Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
ÚtLönd
Verðfall varð enn á verðbréfamarkaöinum í Tokýo, þrátt fyrir að verð-
niður fyrir 1,75 v-þýsk mörk.
Bankar víöa um heim reyna nú aö aðstoða við að rétta veröbréfamarkaö-
KranS féiS í London
Tuttugu og átta metra hár bygg-
ingakrani brotnaöi niöur og féll á
röð bifreiða á mikilli umferöargötu
í miðborg London t gær.
Kraninn eyðilagði nokkrar bif-
reiöar og slösuðust nokkrir
ökumenn og farþegar, auk gang-
andi vegfarenda sem urðu fyrir
braki úr krananum.
Kranastjórinn lét lifiö í slysinu
ogkraninn sjálfur er meö öllu ónýt-
ur.
Ekki er vitaö hvaö olli alysinu.
Fjórða fómariambið
í gær lést í Goiania í Brasilíu
fjórða fómarlamb geislavirknileg-
kans sem þar varö fyrir nokkru.
Unnið er að rannsókn málsins en
talið er aö allt að eitt þúsund manns
þegar unglingar fundu cesium 136
í rusli. Haföi því veriö fleygt frá
sjúkrahúsi, ásamt öðrum hlutum
sem verið
og verkfallsmamia armars
vegar og lögreglu hins vegar í Qu-
ito í Ecuador. Verkamenní landinu
efiidu þá til daglangs verlcfalls þrátt
fyrir rikjandi neyðarlög sem tóku
gildi nýlega.
Stúdentamir grýttu lögregluna í
átökunum f gær og lögreglumenn
svömöu með því að varpa tára-
Talið er hugsanlegt að hátt verð
á fasteignum í Japan eigi hlut að
þvf hversu innflutningur bifreiða
þar hefur aukist. Kenningai- em
uppi um aö neytendur vilji frekar
lcggja fjármuni sína í dýra evr-
ópska og bandaríska bíla, heldur
en festa peningana í fbúöum, en
jafnvel minnstu íbúðarholur í
Tokýo kosta nú fimm til sex millj-
ónir króna.
Taliö er að á þessu ári muni selj-
ast nær hundrað þúsund erlendir
bílar i Japan og era blfreiðaffam-
leiðendur Evrópu og Bandaríkj-
anna, að vonum ánægðir því þessi
markaður hefur verið þeim þvf sem
næst lokaður til þessa.
Cnn
DV
Stjómarandstað-
an foimlega klofin
Kim Dae-Jung, stjórnarandstæðingur í Suður-Kóreu, ætlar að mynda nýjan
flokk. Símamynd Reuter
Stjómarandstæðingurinn Kim Da-
e-Jung sagði í morgun formlega
skilið við aðalsljómarandstöðu-
flokkinn í Suður-Kóreu um leið og
hann tilkynnti aö hann myndi reyna
að mynda nýjan flokk til þess að
styðja við bakið á sér í baráttunni
um forsetaembættið.
Þegar hafa margir tilkynnt að þeir
muni fylgja honum að málum og
ganga í flokk hans. Kim Dae-Jung
kveðst viss um að hann vinni kosn-
ingarnar, sem fram eiga að fara í
desember, þrátt fyrir vaxandi
hræðslu um að ef tveir stjómarand-
stæðingar bjóði sig fram færi það
frambjóðanda stjómarflokksins
heim sigurinn.
Búist er við að Kim Young-Sam
útnefni sig frambjóðanda stjómar-
andstöðuflokksins þann 5. nóvember
næstkomandi á flokksþingi sem þá
er ráðgert að verði sett.
Gmuilaugur A. jórusoa DV, StokWvólrai;
Tveir læknar hafa verið hand-
teknir í Stokkhólmi, granaöir um
morð á tuttugu og sjö ára gamalli
va.ndiskonu. Konan var myrt árið
1984 og fannst ifk hennar sundur-
skoriö í plastpokura. Sama ár var
annar læknanna handtekínn en
sleppt vegna skorts á sönnunar-
gögnum.
Né hefur það hins vegar gerst að
dóttir annars læknanna segist liafa
séð pabba sinn og vin hans búta
líkiö niður.
Annar læknanna, sem hér ura
ræðir, er kmfningalæknir og ýtir
það undir grunsemdimar þar sem
það vakti athygli við rannsókn löcs-
ins strax í uppuafi hversu „fag-
mannlega*' það var skoriö í stykki.
Flestir snúnir aftur til náms
Snorri Valason, DV, Vínarborgr
Eins og búist haföi verið við snera
flestir stúdentar aftur til náms og
starfa í gær eftir verkfóll síðustu
viku. Formaður samtaka háskóla-
stúdenta, Szyszkowitz að nafni, lýsti
sig ánægðan með gang samningavið-
ræðna nú yfir helgina og mæltist til
þess við nemendur að þeir hættu
aðgerðum í bili.
Um það bil áttatíu prósent nema
hlýddu kallinu og var þvi skólastarf
með nokkuð eðlilegum hætti í gær.
Sérstök verkfallsnefnd, sem skipuð
var fulltrúum úr öllum háskólum
landsins, mótmælti því harðlega að
aðgerðum yrði hætt áður en gengið
yrði að kröfum nemenda um aukið
fjárstreymi til menntamála.
Gagnrýndu þeir Szyszkowitz harð-
lega fyrir linkindina og segja hann
alls ekki hafa rétt til að aflýsa aðgerð-
um.
Szyszkowitz segir þetta hins vegar
hina mestu firra og það liggi í augum
uppi að sjálfskipaðir verkfallsverðir
hafi minna vald í þessum efnum en
löglega kosnir fulltrúar nemenda.
Átök em hafin á ný á Persaflóa
milli írana og íraka eftir nær viku-
langt hlé. íraskar flugvélar gerðu
árásir á skip undan strönd írans á
noröurhluta flóans og einnig vom
gerðar loftárásir á olíubirgðastöðvar
í íran.
írönsk yfirvöld tilkynntu að átján
manns hefðu látiö lífið og sjötíu særst
í árásunum sem sagðar vom hafa
veriö gerðar á byggð svæði.
Tilkynnt var í Bagdad að íranir
hefðu gert árásir á hafnarborgina
Basra og drepið nokkra óbreytta
borgara.
Á Persaflóa sigldi birgðaskip á olíu-
leiðslu undan ströndum Saudi-Arab-
íu og kom upp mikill eldur sem þó
tókst að slökkva í gærkvöldi. Olía lak
þá enn úr leiðslunni og var unnið að
þvi að stöðva lekann.
Iranskt herskip á slglfngu meðfram flutningaskipi á Persaflóa.
Símamynd Reuter