Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Page 13
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
13
Létt og
gott
Á Egilsstöðum er starfræktur mat-
reiðsluklúbbur sem ber nafnið Létt
og gott. Markmið hans er að kynna
klúbbmeðlimum matreiðslu og þá
matreiðslu sem er hitaeiningasnauð-
ari en'gengur og gerist.
Einn af forsvarsmönnum klúbbs-
ins er Svanfríður Hagvaag. Hún ætti
að vera lesendum DV að góðu kunn
en hún sér um þætti um hollustu-
fæði hér á Neytendasíðu á mánudög-
um.
Létt og gott hefur nú sent frá sér
uppskriftamöppu og er hægt að ger-
ast áskrifandi að uppskriftum í
möppuna en sendar eru um 30-35
uppskriftir mánaðarlega. Áskriftar-
gjcdd er kr. 295 fyrir hvern mánuð.
Möppunni fylgja nokkrar upp-
skriftir og er ekki annað að sjá en
þar séu hinir gómsætustu réttir á
ferðinni. Einn sá frumlegasti er
kannski uppskrift að sítrónukrydd-
legnum kjúkhngabringum en hún
hljóðar svo:
Sítrónukryddlegnar kjúklinga-
bringur
Rifið hýði af einni sítrónu
Safi úr einni síti ónu
'A bolli sykurskertur aprikósugraut-
ur
1 msk. sterkt sinnep
1 stór hvítlauksbátur, fínsaxaður
14 tsk. salt
'A tsk. pipar
4 litlar kjúklingabringur með beini
% bolh vatn
Blandið saman sítrónuberki, sítr-
ónusafa, apríkósugraut, sinnepi,
hvítlauk, salti og pipar í lítinn pott.
Látið suðuna koma upp og látið
malla án loks í u.þ.b. þrjár mínútur.
Kælið sósuna.
Fjarlægiö skinnið af kjúklinga-
bringunum. Leggið þær í ofnfast
mót. Penslið vel með sósunni. Leggið
yfir plastfilmu og kælið í ísskáp í
átta klukkutíma, eða helst yfir nótt.
Hitið þykkbotna pönnu og bræðið
ögn af feiti. Smyrjið kjúklingabring-
urnar aftur með sósunni og geymið
afganginn. Leggið stykkin með kjöt-
hliðina niður í pönnuna. Steikið við
meðalhita í tvær til þijár mínútur,
eða þar til bringurnar eru brúnaðar.
Snúið þeim þá við og skafið upp af
botninum í pönnunni. Hellið á pönn-
una 'A bolla af vatni. Setjið þétt lok
á pönnuna og minnkið hitann. Látið
malla í 15-20 mínútur, eða þar til
kjúklingurinn er gegnsoðinn. Færið
hann yfir á heitt fat og haldið honum
heitum.
Hrærið afganginn af sósunni út í
soðið á pönnunni og látið suðuna
koma upp. Sjóðið í 1-2 mínútur og
hrærið á meðan. Hellið sósunni yfir
kjúkhnginn og berið strax fram.
Rétturinn dugar fyrir fjóra og eru
u.þ.b. 195 hitaeiningar í skammti.
-PLP
Fyrsta síðan i möppunni.
Hreinsið
stálvaskinn
Þvottaefni fyrir uppþvottavélar
er hið besta hreinsiefni fyrir stál-
vaska. Að sögn kunnugra er nóg
að setja örlítið af efninu í vaskinn
og skrúbba vel. Þá á vaskurinn að
skína sem aldrei fyrr.
Gerið gömlu skóna sem nýja
Vélarhreinsiefni, sem leysir upp
feiti, olíu og skít af bifvélum, er
unnt að nota th að hreinsa gamla
skó sem eru orðnir ónýtir vegna
bletta, of mikils magns af silíkoni
og skóáburði í röngum lit. Þynnið
efnið og skrúbbið skóna með klút
vættum í því. Að lokum skuluð þið
bera hnakkafeiti á skóna og þá
ættu þeir að vera orðnir sem nýir.
Röriðaf teppinu
Tepparúllum er oft pakkað í
plaströr. Hægt er að nota þessi
plaströr sem rennur á gróðurhúsið
eða garðskálann með því að skera
þau eftir endilöngu. Hlutarnir eru
síðan bræddir saman með logsuðu-
tæki.
Neytendur
Við rákumst á þessar dósir í einni versluninni. Það er hins vegar algengt að verð sé mismunandi á sömu vörutegund
í hverri verslun. DV-mynd BG
Mismunandi verð á
sömu vörutegundum
Er við vorum að vinna við verð- Þar var á ferðinni verð úr mismun- ið er að versla. Það er aldrei að vita
könnunina, sem birtist annars staðar andi vörusendingum og jafnvel úr nema eitthvað finnist á „gamla verð-
á síðunni, veittum við því athygli að fleiri en einni sendingu. inu“.
oft var fleira en eitt verð á sömu Það er því full ástæöa th þess að
vörutegundinni. athuga gaumgæfilega verð þegar far- -PLP
Káifakjöt er bæði meyrara, magrara og ódýrara en annað kjöt.
DV-mynd BG.
Er við vorum að vinna við verð-
könnun rákumst við á kálfakjöt í
einni versluninni. Af einhveijum
ástæðum er kjöt þetta meö því
ódýrasta sem fæst, en það er einnig
með því besta sem th er.
Kjötið er af ungkálfum og sést
ekki á því fita. Það er einnig mjög
meyrt og vel þess virði að gefa því
gaum.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd
er verðið hlæghegt. Þannig kostaði
lærið kr. 285 hvert khó, kótelettur
kr. 264,'leggir kr. 220 og lærissneið-
ar kr. 383. Th samanburðar má
geta þess að tómatar kosta í kring-
um kr. 250 hvert khó.
Kjötið fékkst í versluninni Garða-
kaupi í Garðabæ og kemur sjálfsagt
í fleiri verslanir innan tíðar.
-PLP
AUGLÝSING
Tryggingastofnun ríkisins
Styrkir til bifreiðakaupa til hreyfihamlaðra.
Umsóknarfrestur er framlengdur til 15. nóvember.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í Tryggingastofnun ríkisins og hjá
umboðsmönnum hennar um allt land.
AFGREIÐSLUNEFND