Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. 9 Markaðurinn að enduriieimta tapið Verðbréfamarkaðurinn i New York hefur rétt snarlega við. Símamynd Reuter Ólafur Amaison, DV, New Yorlc Æðið á Wall Street heldur áfram. Verðbréf rjúka upp og gærdagurinn varð annar metdagurinn í röð. Dow Jones vísitalan hækkaði um 186,84 stig og endaði í 2027,85 stigum. Hefur markaðurinn nú endurheimt nær þrjá flmmtu hluta tapsins frá því á mánudag. Það hefur því sýnt sig að með réttri stjómun í peningamálum er hægt að afstýra því að hrun á verðbréfamark- aðnum sé óstöðvandi og hljóti að koma af stað kreppu. Afleiðingar hrunsins á mánudag á fjármálaheiminn koma nú betur í ljós með degi hverjum. Mörg fyrir- tæki urðu illa úti. í gær var tilkynnt að þremur verðbréfafyrirtækjum, sem urðu sérstaklega illa úti á mánu- dag, yrði framvegis bannað að versla með verðbréf á Wall Street. En þrátt fyrir að aUt virðist blómstra á verðbréfamarkaðnum í Kjölfar hrunsins eru þó enn hættu- merki á lofti. Bandaríska þingið telur meginverkefnið nú vera að lækka fjárlaga- og viðskiptahallaim. Það vilja þingmenn gera með skatta- hækkunum og höftum. Hætt er við að það geti haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir verðbréfamarkaðinn ef Reagan forseti felst á skattahækkan- ir nú, sérstaklega þar sem sveiflum- ar á verðbréfamarkaðnum eru nú meiri en nokkru sinni fyrr. Það veldur mönnum nokkrum áhyggjum hve hækkimin á Dow Jo- nes vísitölunni hefur verið mikil frá því á mánudag. Vissulega er jákvætt að takast skyldi að stöðva hrunið en svona mikil hækkun getur valdið óstöðugleika og ýtt updir spákaup- mennsku. Ef svona mikil hækkun heldur áfram næstu daga er hætt við að væntingar skapist um að markað- urinn hljóti að lækka aftur. Slíkt mun nær örugglega valda þvi aö söluæðiö mun grípa um sig og mark- aðurinn hrynja á nýjan leik. Hvort það hrun yrði eins gífurlegt og á mánudag er ómögulegt að segja til um. Hitt er víst að mun erflðara yrði að stöðva slíkt hrun vegna þess hve menn yrðu hræddir við óstöðugan markaðinn. Efhækkunin á Dow Jones minnkar 1 dag og á morgun, án þess þó að lækkun verði á visitölunni, má búast við að hlutimir taki á sig eðlilega mynd. Ef hins vegar markaðurinn hækkar í dag og lækkar á morgun gæti skapast skelfing sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar í næstu viku. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur skilað sínu hlutverki til að stöðva hrunið á Wall Street með sóma. Að- gerðir hans nú verða í framtíðinni bomar saman við aðgerðir sama banka eftir hmnið 1929 og notaðar sem kennslubókardæmi um það hvemig skynsamleg stjómun í íjár- málum getur snúið við hruni á verðbréfamarkaðnum. Öfugt við það sem gerðist 1929 er seðlabankinn jók á hmnið og kom af stað heims- kreppu. Bandaríski hagfræöingurinn Ro- bert Solow, sem í gær hlaut nóbels- verðlaunin í hagfræöi 1987, hefur í vikunni lýst því yflr aö hann telji fjárlagahallann og lántökur banda- ríska ríkisins orsök hmnsins á mánudag. Segir hann áhyggjur fjár- málamanna af áhrifum fjárlagahall- ans á verðbréfamarkaðinn hafa valdið því að þeir ákváðu að koma sér út af markaðnum. George Stigler, sem hlaut nóbels- verðlaunin í hagfræði fyrir nokkram ámm, segir þessa skýringu út í hött. Bendir hann á að verðbréfamarkað- urinn hafl verið í fimm ára sam- felldri uppsveiflu á meðan fjárlaga- halli hafi stóraukist. Einnig hafi markaðurinn rétt svo snarlega við eftir hrnnið að það bendi síður en svo til þess aö menn hafi áhyggjur affjár- lagahallanum. Nóbelsverðlaun Solows nema 350 þúsund dollumm. Vegna breyttra skattalaga í Bandaríkjunum verður í ár í fyrsta skipti í sögunni að greiða skatt af verðlaununum. Þar kemur vel á vondan. Solow hefur nefnilega haldið því stíft fram að nú þurfi að hækka skatta til að draga úr fjárlaga- hallanum. Verðbréfamarkaðurinn í London var sterkur í gær. í morgun hækk- uðu verðbréf í Tokýo ennfremur mikið í verði. Það er ómögulegt að segja meö vissu hvað verður á Wall Street í dag. Ástandið annars staðar í heiminum bendir til þess að upp- sveiflan haldi áfram. Er jafnvel hugsanlegt að allt tapið frá því á mánudag verði horfið fyrir helgi. Eins og áður sagði þarf það ekki að vera jákvætt því það gæti ýtt undir spákaupmennsku. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir °g Halldór K. Valdimarsson Sextán manns hurfu Þann 24. ágúst 1980 hurfu sextán talsmenn verkalýðs í Guatemala, þeirra á meðal ellefu félagar úr verkalýðshreyfingu landsins og fimm nemendur í verkalýðsfræð- um við háskólann í San Carlos. Hvarf þeirra bar að með þeim hætti aö hermenn og lögregla réðust inn á ráðstefnu sem hópurinn sat og handtóku mennina sextán. Hefur ekki til þeirra spurst síðan. Framkvæmdastjóri ráðstefnu- miðstöðvarinnar í Emaus, þar sem fundur sextánmenninganna var haldinn, Jose Luis Pena Soberanis, var svo numinn á brott að kvöldi dagsins sem hópurinn var hand- tekinn. Lík hans fannst síðar á víðavangi. Þeir sextán menn, sem saknað hefur verið frá 24. ágúst 1980 og talið er að sitji í fangelsi án ákæm eða réttarhalda og án þess að fá að njóta lágmarks mannréttinda, eru eftirfarandi: Gustavo Adolfo Bejar- ano Oscal, Rafael Enrique Giron Merida, Alfonso Obdulio Molina Merida, Jordan Gilberto Salazar Urizar, Augusto Yacht Ciriaco, Germónimo Alberto Moreno Pa- lencia, Guillermo Turcios Garcia, Juan Guerra Castro, Edgar de la Cruz, Juho César Perez Galvez, Rosario Leal, Nery Robledo Esp- inoza, Adalberto Juarez, José Ruiz, Ilena Minera og Victor Herrera Castillo. í tilefni af Amnesty-vikunni, sem nú stendur yfir, fer Amnesty Int- emational þess á leit aö fólk skrifi rannsóknardómara, sem hæstirétt- ur Guatemala hefur skipað, og óski eftir rannsókn á mannshvörfun- um. Skriflð til: Lic. Olegario Antonio Labbé Morales, Juez Ejec- utor de Exhibiciones Personales, 4 to Nivel, Torre de Tribunales, Centro Civico, zona 1, Guatemala, Guatemala. Útlönd Tfu ára gamall þeldökkur dreng- ur var hálshöggyinn, svartur unglingur var stungínn til bana og hundrað sjötíu og þrír vom hand- teknir í bænum Pietermaritzburg i Suður-Afríku í gær, að sögn lög- reglunnar þar. Að sögn lögreglunnar vora það flórir þeldökkir menn sem myrtu drenginn og særðu bróður hans. Það mun einnig hafa veriö hópur þeldökkra manna sem myrti ungl- inginn. Ungur sovéskur ballettdansari baðst í síðustu viku hælis sem póh- tískur flóttamaður í Bandaríkjun- um. Dansarinn, sem heitir Andrei Ustinov, var meðal dansara Moskvubahettsins, en hópur frá ballettinum var i síöustu viku á sýningaferðalagi um Bandaríkin. Ustinov er nú staddur í Dahas þar sem hann hélt fréttamannafund í gær. Skipalest um flóann í dag Fjögur bandarisk herskip og tvö ohuflutningaskip frá Kuwait, sem sigla nú undir bandarískura fána, búa sig nú imdir að sigla ixm á Persaílóa í dag, að því er haft er eftir heimildum á svæðinu. j Ohuflutningaskipin eru Ocean City, áttatíu þúsund tonn að stærð, og Gas King, sem er fjörutiu og sex þúsund toirn, en í fylgd raeð þeira veröa fjögur bandarísk herskip sem munu veita þeim vernd gegn hugsanlegura árásura írana. Tahð var í gær að skipalestin myndi hggja fyrir ankeram við strönd Sameinuðu arabisku furstadæmanna í nótt og halda inn á flóann snemma í morgun. Iranir hafa haft í hótunum um hefndaraðgerðir vegna árásar banda- ríska flotans á tvo íranska ohuborturna á Persaflóa á mánudag. Herskipin, sem fylgja ohuskipunum tveim, eru beitiskipið Standley og freigátumar Hawes, Ford og Raleigh. Fuhur viðbúnaður við árásum verð- ur um borð í herskipunum og olíuskipunum og að auki hefur öryggisgæsla verið hert verulega við öh sendiráð og aðrar miöstöðvar Bandaríkja- manna í Persaflóaríkjum. Þingið deilir um völd Reagans Öldungadehd bandaríska þings- ins hefiir lýst efasemdum vegna þeirrar steöiu Reagans Banda- rikiaforseta aö veita ohuskipum frá Kuwait hervemd á Persaflóa, en getur ekki komið sér saman um hvort neyöa eigi forsetann til að fara aö lögura sera takmarka heim- ild hans th hemaöarlegra aögerða. Öldungadehdin samþykkti i gær tihögu sem staöfestir áframhald- andi nærveru bandariska flotans á Persaflóa en lýsir ura lelð efaserad- um um flotavernd iyrir ohuskip. Tihaga þessi hefur valdiö óánægju hjá öhum þingmönnum. Bofgarsljórar htttast Borgarstjórar Austur-Berlínar og Vestur-Berlínar hittust í gærkvöldi og er þetta í fýrsta sinn síöan Berlinarborg var skipt í tvennt, fýrir fjöru- tiu og tveim árum, sem þessir tveir embætösmenn hittast formlega. Eberhard Diepgen, borgarstjóri Vestur-Berlinar, og Erhard Krack, borg- arstjóri Austur-Berlínar, hittust í gærkvöldi viö athöfn i Austur-Berlin. Athöfnin fór fram í Marienkirche dómkirkjunni og haíði borgarstjóri Vestur-Berlínar fáriö þangað sem elnstaklingur th þess að taka þátt í hátíðahöldura vegna 750 ára aftnælis borgarhmar. Munkar saksóttir Breskum munkum, sem stunda sölu á biblíum á sunnudögum, hefur veriö afhent viövörun frá yflrvöldum, þess efhis að meö bókasölunni bijóti þeir lög Bretlands og megi þeir eiga von á málshöfðun ef þedr láti ekki þegar af þessu athæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.