Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Síða 7
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
7
Skoðanakönnun Hagvangs:
Framsókn með
fylgi 24% þeirra
sem tóku afstöðu
- 81,2% þetra sem taka afstöðu styðja hvalveíðar í vísindaskyni
Hagvangur birti í gær niöurstöð-
ur skoðanakönnunar á fylgi stjóm-
málaflokkanna sem fyrirtækið
gerði vikuna 16. til 35. október en
samkvæmt könnuninni er fylgi
Framsóknarflokksins 24% á meðan
fylgi Sjálfstæðisflokksins er 28,7%
ef aðeins era teknir þeir sem af-
stöðu tóku í könnuninni.
Fylgi Alþýðubandalagins, ef að-
eins eru teknir þeir sem tóku
afstöðu, er 8,9%, Alþýðuflokksins
13,2%, Samtaka um kvennalista
14,5%, Flokks mannsins 1,4%, Sér-
framboðs Stefáns Valgeirssonar
0,4%, Þjóðarflokksins 1% og Borg-
araflokks 7,9%. Úrtakið var 1.000
manns og fengust svör frá 782 ein-
staklingum.
Könnunin var gerð símleiðis.
Spurt var: „Ef efnt yrði til alþingis-
kosninga á næstu dögum, hvaða
stjómmálaflokki eða samtökum
myndir þú greiða atkvæði?" Tæp-
lega 34% aðspurðra gáfu ekki upp
afstöðu sína, voru óvissir, ætluðu
ekki að greiða atkvæði eða ætluðu
að skila auðu.
í könnuninni kom það fram að
fylgni kjósenda við flokka sína var
á bilinu 71,2% til 92,4%. Þannig
ætluðu 71,2% þeirra sem kusu Al-
þýðubandalagið síðast að kjósa það
aftur, 76,4% kjósenda Alþýðu-
flokksins ætluðu að kjósa þann
flokk aftur, 92,4% kjósenda Fram-
sóknarflokksins ætluðu að kjósa
flokkinn aftur, 90,9% kjósenda
Kvennalista ætluðu að endurtaka
kosningima, 91% kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins og 86,5% Kjósenda
Borgaraflokksins hugðust greiða
flokkunum atkvæði á ný.
Þá var spurt að því hvaðan fylgi
flokkanna kæmi miðað við það sem
kosið var síðast og kom þar fram
að 17,1% kjósenda Kvennalistans
koma frá Alþýðubandalagi.
Þá var spurt um stuðning við rík-
isstjórnina og sögðust 46,8%
aðspurðra styðja ríkisstjórnina,
31,7% kváöust andvígir, 17,6%
sögðust ekki vita og 3,8% neituðu
að svara. Ef aöeins eru teknir þeir
sem afstööu tóku styðja tæplega
60% ríkisstjómina en hðlega 40%
eru andvígir.
í könnuninni kom það fram að
konur styðja Kvennalistann í rík-
ari mæli en karlar. Framsóknar-
flokkurinn sækir mest af fylgi sínu
út fyrir höfuðborgarsvæðið og
kjósendur Sjálfstæöisflokksins eru
flestir af höfuðborgarsvæðinu.
Fylgi flokkanna með tilliti til ald-
urs reyndist nokkuð breytilegt.
Fylgi Alþýðuflokksins reyndist
minnst á meðal þeirra sem voru á
aldrinum 30 til 49 ára en fylgi Al-
þýðubandalagsins taldist mest hjá
þeim sem elstir vom, hjá fólki yfir
50 ára, og sama mátti segja um kjós-
endur Borgaraflokksins. Hins
vegar sótti Kvennalistinn minnst
af fylgi sínu til elstu kjósendanna.
Þá var einnig spurt um afstöðu
íslendinga til hvalveiða í vísinda-
skyni og sögðust 81,2% þeirra sem
afstööu tóku vera þeim fylgjandi
en 18,8% sögðust vera andvíg. Af
þeim sem spurðir vom höfðu 18,5%
ekki skoðun á máhnu.
-ój
Stjómmál
Ólafur Ragnar Grímsson og fréttamennimir Helgi E. Helgason og Atli Runar Halkf-
órsson að kanna hvemig Ijósataflan flokkar Karvel. DV-mynd GVA
Kaivel flokkaður
með sljómariiðum
Á Alþingi hafa menn velt því fyrir sér
hvort tejja beri Karvel Pálmason, þing-
mann Alþýðuflokksins á Vestfjörðum,
hl stjómarhða eða sljómarandstæðinga.
Ólaftir Ragnar Grímsson, varaþingmað-
ur Alþýðubandalags, bar upp þessa
spumingu vegna nýrrar tölvuvæddrar
jjósatöflu í Alþingishúsinu, sem ekki
aðeins segir hl um hve margir þing-
menn em staddir í húsinu á hverjum
tima heldur einnig hve margir sljómar-
hðar og hve margir stjómarandstasðing-
ar.
í þós kom að Karvel er flokkaöur með
stjómarliðinu.
Hins vegar er Stefan Valgeirsson
flokkaður með sljómarandstæðingum.
„Eg gef ósköp htið fyrir tölvumerking-
ar. Ég skiph mér út af fyrir sig ekkert
af þvi hvemig ég er flokkaður á þessari
töflu,“ sagði Karvel er DV spuröi hvort
það væri rétt flokkun á fjósatöflunni að
telja hann hl stjómarliða.
„Ég er að sjálfsögðu í þingflokki Al-
þýðuflokksins en tek afstöðu til mála,
eins og stjómarskráin og eiðstafur þing-
manna gera ráð íyrir, eftir sannfæringu
minni," sagði Karvel.
Um það hvort hann væri í stjóm eða
stjómarandstöðu sagði Karvel:
„Það getur verið á báða vegu. Hver
og einn þingmaður getur verið bæði
stjómarhði og stjómarandstæðingur.“
-KMU
A
A
A
i
VL m Opið laugardaga E
—1 9-16 EUROCARD
A
i
VINNUFATABÚDIN
LAUGAVEGI76 — HVERFISGÖTU 26