Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 22
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. 22 Glasgow Rangers vann Gomik, 3-1: Öllu púðrinu eytt í fvni háMeiknum „Leikur Rangers í fyrri hálfleik er eflaust það besta, sem liðið hefur sýnt frá því Graeme Souness tók þar við stjórninni. Póllandsmeistarar Gomik Zabre áttu mjög í vök að verj- ast og Rangers skoraði þrívegis. Hins vegar tókst Rangers ekki að fylgja þessu eftir í síðari hálfleiknum. Pól- verjarnir skoruðu þá eitt mark, sem gæti vegið þungt i síðari leik lið- anna,“ sagði David Franzie, þulurinn kunni hjá skoska útvarpinu, eftir að Glasgow Rangers hafði sigrað Gom- ik, 3-1, á Ibrox í gærkvöld í Evrópu- bikamum, keppni meistaraliða. Leikvangurinn var þéttskipaður áhorfendum - 41.366 - og þeir voru vel með á nótunum. Hvatningar- hrópin gifurleg og strax á sjöttu min. sendi skoski landsliðsmiðherjinn Ally McCoist knöttinn í mark mót- herjanna. Framvörðurinn Ian Durrant skoraði annað markið á 22. mín. og Mark Falco það þriðja mín- útu fyrir leikhléið. {síðari hálfleiknum var annað upp á teningnum. Pólska liðið sýndi þá allt annan og betri leik en eins og leikmenn Rangers heföu eytt öllu sínu púðri í fyrri hálfleiknum. Pólski landsliðsmaðurinn Jan Urban minnkaði muninn í 3-1 á 56. mín. og þar sem útimarkið gildir tvöfalt ef um jafntefli er að ræða mundi 2-0 sigur nægja Gornik í Póllandi. -hsím Gvmnlaugur A. Jörascn, DV, Svíþjóö: Sænska liðið Kalmar, sem sló Akuraesinga út í fyrstu umferð Evrópukeppiú bikarhafa, kora verulega á óvart I gærkvöldi. Kalmar sigraði þá portúgalska liðið Sporting Lissabon, 1-0, á heiraavelli. Þetta var fyrri leikur liðanna í keppninni. Það var Torbjöm Arvidsson sem skoraöi markið. Þess má geta aö um síðustu helgi féll Kalmar niður í 2. deild sænsku knatt- spymunar. -JKS Mistök Pfaff kostuðu tap - ákveðnir leikmenn Xamax unnu sigur, 2-1 • Enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker hefur enn ekki varðað leiðina að markneti mótherja sinna. Hann skoraði ekki í gærkvöldi gegn Dynamo. Símamynd/Reuter Schiister réð gangi leiksins - og lagði drög að sigri Börsunga Siguxður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Þrátt fyrir að Lothar Matthaus léki sinn fyrsta leik með Bayern Munchen í sex vikur og skoraði glæsilegt mark tókst Bayem ekki að vinna sigur í Sviss í Evrópukeppni meistaraliða. Bæjaramir máttu þar þolá tap, 1-2, fyrir Neuchatel Xamax í skemmtilegum og flöragum leik. Balliö byrjaði strax á annarri mín. þegar Michael Rummenigge átti þramuskot í slá. 21.300 áhorfendur sáu svo Robert Luethi og Beat Sutter skora mörk svissneska félagsins en í millitíðinni skoraöi Mattháus meö þrumuskoti af 18 m færi. Sigurmark Xamax má skrifa á reikning Pfaff, markvarðar Bayern, sem náði ekki að vinna ein- vígi við Sutter í loftinu. Rétt fyrir leikslok munaði ekki miklu aö Dorfner jafnaði fyrir Bayem - knött- urinn hrökk þá frá honum og hafnaði á stöng. • Jupp Heynckes, þjálfari Bayem, sagði eftir leikinn að hann hefði var- að leikmenn sína við að mæta of sigurvissir til leiks. „Þeir tóku greinilega ekki mark á því.“ • Gilbert Gress, þjálfari Xamax, sagði að hann væri ánægður með leik sinna manna. „Okkur vantaði þrjá fastamenn. Þar á meðal Uli Stie- like. Auðvitað er Bayem með betri spil á hendi. Viö eigum eftir að leika í Múnchen," sagði Gress. -SOS Barcelona rétti heldur betur úr kútniun með góðum sigri í UEFA- keppninni í gærkvöldi. Spánska liðið mætti þá Dynamo Moskvu og áttu Sovétmennimir aldrei möguleika. Gerðu Börsungar tvö mörk en Moskvukempur ekkert. V-Þjóðverjinn Bernd Schuster var á nýjan leik í herklæðum Barcelona og réðust úrslit leiksins af fram- göngu hans. Schuster var óstöðvandi, skoraði beint úr aukaspymu og skóp að auki flölmörg færi fyrir meðheija sína. Fyrsta mark leiksins, afrek Ama- rilla, var til að mynda skrautflöður í hatt þýska miðjumannsins. Hann hóf sóknina með glæsilegri sendingu fram völlinn. Enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker átti heldur daufari dag en þýski stallbróðir hans. Lineker virð- ist sjaldnast eygja sprangur í vöm mótheijanna þegar hann klæðist búningi Börsunga. Hann er hins veg- ar til alls vís í landsliðstreyju Englands, gerði til dæmis þrennu í leik við Tyrki fyrir skemmstu. -JÖG Gonriaugar A. JónsBan, DV, Sviþjóð: S víar sigruðu Tékka í tvigang í vin- áttulandsleikjum sem fram fóra í gærkvöldi og í fyrrakvöld. Fyrri leikurinn endaði, 27-25, en hann fór ftam í Malmö. Lokatölur í síðari leiknum sem fram fór í gærkvöldi urðu 25-23. Svíar beittu óspart hraðaupphlaupum í báðum lands- leikjunum sem bára mjög góðan árangur. „Við erum án efa meðal fimm bestu handknattleiksþjóða í heim- inum í dag. Við stefhum að verð- launasæti á ólýmpíuleikunum á næsta ári. það er alveg öraggt,“ sagöi Roger Karlsson, landsliðs- þjálfari Svia, í samtali við blaöa- menn að loknum þessum land- sleikjum. -JKS Herslumuninn vantaði hjá Stjömunni - er þær töpuðu naumlega, 19-21, fyrir FH Það má kannski segja að reynslu- leysið hafi háð hinum ungu Stjömu- stúlkum þegar þær töpuðu naumlega fyrir FH í Digranesi í gærkveldi. FIRMA- OG FÉLAGAKEPPNI LEIKNIS fer fram í íþróttahúsinu Fellaskóla helgina 31. okt. til 1. nóv. Þátttökugjald kr. 5.000,- Skráning og upplýsingar í síma 74908, Raggi, og síma 51580, Jói, á kvöldin. Síðasti innritunardagur miðvikudaginn 28. október. Leiknum lauk með tveggja marka sigri FH, 21-19, eftir að þær höfðu leitt 11-9 í hálfleik. Það var mikill hraði í leiknum og reyndu bæði liðin aö beita hraðaupp- hlaupum. FH hafði ávallt frumkvæð- ið og komst mest í flögur mörk, 18-14, um miðjan síðari hálfleik. En þá kom góður kafli hjá Stjömunni og skor- uöu þær næstu þijú mörk en FH hafði ekki sagt sitt síðasta orð og náði báöum stigunum meö ágætis leik síðustu mínútumar. Erla Rafnsdóttir var atkvæðamikil 1 liði Stjömunnar og byggðist allt spil þeirra upp á henni. Einnig átti Fjóla Þórisdóttir góðan leik í mark- inu og varði alls 13 skot. FH-liðið var jafnt í þessum leik og erfitt að hrósa einstökum leikmanni. Þó átti Eva Baldursdóttir góðan leik og skoraöi mikilvæg mörk á síðustu mínútum leiksins, en það vakti furöu hversu lítið hún var notuð í leiknum. • Mörk Stjömunnar: Erla Rafns- dóttir 6/2, Ragnheiður Stephensen 3/1, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Hrund Grétarsdóttir, Ingibjörg Ant- onsdóttir og Drífa Gunnarsdóttir tvö mörk hver, Herdís Sigurbergsdóttir eitt mark. • Mörk FH: Eva Baldursdóttir 5, Rut Baldursdóttir 4/2, Kristin Péturs- dóttir 4, Heiöa Einarsdóttir 3, Sigur- borg Eyjólfsdóttir og Inga Einars- dóttir tvö mörk hvor, Hildur Harðardóttir eitt mark. ÁS/EL íþróttir Evrópukeppni meistaraliða Norska Uðið Lilleström náði markalausu jafntefli gegn franska stórliðinu Bordeaux í Osló í Evrópu- keppni meistaraliða. Hætt er við að seinni leikurinn í Bordeaux reynist Lilleström erfiður. Áhorfendur vora 5000. • PSV Eindhoven frá Hollandi, sem sigrað hefur í fyrstu 10 leikjum sínum í hollensku 1. deildinni og skorað í þeim 45 mörk, hélt upptekn- um hætti gegn Rapid Vín í gærkvöldi. Eindhoven sigraði, 1-2, og var þetta fyrsti ósigur Rapid Vín í 13 leikjum. Van Aerle kom Eindhoven yfir á 7. mínútu en Kranjcar jafnaði fyrir Rapid á 47. mínútu úr vítaspymu. Það var síðan Gillhaus sem tryggði Eindhoven sigur á 77. mínútu. 20.000 áhorfendur vora á leiknum. • Gríska liðið Ofi sigraði Atalanta frá Ítalíu 1-0 í Saloníka. Takis Pers- ias skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu að viðstöddum 17.000 áhorf- endum. • Beveren frá Belgíu ætti að eiga góða möguleika í seinni leiknum heima gegn Guimaraes þrátt fyrir 1-0 ósigur í Portúgal í gærkvöldi. Adem- ir skoraði fyrir Portúgali á 66. mínútu. Áhorfendur 25.000. • Steaua Búkarest frá Rúmeníu var í hinum mestu erfiðleikum með Omonia frá Kýpur en náðu samt að sigra, 3-1. Haji gerði tvö marka Ste- aua en Iovan gerði eitt. Áhorfendur 40.000. -JKS Bikarkeppnin Markalaust jafntefli varð í leik belgíska liðsins Mechelen og St. Mirren frá Skotlandi og ættu því möguleikar skoska liðsins í seinni leiknum á heimavelli að vera góðir. Áhorfendur að leiknum voru 6000. • Georgi Kondratiev kom Dynamo Minsk yfir á 5. mínútu á móti Real Sociedad á Spáni í gærkvöldi. Agust- in Gajate bjargaði andliti Spánveij- ana flórum mínútum fyrir leikslok og jafnaði leikinn, 1-1, og þar við sat að viðstöddum 25.000 áhorfendum. • Finnska liðið Rovaniemen ætti að eiga góða möguleika að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa eftir útisigur á Shkoder frá Albaníu, 0-1. Það var Pjak sem skoraði sigurmark- ið á 27. mínútu leiksins. • Den Haag sigraði Young Boys frá Sviss, 2-1, á heimavelli. Ron De Ro- ode og Remco Boere skoraðu mörk Den Haag en Dario Zuffi minnkaði muninn fyrir Young Eoys. 9000 áhorfendur fylgdust með leiknum. -JKS UEFA-keppnin: Dundee United tapaði óvænt á heimavelli, 1-2, fyrir Vitkovice frá Tékkóslóvakíu í UEFA-keppninni. Dundee United lék til úrslita í keppn- inni í fyrra. Ian Ferguson skoraði mark Skotanna í fyrri hálfleik. Áhorfendur 9000. • Club Brugge frá Belgíu náði for- ystu í fyrri hálfleik gegn Red Star í Júgóslavíu og hafði forystu fram í miðjan seinni hálfleik. Þá tóku leik- menn Red Star leikinn í sínar hendur og sigruðu örugglega, 3-1. Áhorfend- ur 60.000. • Honved kom á óvart með því að leggja Chaves frá Portúgal að velli, 1-2, á útivelli. Áhorfendur 6000. Staðan Staðan í 1. deild kvenna. Fram 3 3 0 0 69-46 6 Haukar 3 2 0 1 68-50 4 FH 3 2 0 1 52-37 4 Valur 3 2 0 1 51-42 4 Stjaman 3 1 0 2 53-56 2 Víkingur 3 1 0 2 59-58 2 KR 3 1 0 2 40-66 2 Þróttur 3 0 0 3 42-67 0 Markahæstu menn: Guðríður Guðjónsd. - Fram 27-11 Erla Rafnsd. - Stjömunni 27-11 Margr. Theodórsd. - Haukum 20-12 Inga Lára Þórisd. - Víkingi 19-11 Eiríka Ásgrímsd. - Víkingi 14- 3 Þórlaug Sveinsd. - Þrótti 14- 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.