Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. 9 Mikill hamagangur var á Wall Street í gær þegar verðbréf tóku að lækka alvarlega. Simamynd Reuter Svartasti dagur sögu Wall Street Ólafiir Amarson, DV, New York; Mánudagurinn 19. október 1987 er svartasti dagurinn í sögu Wall Stre- et. Verðbréfamarkaöurinn hrundi. Eftir afleita síðustu viku, þegar markaðurinn lækkaði um tæp tíu prósent, kom stóra áfallið í gær. Dow Jones visitalan lækkaði um 508 stig eða 22,6 prósent. Af hlutabréfum í 1600 fyrirtækjum, sem verslað er með á Wall Street, hækkuðu 15 í verði, hin lækkuðu. Meðal fyrirtækja sem töpuðu mest voru Kodak, sem lækkaöi um 27 prósent, IBM og Gen- eral Motors lækkuðu um 24 prósent og CBS sjónvarpsstöðin lækkaði um 22 prósent. Hrunið í október 1929, sem markaði upphafið að heims- kreppunni miklu, var upp á 12,8 prósent eða 38,3 stig. Einkennin nú voru að miklu leyti þau sömu og 1929. Einstaklingar og fyrirtæki áttu von á áframhaldandi sigi á verðbréfamarkaðinum og þustu til að selja verðbréf sín. Þetta æði varð til þess að ótti manna varð að veruleika og gott betur. Markað- urinn hrundi. Það átti enginn von á svona skyndi- legu hruni. Menn óttuðust aö markaðurinn myndi halda áfram að lækka en enginn taldi að svona mik- ið hrun á einum degi væri mögulegt. Tapið, mælt í peningum, nemur yfir 500 milljörðum Bandaríkjadollara en það nemur sem svarar hálfum fjár- lögum bandaríska ríkisins. Ástæður þessa hruns eru margar og erfitt að benda á eitt atriði. Slæm staða dollarans og nýlegar vaxta- hækkanir í Bandaríkjunum hafa sitt að segja. Fyrirhugaðar skattahækk- anir þingsins á næsta ári og ótti við viðskiptahöft hafa líka haft áhrift. Ennfremur telja menn að átökin á Persaflóa hafi kynt undir. Sennilega er helsta ástæðan þó sú að á undanf- örnum vikum hafa menn misst trú á verðbréfamarkaðnum. Margir hafa því reynt að selja verðbréf sín og hirða gróða undanfarinna mánaða og missera. En hvað veldur? Ein helsta orsökin er án efa sú að undanfama mánuði og misseri hafa seðlabankar helstu iðnríkja heims með seðlabanka Bandaríkjanna í broddi fylkingar leitast við að styrkja stöðu dollarans. Það hefur verið farið of geyst í þess- um efnum. Magn af dollurum í umferð hefur minnkað of mikið og það hefur valdið vaxtahækkunum í Bandaríkjunum. Vextir í Bandaríkj- unum era nú hærri en þeir hafa veriö síðan 1985. Við slíkar aöstæður leitar íjármagn í banka og skuldabréf en ekki á verðbréfamarkaðinn. Það veldur síðan verðlækkun á þeim markaði. Fyrir tíu dögum gerði síðan banda- ríski seðlabankinn þau mistök að hækka útlánsvexti sína um hálft pró- sentustig. Allir helstu bankar Bandaríkjanna fylgdu í kjölfariö og hækkuðu vexti, bæði á innlánum og útlánum. Það, ásamt merkjum um skattahækkanir og viðskiptahöft hefur valdið því að verðbréfamark- aðurinn hefur hrapað um tæplega 800 stig síöan eða sem svarar um þaö bil 30 prósentum. Framhaldiö veltur að miklu leyti á seðlabönkum Bandaríkjanna og ann- arra helstu iðnríkja heims. Það var seðlabanki Bandaríkjanna sem bar að miklu leyti ábyrgð á kreppunni árið 1929. Eftir hrunið á Wall Street jók bankinn ekki peningamagnið í umferð fyrr en það var um seinan. Það er nyög áríðandi nú að seðla- bankinn auki peningamagn í umferð og lækki útlánsvexti sína. Þarna verður þó að gæta varúðar því ef bankinn eykur peningamagn of mik- ið mun það leiða til frekari lækkunar dollarans. Slíkt myndi hafa verð- bólguhvetjandi áhrif í Bandaríkjun- um auk þess sem það gæti orðið til þess aö erlent íjármagn yrði dregiö út úr Bandaríkjunum. Það yrði síðan til þess að algjöru hruni á Wall Stre- et yrði vart afstýrt. Það er hins vegar ekki aðeins seðla- bankinn og dollarinn sem hafa áhrif á framhaldið. Nú skiptir máli hvem- ig verðbréfaeigendur meta stöðuna. Einnig skiptir miklu hvaöa áhrif hrunið hefur annars staðar í heimin- um. Enginn veit hvað gerist í dag. Verð- bréf gætu hækkað í verði þó flestir telji þaö ákaflega ólíklegt. Ef söluæð- iö heldur áfram gæti dagurinn í dag prðið enn svartari en gærdagurinn. í gær veltu menn því fyrir sér hvort loka ætti verðbréfamarkaðinum í nokkra daga til að gefa mönnum tækifæri til að átta sig á stöðunni en horfið var frá því. Það sem menn óttast helst er aö hrunið nú verði til þess að banda- rískir neytendur haldi aö sér höndunum með fjárfestingar og bíði með kaup á bílum, húsum og svo framvegis þar til markaðurinn réttir sig af. Sú biö gæti framkallaö raun- verulega kreppu í bandarísku at- vinnulífi og það þarf ekki mikið ímyndunaraíl til að sjá þá kreppu breiðast út um hinn vestræna heim. Það er meðal annars af þessum sök- um sem nauðsynlegt getrn- verið fyrir bandaríska seðlabankann að lækka vexti sína og auka peninga- magn í umferð og hvetja þar með til aukinnar fjárfestingar. Þótt áfallið nú sé mun stærra en áfallið 28. október 1929 er samt mjög ólíklegt að þetta ástand magnist upp í kreppu ef rétt er haldiö á málunum. Aðstæður í bandarísku efnahagslífi eru allt aðrar nú en þá. Bandaríkja- menn hafa nú búiö við lengsta samfellda hagsældarskeið sögunnar á friðartimum. Verðbólga er lítil og atvinnuleysi hefur fariö minnkandi. Hagvöxtur hefur verið nokkuð stöð- ugur undanfarin ár og framleiðni í bandarískum iðnaði hefur stóraukist á undanfórnum árum. í bandarísku efnahagslífi eru engar forsendur fyr- ir kreppu eða jafnvel samdrætti. í október 1929 voru aðstæður aðrar. Þá höfðu um nokkurt skeið verið teikn á lofti sem boðuðu samdrátt. Verðfall íTokýo og Syd- ney, lokað í Hong Kong Verðbréfamarkaðir í Asíu og Ástr- alíu féllu alvarlega í morgun þegar verðbréfakaupmenn reyndu í ör- væntingu að losna við bréf sín í kjölfar verðhrunsins á Wall Street í New York í gær. Á verðbréfamarkaðinum í Tokýo, þeim stærsta í heimi, varð mesta verðfall sem orðið hefur í sögu hans og féllu bréf að meðaltah um 14,9 prósent. í Sydney í Ástralíu féllu verðbréf einnig meira en nokkru sinni fyrr, eða um 24,9 prósent. Stjórnvöld í Hong Kong gripu í morgun til þess ráðs að loka verð- bréfamarkaði þar með tilskipun áður en viðskipti hófust. Augu viðskiptaheimsins beindust í morgun að verðbréfamarkaðinum í London og var þess beðið hvað ger- ast myndi á honum við opnun. Þá er þess beðið með eftirvæntingu hver staðan veröur þegar veröbréfamark- aður veröur opnaður í New York í dag sem verður klukkan tvö að ís- lenskum tíma. ______________________________________________Útlönd Vægt verðfall á mark- aðinum í Danmörku Haukur L. Haukssan, DV, Kaupraartnahöín; AJmennt verðfall varð á verðbréfamarkaðnum í Kaupmannahöfn í gær en miöað við verðfallið annars staðar í heiminum var það þó ekki sérlega mikið. Sem dæmi féllu hlutabréf bankanna um þrjú til fjögur stig meðan hluta- bréf ýmissa fyrirtækja innan verslunar- og þjónustugeirans féllu um allt aö flórtán stig. Sérfræðingar telja að vextir í Danmörku muni hækka í 15 prósent fyrir októberlok og er þaö 3 prósenta vaxtahækkun á örfáum mánuöum. Fall dollarans síöustu daga og mögulegt áframhaldandi fall hans hjálp- arþóuppá skuld Dana við útlönd er nemur 270 milljörðum danskra króna. Dönsku blöðin flalla ekki mn verðbréfahruniö í New York og víðar í stórum forsíðufyrirsögnum en þess meira pláss fá hefndaraðgerðir Banda- ríkjamanna gegn íran í Persaflóa. Undantekning er þó viðskiptadagblaðið Börsen og Berlingske Tidende. Schliiter í New York Haukur L. Hamtescm, DV, Kauprnaraiahðíru Poul Schluter, forsætisráðherra Dana, er nú staddur í New York en hann ávarpaði þing Sameinuðu þjóöanna i gær. Telur hann raunhæft aö reikna með frekara falli dollarans og þróun í átt að vaxtahækkun. Á fimmtudag fáer hann James Baker, fjármálaráðherra Bandaröyanna, í tveggja daga opinbera heimsókn þar sem dollarinn og verslunarlög þau sem bandaríska þingið undirbýr verða aðalumræðuefnið. Gegna Danir formennsku innan Evrópubandalagsins þetta misseri og því mikill áhugi á að heyra mat Bakers á áframhaldandi stöðu dollarans og afleiðingum þeim sem verðhrunið í Wall Street mun hafa á bandarísk efnahagsmál. Schlíiter undirstrikar að stöðugleiki á gjaldeyrismörkuðunum sé afger- andi fyrir Evrópubandalagslöndin og mikilvægt sé að forðast snöggar og stórvægilegar breytingar er geti dregiö langan taum á eftir sér. Á vegum Evrópubandalagsins mun Schluter hveija Baker og Banda- ríkjastjóra til að gefa ekki eftir þrýstingi frá bandaríska þinginu er undirbýr ný verslunarlte sem hafa munu fjölda verslunar- og innflutn- ingshafta í fór með sér. Ottast Schlöter hefndaraðgerðir af hálfu Evrópu- bandalagsríkjanna ef verslunarlögin verða samþykkt. Bandarikjastjóm kennt um verðhrunið Pill Vflhjábnsson, DV, Osló: Verðbréf féllu í verði með methraða í kauphöllinni í Osló í gær. Búist er við áframhaldandi verðfalli í dag. Stærsta blaö Noregs, Aftenposten, segir frá skjálftanum á verðbréfa- mörkuðum heims á forsíðu í morgun og leiðari blaðsins er einnig helgaöur sama raáli. í kauphöllinni í Osló i gær minnkaði verðgjldi nærri allra skráðra verð- bréfa. Flestir vildu sefja en fáir kaupa. Verðfallið hófst strax ura leið og kauphöllin var opnuð og fréttir bárust af hruninu í New York. Áður en dagurinn var liðinn voru skráð hlutafélög í kauphöllinni 9 milljörðum norskra króna minna virði. Af 118 skráöum fyrirtækjum lækkuðu hluta- bréf í öllum utan 5. Verðfallið í New York og Osló er skráð á reikning bandarísku rikis- stjórnarinnar og stefnu hennar í efnahagsmálum. í leiöara Aftenposten segir að óhagstæður viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna skaöi efnahag ann- arra landa og verðfalliö í gær sýni að ekki sé lengur til staðar trú á stefhu bandarískra stjórnvalda. „Það trúir því enginn að ríkisstjóm Reagans sé stætt á því lengur að neita að auka skattana og jafnframt halda áfram sömu eyðslu, segir leiðari Aftenpostens í morgun." Þeir eru margir sem spyrja sig þeirrar spumingar hvort verðfallið í gær sé upphafiö að nýrri heimskreppu. Enn er of snemmt að spá um hvort svo verði en hitt þykir víst að eitthvað hlýtur að fara að láta undan ef verðfallið heldur áfram næstu daga og vikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.