Brauð hf.
hefði keypt hið gamalgróna fyrirtæki Völund hf. Forkólfarnir að kaupunum
voru tveir af eigendum Brauðs hf„ bræöurnir Jón Albert Kristinsson og
Kolbeinn Kristinsson. DV-mynd KAE
Fasteignasölumar:
Tíu milljóna
tiygging
- og rrleppalúðamir“ út í kuldann
„Það vorum við fasteignasalar
sjálfir sem komum með hugmynd-
ina um að þeir sem reka fasteigna-
sölur veröi að leggja fram
tryggingu. Þetta gerðum við til að
koma í veg fyrir að þeir sem starfa
í skjóli leppa fái að starfa,“ segir
Þórólfur Halidórsson, formaður
Félags fasteignasala. Tryggingin er
10 milljónir króna. Nú eru uppi
viðræður á milli dómsmálaráðu-
neytisins og Félags fasteignasala
um það hvemig þessi trygging
verður útfærð og jafnframt um
nýja reglugerð um fasteignasölur
sem gefin verður út á næstunni.
Þórólfur segir að fasteignasölum
muni óhjákvæmilega fækka þegar
nýja reglugerðin verður gefin út.
Yfir 40 fasteignasölur eru nú starf-
andi á Reykjavíkursvæðinu, þar af
eru um 30 í Félagi fasteignasala og
eru þær með um 90 prósent af
markaðnum, að sögn Þórólfs.
„Það eru þrír menn sem hafa
verið staðnir að svikum í fasteigna-
sölu á undanfomum árum og þeir
hafa allir starfað í skjóh leppa,“
segir Þórólfur. „Þessir menn hafa
verið kahaðir fasteignasalar í fjöl-
miðlum þó enginn þeirra hafi haft
leyfi til að kaha sig fasteignasala."
Þórólfur segir jafnframt að með
nýju reglugerðinni vonist hann til
að það óorð, sem þessir þrír menn
hafi komið á fasteignasaía, hverfi.
-JGH
Sverrir Hermannsson er sagður
langlíklegastur til að hreppa hnos-
sið, stöðu landsbankastjóra íslands.
Nýr lands-
bankastjóri
ekki ennþá
verið ráðinn
„Það að ráða í stöðuna er ekki viku-
spursmál en ég sé enga ástæðu til að
draga þetta á langinn, ég vil helst
ganga frá ráðningunni sem fyrst,
þetta er erfitt og erilsamt starf og nýr
maður þarf góðan tíma til að setja
sig inn í starfið," segir Pétur Sigurðs-
son, formaður bankaráðs Lands-
bankans, en stjórnarfundur bankans
verður haldinn á fimmtudaginn.
Reiknað hafði verið með því að
gengið yrði frá ráðningu nýs banka-
stjóra Landsbankans á fundinum, en
Jónas Haralz lætur af störfum næsta
vor, en að sögn Péturs verður máhð
ekki á dagskrá.
- Er bankaráðið búið að ákveða
hver fær stöðuna?
„Því vil ég ekki svara.“
Eins og fram hefur komið í DV er
Sverrir Hermannsson, fyrrum ráð-
herra, sagður langlíklegastur til að
hreppa hnossið. Starfsfólk bankans
leggur þó mikla áherslu á að innan-
hússmaður verði ráðinn og hefur
undirskriftarlisti verið í gangi þar
um.
Af innanhússmönnum eru nefndir
til sögunnar nokkrir af fram-
kvæmdastjórum bankans, þeir
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs, Jóhann Ágústsson,
framkvæmdastjóri afgreiðslusviðs,
Brynjólfur Helgason, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs, og Helgi
Bachmann, framkvæmdastjóri lána-
sviðs. -JGH
Útvegsbankinn:
Aðalsteinn
tekur við
Eyjaútibúi
Aðalsteinn Siguijónsson hefur ver-
ið ráðinn útibússtjóri við útibú
Útvegsbanka íslands í Vestmanna-
eyjum. Gengið var frá ráðningunni á
fundi bankaráðs bankans þann 12.
október en staðan var auglýst laus
til umsóknar fyrir nokkru.
Aðalsteinn er 45 ára og hefur starf-
að við Útvegsbanka íslands í 27 ár.
Hann er kvæntur Þóru Gissurardótt-
ur og eiga þau tvö börn. -JGH
Pelsará
hálfa milljón
seljast alltaf
af og til
„Það er ekki mikh sala í þeim pels-
um sem við bjóðum á 500 þúsund
krónur en þeir seljast þó alltaf af og
th,“ segir Ester Ólafsdóttir, eigandi
verslunarinnar Pelsins, en veturinn,
mesti sölutíminn í pelsum, er nú að
ganga í garð.
Ester segir að sala á pelsum sé sí-
feht að aukast. Mest er selt af pelsum
á um 100 þúsund krónur. En hægt
er að fá pelsa frá um 35 þúsund krón-
ur upp í hálfa mihjón. -JGH