Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 34
*34 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Sigríður Sigurðardóttir lést 14. okt- t óber sl. Hún fæddist þann 17. maí 1920 í Reykjavík, dóttir hjónanna Ólafíu Jónsdóttur og Sigurðar Sig- urðarsonar. Ung giftist Sigríður Tómasi Magnússyni en hann lést árið 1968. Þau hjónin eignuðust fimm böm. Útfór Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Helgi Jósep Halldórsson lést 13. okt- óber sl. Hann fæddist á Kjalarstöðum í Reykholtsdal hinn 17. nóvember 1915. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Þórðarson og Guðný Þor- steinsdóttir. Helgi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1939 og árið eftir lauk hann kennaraprófi. Hann hóf þá nám í norrænudeild Háskóla íslands og lauk cand. mag. prófi árið 1945. Hann gerðist þá kennari við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og kenndi hann þar í 42 ár. Eftirlifandi eiginkona hans er Guðbjörg Guðbjartsdóttir og eignuðust þau íjórar dætur. Útfór Helga verður gerð frá Laugarnes- kirkju í dag kl. 13.30. Dagmar Ólafsdóttir andaðist í Landspítalanum þann 10. október sl. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bragi Guðmundsson, Austurnesi, Skeijafirði, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 11. þ.m. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Skapti Skaptason frá Presthúsum i Mýrdal verður jarðsettur frá Reynis- kirkju í Mýrdal laugardaginn 24. október kl. 14. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 9 sama dag. Ebba Þorsteinsdóttir, Hofslundi 9, Garðabæ, veröur jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 23. október kl. 13.30. Helga Jóhannesdóttir ættuð frá Hrísakoti á Vatnsnesi, til að heimilis að Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. októb- er kl. 13.30. Dagný Helgason, Dválarheimili aldraðra, Borgamesi, verður jarð- sungin fóstudaginn 23. október frá Borgarneskirkju kl. 14. Bjarni Pálsson, fyrrum skólastjóri og byggingafulltrúi, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug- ardaginn 24. október kl. 13.30. Ingólfur Guðmundsson frá Lóma- tjörn, verður jarösunginn frá Foss- vogskirkju fóstudaginn 23. október kl. 15. Tilkyimingar Sykurmolarnir í Hard Rock Sykurmolarnir, hinir miklu frumkvöðlar íslenskrar tónlistar, opna í kvöld veit- ingastaðinn Hard Rock kaffi fyrir lifandi tónlist. Hljómsveitin er nýkomin heim frá Bretlandi úr mikilli frægðarför en sem kunnugt er er lag hennar, Afmæli, í öðru sæti á vinsældalistum þar í landi. Tón- leikarnir verða, sem fyrr segir, í Hard Rock kaffi í Kringlunni í kvöld og hefjast þeir kl. 22. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30, laugardögum og sunnudög- um kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Bridge Hafnarfjörður - námskeið í bridge Stjórn Bridgefélags Hafnarfjarðar hefur ákveðið að halda námskeið í bridge. Nám- skeiðin eru ætluð byrjendum og þeim sem eru eitthvað lengra komnir og verða þau á þriðjudagskvöldum (fyrsta kvöidið verður 27. okt.) í Flensborgarskólanum. Kennd verða undirstöðuatriði í sögnum, vörn og úrspili. Ætlað er að 1/3 tímans verði varið í bóklegt nám en 2/3 í verk- legt (spilað). Áætlaður kostnaður er 500 krónur á mann en það er aðeins fyrir útlögðum kostnaði þar sem félagar úr Bridgefélagi Hafnarfjarðar munu annast alla kennslu án launa. Þátttaka tilkynn- ist Einari Sigurðssyni, formanni BH, s. 52941, og Ólafi Gíslasyni, s. 51912, eða Kristófer, s. 51983. Allir velkomnir. Skemmtanir Vetrarfagnaður Húnvetningafélagsins x Reykjavík verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 21.30 í Domus Medica, Egilsgötu 3. Hin vinsæla hljómsveit Upplyfting leikur. Félagsvist Félagsvist Húnvetningafélagsins verður laugardaginn 24. október kl. 14. Spilað verður í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Veitingar og verðlaun. Allir velkomn- ir. SkemmtLkvöld Útgáfuhljómleikar í Útópíu Útgáfuhljómleikar með Gauja og Gíslun- um verða í Útópíu, Suðurlandsbraut 26, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21.30. Einn- ig er búist við að hljómsveitin Centaur komi fram. Fundir ITC Irpa -kynningarfundur Markmið ITC er að efla hæfileika til samskipta, auka starfsafköst og styrkja sjálfstraust og forystuhæfi- leika félagsmanna sinna. Hjá ITC færöu tækifæri til að efla og þjálfa: fundarsköp, framsetningu skoðana, skipulagningu, hópvinnu, ræðu- mennsku og forystuhæfileika. Almennur kynningarfundur verður haldinn í sal Sparisjóðs Vélstjóra að Borgartúni 18 laugardaginn 24. októ- ber kl. 15. - Kafiiveitingar. Félag Hárgreiðslu- og hárskerasveina Félagsfundur verður haldinn í Baðstof- unni Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5, í dag fimmtudag 22. okt. kl. 21. Fundarefni: 1. Vetrarstarfið. 2. Myndbandasýning. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Hrísateigur 41, þingl. eig. Sigmar Pétursson, fer fram á eigninni sjálfri fóstud. 23. október ’87 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendxir eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Atli Gíslason hdl., Ólafur Axelsson hrl., Ólafur Garðarssonhdl., Guðni jHaralds- son hdl., Tómas Þorvaldsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Magnús Norðdahl hdl., Eggert B. Ólafsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. | BORGARFÓGETAEMBÆTOÐ í REYKJAVÍK . I gærkvöldi Láras Loftsson matreiðslumaður: Fjölmiðlafárið úr hófi Eins og vepjulega þá fylgdist ég með fréttum útvarpsins klukkan 7. Síðan horfði ég aldrei þessu vant á 19.19, en ég verð að segja að mér finnst fréttaþáttur ríkissjónvarps- ins betri. Fréttir Stöðvar tvö eru líflegar og lifandi og sem slíkar gott framtak en myndatakan er betri á ríkissjónvarpinu og betra fagfólk. Það vakti athygli mína af því að ég fylgdist með öllum fréttunum aö nú var talsverður munur á frétt- um stöðvanna, mismunandi mál tekin fyrir. Það er óvenjulegt en greinilega framfarir. Ég hef ekki eytt tíma í þáttinn Fresno, þess í stað fylgdist ég með íþróttaþætti rásar 2 því þau mál eru mér skyld. Ég var mjög hissa því þetta var alls ekki íþróttaþáttur sem ég hlustaði á heldur einhvers konar poppþáttur. Úrsht leikja voru margendurtekin en þess á milli spiluð popptónlist. Það sem Lárus Loftsson. vantar í íþróttaþætti almennt er umljöllun um mál íþróttamanna en það þekkist því miður ekki, hvorki hjá útvarpi né sjónvarpi. Næst á dagskrá hjá mér var bíó- myndin, Óður böðulsins, og aldrei þessu vant sofnaði ég ekki sem hlýtur að vera meðmæli með myndinni. í henni er lýst ansi merkilegum snargeðveikum kar- akter. Almennt finnst mér sjónvarps- dagskráin of löng og leiðinlegt hve áhugaverðir þættir eru yfirleitt sýndir seint á kvöldin. Þar á ég við Kastljós og umræðuþætti ýmiss konar. Um daginn var t.d. umræðu- þáttur um nagladekk sem byijaði kl. 11.30. Jón Múli vaggaði mér síðan í svefn með jassþætti, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst fjölmiðlafárið farið að ganga fram úr hófi, alltof mikill bægsla- gangur, hringingar út um allan bæ og mikið af því á viðkvæmum tíma, milli 5 og 7 þegar fólk er að keyra úr vinnu. Þetta fer í taugamar á mer. Menning Úr sýningu EIH-leikhússins á Sögu úr dýragarðinum eftir Edward Albee. Tveir menn á bekk EIH-leikhúsiö sýnir i Djúpinu: Saga úr dýragarðinum. Höfundur: Edward Albee. Þýðing: Thor Vilhjálmsson. Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson. Leikendur: Guðjón Sigvaldason og Stef- án Sturla Sigurjónsson. Hversu vel eldist Albee? Bara nokkuð vel fyrst nýútskrifaðir leik- arar velja einþáttunginn Sögu úr dýragarðinum sem fyrsta verkefni nýs leikhúss, eih-leikhússins. Verkið var frumsýnt á laugardag- inn í Djúpinu, sem þekktara er fyrir að hýsa djass-grúppur en leik- ara, en þetta nýja hlutverk hentar staðnum engu að síður prýðisvel. Áhorfendur sitja við lítil borð og eru í mikilli nálægð við leikarana, þannig að góð ytri skilyrði eru þar fyrir áleitið verk eins og Sögu úr dýragarðinum. Þessi einþáttungur var skrifaður 1958 og hlaut Albee strax mikla frægð fyrir hann. Var þátturinn sýndur víða um lönd, meðal annars í Iðnó. Þýðing Thors Vilhjálmsson- ar var gerð fyrir þá sýningu og er einnig notuð hér. Ég er ekki frá því að tungutak Jerrys, annarrar per- sónunnar í leiknum, hefði verið ögn léttara hefði Thor þýtt leikinn í dag. Að minnsta kosti fannst mér málfarið stundum verða fullhátíð- legt í munni utangarðsmannsins Jerrys sem Guðjón Sigvaldason lék. Leiklist Auður Eydat Annars fjallar þessi einþáttungur um það þegar tveir menn hittast á sunnudagssíðdegi í garði í New York. Annar þeirra er fulltrúi góð- borgaranna, friðsamur og rólynd- ur. Hann er ráðinn í því að láta ekkert hagga sér en Jerry, utan- garðsmaðurinn, hefur valið sér hann að fórnarlambi og er jafnstað- ráðinn í að hræra upp í honum svo um muni. Þessi friðsæla stund í garðinum, sem vanafastur heimilisfaðirinn hlakkar til alla vikuna, snýst sem sagt upp í martröð. Jerry er út- smoginn og fljótur að finna auma bletti á Pétri sem verður eins og leikbrúða í höndum hans. Jerry er leikstjórinn og velur leikslokin. Textinn er þannig mikið byggður upp sem einræða Jerrys, en engu að síður reynir mikið á þann leik- ara sem leikur Pétur. Mér fannst Stefán Sturla Sigurjónsson ná furðu góöum tökum á þessu hlut- verki. Hann sýndi áreynslulausan leik og túlkaði geðbrigði Péturs prýðisvel. Guðjón Sigvaldason var ekki eins öruggur. Sá mikli texti, sem Jerry er lagður í munn, þarf að fela í sér meiri ógn en Guðjón réð við að sýna. Jerry er í senn útsmoginn, kaldrifjaður og ör- væntingarfullur. En þarna er mjótt bilið og í staðinn fyrir að verða ógnvaldur verður Jerry bara uppá- þrengjandi leiðindagaur ef ekki er rétt á spilum haldið. Hjálmar Hjálmarsson er leik- stjóri og fannst mér hann velja skynsamlegan stíl í uppfærslunni. Þess er gætt að ofkeyra hvergi, leikmátinn er dempaður og í heild kemur þessi fyrsta sýning eih-leik- hússins þekkilega fyrir. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.