Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Spumingin Ætlar þú á skíði í vetur? Kristin Guðmundsdóttir: Já, ég æfi talsvert og fer í vetur eins og venju- lega. Gréta Guðmundsdóttir: Nei, ég er hestamaður. Held að það sé stór- hættulegt að vera á skíðum. Valgerður Hallgrímsdóttir: Það er aldrei að vita. Hef ekki farið á skíði nokkur síðastliðin ár. Hins vegar er maðurinn minn með skíðadellu og því er hugsanlegt að ég drífi mig. Sigurður Lúðviksson: Já, fer annað slagið á veturna. Tryggvi Eiríksson: Já, ég æfi á skíð- um og fer mjög mikið á skíði. Jón Otti Gislason: Hef aðeins einu sinni stigið á skíði og hef ekki hug á þvi í bráð. Lesendur Augu piparhlunkanna opnast: xiii l/yr n nynai ^iaunn a oii! Nýir útgjaldaliðir verða stundum otviða óbreyttu seðlaveski. Konráð Friðfinnsson skrifar: Mikið afskaplega er ég feginn og heppinn að vera ei giftur þegn á nýju verðlagsári. Og nú skil ég loks af hvaöa ástæðu eiginmenn vinna alla þessa yfirvinnu. í fyrstu áleit ég og fleiri að slíkur gjörningur væri til að framfleyta sér og sínum nánustu í dýrtíðinni og nýju 10% hækkuninni er dynur yfir landsins lýð, þvert á fyrri lof- orð. En ég og hinir piparhlunkamir sjáum að hér er ekki nema hálfur sannleikurinn sagður. Hér 'er m.ö. o. afskaplega mikill misskilningur á ferð meðal okkar piparsvein- anna. Samkvæmt vísindalegri, og um leið háalvarlegri könnun viður- kenndra fræðimanna, kostar nefnilega heilar tuttugu og sex þús- und krónur að fá konuna úr nærhaldinu. Þannig má ljóst vera, að dýr verð- ur „Gunna" greyið öll, samkvæmt verðlagi dagsins í dag. Hver heilvita maður hlýtur því að koma auga á að áður nefnd myrkraverka- eða feimnisathöfn tekur allvænan slurk úr óbreyttu seðlaveski. Einkum og sér í lagi ef áðurgreindar leikfimiæfmgar eru stundaðar mörgum sinnum í viku, eins og gjaman tíðkast meðal þeirra eitilhörðu. Hæstvirtur fjármálaráðherra: ekki skera niður fjölskyldubæturn- ar, „plís“. Leiðinlegar myndir Bíógestur skrifar: Nú fær fámenn menningarkiíkan enn eina kvikmyndahátíðina til aö smjatta á og að sjálfsögðu er allt svallið borgað af okkur skattborgur- unum. Að vanda eru sýndar myndir sem enginn nennir að horfa á, þung- ar myndir, fullar af heimspekilegum vangaveltum um lífið og tilveruna. Svona hátíð er ekki fyrir venjulegt fólk, myndirnar eru flestar útlensk- ar, og undrast ég að nokkur dirfist að bera svona efni á borð fyrir okk- ur, alþýðu þessa lands. Nei, við sem vinnum myrkranna á milli til að borga svona menningar- sukk hvorki getum né viljum sjá svona myndir. Þær era flestar „list- rænar“ en það þýðir að ekki er nokkur leið fyrir mann að skilja þær nema maður haíi verið eilífðarstúd- ent á ríkisstyrk í fjarlægum löndum. Og svona til að tryggja það að ekki komi aðrir en menntamenn þá eru myndirnar allar textaðar á erlenda tungu, ekki er nú virðingin meiri fyrir móðurmálinu. Þessir menntamenn era nú farnir að verða fullfyrirferðarmiklir í þjóð- félaginu. Og ekki er nú þakklætið meira þjóðinni sem ól þá upp og kost- aði til mennta til handa en að þeir skirrast ekki við að reka hníf í bak henni og vilja vernda hvali þegar þeir vifa vel að undirstaða þess að þeir geti lært við heimsins dýrustu og finustu skóla er einmitt sjávarút- vegur, þar með talið nytjar á fiski- stofnun. Ég legg til að þessum blessuðúm menntamönnum verði gert kleift að koma sér úr landi sem fyrst svo þeir geti séð allar þær dellukvikmyndir sem þeim sýnist og leyft okkur hin- um að hafa okkar vinnu og okkar Rambo í friði. Nokkrir hundaeigendur með dýr sín. Bannið bílaumferð um Geírsnef Hundavinur skrifar: Það er til háborinnar skammar hvernig hundaeigendur eru að fara með Geirsnefið við Elliðaámar með því að keyra þama um allt svæðið og láta hundana hlaupa á eftir bílun- Með sama áframhaldi verður þetta allt orðið eitt forarsvað. Borgaryfir- völd ættu að girða svæðið af hið bráðasta til þess að hundaeigendur geti gengiö um svæðið nokkurn veg- inn óhultir. um. Baliskákin er gífurlega vinsæl hér, segir bréfritari. Hér sést einn góðkunn- ur borgari munda kjuðann. Fáum við ??snoker“ á skjáinn? Vilhjálmur skrifar: Mig langar til að vita hvort Ríkis- sjónvarpið eða Stöð 2 hafa í hyggju að sýna frá mótum í „snoker“ (billj- ard eða ballskák, hvort heldur sem réttara er) í íþróttaþáttunum. Þessi íþrótt er gífurlega vinsæl hér á landi, sérstaklega eftir að við feng- um nasasjón af henni í RÚV. Því miður er aðeins sýnt frá HM í snóker í byijun júní, og svo ekki meir! Þeir á Stöð 2 hafa verið að sýna frá golfmótum í allt sumar, og allt fram á vetur á hveijum laugardegi, og sýna svo vikulega í vetur frá amer- íska körfu- og fótboltanum. Ríkissjónvarpið verður, eins og áður, með ensku knattspyrnuna þótt vitað sé að menn (konur) séu farnir að fá leiða á henni. Snóker er langvinsælasta sjón- varpsefnið á Bretlandseyjum og eru konur þar í landi áhugasömustu áhorfendurnir. Það væri fróðlegt að fá svar frá stöðvunum tveimur um það hvort þær ætla að sýna frá þessari skemmtilegu nákvæmnisíþrótt. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, öAa cV'ví fí A vUd bJxXlllUi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.