Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. 3 DV Kókaínmálið: Taka út sína refsingu hér Fíkniefnalögreglan kannar nú meðal annars hugsanlega aðild ís- lendinga að kókaínmálinu. Einnig er verið að afla upplýsinga um fólkið erlendis frá. Eins og kunnugt er handtók lögreglan brasilísk hjón með 450 grömm af kókaíni. Þetta er langmesta magn af kókaíni sem fundist hefur hér á landi. Áður höfðu 20 grömm mest fundist í einu. Var það fyrir tveimur árum. í það skipti var líka um að ræða par frá Brasilíu. Ekki er tahð að tengsl séu á milli þessara mála. Brasilíska fólkið, seni tekið var fyr- ir tveimur árum, tók út sína refsingu hér. Var því vísað úr landi strax aö lokinni afplánun. Amar Jensson sagðist gera ráð fyrir að sömu vinnu- brögð yrðu í því máh sem nú er í rannsókn. -sme Hafskipsmálið: Tala verður við alla aðlla á ný Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í gjaldþrotamáli Hafskips og málum sem tengjast því, sagði í gær að rannsókn málsins væri hafin á ný. Hann sagðist gera ráð fyrir því að ræða þyrfti við alla þá aðila sem rætt var í fyrri rannsókn og sjá hvort þeir hefðu frekari upplýsingar. Fyrri rannsókn verður endurmetin. Hann sagði að réttargæslumenn sakbom- inga legðu áherslu á að það yrði gert. Hann sagði að fyrir lægju gögn úr fyrri rannsókn og yrði áfram stuðst við þau. Jónatan sagði að mikið vinnuálag fylgdi rannsókninni, bæði hjá sér og sínu samstarfsfólki og eins hjá starfsmönnum RLR. Allir væm ákveðnir að vinna að málinu í mik- ihi og góðri samvinnu. Jónatan segir að þaö sé eins og spá í veður vikur fram í tímann að segja til um hvenær málinu komi til meö að ljúka. Til að nefna einhvern tíma sagðist hann vonast th að það yrði á næsta ári. -sme Vatnsendi fyrir lokuðum dyrum 300 ára gömul deila til umræðu Fuhtrúar Reykjavíkur og Kópa- vogs, sem hittust á mánudag um svokahað Vatnsendamál, bundust þagnarheiti og máhð er því rætt fyr- ir lokuðum dyram. Rétt fyrir fundinn var haft eftir Magnúsi Óskarssyni borgarlög- manni að hann skildi ekkert í æsingi Kópavogsmanna út af 300 ára gam- alh deilu um landamerki. Eins og rakið hefur verið samdi borgin við bóndann á Vatnsenda um kaup á 41 hektara af landi jarðarinn- ar til þess að ljúka áralangri deilu um bætur vegna vatnslagnar yfir jörð hans til Kópavogs. Landið er aðahega efst við Elhðaámar og er mest innan bæjarmarka Kópavogs sem hefur forkaupsrétt. Borgin ósk- aði eftir því að Kópavogsbær félli frá honum. Bæjarráð Kópavogs taldi að ef ganga ætti að kaupum borgarinnar þyrfti að hreinsa landamerki milh sveitarfélaganna víðar og jafna ágreining um nýtingu Fossvogs. Var skipuð þriggja manna nefnd th þess að ræða við borgaryfirvöld um þessi mál öh áður en beiðni borgarinnar yrði svarað. Borgarlögmaður er í forsvari fyrir borgina í máhnu og sagði hann DV að aðilar væru sammála um að segja ekki orð viö fjölmiðla um máhö fyrr en greiddist úr því. Kristján Guð- mundsson, bæjarstjóri í Kópavogi, gaf hið sama í skyn. Landamerki mhli þessara sveitar- félaga era mjög löng því Kópavogur á land frá Fossvogi og aht upp um Sandskeið í Hengh. Mestur er ágrein- ingurinn um merkin í byggö og næst byggðinni og er vitnað á víxl í ótal heimildir jafnt frá þessari og næst- liðnum öldum. -HERB Hasssmygl: Með hass Tveir ungir menn vora teknir á Keflavíkurflugvehi meö 560 grömm af hassi. Mennirnir voru að koma frá Amsterdam þegar þeir voru teknir. innanklæða Annar þeirra hafði hmt hassið á sig innanklæöa. Arnar Jensson hjá fíkniefnadehd lögreglunnar sagði að máhð væri að fullu upplýst. -sme Ók 85 km of hratt Lögreglan í Hafnarfírði tók öku- mann á 135 khómetra hraða á Reykjavegi í Mosfehsbæ í fyrradag. A Reykjavegi er leyfður 50 khó- metra hraöi. Ökumaðurinn verður því að sætta sig við að ferðast með strætisvögnum næstu vikumar þar sem hann var sviptur ökuleyfí sínu samstundis. Fréttir Þrir góðir saman á fundi undirbúningsnefndarinnar um mótun fiskveiðistefnu, Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri og alþingismennirnir Matthías Bjarnason og Skúli Alexandersson. DV-mynd BG Mótun fiskveiðistefnunnar: Komnir í tímahrak Ráðgjafarnefndin um mótun nýrr- ar fiskveiðistefnu hélt enn einn fundinn í gær en htið sem ekkert hefur miðað í störfum hennar th þessa. Segja þeir sem setið hafa fund- ina að mikih tími fari í ræðuhöld og umræður en minni í að ganga frá einhveijum málum. Matthías Bjamason alþingismað- ur, sem sæti á í nefndinni, sagði í gær að mjög mikil vinna væri enn eftir í nefndinni. Hann sagði að menn væru að komast í tímahrak vegna þess aö eftir væri að fjaha um máhð á Al- þingi og sú póhtíska nefnd, sem fjalla á um fiskveiðistefnuna, hefur enn ekki verið skipuð. Skúh Alexar.dersson alþingismað- ur á líka sæti í nefndinni. Hann sagði i samtali við DV í gær aö mál væra stutt á veg komin í undirbúnings- nefndinni en mikih tími hefði farið í ræðuhöld og umræður á fundum hennar. Hann sagði að htið af ákveðnum og útfærðum thlögum lægi enn fyrir nefndinni en meira af alls konar hugmyndum. Skúli sagði að ef sjónarmið þeirra, sem ákveðið hafa stutt núverandi kvótakerfi, yrðu ofan á mundi hthla breytinga að vænta á fiskiveiðistefnu næsta árs. En ef sjónarmið hinna yrðu ofan á gætu breytingar orðið miklar. Matthías Bjarnason sagðist viss um að umtalsverðar breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistefnu næsta árs miðað við það kerfi sem nú ríkir. Hvoragur þeirra vhdi spá nokkra um það hvort hugmyndir Þrastar Ólafssonar um að skipta bolfiskkvóta mihi vinnslu og veiða næðu fram að ganga. Matthías Bjarnason benti hins vegar á að fyrst th stæði að setja kvóta á rækjuveiðarnar væri mikh vinna framundan að ákveða með hvaða hætti það yröi gert og hvernig skipting hans ætti að vera. -S.dór Nuddskemill Loksins er kominn fótskemill sem er ætlaður fyrir kyrrsetufólk á skrif- stofum. Skemillinn er auðveldur í notkun og hljóðlátur. Þú kveikir á nuddskeml- inum með fótunum og lætur hann síðan dekra við iljarnar og þú finnur muninn um kvöldið. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.