Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. * Fólk í fréttum Stefán Benediktsson Stefán Benediktsson arkitekt hefur veriö í fréttum DV vegna þess að hann var nýlega skipaður þjóðgarðsvörður í Skaftafelh. Stefán er fæddur 20. október 1941 í Rvík og tók lokapróf í húsagerðar- list við Rheinisch Westfalische Technische Hochshule 1 Aachen í Þýskalandi 1971. Hann starfaði sem arkitekt í Rvík 1971-1981 og var kennari í listasögu við Menntaskól- ann í Reykjavík 1972-1984. Stefán var alþingismaður 1983-1987 og sat í miðstjórn Bandalags jafnaðar- manna 1983. Hann hefur verið í byggingarnefnd Reykjavíkur og umhverfismálaráði Reykjavíkur. Stefán hefur verið ritari deildar sjálfstætt starfandi arkitekta frá 1982 og varaformaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins frá 1987. Kona Stefáns er Guðrún Drífa Kristins- dóttir, f. 18. janúar 1940. Foreldrar hennar eru Kristinn Guðjónsson, forstjóri í Rvík, og kona hans, Sig- urveig Margrét Eiríksdóttir. Börn þeirra Stefáns eru Benedikt, f. 15. desember 1964, blaðamaður við Morgunblaðið; Kristinn, f. 10. maí 1969; Sigurveig Margrét, f. 16. apríl 1973; og Steinunn María, f. 28. okt- óber 1981, öll við nám. Bróöir Stefáns er Ámi, f. 25. maí 1952, stöðvarstjóri á Búrfelli, giftur Jónínu Björgu Jónasdóttur. For- eldrar Stefáns eru Benedikt Stef- ánsson, f. 12. júní 1903, d. 20. maí 1975, stjómarráðsfulltrúi í Rvík, og kona hans, Steinunn Árnadóttir, f. 15. apríl 1911. Föðurbróðir Stefáns er Ragnar, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Faðir Benedikts var Stefán, b. í Skaftafelii, bróðir Guðnýjar, ömmu Einars Braga rit- höfundar. Faðir Stefáns var Benedikt, b. á Brunnum í Suður- sveit, bróðir Guðnýjar, ömmu Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar, og Stefán var bróðir Sigurðar, afa Gunnars Benediktssonar rithöf- undar. Benedikt var sonur Einars, b. á Brunnum, Eiríkssonar, b. á Brannum, Einarssonar, b. á Kálfa- fellsstað, Brynjólfssonar, prests á Kálfafellsstað, Guðmundssonar. Móðir Eiríks var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar konferensráðs og Önnu, langömmu Einars Bened- iktssonar skálds, afa Einars Benediktssonar sendiherra. Móðir Stefáns var Ragnhildur Þorsteins- dóttir, b. á Steig í Mýrdal, Sigurðs- sonar, b. á Steig, Ámasonar. Móðir Þorsteins var Þórunn Þorsteins- dóttir, b. á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar, systir Þor- steins á Ketilsstöðum, forföður Erlends Einarssonar, fyrrv. for- stjóra SÍS. Móðir Ragnhildar var Guðný Einarsdóttir, b. í Ytri-Skóg- um, Högnasonar, dótturdóttir Jóns Steingrímssonar „eldprests". Móö- ir Benedikts var Jóhanna Jóns- dóttir, b. í Skaftafelli, Einarssonar, b. á Syöri-Steinsmýri í Meðallandi, Pálssonar. Móðir Jóns var Stein- imn, systir Guörúnar, langömmu Ólafar, ömmu Ómars Ragnarsson- ar. Steinunn var dóttir Bjama, b. í Skaftafelli, Jónssonar, en karllegg- m: Bjarna haíði setið í Skaftafelh frá því um 1400 og voru þeir feögar orðlagðir smiðir. Móðir Stefáns, Steinunn, er systir Margrétar, móður Hrafns Pálsson- ar, deildarstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Steinunn er dóttir Árna, b. og umboðsmanns á Höfðahólum á Skagaströnd, bróður Amórs prests í Hvammi, afa Gunnars Gíslasonar, fyrrv. alþingismanns í Glaumbæ, og Bjama Einarssonar Stefán Benediktsson. handritafræðings. Ámi var sonur Áma, b. í Höfnum á Skagaströnd, Sigurðssonar, bróður Björns á Tjörn, langafa Árna, fóður Jóns L. stórmeistara. Moðir Steinunnar var Ingibjörg Pálsdóttir, b. á Rétt- arholti á Skagaströnd, Ólafssonar. Móðir Ingibjargar var Sigríður Vil- helmína Jóhannesdóttir, b. í Naustavík, Þorsteinssonar, bróður Þorsteins, langafa Hjartar Pálsson- ar skálds. Afmæli Baldur Georgs Baldur Georgs, hinn landskunni búktalari og skemmtikraftur, til heimilis að Álfhólsvegi 43, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Baldur Georgs Takács fæddist í Reykjavik og ólst þar upp á Laufásvegi 27 hjá afa sínum og stjúpömmu. Baldur gekk í Miðbæjarskólann og Ingi- marsskólann við Lindargötu en stúdentspróf tók hann utanskóla frá MR þrjátíu og þriggja ára að aldri og var svo við nám í guöfræði viðHÍ. Baldur er öllum uppkomnum ís- lendingum að góðu kunnur fyrir sjónhverfingar sínar en þó ekki síð- ur fyrir skemmtiatriði þeirra Baldurs og Konna. Brúðan Konni varð til 1944 og komu þeir félagarn- ir fyrst fram opinberlega á árshátíð Iðnskólans í Listamannaskálanum það ár. Þeir urðu brátt vinsælustu skemmtikraftar hér á landi og vora það reyndar um árabil. Baldur, sem er sjálflærður búktalari, talaði og söng inn á fimm hljómplötur á seinni hluta sjötta áratugarins. Al- freð Clausen söng með þeim Baldri og Konna inn á fjórar af þessum hljómplötum en Skapti Ólafsson inn á eina. Þeir Baldur og Konni hættu að skemmta fyrir u.þ.b. tíu árum en Konni er enn við hesta- heilsu og því aldrei að vita nema þeir félagamir eigi eftir að láta meira í sér heyra. Baldur á þrjú uppkomin böm og hann á þrjú hálfsystkini í Dan- mörku. Baldur er ungverskur í fóðurætt, sonur fiðluleikarans Ge- orgs Takács sem var íslenskur ríkisborgari, en hann lést í Dan- mörku fyrir fáeinum árum. Móöir Baldurs var Ágústa Þorvarðardótt- ir, f. 1901, d. 1948, píanóleikari og danskennari og síðar húsfrú í Kaupmannahöfn. Foreldrar henn- ar voru Þorvarður Þorvarðarson, f. 1869, d. 1936, prentari, og fyrri kona hans, Sigríður Jónsdóttir, f. Baldur Georgs. 1863, d. 1921. Þorvarður, afi og fóstri Baldurs, var m.a. forstjóri Gutenbergs til 1930, formaður HÍP1897-98, bæjar- fulltrúi í Reykjavík og einn af stofnendum Leikfélags Reykjavík- ur og bamablaðsins Æskunnar. Meðal móðursystra Baldurs má nefna Rannveigu Smith rithöfund og Sigríði, konu Einars Olgeirsson- ar. Bvynjar Eydal Brynjar- Eydal iðnverkamaður, Tjarnarlundi 8 B, Akureyri, er sjö- tíu og fimm ára í dag. Brynjar Víkingur er fæddur á Akureyri og byrfaði snemma aö vinna fyrir sér við margvísleg störf þar. Hann var í Kanada 1930-1935 og vann þar við landbúnað og fisk- veiðar. Brynjar var sápugerðar- maður við Efnaverksmiðjuna Sjöfn á Akureyri lengst af frá 1936-1981. Hann giftist 22. febrúar 1940 Bryn- hildi Ingimarsdóttur, f. 7. október 1919. Foreldrar Brynhildar voru Ingimar Stefánsson frá Fótaskinni, nú Hellulandi, í Eyjafirði og kona hans, Anna Guðmundsdóttir. Böm þeirra Brynjars og Brynhildar era Anna Inger, f. 25. júlí 1940, d. 29. janúar 1942; Anna Inger, f. 13. mars 1942, læknir, gift Jóhannesi Magn- ússyni lækni; Guðfinna Inga, f. 27. febrúar 1946, sálfræðingur, gift Agli Egilssyni, eðlisfræðingi og háskólakennara; Matthías, f. 24. maí 1952, líffræðingur á Keldum, sambýliskona hans er Bergþóra Vilhjálmsdóttir; og Margrét, f. 8. júlí 1958, félagsráðgjafi í Rvík, gift Friðriki Sigurðssyni sjávarlíffræð- ingi. Systkini Brynjars voru fjögur og era tvö þau yngstu á lífi, auk Brynj- ars. Systkini Brynjars eru Hörður Ólafur, f. 13. febrúar 1909, mjólkur- samlagsstarfsmaður á Akureyri, giftur Pálínu Indriöadóttur; Mar- grét Hlíf, f. 25. september 1910, skrifstofumaður á Akureyri; Þyri Sigfríður, f. 5. nóvember 1917, píanókennari á Akureyri, gift Birni Bessasyni sem var endurskoðandi KEA; og Gunnar, f. 1. nóvember 1925, prentari í Rvík, giftur Selmu Jónsdóttur. Foreldrar Brynjars eru Ingimar Eydal, kennari og ritstjóri Dags á Akureyri, og kona hans, Guðfmna Jónsdóttir. Faðir Ingi- mars var Jónatan, b. á Skriðu í Saurbæjarhreppi, Jónssonar, b. á Hólakoti í Eyjafiröi, Benediktsson- ar. Móðir Ingimars var Sigríður Jóhannesdóttir, b. á Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi, Grímssonar, græðara, b. á Espihóli í Eyjafirði, Magnússonar. Móðir Jóhannesar var Sigurlaug, systir Kristjáns á Halldórsstöðum, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Sigurlaug var dóttir Jósefs, b. í Ytra-Tjarnar- koti í Öngulsstaðahreppi, Tómas- sonar, bróður Jónasar í Hvassa- felli, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Annar bróðir Jósefs var Davíð á Amarstöðum, langafi Páls Árdal skálds. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, syst- ir Gunnars í Laufási, langafa Hannesar Hafsteins. Móðir Brynj- ars, Guðfinna, var dóttir Jóns, b. á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu, Eiríkssonar, og konu hans, Margrétar Sigurðar- dóttur. 75 ára 60 ára 40 ára Brynjólfur Kjartansson, Háholti 30, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. 70 ára Þórarinn Pálsson, Þrúðvangi 26, Hellu, Rangárvallasýslu, er sjötug- ur í dag. Þorsteinn Gunnarson kennari, Kársnesbraut 89, Kópavogi, er sjö- tugur í dag. Valgerður Þ. Kristjánsdóttir, Hraunbæ 102 A, Reykjavík, er sex- tug í dag. Guðbjörg S. Björnsdóttir, Orrahól- um 7, Reykjavík, er sextug í dag. Hún er ekki heima í dag. 50 ára Edda Finnbogadóttir, Suðurgötu 7, Reykjavík, er fimmtug í dag. Halla Bryndís Steinsdóttir, Austur- bergi 38, ReyKjavík, er fimmtug í dag. Jóhanna Einarsdóttir, Sambyggð 10, Ölfushreppi, Árnessýslu, er fer- tug í dag. Bragi Ingólfsson, Heiðargerði 5, Húsavík, er fertugur í dag. Bryndís Alfreðsdóttir, Langhúsi, Haganeshreppi, Skagafirði, er fer- tug í dag. Svala G. Siguijónsdóttir, Logafold 118, Reykjavík, er fertug í dag. Guðbergur Guðnason, Hrafnhólum 4, Reykjavík, er fertugur í dag. Petrína Pétursdóttir, Norðurfelli ' 3, Reykjavík, er fertug í dag. Eðvarð Sigurgeirsson Eðvarð Sigurgeirsson, hinn kunni ljósmyndari og kvikmynda- tökumaður Akureyringa, til heimilis að Möðruvallastræti 4, Akureyri, er áttræður í dag. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Eðvarð lærði ljósmyndun hjá bróð- ur sínum, Vigfúsi ljósmyndara, en þegar Vigfús flutti til Reykjavíkur um miðjan fjórða áratuginn tók Eðvarð við ljósmyndastofu bróður síns á Akureyri. Eðvarð hefur tekið fjölda ljósmynda og kvikmynda sem hafa mikið sagnfræðilegt gildi. Af kvikmyndum Eðvarðs má nefna mynd hans, Á hreindýraslóðum, sem tekin var í leiðöngram þeirra Eðvarðs og Helga Valtýssonar rit- höfundar árin 1939, 1943 og 1944. Eðvarð var einnig meö og kvik- myndaði björgunarleiöangurinum sem fór frá Akureyri á Bárðar- bungu þegar Geysir brotlenti þar 1950. Þá má nefna kvikmynd hans um Suður-Þingeyjarsýslu og marg- ar stórmerkar myndir hans frá mannlífi og merkum atburðum á Akureyri. Kona Eðvarðs er Marta, f. 20.1. 1920, Jónsdóttir, daglaunamanns á Akureyri, Stefánssonar. Eövarð og Marta eiga tvö börn: Egil, f. 1947, kvikmyndagerðar- mann, og Elsu Friðriku, f. 1954. Systkini Eðvarös vora átta bg era fjögur þeirra á lífi: Páll, f, 1896, kaupmaður á Akureyri, er látinn; Vigfús f. 1900, ljósmyndari, er lát- inn; Gunnar, f. 1902, píanókennari i Reykjavik, er látinn; Hermína f. 1904, tónlistarkennari í Tónlistar- skóla Reykjavíkur; Jón, f. 1909, fyrrv. skólastjóri Iðnskólans á Ak- ureyri; Agnes, f. 1912, sem lést unglingur; Höröur, f. 1914, Ijós- myndari í Vestmannaeyjum; og Haraldur, f. 1915, skrifstofumaður hjá Akureyrarbæ. Foreldrar Eðvarðs vora Sigur- geir Jónsson, söngstjóri og organ- isti á Akureyri, f. 25.11.1866, d. 4.11. 1954, og kona hans, Friðrika Tóm- asdóttir, f. 21.7.1872Kd. 14.6. 1953. Guðlaug 0. Eriingsdótdr Guölaug Osk Erhngsdóttir, Njálsgötu 90, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún fæddist aö Austurvöllum á Akranesi en kom á fyrsta árinu með foreldram sín- um til Reykjavíkur þar sem hún var alin upp í foreldrahúsum. Þeg- ar Guölaug var sextán ára fór hún að vinna í ísafoldarprentsmiöju, þar sem hún var íleggjari, en síðar vann hún í Steindórsprenti. Hún starfaði svo hjá prentstofu Guðjóns Ó. á árunum 1972-1982. Maöur Guðlaugar var Magnús, f. 1910, d. 1972, kaupmaður í Rvík, Snorrason, mótorista frá ísafirði, og konu hans, Jórannar Álfsdótt- ur. Guðlaug og Magnús eignuðust tvo syni: Erlingur, f. 1933, verslun- armaður í Hafnarfirði, er giftur Kristínu Guðmundsdóttur og eiga þau einn son; og Hrafn, f. 1943, tæknifræðingur í London, er giftur Hacel Magnússon. Foreldrar Guölaugar eignuðust þrettán böm og komust átta þeirra til fulloröinsára en nú era fimm þeirra á lífi. Foreldrar Guðlaugar vora Er- lingur Jóhannsson, f. 1873, d. 1934, b. á Indriðastöðum og Stóra-Drag- eyri í Skorradal og síðar verkamað- ur á Akranesi og í ReyKjavík, og kona hans, Kristín Erlendsdóttir, f. 1875. d. 1949. Föðurforeldrar Guð- laugar vora Jóhann Torfason, b. á Þyrh, Englandi í Lundarreykjadal og Indriðastöðum, og kona hans, Guðlaug Ottadóttir. Foreldrar Jó- hanns voru Torfi Guðlaugsson, b. á Valdastööum í Kjós, og kona hans, Málfríður Einarsdóttir. For- eldrar Guðlaugar vora Otti Gísla- son, b. í Hrísakoti í Brynjudal, og kona hans, Ragnhildur Guðlaugs- dóttir. Foreldrar Kristínar, móður Guð- laugar, vora Erlendur Magnússon, b. Efrahreppi í Skorradal, og kona hans, Ragnhildur Bergþórsdóttir. Foreldrar Erlends voru Magnús Gíslason, b. að Neðrahreppi í Andakíl, og kona hans, Sigríður Grímsdóttir. Foreldrar Ragnhildar vora Bergþór Einarsson, b. á Narfastöðum í Melasveit, og kona hans, Hahdóra Sigurðardóttir. Andlát Aðalheiður Árnadóttir frá Vest- mannaeyjum, Kleppsvegi 118, Reykjavík, andaðist 20. október. Betzy Kristín Elíasdóttir andaðist í Landspítalanum 20. október. Svava Sigriður Guðmundsdóttir, Ásvegi 10, er látin. Magnús P. Hjaltested, fyrrv. lög- regluflokksstjóri, andaöist að kvöldi 20. október í Borgarspítalan- um. * Sérverslun með blóm óg skreytingarl 0öBlóm wQskreybrgar Laucjaifcgi 53, simi 20266 Sendutn um land alli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.