Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
Utlönd
Ahyggjur vegna Tahtti
Tahiti hefur ekki veriö nein paradís undanfarið þvf þar hafa staðið allnokkrar óeirðir.
Símamynd Reuter
Bjami Hmriksson, DV, Frakklandi:
Viðbrögð ráðamanna í Frakk-
landi við óeirðunum á Tahiti um
síðustu helgi hafa einkennst af
undrun og áhyggjum. Þó er hægt
að segja að sjá hefði mátt fyrir
þessa atburðarás. Að mixmsta kosti
eru allir sérfræðingar sammála um
að ástandið á Tahiti bjóði upp á
atburði sem þessa.
Tahiti hefur lengi verið undir
frönskum yfirráðum og telst
reyndar hluti Frakklands. Efiia-
hagsástandið þar hefur lengi verið
slæmt. Segja má að Tahiti og aðrar
ejjar í frönsku Polynesíu séu ger-
samlega háðar íjárstreymi frá
París. Undanfari óeirðanna var
verkfall hafnarverkamanna sem
lamar gersamlega efnahagslíf þar
og stendur enn þá yfir. Á fóstudag-
inn fékk lögreglan skipim rnn aö
taka yfir heilt svæði innan hafnar-
innar í Papeete en verkfallið hafði
þá staðið yfir í tvo daga. Hafnar-
verkamennimir tóku harkalega á
móti og eftir því sem leið á kvöldiö
færðist slagurinn yfir í miðbæinn
þar sem tugir búða og skrifstofa
urðu fyrir barðinu á þeim en tugir
slíkra voru eyðilagðir og rændir.
Enginn lét lífið og meðal þeirra
tuttugu og sex sem særðust var
enginn í lífshættu.
Yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi
á laugardaginn og eftir það hefur
ró færst yfir Tahiti.
Erfitt er aö gera sér grein fyrir
atburðarásinni en víst er að ungir,
innfæddir Tahitibúar, atvinnu-
lausir og óánægðir með sérréttindi
aöfluttra Frakka, áttu mikinn þátt
í óeirðunum. Þótt ekki sé hægt að
segja að sama ástand sé komið upp
og á Nýju Kaledóníu, þar sem þjóð-
emissinnar krefjast aðskilnaðar
frá Frakklandi, em ráðamenn
hræddir inn að ef ekkert verður að
gert geti það ástand orðið veruleiki
síðar meir.
Víst er að mikilla breytinga er
þörf í tahitisku efnahagslífi og
bráðnauðsynlegt er að skapa fleiri
atvinnutækifæri svo að ungir at-
vinnuleysingjar myndi ekki óald-
arhópa eða verði pólitískari.
Frökkum er í mun að Tahiti verði
áfram frönsk paradís í Kyrrahafi.
Norðmenn með gylliboð
fyrir danskt vinnuafl
HaukurL. Haukason, DV, Kanpmarmahö&c
Norsk byggingarfyrirtæki vant-
ar lærðan starfskraft þessa dagana.
Því hafa Norömenn komiö af stað
verkefhi sem ætlaö er að fá norð-
ur-jóska iönaöarmenn til vinnu í
Osló og nágrenni. í því sambandi
vom fulltrúar tveggja stórra fyrir-
tækja í heimsókn i Álaborg fyrir
skömmu þar sem þeir funduðu með
atvínnulausum iðnaðarmönnum.
Ákváðu þrjátíu og tveir iðnaðar-
menn að taka vinnutilboðl Norð-
mannanna en í boði var tímakaup
sem nam um sex hundmð íslensk-
um krónum á tímann. Er talin þörf
á firam til sex hundmð iðnaðar-
mönnum i og umhverfis Osló og
era tilboð norsku fyrirtækjanna
alvara, að sögn talsmanns vinnu-
miölunarinnar i Álaborg. Danskir
iönað-'rmenn hafa áður brennt sig
á tilboðum um gull og græna skóga
í Noregi sem ekki var staöiö við.
Vtnnumiölunin ákvaö að hefla
samstarf við Norðmennina, eink-
um í flósi óhagstæðra spádóma um
þróun byggingariðnaöarins í Dan-
mörku eftir áramót.
Geðhjálp í nærstöðvum
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfix
Hjá Kaupmannahafnarborg Uggur
nú tillaga um tólf geðhjálparmið-
stöðvar og er búist viö að hún verði
samþykkt innan skamms. Er hér um
að ræða miðstöðvar sem leysa eiga
stórar geðdeildir sjúkrahúsanna af
hólmi. Á fólk að geta snúið sér til
þessara miðstöðva, án tilvísana frá
lækni.
Þessi geðþjálp á götuplani hefur
reynst afar vel í Svíþjóð og Finn-
landi. Er reiknað með aö innan sex
ára fái hver bæjarhluti eigin mið-
stöð, með læknum, hjúkrunarfræð-
ingum, sálfræðingum og félagsráð-
gjöfum, það er um tuttugu manns í
allt á hverri miðstöð.
Er miöstöðvunum ætlað að sinna
geðrænum vandamálum Kaup-
mannahafnarbúa eins og göngu-
deildir, í samráði við heimilislækna.
Þannig verður komist hjá innlögnum
og vandamálin leyst áður en þau
komast á alvarlegt stig. Er reiknað
með að Sankte Hans sjúkrahúsið
geti minnkað legupláss á deildum
sínum fram til 1992, en í staðinn komi
umönnun sérstakra sérfræðinga.
Einn af kostunum, sem nefndir
hafa verið í sambandi við geðhjálpar-
miðstöðvar þessar, er að fólk losnar
við áfall það er oft tengist því að
koma heim eftir innlögn á geðdeild.
í tengslum við tillöguna um mið-
stöðvamar em hugmyndir um
aukningu á sambúðarfyrirkomulagi
og húsnæðistilboðum til skjólstæð-
inga miðstöðvanna.
Ráðstefnan for
í vaskinn
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfru
Kjáni vikunnar í Danmörku var
auglýsingamaðurinn Morten Jer-
sild frá auglýsingastofu með sama
nafni kallaður í dagblöðum helgar-
innar. Ástæða nafngiftarinnar er
auglýsing alþjóðlegrar ráðstefnu
um eyðni í Kaupmannahöfn.
Defeating Aids through inform-
ation, eða Að ráöa niðurlögum
eyðni með upplýsingum, var fyrir-
hugaður titill ráðstefnunnar sem
átti að kalla tólf hundmð sérfræð-
inga í vísindum og innan auglýs-
ingaiðnaðarins saman, auk
auðvitað heimspressunnar. Hefði
það verið í fyrsta skipti sem fólk
frá öllum heimsálfum sameinaðist
um að upplýsa um sama vandamál-
ið. Það em flestir sammála um að
upplýsing og ör samskipti em eitt
mikilvægasta vopnið gegn eyðni.
Því var það kaldhæðni örlaganna
að ráðstefnan fór í vaskinn vegna
samskiptaleysis.
WHO brást
Er alþjóða heilbrigðismálastofn-
uni, WHO, sökudólgurinn í þessu
máli en skrifstofuveldi þeirrar
stofnunar þykir afar þungt í vöfum.
Ráðstefnuna í Kaupmannahöfn átti
að halda í nóvember en WHO, sem
var aðalstuðningsaðili hennar,
varð allt í einu að hætta við þar sem
svo stutt þótti til ráðstefnu stofnun-
arinnar sjálfrar um eyðni sem
halda á í London í janúar. Sú ráð-
stefna er aðeins fyrir pólitíkusa í
heilbrigöismálum og þrátt fyrir til-
raun til frestunar ráðstefnunnar í
Kaupmannahöfn fram í febrúar
þótti vonlaust að fá þátttakendur
frá London til að koma til Hafnar
þá. Ráðstefnan í Kaupmannahöfn
yrði því aðeins sótt af fólki frá við-
horfa- og upplýsingageiranum, þaö
er að segja auglýsingastofum.
Milljónatap
Jersild segist svekktur vegna ör-
laga ráðstefnunnar sem hefur
þegar kostað hann eina milljón
danskra króna. „Eyðni hefur verið
líkt við pestir miðalda. Það er bæði
rétt og rangt. Rétt þar sem hörm-
ungin er sú sama en rangt þar sem
við lifum í nútíma þjóðfélagi og
getum upplýst og frætt með góðum
árangri," segir hann.
Morten Jersild er annars þekktur
fyrir auglýsingaherferðir sínar
gegn eyðni. Var hann fyrstur á
vettvang með slíka herferð í Dan-
mörku. Sendi auglýsingastofa hans
bréf til allra heimila þar sem ýmsir
draugar í umræðunni um eyðni
voru jarðaðir kirfilega. Var þetta
ögrun gegn dagblöðunum þar sem
engin umræða hafði enn átt sér
stað í lesendadálkum. Kom sú um-
ræða fljótt í kjölfar bréfanna.
Risasmokkar
Þar á eftir komu lengstu smokkar
í heimi í formi strætisvagnaauglýs-
inga. Þar stóð meðal annars:
Vemdaðu það sem þú elskar.
Meðan stefnan úti í heimi var að
hræða fólk notaði Jersild húmor-
inn og tvíræðnina sem vopn.
Þannig hlógu þrjú þúsund ráð-
stefnugestir á alþjóða eyðniráð-
■stefnunni í Washington síðastliðið
sumar að auglýsingum hans. Sjón-
varpsstöðvar, stranda á miÚi í
Bandaríkjunum, sýndu strætis-
vagna með smokkum Jersild þar
sem slagorð vom prentuð á flöl-
mörgum tungumálum. Sem dæmi
má nefna: „Safe sightseeing" og
fleiri. Vom smokkamir í banda-
rísku fánalitunum og vöktu litla
hrifningu hjá utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna þar sem kastljósinu
Jersild hefur skipað sér sess meðai þeirra sem umdeildir hafa verið
vegna auglýsinga gegn eyðni. Þar er hann meðal annars í hópi með
áströlskum auglýsingahöfundum svo sem þeim er hannaði þetta um-
deilda veggspjaid. Sfmamynd Reuter
þótti um of beint að Bandaríkjun-
um í þessu sambandi.
Enga uppgjöf
Danir þykjast hins vegar geta
verið stoltir af auglýsingaherferð-
um sínum gegn eyðni. Hafa samtök
danskra auglýsenda meðal annars
verölaunað auglýsingar Jersild.
Örlög ráðstefnunnar era því mikið
áfall fyrir Jersild, sem þó vonast
til að geta stofnað til alþjóðlegrar
eyðniráðstefnu síðar á næsta ári.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson