Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Björgun á sjó - störf og stjóm Þaö er sagt aö íslendingar séu með eindæmum pennalatir upp til hópa og hugsa ég að mikið sé til í því. Þar sem ég hef allt til þessa dags litið á mig sem íslending, meira að segja með svolitlu stolti svona innra með mér, þá er ég engin undantekning frá „pennaletisreglunni". En svo lengi má brýna deigt jám að bíti. Og nú er svo komið að mér finnst ég vera tilneyddur að reyna að nota þetta undratæki sem stafróf nefnist. Slysið skeður Föstudaginn 25.09.’87 vorum við að veiðum á Halamiðum. Veður var gott austnorðaustan 2-3 og bjart. Vaktin var við vinnu sína uppi á dekki þegar einn hásetanna lenti með hönd inn í blökk og meiddist illa. Þegar ég hafði litið á meiðslin hafði ég strax samband við lækni og eftir að hafa lýst áverkanum sam- kvæmt minni bestu vitund kom okkur saman um að reyna að fá þyrlu til að koma hinum slasaöa á sjúkrahús. Með góðri aðstoð loftskeyta- mannsins á Ísafiarðarradíói var haft samband við hlutaðeigandi aðila og vissum við um borð ekki annað en að þetta ætti allt að geta gengið upp. Skömmu seinna kallar ísafjörður okkur upp og segist vera með sam- tal, en þar var þá kominn læknirinn sem starfar með flugmönnunum á þyrlunni. Læknir þessi spyr mig ítarleg út í meiðsli hins slasaða og hygg ég að lýsing sú er ég gaf honum hafi að mestu leyti verið samhljóma því sem fyrri læknir hafði heyrt frá mér. Eftir að hafa hlustaö á mig taldi lænirinn öll tormerki á því að þeir gætu komið á þyrlunni. Ég óskaði þá eftir því að fá að vita ástæður. Þá fékk ég það upp gefið að sökum mannfæðar væri stærri þyrla Land- helgisgæslunnar óvirk (of langt flug útilokaði minni þyrluna) og ekki þyrfti eða þýddi að leita til vamar- liösins, nema sjúklingur væri í lífshættu. Nú vil ég taka fram, áður en lengra er haldið, að hinn slasaði var ekki í neinni lífshættu, en hætta á varan- legu örkumh fyrir hendi. Einnig vil KjaHariim Skúli A. Elíasson I. stýrimaður á Framnesi, ÍS 708 ég undirstrika að hefði eitthvað ver- ið athugavert við flugveður myndi ég ekki hafa mælt með því í þessu tilviki að þyrla yrði fengin. Það hlýtur aUtaf að vera mat lækna og skipstjómarmanna hvort kalla eigi á þyrluaöstoð. Við ræddum þetta smástund í tal- stöðina en að loknu þessu samtali ákvað skipstjórinn að fara með hinn slasaða inn á Bolungarvík. Á leiðinni til Bolungarvíkur var síðan haft samband við lækna svo og Hörð, flugstjóra á ísafirði, og ákveðið að flytja manninn til Reykjavíkur um leið og hægt yrði. Þetta gekk allt upp og var hinn slasaði kominn til Reykjavíkur einhvem tímann um miðnættið eða u.þ.b. 8 klst. eftir að slysið varð. Þankar um þyrlurnar Eftir svona atburði leita á mann ýmsar hugsanir, t.d. sú hvað hefði gerst ef maðurinn hefði slasast meira, og í beinu framhaldi, hvemig stendur á því að þjóð eins og íslend- ingar, sem á flest sitt undir fiskveið- um, hefur hvorki vilja né getu til þess að halda úti nauðsynlegustu björgunartækjum fyrir sína sjó- menn? Allir vita að þyrlur má nota í Qeiri verk. Björgunarmál okkar, hvað varðar þyrlur em því sem næst á steinaldarstigi. Ekki nóg með að vélar Landhelgis- gæslunnar séu alltof litlar heldur era ekki nema þrír flugmenn með réttindi til að fljúga stærri þyrlunni. En það er aðeins hún sem sökum vegalengda á haf út kemur okkur sjómönnum að gagni. Þyrla þessi hefur reynst vel og áhafnir hennar unnið þrekvirki sem ástæða er að þakka þeim fyrir. Þó hefur vél þessi ýmsa galla. Nægir að nefna að hún er ekki með afísun- arbúnað sem þýðir að hún kemst ekki yfir hálendið í frostum, heldur veröur að fljúga með ströndum fram. Sér hver maður hvemig slíkt kemur út ef skip strandar og hættu- ástand skapast einhverstaðar fyrir Norðurlandi en þyrlan geymd í Reykjavík. Annar ókostm-, og sá versti að minu viti, er smæð þyrl- unnar. Hún getur aðeins flutt 8-9 menn í einu, en það pláss nægir fyr- ir áhöfn hefðbundins línubáts (5-6 í áhöfn), en strax og sami bátur skipt- ir t.d. yfir á net þá ber þyrlan ekki lengur áhöfnina (10—14 marrns). Sama gildir um flutningaskip (12-14 manns), togara (13-16 manns), stærri togara og frystitogara en þar er um aö ræða 26 menn í áhöfh. Það gefur því auga leið að þyrlan getur ekki bjargað nema hluta áhafnar venjulegs togara í einni ferð og óvíst aö hún fái tækifæri til að fara aðra. Kjarni málsins: Og þá erum við loks aö komast aö kjama málsins. Getur nokkur ímyndað sér hugarástand björgun- arliðs sem getur aðeins náð upp helmingi áhafnar af sökkvandi skipi sökum smæðar þyrlunnar vitandi þaö að skipið munijafnvel vera horf- ið í sjóinn þegar og ef þyrlan kemst aftur á slysstað? Ekki mun skipstjóri eða æðstráðandi á sökkvandi skipi ýkja öfundsverður þegar honum er lagt á herðar á neyðarstundu að ákveða hverjir eiga að lifa og hverjir að deyja. Það hlýtur að vera erfiðasta á- kvörðun í lifi nokkurs manns en því miður staða sem boðið er upp á í dag og það er löngu orðið tímabært að hlutaðeigandi aðilar geri sér þetta ljóst með það í huga að finna viðun- andi lausn. Matsatriði? Hitt er svo aftur arrnað mál að verði meiriháttar slys úti á hafi þá er auðvitað ódýrara fyrir þjóðarbúið að hinn slasaöi fái að deyja drottni sínum i friði heldur en hann náist jafnvel hálfdauður og þurfi svo að ala önn fyrir honum örkumla á ein- hverri stofnun til æviloka. Þess ber að geta að mikill hluti starfandi sjómanna era ungir menn, svo að hæhsvist getur í „versta" falli varaö í áratugi. Það er heldur ekki mikill hagnaö- ur af björgunarflugi á þyrlu, það era a.m.k. ekki margar krónur, sem skila sér í galtóman ríkiskassann eftir hverja ferð. Stjómvöldum á ís- landi er því ef til vUJ nokkur vorkunn, þótt þau verji aurunum frekar til listsýninga og annarra „menningarmála“. Það vita allir, sem era komnir til vits og ára, að menning og list er arðvænlegri þegar til lengri tíma er litið heldur en strit í slori og skít! Sjálfstæð þjóð, eða...? Ég ætla nú að slá botn í þessi skrif en vil þó aö lokum geta þess að ef ráðamenn á íslandi hafa hvorki vilja né getu til að koma upp og reka ör- ugga björgunarþjónustu fyrir sjómenn á hafi úti þá sé ég ekki að við höfum neitt við sjálfstæði að gera og gildir þá einu þó að bætt yrði við einni stjömu í fána Sáms frænda. Við þá sjómenn, sem ef til vill lesa þetta, vil ég segja: Látið í ykkur heyra opinberlega. Þetta er hags- munamál okkar sjómaima og reyndar margra annarra. Að endingu vil ég svo þakka þyrlu- flugmönnum Gæslunnar fyrir vel unnin störf í þágu okkar. Ekki má heldur glejma að þakka Herði Guð- mundssyni og hans mönnum á ísafirði því að þeir hafa svo oft sýnt það og sannað að þeir era okkur Vestfirðingum betri en enginn. Skúh A. Elíasson „Annar ókostur og sá versti, aó mfnu mati, er smæð þyrlunnar", segir í greininni. - Frá komu TF SIF til landsins. „Ekki mun skipstjóri eöa æöstráðandi á sökkvandi skipi ýkja öfundsverður þegar honum er lagt á herðar á neyðar- stundu að ákveða hverjir eiga að lifa og hverjir að deyja.“ Heimsfriðarráðið - Hvað er það? Síðan Vigfus Geirdal skrifaði grein í Þjóðviljann 30. september sl„ þar sem ægir saman illgimi, fordómum og fáfræði, hefur mér verið ljóst að nauðsynlegt er að uppfræða landa mína nokkuð um Heimsfriðarráðið. Það er stofnað 1949-1950 af vísinda- mönnum og hugsuðum alls staðar úr heiminum. Upphaflega átti stofn- fundur þess að vera í Bretlandi en þar sem þá var komin til valda íhaldsstjóm Winstons Churchill varð ekki af því og komu fundarboð- endur því saman til fundar í París og Prag, sama daginn árið 1949. Stað- imir vora tveir af því að fulltrúar Austur-Evrópu fengu ekki að fara inn í Frakkland og komu þeir saman í Prag en fyrsti sameiginlegi stofn- fundurinn var svo haldinn í Varsjá árið 1950. Fyrsti forseti Heimsfriðarráðsins var John Bemal, eðlis- og efnafræði- prófessör frá Englandi, og fyrsti framkvæmdastjóri þess var Fred- erich Juhot Cure frá Frakklandi, einnig efiiaffæðiprófessor. Einn af varaforsetum þess var Pablo Nerada sem flestfr íslendingar munu kann- ast við. Markmið Heimsfriðarráðsins er, og hefur ahtaf verið, að vera vett- vangur þar sem menn úr öhum heiminum gætu komið saman og rætt friðarmál. Friðamefndir, sem aöild áttu að Heimsfriðarráðinu, vora svo stofiiaðar út um allan heim. Því miöur hef ég ekki nöfn þeirra sem að því stóðu hér í nágranna- löndum okkar en formaður íslensku , fnðamefhdarinnar var Kristinn E. Kjal]aiinn María Þorsteinsdóttir starfsmaðmaður sovésku fréttastofunnar APN á íslandi Andresson en nann gegndi því starfi ffarn yffr 1970 þegar hann lét af for- mennskunni vegna veikinda enda þá orðinn helsjúkur maður og átti skammt eftir ólifað. Þar komu hins vegar við sögu margir þjóðkunnir íslendingar. Þar sem ég var úti á landi fyrstu árin sem íslenska ffiðar- nefndin starfaði kann ég htið ffá þeim árum að segja en þegar ég kom til Reykjavíkur um áramót 1950-1951 bar hæst í því starfi, ásamt Kristni, nöfn tveggja kvenna (konur hafa ahtaf verið hðtækar í friðarmálum) en það vora þær Sigríður Eiríks- dóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, og Guðrún Sveinsdóttfr, Fjólugötu 8. Mér er í minni þegar þær vora að sækja þing Heimsfriö- arráðsins um hávetur og eldheitar hvatningargreinar sem þær skrif- uðu þegar þær komu heim. Síðar sóttu margir þessi þing og man ég ekki nöfn þeirra ahra. Þó má þar telja Grím Magnússon lækni, séra Rögnvald Finnbogason, Ásu Ottesen og Ragnar Amalds þingmann. Ég hætti mér ekki út á þá hálu braut að telja fleiri því efalaust gleymdi ég einhveijum ef sú upptalning ætti að vera tæmandi. íslenska friöamefnd- in var í þá daga nokkurs konar „grasrótarsamtök" áhugafólks fremur en að hún væri skipulögð sem félag. Þar kom margt hugsjóna- fólk við sögu og finnst mér að hún hafi verið fyrstu „grasrótarsamtök- in“ á íslandi. Og að gefnu tilefni vil ég taka það skýrt ffam að ég tel það grófa móðgun við minningu þess göfuga hugsjónafólks, sem bar hit- ann og þungann af störfum íslensku ffiðamefndarinnar fyrstu árin, að gefa í skyn, hvort heldur er í ræðu eða riti, að það hafi gengið erinda erlends stórveldis enda man ég varla til að slíkt væri haft á orði þá. Það kom síðar þegar lengra leið á kalda- stríðsárin. Hverjir eru forsetar Heims- friðarráðsins í dag? Þar ber fyrstan að nefna forseta ráösins, Romesh Chandra, sem er Indveiji og hefur starfað hjá Heims- friðarráöinu frá stofnun þess. Varaforsetar Heimsfriðarráðsins era 50, þar af 23 úr löndum þriöja heimsins, 14 frá kapítaliskum iðn- rikjum og 13 ffá sósíahskum ríkjum víðs vegar í heiminum (ég tel hér fúhtrúa Kúbu og Víetnam með sós- íalísku ríkjunum en ekki þriðja heiminum þótt sú skilgreining sé kannski vafasöm). Heimsfriöarráðið er sjálfstæð og óháö stofnun sem samanstendur af fúhtrúum friðamefnda í hinum ýmsu löndum (þau era nú 145), ýms- um alþjóðasamtökum, fuhtrúum póhtískra flokka og þekktum ein- staklingum. Það era ffiðamefhdir hinna einstöku landa sem velja þar fúhtrúa sína hveiju sinni. Ráðið kýs síðan forseta sinn, varaforseta, heið- ursforseta og meðlimi forsætis- nefndarinnar. Þær stofnanir Heimsfiiöarráðsins sem móta störf þess og sjá um daglegan rekstur era: ráð, forsætisnefnd, skrifstofa og rit- arar. Á skrifstofu, eða líklega ætti fremur aö kaha það framkvæmda- nefnd, era fuhtrúar forseta eftirtal- inna landa: Belgíu, Chhe, Costa Rica, Grenada, Guineu-Bissau, Indlands, Japans, Mósambik, Perú, Puerto Rico, Sviss, Venezuela og Zambíu. Þá koma hér nokkur nöfn varafor- seta Heimsffiðarráðsins: Nadim Samad Abdel, Líbanon, Olga Lopez Avhes, fuhtrúi í miðstjóm sandínista í Nicaragua, prófessor Phan Anh við háskólann í Hanoi, Víetnam, Séra Richard Andriaman- it, Madagaskar, Eduardo Burgos Arevalo, rektor háskólans í Kolomb- íu, Vital Daha, Kongo, Francisco Costa Gomes hershöfðingi, fyrrver- andi forseti Portúgal, Jaques Denis, fyrrverandi þingmaður á Evrópu- þingi fýTÍr Frakkland, Karl Dereks- en, Hohandi, George Georges öldungadeildarþingmaður, Ástrahu, Mitsuhiro Kaneko, Japan, James Lamond fúhtrúadehdarþingmaður, Englandi, séra John Hanley Morgan unitaraprestur, Kanada, Evgene Newport, borgarstjóri í Berekley, Bandaríkjunum, Evgení Primakov, Sovétríkjunum, Mikis Theodorakis, Grikklandi (nú í París). Eins og sjá má er þetta engin tæm- andi upptalning en gefúr þó mynd af þeim sem vhja leggja vinnu í Heimsfriðarráöið og leggja þannig lóð sitt á vogarskál friðarins. Ég mun kannski síöar fiaha betur um störf Heimsfiiðarráðsins og þá nokkuö um þau alþjóðasamtök sem tengjast því. Maria Þorsteinsdóttir „íslenska friöarnefndin var 1 þá daga nokkurs konar „grasrótarsamtök“ áhugafólks fremur en að hún væri skipulögð sem félag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.