Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ^litstjörn - Auglýsingar - Ás 3krift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Hólmatíndur, Eskifírði: Fékk afburða gott verð í Bremerhaven Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Skuttogarinn Hólmatindur, SU 220, seldi ísfisk í Bremerhaven í gær, alls 152 tonn, fyrir 10.543 þúsund krónur. Meðalverð fyrir kílóið reyndist 69,31 króna sem er afburða gott verð enda það hæsta sem fengist hefur í ís- lenskum krónum það sem af er árinu. Uppistaða aflans var karfi og ufsi. Verðið, sem fékkst fyrir karfann, var rúmar 73 krónur en um 56 krón- ur fengust fyrir ufsann. Skipstjóri á Hólmatindi í þessari ferð var Árbjörn Magnússon. Að sögn Ara Halldórssonar hjá Lubbert, umboðsaðila togarans í Þýskalandi, er þetta eitthvert allra hæsta verð sem fengist hefur fyrir skipsfarm af ísfiski í Þýskalandi og er raunar ótrúlega hátt miðað við þá sérstöku markaðsaðstöðu sem verið hefur þar í landi í kjölfar ormafársins sem þar greip um sig. Ari taldi þó að menn ættu að var- ast að sprengja markaðinn með of miklu framboði þar sem hann væri afar viðkvæmur um þessar mundir en tók fram að full ástæða væri til bjartsýni með framtíðarverð, sér- staklega með tilliti til jákvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar upp á síðkastið og matvælasýningarinnar „Anuga“ í Köln. Bjórinn á Alþingi Búist er við bjórfrumvarpi á Al- þingi á næstu dögum. Sjálfstæðis- mennimir Jón Magnússon og Geir H. Haarde eru að safna þingmönnum úr öllum flokkum til að flytja með sér frumvarp um að heimilt verði að selja áfengt öl í verslunum ÁTVR. Eftir þingkosningar síðastliöið vor kannaði DV afstöðu þingmanna til bjórsins. Meirihluti reyndist þá styðja hann. Af 63 þingmönnum kváðust 34 meðmæltir bjórnum en 17 andvígir. 10 þingmenn voru óákveðnir en í 2 þingmenn náðist ekki. -KMU ÞROSTUR 68-50-60 VANIR MENN - segir hana reyna að stela af sér heilsusaltsuppfinningu Danskur uppfinningamaður, verkefni íyrir heimsmark- hafa bolraagn til þess að kaupa Sjó- en sambærileg vörumerki i Dan- Gunnar Sundien hjá Sunpol Con- að. efnavinnsluna eða gerast eignarað- mörku. sultAPS.hefurskrifaðiðnaðarráð- Daninn hefur þegar sótt um iliaðhenni. ' Samkvæmt skeyti Danans hefúr herra og fjármálaráðherra og einkaleyfi á uppfinningu sinni í að Ljóst er af skeyti, sem Daninn hann átt í viðræðum við forráða- óskað eftir viðræðum um kaup á minnsta kosti 15 löndum oghefur sendi DV varöandi þetta mál, að menn Sjóefnavinnsluimar og Sjóefnavinnslunni hf. þegar fengið það samþykkt í Dan- hann ætlar aö njóta uppfinningar Pharmaco siðan í janúar 1986, án Hann hefur jafnframt sakað forr- mörku. Hann býst við að fá einka- sinnar. Hann segist hafa áhuga á árangurs. Nýjustu upplýsingar áðamennfyrirtækisinsumtilraun- leyfi viðurkennt hér í mars. Að framleiðslu hér en semjist ekki um segja að Pharmaco sé dottið út úr ir til þess að stela uppfinningu sögn Sigurgeirs Siguijónssonar hanatakihannuppþráðinnannars dæminu um endurstópulagningu sinni á framleiðslu heilsusalts en hæstaréttarlögmanns, sem er um- staðar. Hannhefur þegarskráðhér Sjóefnavinnslunnar hf. það er tahð geta orðið framleiðslu- boðsmaður Danans, telur hann sig vörumerkin Sagasalt og Sagavatn, -HERB Húsnæðislán skert: 180 fermetra íbúð of stór Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í dag stjómarfrumvarp um breytingar á húsnæðislöggjöfinni. Þingflokkar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa hins vegar fyrirvara um viss efnisatriði frum- varpsins. Með frumvarpinu er ætlunin að tryggja þeim forgang sem mesta þörf hafa fyrir húsnæði. Gert er ráð fyrir að Húsnæðisstofn- un verði veitt heimild til að skerða lánsrétt þeirra sem eiga fleiri en eina íbúö eða skuldhtla íbúðareign sem er stærri en 180 fermetrar brúttó. Ennfremur er heimild til að láta fjöl- skyldustærð hafa áhrif á forgangs- röð. Þá verður ríkisstjórninni veitt heimild til að ákveða mismunandi vexti eftir lánaflokkum. -KMU Landsbankinn: Allt kjötið fundið „Það er von á lokatölum í dag, eins og sagt er í kosningum, og aht bend- ir til þess að birgðfr af kindakjöti séu þær sem sláturleyfishafar töldu. Þar með er allur ótti um nærri 700 tonna vöntun úr sögunni," sagði Helgi Bachmann, forstöðumaður hagdehd- ar Landsbankans, í morgun. „Skýringar á þessum ótta manna eru margar. Bankamir eru að fram- kvæma þessa talningu í fyrsta sinn og þetta er töluvert flókið verkefni þótt við ujótum þjálfaðra eftirhts- manna okkar sem fylgjast með fiskbirgðum viðskiptavinanna. Það hafa komið í ljós ýmis mistök í taln- ingunni, misskhningur þar sem sumir áhtu að aðrir væru að telja og ekkert var talið og fleira í þeim dúr. Við höfum allir lært mikið af þessu og höfum núna langtum betri yfirsýn yfir allar þær krókaleiðir sem kjötið fer um,“ sagði Helgi. Birgðastöðvar kindakjöts munu vera 60-70 og síðan er jafnan talsvert magn á leið mihi staða, „á ýmsum stöðum í pípunum" eins og það var orðað. -HERB Alain Prost var hálfþreytulegur eftir átökin í Mexikó en brosti þó framan í Ijósmyndara DV í anddyri Hótel Loftleiða. DV-mynd S Heimsmeistari á íslands Margfaldur heimsmeistari og einn frægasti kappakstursmaður heims, Frakkinn Alain Prost, hafði viðkomu hér á landi í nótt. Kappinn var á heimleið eftir að hafa tekið þátt í formúlu 1 kapp- akstri í Mexíkó um helgina. Þar hafði hann ekki árangur sem erfiði en Englendingurinn Nigel Mansell sigr- aði þar en Prost lenti í árekstri og varð að hætta keppni. Hann er nú í 4. sæti í keppninni um heimsmeist- aratitihnn. Prost sagöist næst keppa í Japan eftir hálfan mánuð. Hann kvað sér lítast vel á það sem hann hafði séð af landinu en átti nú ekki von á því að eiga eftir að keppa hér þó hann væri vissulega áhugamaður um rah. LOKI Er þetta ekki bara ný dönsk nýlendustefna? Veðrið á morgun Snjókoma og slydda fyrir norðan Á morgun verður norðanátt um vestanvert landið en breytileg átt austanth. Snjókoma eða slydda verður norðanlands. Rigning á Austurlandi en þurrt á Suðurlandi. Hlýjast verður suðaustanlands, 4 th 7 stiga hiti, en kaldast á Vest- fjörðum, um eða rétt undir frost- marki. Víðir kaupir Kjöt og fisk Víðisbræður, Matthías og Eiríkur Sigurðssynir, sem reka Verslunina Víði í Austurstræti, hafa keypt mat- vöruverslunina Kjöt og fisk í Breið- holti. „Við keyptum verslunina fyrir síðustu helgi, þessi kaup bar brátt að,“ sagði Eiríkur Sigurðsson við DV í morgun. Þeir Víðisbræður byggðu stór- markað í Mjóddinni í Breiðholti fyrir nokkrum árum en seldu KRON verslunina fyrir ári. Nú er þar rekin verslunin Kaupstaður. „Við erum komnir aftur í Breiðholtið enda eru hér góðir kúnnar,“ sagði Eiríkur. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.