Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Fréttir___________________________________________x>v Fengu tvær og hálfa milljón í lottóinu: „Getum nú eignast íbúðéÉ „Viö erum aö hugsa um aö kaupa okkur íbúð og húsgögn og kannski skreppum við með þann litla til Eng- lands og heimsækjum afa hans og gerum við bílinn en hann bilaði dag- inn eftir að sá litli fæddist," sagði Lilja Snorradóttir en hún og fjöl-1 skylda hennar fengu ein fyrsta vinninginn í lottóinu um síðustu helgi alls 2.542.189 krónur. Það var ánægð fjölskylda sem blaðamaður og ljósmyndari DV hittu í Breiðholtinu í gærkvöldi enda ekki á hverjum degi sem fólk hittir á óska- stundina og fær stóra vinninginn í lottói. Lilja og maður hennar Carl John Adams og bömin þijú, Verón- ika Hafdís, Jón cg Ryan Óskar þriggja vikna snáði voru að skipu- leggja hvað hægt væri að gera við vinninginn. Þau eru nýlega flutt heim frá Bandaríkjunum þar sem þau höfðu búið um nokkurra mánaða skeið. Lilja segir að þau hafi komist að því þar að hvergi væri eins gott að búa og á íslandi. Carl, sem fæddur er í Zimbabwe en fluttist þaðan tíu ára gamaU til Englands, tekur undir það. „Við höfum búið hjá foreldrum mínum síðan við fluttum heim því við höfum verið á hrakhólum með húsnæði. Við höfum verið að leita okkur að leiguíbúð síðastliðna þrjá mánuði en annaðhvort vildu íbúðar- eigendumir svo miklar fyrirfram- greiðslur eða þá þeir vildu svo háa leigu að við sáum ekki fram á að við gætum borgað. í sama mund og ég uppgvötvaði að við voram með fimm rétta á seðlinum hringdi einn og bauð okkur ibúð til leigu á þijátíu og fimmþúsund krónur á mánuöi svo þaö má segja að það hafi allt gerst á sama augnablikinu. En við eram hætt við að leigja og ætlum þess í stað að kaupa okkur íbúð, við eram búin að vera að skoða íbúðir síðustu dagana og búin að sjá eina sem okk- ur líst vel á.“ Þau Carl og Lilja hafa spilað i lottó- inu nokkuð reglulega upp á síðkast- ið: „En ég trúði því aldrei að við myndum vinna,“ segir Lilja en Carl segir: „Ef þú spilar ekki, vinnur þú ekki,“ og síðan segja þau hlæjandi frá því að Carl, sem vinnur við hellu- lagnir í Mjóddinni, segist í vinnunni aldrei geta unnið lengi fram eftir á laugardögum þvi hann þurfi að fara heim og spila í lottóinu. „Svo spyr ég vinnufélagana alltaf hvort þeir séu búnir að fylla út lottóseðlana sína.“ Síðastliðinn laugardag keyptu þau hjónin hvort sinn miðann og Lilja sat yfir sjónvarpinu og fylgdist með því þegar var dregið, Carl hafði hins veg- ar farið og lagt sig, Lilja fór yfir sinn miða en var ekki með vinning, hún fór síðan inn til Carls aö segja honum að það væri búið að draga: „Hann var hálfsofandi og sagði mér að kíkja á seðilinn og það var engin tala rétt í fyrstu röðinni, síðan fór ég yfir næstu röð og þar var fyrsta talan rétt, líka sú næsta, sú þriðja og sú fjórða og þá var ég ánægð kominn með fjóra rétta svo uppgvötvaði ég að sú fimmta var líka rétt og sagði við Carl: Ég held að við séum meö fimm rétta. Síðan byijaði spenning- urinn og við fórum að velta því fyrir okkur hvað væra nú margir með fimm rétta eins og við. Svo hlustuð- um við á útvarpsfréttimar klukkan tíu og þá komumst við að því að við vorum ein með fimm rétta. Annars var það svolítið skondið að mágkona mín hringdi í mig áður en ég vissi að við voram með fimm rétta og sagði til hamingju með lottóvinn- ingin, skýringin á því var sú að pabbi hafði eitthvað verið að stríða henni og sagt að ég hefði fengið fimm rétta sem raunar kom svo á daginn að var rétt. Svona eftir á að hyggja er það líka fyndið aö ég átti afmæli á sunnu- daginn og á laugardeginum gaf Carl mér grínkort meö mynd af fimm þúsund krónum og inni í kortinu var þessi texti: Þessar krónur væru ekki of góðar fyrir þig en ég læt mér nægja að senda þér þessa eftirlíkingu. Það má því segja að hlutirnir hafi snúist til betri vegar enda segir Lilja þegar við kveðjum: „Það er ennþá hálferfitt að trúa þessu, en best er þó að sjá fram á aö geta eignast íbúð, það var nokkuð sem mig dreymdi ekki um að myndi rætast næstu ár- in.“ -J.Mar Lottóvinningshafarnir brosa breitt enda ekki á hverjum degi sem fólk hittir á óskastundina og fær 2,5 milljónir króna i lottói. DV-mynd GVA Invest-banka skákmótið í Belgrad: Jóhann orðinn einn efstur - vann Short í æsispennandi skák í gær Jóhann Hjartarson hefur hlotið þijá vinninga af fjórum möguleg- um á alþjóðlega Invest-banka skákmótinu í Belgrad í Júgóslavíu og er einn í efsta sæti. í gær gerði hann sér lítið fyrir og lagði enska stórmeistarann Nigel Short að velli eftir miklar sviptingar. Jóhann vann Short einnig á IBM-mótinu í Reykjavík í febrúar, þar sem Eng- lendingurinn knái sigraði svo eftirminnilega. „Mér varð hugsað til Friðriks í þessari skák,“ sagði Jóhann í sam- tali við DV. Miðtaflsstaðan sem fram kom iðaði af „taktískum" möguleikum sem Friðrik var ein- mitt þekktur fyrir aö notfæra sér, jafnvel þótt hann ætti aðeins nokkrar sekúndur efitir á kluk- kunni. Jóhann og Short áttu báðir lítinn tíma en staða Short var við- kvæmari og þar kom að hann gætti ekki að sér. Eftir riddaraleik Jó- hanns gat Short ekki komist hjá því að tapa skiptamun. Skákinni var samt ekki lokið. Short baröist um á hæl og hnakka en eftir 50 leiki varð hann loks að sættast á ósigur. Beljavsky tapaöi óvænt fyrir Ivanovic í gær þótt hann stýrði hvítu mönnunum. Sovétmaðurinn sá aldrei til sólar í skákinni. Þá vann Kortsnoj Gligoric með harð- fylgi og Nikolic vann Maijanovic. Jafntefli geröu Timman og Ljubojevic þar sem Hollendingur- inn bjargaði sér i þráskák og Salov og Popovic. Eins og fyrr segir er Jóhann einn efstur að loknum fjórum umferð- um með þijá vinninga. Næstir koma Popovic og Timman með 2 'A v. og Beljavsky hefur 2 v. og óteflda skák viö Kortsnoj úr 1. umferö. Þeir tefla í dag og þá verður einnig biöskák Salovs vlö Ivanovic tefld áfram. Fimmta umferð verður tefld á morgun og þá á Jóhann svart gegn Ivanovic. Skák Jóhanns og Short tefldist þannig: Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Nigel Short Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rd7 10. d4 Bffi Short velur tiltölulega sjaldgæft afbrigði í þessari margþvældu byrj- un. Hvítum standa nú ýmsar leiðir til boða en Jóhann fetar í fótspor Karpovs. 11. Be3 Ra5 12. Bc2 Rc4 13. Bcl Bb714. b3 Rcb615. Be3 exd416. cxd4 He817. Rbd2 c518. Hcl cxd419. Bxd4 Til greina kemur 19. Rxd4 og ef 19. - d5, þá 20. Rf5!? með óljósum færam. 19. - Hc8 20. Rfl Re5 21. R3h2 g6 22. Dd2 h5 23. f4!? Jóhann tekur af skarið enda á hann ekki annarra kosta völ ef hann vill berjast um framkvæðið. Leikur sem þessi hefur ávallt nokkra áhættu í fór með sér því að svartur hefur komið mönnum sínum í góðar vígstöður. 23. - Red7 24. Rf3 Bxd4+ 25. Dxd4 DfB 26. e5 dxe5 27. fxe5 De6 28. Rld2 Dd5 29. Df4 Drottningakaup samrýmast ekki hagsmunum hvíts, því að í enda- tafli gæti svartur sótt að kóngspeð- inu. Staöa svarts verður því að teljast heilbrigðari en á móti kemur að hvítur hefur ýmis taktísk færi í miðtaflinu sem svartur verður að gæta aö. 29. - Dc5+ 30. Kh2 Rd5 31. Dg3 Db6 32. Rg5 Rf8 33. Rde4 He7 34. Bbl Hxcl 35. Hxcl Dd4? Nú er tímahrakið í algleymingi og Short fatast flugið. Sterkara er 35. - De3! með tvísýnni stöðu. 36. Rf3 De3 37. Hdl Kg7? Annar slæmur leikur og nú verð- ur taflinu ekki bjargað. abcdefgh Skák Jón L. Árnason 38. Rd6! Skyndilega getur svartur ekkert að gert. Hvítur hótar fjölskyldu- skák með riddaranum á f5 (g-peðið er leppur fyrir drottningunni) og einnig 39. Rxb7 Hxb7 40. Hxd5. Svartur er heppinn að sleppa með skiptamunstap. 38. - Dc5 39. Rf5+ Kg8 40. Rxe7+ Dxe7 41. Rg5 Jóhann heldur áfram á sömu braut en með þessu gefur hann svörtum óþarfa möguleika. 41. - h4! 42. Dxh4 Re3! 43. Hgl Dxe5+ 44. Dg3 Dd4? Með 44. - Rg4 + ! 45. hxg4 Dxg5 hefði svartur átt mun meiri björg- unarvon. 45. Rf3 Db2 46. Hel Rd5 47. Be4 Dxa2 48. Re5 Dd2 49. Df3 fB 50. Hdl - Og Short gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.