Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987.
13
dv______________________________________________________________Neytendur
Svar við „Röddum neytenda“:
Inneignin endurgreidd
Rafmagnsveiturnar iáta inneign
ganga upp í næsta reikning, nema
notandi óski að fá hana greidda.
Vilhjálmur Siguijónsson skrifar í
„Raddir neytenda" þann 12. október
síðastliðinn og varar við reiknings-
færslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur
þegar inneignir myndast við uppgjör
þegar orkunotkun hefur mimikað.
Vilhjálmur segir: „Ef viðkomandi
sækir ekki upphæðina, sem hann fær
endurgreidda við uppgjörið, getur
hann hugsanlega átt inneign hjá Raf-
magnsveitu Reykjavíkur án þess að
fá nokkru sinni upphæðina."
MikUl misskilningur er hér á ferð
og því rétt að leiðrétta hann.
Þegar það kemur fyrir að inneign
myndast við uppgjör er sú inneign
tilkynnt á reikningnum sem áfastur
er við A-gíróseðilinn. Reikningurinn
er þá núll-reikningur - en á honum
stendur: Staða eftir útskrift þessa
reiknings: Inneign kr..
Ef veitan (mælirinn) er skuldlaus
er inneignin greidd út þegar orku-
kaupandinn vitjar hennar á skrif-
stofu Rafmagnsveitunnar en annars
dregst hún frá þeirri orkuskuld sem
fyrir er á veitunni.
Ef orkukaupandinn er skuldlaus
og sækir ekki inneignina kemur hún
til frádráttar á næsta reikningi (eftir
60 daga).
Ef inneign myndast við flutning
eða mælir er tekinn niður og við-
skiptum er lokið er á sama hátt
tilkynnt um inneignina á lokareikn-
ingnum. Ef inneignin er ekki sótt á
skrifstofu Rafmagnsveitunnar er
hún millifærð ársfjórðungslega yfir
á næstu opnu veitu hjá sama aðila.
Ef inneign myndast og öllum við-
skiptum er lokið við Rafmagnsveit-
una er ávísun send til viðkomandi
ársfjórðungslega.
Rétt er að benda orkukaupendum
á skýringar á baksíðu rafmagns-
reikningsins varðandi þetta efni.
Undir liðnum D standa þessi orð:
Notandi getur fengið tilkynningu um
að hann eigi inneign. Þetta stafar
meðal annars af því að orkunotkun
hefur minnkað frá því aö síðasta
áætlun var gerð, eða notandi flutt á
annan notkunarstað. Inneign er látin
ganga upp í næsta reikning, nema
notandi óski að fá hana greidda.
Virðingarfyllst,
Þórsteinn Ragnarsson
deildarstjóri viðskiptadeildar RR
Stórkostleg sýning á nýju
línunni í hljómtækjum
AIWA
Hljómtæki - ferðatæki - vasadiskó - geislaspilarar - segulbönd
'ngaitifboð nr. 1
samstæða frá AIVVA ■
CX-550
Frábær
^oinMæounnar kostar
9eislaspifarinn aðeins
16°°° í Þessu
tifboðr.
Komið og sjáið hin frábæru tæki frá Al WA
STJARNAN I HUOMTÆKJUM
banda tónjafnari. Tvöfalt seaulhanH ^a6' Ma9nar' 2x30 W
Miðað Wð"rélt verð
41.780
var kr. 47.190
^^Lt^markað magn
AIWA ER BETRA
Ferðatæki með geislaspilara, 30 W magnara, lausum hátölurum
og tvöföldu kassettutæki.
Ný tvöföld segulbönd. Frábær gæði og hljómur. - Að sjálf-
sögðu frá
AIWA
HLJOMUR
FRAMTÍÐARINNAR
Opið laugardaga kl. 10-16
Þetta er einstakt tækifæri til að sjá það nýjasta í hljómtækj-
um. T.d. spegilsamstæðuna (CX-C27), sem er fullkomn-
unin sjálf í útliti og gæðum.
Sem sagt alveg frábær.
SX-1500 samstæðan sem öll fjölskyldan getur sameinast
um. T.d. getur pabbi tekið upp af plötuspilaranum, mamma
hlustað á útvarpið og unglingurinn tekið upp af geislaspil-
aranum. Allt á sama tíma. Einnig vasadiskó með útvarpi,
digital display, sjálfvirkum stöðvaleitara og föstu stöðvar-
vali, tónjafnara o.m.fl.
5-10% aukastaðgreiðsluafsláttur meðan á sýningu
stendur.
Sendum í póstkröfu
VISA
Söluaðilar: Reykjavík: Hagkaup, Skeifunni Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarss.
Hagkaup, Kringlunni Sauðárkrókur: Radíólínan
Nesco, Laugavegi Húsavík: Radíóver
Akranes: Skagaradíó Akureyri: Tónabúðin
Borgarnes: Shellstöðin Egilsstaðir: Verslunarfélag
Kópavogur: Tónaborg Austurlands, Fellabæ.
Kaaio
Ármúla 38 (Selmúlamegin)
Símar: 31133 — 83177.