Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Jarðarfarir Ágúst J. Ormsson lést 11. október sl. Hann var fæddur 30. ágúst 1942 á Svarfhóli í Geiradalshreppi í Aust- ur-Barðastrandarsýslu, sonur hjón- anna Kristínar Jónsdóttur og Orms Grímssonar. Ágúst starfaði lengst af sem vagnstjóri hjá SVR. Hann lætur eftir sig þrjú börn. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Guðrún Jónsdóttir lést 13. október sl. Hún fæddist á Suðureyri við Tálknaijörð 6. júlí 1902. Foreldrar hennar voru Jón Johnsen og Gróa Indriðadóttir. Útför Guðrúnar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jóna S. Þorlóksdóttir lést 12. októb- er sl. Hún fæddist hinn 3. maí 1912 á Hofi i Garði. Foreldrar hennar voru Katrín G.S. Jónsdóttir og Þorlákur Ingibergsson. Jóna hóf snemma störf í Iðunnar Apóteki og siðar Reykja- víkurapóteki en þar starfaði hún samfellt í 40 ár. Útfór hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Hvar færðu BÍLAÞVOTT og HRAÐBÓN á 10 mín. fyrír 400 kr? Auðvitað hjá HOLTABÓNI Smiðjuvegi 38, sími 77690. Guðlaugur Brynjólfsson andaðist fimmtudaginn 1. október í Borgar- spítalanum. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þorsteinn P. Baldursson andaðist 23. september. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Ágúst Jónsson, Heiðarhrauni 30c, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudag- inn 21. október kl. 14. Kveðjuathöfn um Ólínu Bergsveins- dóttur, Hverfisgötu 17, Hafnarfirði, verður í Hafnárfjarðarkirkju á morg- un, miðvikudaginn 21. október, kl. 15. Jarðsungið verður laugardaginn 24. október frá Siglufjarðarkirkju kl. 15. Jarþrúður Karlsdóttir, Tunguseli 7, Reykjavík, verður jarðsungin í Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. október kl. 15. Þorvaldur Brynjólfsson, Austur- brún 4, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 21. október kl. 15. TiJkyimingar Almanak Háskólans Ut er komið Almanak fyrir Island 1988 sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 152. árgangur ritsins sem komið hefur út sam- fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmunds- son, stjarnfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals með upp- lýsingum um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik. í heild er yfirbragð ritsins svipað og undan- farin ár en ýmsar töflur og teikningar hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýjustu upplýsingunum. Háskólinn ann- ast sölu almanaksins og dreifingu þess til bóksala. Almanakið kemur út í 8500 ein- tökum en auk þess eru prentuð rúmlega 3000 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af sínu almanaki með leyfi Há- skólans. * Skólamót í golfi Nýlega fór fram skólamót í golfi. Þátttak- endur voru 25 frá 11 skólum. Keppnin var að þessu sinni einstaklingskeppni og svei- takeppni. I hverri sveit voru 3 en 2 töldu. Urslitin í sveitakeppninni urðu þau að sveit Menntaskólans við Sund vann þriðja árið í röð á 165 höggum. Sveit Fjölbrauta- skólans í Vestmannaeyjum varð í öðru sæti á 168 höggum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti varð sxðaij í þriðja sæti á 178 höggum. Sveit MS skipuðu þeir Jón H. Karlsson, Karl Ómar Karlsson og Jón Þor Rósmundsson. í einstaklingskeppni urðu úrslit þessi: Höggleikur án forgjafar: Jón H. Karlsson, MS, 80 högg. Þorsteinn Hall- grímsson, FV, 83 högg. Ingi Sigurðsson, FV, 85 högg. Karl Omar Karlsson, MS, 85 högg. Höggleiktir með forgjöf: Geir Jónsson, HB, 68 nettó. Hjalti Nielsen, FVA, 74 nettó. Jón H. Karlsson, MS, 75 nettó. Mál og menning gáfu vegleg verð- laun til mótsins. Trúnaðarbréf afhent Hinn 15. október afhenti Þórður Einars- son sendiherra Carl XVI Gustaf, konungi Svíþjóðar, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra Islands í Svíþjóð. Flóamarkaður Flóamarkaður verður haldin í sal Hjálpræðishersins, í dag, þriðjudag, og á morgun milli kl. 10 og 17. Mikið úrval af góðum fatnaði. Ráðstefria Vatnið og landið Fyrsta ráðstefnan um íslenska vatnafræði verður haldin dagana 22.-23. október nk. í ráðstefnusal ríkisstofnana að Borgartúni 6, Reykjavík. Ráðstefnan er haldin í tilefni 40 ára afmælis Vatnamælinga. Hún er til- einkuð Sigurjóni Rist, sem varð 70 ára 28. ágúst sl. og lætur af störfum í árslok en hann hefur veitt Vatnamælingum forstöðu frá upphafi. í tengslum við ráðstefnuna verður yfirlitssýning um starfsemi Vatna- mælinga. Skráning þátttakenda fer fram á afgreiðslu Orkustofnunar, Grensásvegi 9, í síma 83600 alla virka daga frá kl. 9-16. í gærkvöldi Ragnar Hermannsson sjúkraþjáKari: Litlar franvfarir Ég verö að segja að efni gærdags- ins höfðaði ekki til mín. Langloku afþreyingaþættir eins og Svejk og Dallas eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. Til þess tekur flutningur á þeim allt of langan tíma og tíman- um betur varið í bíó. Þættirnir um Svejk hafa valdið mér vonbrigðum, þeir ná ekki þeim anda sem maður varð var við í bókinni eftir Hasek. Þeir hjá sjónvarpinu mættu gjarnan sýna fleiri íþróttaþætti því það er efni sem stendur alitaf fyrir sínu. Þegar Stöð 2 byrjaði vonaðist ég eftir auknu framboði á góðum popptónlistarþáttum en það hefur ekki gengið eftir. Samkeppni er oftast af hinu góða en hún hefur því miður ekki bætt fréttatíma sjónvarpsstöðvanna neitt og enn stendur 19:19 þáttur- inn, fréttaþætti stöðvar 1 að baki. Fréttir útvarps klukkan 7 eru alltaf bestu fréttirnar. Eitt fer sérstaklega í taugarnar á mér en það eru þættir um þætti sem eiga eftir að koma sem minnir mjög á gúrkutíð dagblaðanna. Þannig er til dæmis búið að marg- sýna þætti um væntanlega þætti um Nonna og Manna. Einn þáttur fullnægði kröfum mínum í gær- kvöldi, Óvænt endalok, en hann er stuttur og góður þáttur sem bindur engan fram í tímann. Engin keðja er sterkari en veik- asti hlekkur hennar. Sjónvarpsstöð sem sýnir He-man, það lægsta af öllu lágu, er ekki líkleg til að geta oröið afþreyingastöð hjá mér. Að mörgu leyti mætti það sama segja um útvarpsstöðvamar. Einu kröfurnar sem gerðar eru til út- varpsþátta eru þær að menn geti blaðrað við sjálfan sig í eina klukkustund. Tónlistin er mikil sí- bylja og undarlegt að eyða þurfi tímanum í að ná til fólks sem á við tjáskiptavandamál að stríöa og fá það til að hringja stöðugt í útvarp- ið. Fjórða einvígisskákin í Sevilla fór í bið: Líkur á sigri Kasparovs Heimsmeistarinn Garn Ka- sparov á tvö peð til góða í 4. ein- vígisskákinni við Anatoly Karpov, sem fór í bið í gær eftir fjörutíu leiki og sigur hans virðist blasa við. Stórmeistarar í Sevilla voru þó varkárir í spádómum sínum, því að menn Karpovs eru virkir auk þess sem hann er háll sem áll í slík- um stöðum. Sovéski stórmeistar- inn Edvard Gufeld var sá eini sem vildi gefa fréttamönnum afdráttar- lausa yfirlýsingu: „Þetta er gjör- unnið á Kasparov," sagði hann án þess að hafa um það fleiri orð. Kasparov beitti enskum leik eins og í 2. skákinni. Þá kom Karpov á óvart með peðsfórn í 9. leik en er sama staða kom upp á taflborðinu í gær lét hann hjá líða að fórna peðinu. Nokkrum leikjum síðar fómaði Kasparov hins vegar peði, sem Karpov þáði ekki. Kasparov náði undirtökunum í miðtaflinu með þrýstingi á kóngsvæng og náði að knýja Karpov til þess aö tefla lakara endatafl. Karpov tók þann kostinn að gefa peð til þess að ná sterkari vamarstöðu en Kasparov náði smám saman að styrkja tök sín. Hugsanlega tefldi hann ekki sem nákvæmast rétt fyrir tíma- mörkin en staða hans er engu að síður vænleg. Fari svo að Kasparov vinni skák- ina, nær hann að jafna metin í einvíginu. Staðan er nú 2-1 Karpov í vU. Þeir tefla 24 skákir en standi þeir jafnir að þeim loknum, heldur Kasparov heimsmeistaratitlinum. Biðskákina tefla þeir áfram í dag. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Enskur leikur. 1. c4 RfB 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Bg2 0-0 6. 0-0 e4 7. Rg5 Bxc3 8. bxc3 He8 9. f3 exf3 Eins og frægt er orðið, lék Karpov 9. - e3!? í annarri einvígisskákinni og sló Kasparov gjörsamlega út af laginu. Nú má ætla að Kasparov og menn hans séu betur undirbún- ir og því freistar Karpov ekki gæfunnar í annað sinn. 10. Rxf3 De7 Þennan leik má einnig finna'í bókunum en algengara er 10. - d5 11. cxd5 Dxd5!?, eins og Smyslov lék m.a. gegn Guðmundi Siguijónssyni á Reykjavíkurskákmótinu 1974. Það framhaid hefur löngum verið talið gefa svörtum góð færi. Heims- meistarinn og áskorandinn viröast hafa eitthvað við það að athuga. 11. e3 Re5!? 12. Rd4!? Sálfræðilegi hernaðurinn í al- gleymingi. Ellefti leikur Karpovs er að líkindum nýr og Kasparov svarar strax með peðsfóm! Ef 12. - Rxc4 gæti komið 13. Rf5 De6 14. d3 Re5 15. e4 og hvítur hefur frjálsari stöðu og virkari. 12. - Rd3 13. De2 Rxcl Þá hefur hvítur ekki lengur bisk- upaparið en riddaratilfærsla Karpovs tók dijúgan tíma. Svartur á eftir að ljúka liðsskipan en á meðan nær hvítur að byggja upp sóknarstöðu. 14. Haxcl d615. Hf4 c616. Hcfl De5?! 17. Dd3! Bd7 18. Rf5 Bxf5 19. Hxf5 De6 20. Dd4 He7 21. Dh4 Rd7 22. Bh3 Rf8 „Með riddara á f8 verður svartur aldrei mát,“ sagði Larsen ein- hveiju sinni. Ljóst er hins vegar að Karpov er kominn í krappa vörn og meö næsta leik sínum nær Ka- sparov að knýja fram hagstæðara endatafl. , 23. H5f3 De5 24. d4 De4 25. Dxe4 Hxe4 26. Hxf7 Hxe3 27. d5! Þessi leikur er mun sterkari en 27. Hxb7 Hxc3 28. Hff7 g6!, því að nú hefur Larsen lög að mæla - ridd- arinn á f8 hindrar að hvítur nái höggi á kónginn þrátt fyrir að hann hafi tvo hróka á 7. línunni. Ef 29. d5 leikur svartur 29. - Hcl + ! 30. Kf2 Hc2+ 31. Kf3 Hc3+ 32. Kf4 Hxc4 + , eða 32. Ke2 He8+ 33. Kd2 Hxc4 og hvítur nær ekki mátsókn. Með leik sínum leggur Kasparov jafnframt lúmska gildru. Ef nú 27. - Hxc3?, þá 28. Hxf8 + ! Hxf8 29. Be6+ og vinnur. Karpov á ekki annars úrkosti en að gefa peð til þess að andæfa. 27. - Hae8 28. Hxb7 cxd5 29. cxd5 H3e7 30. Hfbl h5 31. a4 g5 Eftir 31. - a5 32. Hxe7 Hxe7 33. Hb6 tapar svartur öðru peði. Karpov reynir í örvæntingu að ná gagnfæram. 32. Bf5 Kg7 33. a5 Kf6 34. Bd3 Hxb7 35. Hxb7 He3 36. Bb5 Hxc3 37. Hxa7 Rg6 38. Hd7 Margir töldu að Kasparov hefði átt að hraða a-peðinu upp í borð en eftir 38. a6 Ha3 er hvorki 39. Ha8 Re5 40. a7 Kg7, né 39. Hc7 Re7! aug- ljós endurbót. Nú er svartur hins vegar of seinn til þess að valda d- peðið. Ef 38. - Ke5, þá 39. a7 Ha3 40. Bc6 og vinnur. 38. - Re5 39. Hxd6 + Kf5 40. a6 Ha3 Biðstaðan. Kasparov, sem hefur hvítt, lék biðleik. Eins og sjá má hefur hann tvö peð til góða og staða hans hlýtur að vera unnin. Líkleg- ur biðleikur er 41. Hd8 og síðan bmnar drottningarpeðið fram. Þótt Karpov sé til alls líklegur, virðist hann ekki geta varist þessari ein- foldu áætlun. -JLÁ Umferðin í Reykjavík: Nokkur óhöpp en Nokkur umferðaróhöpp urðu í umferðinni í Reykjavík í gær. Klukkan 16.40 gekk kona á bíl á Fálkagötu. Hún meiddist lítillega. Ökumaður bílsins flutti hana á slysa- deild. Ekið var á dreng á bílastæöinu við Glæsibæ um klukkan hálfsex. Hann var fluttur a slysadeild. Hann mun ekki hafa slasast alvarlega. Skömmu fyrir miðnætti varð árekstur tveggja bíla á Bústaðabrú. Ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild. Meiðsli hans vom ekki talin alvarleg. Báðir bílarnir skemmdust mikið og varð að fá fá slys kranabíl til aö flytja þá á brott. Ökumaður var sviptur ökuleyfi sínu í nótt er hann var tekinn fyrir að aka á 115 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.