Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 7 Stjómmál Alþýðubandalagsmenn taka ekki við fyrirskipunum - segir Ólafur Ragnar Grimsson, annar forniannsframbjóðandi Alþýðubandalagsins - Snúast átökin í Alþýðubandalag- inu fyrst og fremst um menn en ekki málefni? „Það eru nú ekki mikil átök í Alþýðubandalaginu. Það er yflr- gnæfandi vilji fólks að Alþýðu- bandalagið móti sér skýra og afdráttarlausa stefnu í helstu mála- flokkum og skilgreini sósíalisma sinn á grundvelli nútíðar og fram- tíðar. Menn eru sammála um að þetta sé verkefnið. Hins vegar er það eðlOegt þegar kjósa á nýja for- ystu að menn skoði persónur að einhverju leyti.“ - Er að eiga sér stað uppgjör milli hópa sem tekist hafa á innan flokksins undanfarin ár: lýðræðis- kynslóð-flokkseigendafélag? „Ég held að það sé alltof mikil einfóldun. Þau mörg hundruð manna, sem komu á fundinn í Reykjavík á fimmtudaginn í síð- ustu viku, voru fyrst og fremst venjulegt flokksfólk sem ber fram- tíð Alþýðubandalagsins fyrir brjósti, tilheyrir ekki neinum sér- stökum hópi og er að láta skoðanir sínar um velferð og framtíð flokks- ins í ljósi. Þetta sama er að gerast aUt í kringum landið. Ég ht þannig á fyrst og fremst að flokksfólkið sé að taka sínar ákvaröanir. Það er mikill misskilningur af fjölmiðlum og öðrum að halda að flokksmenn í Alþýðubandalaginu taki við ein- hveijum fyrirskipunum frá öðrum um það hvað þeir vilja eða gera.“ - Telurðu hættu á því að flokkur- inn klofni i ljósi þeirra átaka sem eiga sér stað? „Ég tel enga hættu á þvi...“ ... sama hvort ykkar Sigríðar nær kjöri? „Já.“ - Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði i sjón- varpsviðtali að þú værir að kljúfa flokkinn; hveiju svarar þú? „Það er misskilningur hjá Ás- mundi. Ég hef fyrst og fremst lagt mig fram um að efla samstöðu í flokknum og leysa erfiðleika hans. Eg gekk úr forvali í Reykjavík, þar sem ég taldi mig eiga öruggt sæti, í vetur er leið. Ég gerði það til að tryggja það meðal annars að forseti Alþýðusambandsins gæti verið í einu af efstu sætunum. Þar sýna verkin að reynt er að leiða fram til samstöðu. Ég hef einnig leitast viö að vinna þannig nú og ég hef djúpa sannfæringu fyrir því að það muni koma í ljós að Alþýöubandalagið standi sterkara og sameinaðra í framtíðinni og beri gæfu til þess að sannfæra þjóðina um að fela beri því aukið traust." - Telurðu að þér takist að ná flokknum saman eftir það sem á undan er gengið ef þú verður kjör- inn formaður? „Já, ég er sannfærður um það. Ég hef átt einstaklega góöa sam- vinnu við félaga mína hér í þing- flokknum eftir að ég kom hér inn í þingbyijun. Þar hefur engan skugga boriö á. Ég hef árum saman átt afar gott samstarf við fjölmarga forystumenn okkar í samtökum launafólks og ég hef á seinustu vik- um átt ipjög gagnlegar og hrein- skilnislegar viðræður við fjölda forystumanna samtaka launafólks og fólk vitt og breitt um landið. Þessar viðræður, sem hafa veriö einlægar, hafa sannfært mig um það að hægt sé að ná flokknum saman og drífa hann upp.“ - Hvers vegna fóruð þið út í gerð hins mjög svo umdeilda nafnalista fyrir fundinn í Reykjavík? „Þær ásakanir, sem við höfum fengið fyrir það, eru byggðar á mis- skilningi. Staðreyndin er sú að það var kominn fram hsti, listi Kjör- nefndar. Ljóst var að þeir sem unnu að kjöri Sigríðar Stefáns- dóttur töldu sjálflr að þeir ættu um 80% af þeim hsta. Þá gerðist það einfaldlega að á annað hundrað flokksmenn fóru sjálfir að vinna að þessum málum. Þeir leituðu leiða til að láta vilja sinn í for- mannskjöri koma fram í kosningu á fulltrúum á landsfundinn. Þegar hátt á þriðja hundrað manna var á kjörseðh fannst þessu fólki óhjá- kvæmilegt að með einhveijum hætti yrði gefið upp hvemig menn gætu unnið að þessu kjöri og látið vilja sinn í formannsmálunum einnig í ljósi. Þetta var því lýðræð- islegt ef kosningin átti að vera marktæk, alveg á sama hátt og listi kjörnefndar miðaöist við það.“ - Hveija telurðu möguleika þín til að ná formannskjöri? „Það ræðst á landsfundinum en, eins og ég hef sagt síðustu daga, þá hef ég orðið mjög mikið var viö að vaxandi fjöldi fólks hefur verið að komast að niðurstöðu hvemig það telur best að tengja saman for- ystu, skýra stefnu og nýja sókn fyrir Alþýðubandalagið. Og það er ekki bara í Reykjavík sem það hef- ur verið aö koma fram. Þaö hefur DV-yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson einnig verið aö koma fram á Reykjanesi sem mér þykir mjög vænt um vegna þess að þar fór ég að vinna við ipjög erfiðar aðstæður fyrir tæpu ári. Þetta hefur einnig komið fram í öllum öðrum kjör- dæmum landsins." - Eru kynslóðaskipti að eiga sér stað í forystuhópi Alþýðubanda- lagsins? „Það er alveg ljóst að á fundinn í Reykjavík komu nokkur hundruð félaga í flokknum af yngri kynslóð- inni, bæði fólk á milli þrítugs og fertugs og undir þrítugu. Ef flokkur vih ekki hlusta á vilja hinnar nýju kynslóðar á hann ekki fyrir sér mikla framtíð. Það sem mér þykir dýrmætast er að finna stuðning og vilja fulltrúa þessarar kynslóðar sem telja að ég geti ef til vill lagt mitt af mörkum til þess að Al- þýðubandalagið verði þaö afl sem getur mótað íslenskt samfélag á þann veg sem þetta fólk dreymir um.“ " - Munt þú starfa áfram eins og þú hefur gert innan flokksins ef Sigríð- ur Stefánsdóttir verður formaður flokksins? „Já, ég mun tvímælalaust gera það. Eg mun sinna skyldum mínum sem varaþingmaður í Reykjanes- kjördæmi og áhugamálum og öðrum verkum í flokknum. Ég tel að vilji manna til slíkra verka sé algerlega óháður því hver er kjör- inn formaður flokksins. Á sama hátt mun ég beita mér fyrir því, ef ég næ kjöri sem formaður, að þeir mikilhæfu menn, sem hafa verið í forystu flokksins á undanfömum árum og hafa mikla og dýrmæta reynslu, verði meðal bestu krafta flokksins á næstu árum. Alþýðu- bandalagið þarf nú á öhum sínum kröftum að halda. Þaö þarf að tryggja það að mennirnir með reynsluna, sem og nýir kraftar, taki höndum saman og ég mun skoða það sem mitt meginverkefni að tengja saman hæfileika og reynslu þessara manna og fulltrúa nýrrar kynslóðar sem þurfa óhjá- kvæmilega að koma til starfa ef flokkurinn á að eiga sér skýra framtíð." - í fulltrúakjörinu í Reykjavík féll forseti Alþýðusambandsins út en annar verkalýðsforingi, Þröstur Ólafsson, fékk góða kosningu. Er verið að skipta um verkalýðsfor- ystu í flokknum? „Ásmundur náði að vísu kjöri en féll út vegna jafnréttisreglu kynj- anna sem sett hefur verið og gerði það að verkum að ákveðinn hópur kvenna kom inn sem aðalmenn. Hitt er rétt aö meðal alefstu manna í fulltrúakjörinu voru ýmsir af traustustu forystumönnum okkar í samtökum launafólks. Það eitt út af fyrir sig sýndi mikinn og góðan vflja þeirra hundraða, sem tóku þátt í kjörinu, að traustir forystu- menn úr samtökum launafólks kæmust á landsfundinn. Ásmund- ur hefur að einhverju leyti goldið þess að hann hefur á undanfornum misserum starfað sem flokkspóh- tíkus og sem forystumaður í Alþýðusambandinu." - Fylgi Alþýðubandalagsins hefur verið að hrynja úr 23% árið 1978 og niður í 8% til 9% í skoðanakönnun- um undanfarið. Ef þú nærð kjöri sem formaður, hvernig ætlarðu þá að fara að þvi að Iyfta flokknum upp? „Ég hef bseði í skýrslu minni til miðstjómar í sumar, á fundum í miðstjóm flokksins og á fjölda við- ræðufunda, sem ég hef átt með flokksmönnum, lýst því mjög ítar- lega. Ég tel að til þess að flokkurinn nái því að verða ráðandi afl verði að klæöa grundvallarhugmyndir sósíalismans í búning nútíðar og framtíðar til þess ekki bara að standast heldur líka að sigra í hug- myndasamkeppni við hægri öflin. Að vera með skýra og afdráttár- lausa stefnu í helstu meginmálum, atvinnu-, utanríkis-, umhverfis-, kjara- og jafnréttismálum. Að halda í heiöri vinnubrögð þar sem stefnuvinnan er sett öhu ofar og menn séu látnir njóta vinnu sinnar og framlags í flokknum. Að menn hætti aö einblína á hvaða einstakl- ingar segja hlutina heldur hvað er sagt og hvað er gert. Og að Al- þýðubandalagiö tengi saman virka framgöngu í því fjölmiðlakerfi sem viö lifum í og nýja tegund af gras- rótarstarfi og fjöldavirkni sem nútíma stjórnmálaflokkar þurfa að temja sér ef þeir ætla að vera í takt við tímann.“ - Mörgum flokksmönnum í Al- þýðubandalaginu ofbjóða átökin i flokknum og tala um blint hatur. Þeir tala um að 3ji frambjóðandinn þurfi að koma til. Margir benda á Svavar Gestsson og hann segist fá margar áskoranir um að halda áfram. Ert þú tilbúinn til að draga þig til baka ef Svavar gefur kost á sér? „Mitt framboð er ekki nema að htlu leyti háð mínum vilja. Ég hefði ekki tekið mína afstöðu ef ég hefði ekki fundið eindreginn og sterkan straum flokksmanna aht í kringum landið sem töldu þetta óhjákvæmi- legt ef flokkurinn ætti á ný að rísa til fyrri áhrifa. Sá mikli straumur gerir þaö aö verkum að óhjá- kvæmilegt er aö ég fylgi honum. Þess vegna var mín ákvörðun óháð því hvort aðrir byðu sig fram til formanns. Mér þykir aftur móti sjálfsagt og lýðræöislegt aö hver sem er geti boðið sig fram til for- manns og flokksmennirnir hver og einn meti samkvæmt eigin skoöun afstööu sina til framtíðar flokksins. Og í ljósi þeirrar ábyrgðar, sem hvílir á hveijum og einum, taki menn afstööu til þess hvemig þeir geti tryggt að Álþýðubandalagið verði á ný öflugur flokkur. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.