Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. Spumingin Ert þú farin(n) að kaupa jólagjafir? Jóna Einarsdóttir: Nei, ekki svona snemma. Lágmark aö kominn sé des- ember. yfirleitt fáar jólagjafir, og helst bæk- ur, ef eitthvað. Jón Ari Gíslason: Ég er nú ekki byrj- aður á því ennþá. Hugsanlega fer maður til Glasgow fyrir jól. Maður sér til. .. ........ Elínborg Þorgeirsdóttir: Nei, það geri ég bara á síðustu stundu. Kristín G. Sigurðardóttir: Nei. Ég kaupi þær aldrei svona snemma. Hörður Sigurðsson: Nei. Konan sér líka alveg um þann helgidóm. Lesendur Frá gamla vesturbænum í Reykjavik. Gömlu húsin og eldra fólkið Björn skrifar: Húsnæðisláníikerflð hefur nú verið til umræðu síðustu daga og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur. Ég var að lesa sunnudagsleiðara helg- ar-Tímans nú um síðustu helgi, þar sem einmitt þessi mál eru rædd, og gaf leiðarinn mér tilefni til að hripa niöur nokkra punkta um málið. Það er hægt að taka undir sumt af því sem þar stendur, eins og það, aö vissulega hafi íbúðaverð rokið upp úr öllu valdi, frá því núverandi lög gengu í gildi. Síðan er sagt að íbúða- seljendur og kaupendur viti vart sitt rjúkandi ráð og spyrji sig hvort eigi að selja eða kaupa í dag eða á morg- un. Hvað það muni græða mikið eða tapa miklu með því að bíða eða bíða ekki. Allt er þetta rétt og satt. En síðan spyr leiðarahöfundur helgarTímans hvort ekki sé tekinn skakkur póll í hæðina og hvernig væri að taka á málunum í víðara samhengi og fer að ræða eldri hverfi borgarinnar, svo sem gamla vesturbæinn, þar sem búi eldra fólk, jafnvel orðið eitt í tvö til þrjú hundruð fermetrum, sem geri lítð annað en baga það. Og síðan er spurt: „Hvers vegna ekki nýta auðu svæðin í þessum grónu hverfum og byggja þar íbúöa- kjama, sem hentar þessu fólki?“ Þá er bent á að yngra fólk, fullt af starfsorku, gæti keypt þessi gömlu hús og skólarnir, sem standa hálf- auðir í þessum hverfum, myndu fyllast af börnum og líf færast í göt- umar. Allt er þetta gott og blessað og fullr- ar umræðu þörf. Hitt er á að líta að flest þetta gamla fólk er búið að búa þarna allan sinn búskap og vill bara ekkert fara úr húsum sínum, jafnvel þótt nýr íbúðakjarni væri til staðar. En ekki bara það. Heldur líka hitt að þetta fólk fær ekki þá peninga fyrir eignir sínar sem sannvirði get- ur talist. Og það er ekki ginnkeypt fyrir því að aíhenda hinu opinbera (eða í þessu tilfelli borginni) andvirði sölu íbúðar sinnar eða húss til að fá einhverja 2ja eða 3ja herbergja íbúð fyrir næstum sama verð og það seldi sína eign. Málið er nefnilega það að þessar nýju íbúðir, sem verið er að bjóða öldmðu fólki til kaups eru á óheyri- lega háu verðlagi og engan veginn í takt við hugsun þessa eldra fólks. Yngra fólk, jafnvel fullt af starfs- orku, er engir borgunarmenn fyrir húseignum á borð við þær sem finnast í gömlu og grónu hverfi sem vesturbærinn er. Þetta mun því eiga eftir að hafa sinn gang enn um sinn, að gamla fólkið í eldri hverfunum sitji bara í sínum íbúöum og hverfi þaðan til feðra sinna eða, eins og í flestum til- fellum, að afkomendur taki við eignunum að þeim eldri gengnum. Margt eldra fólk, sem finnst það geta minnkað við sig, reynir að leigja út frá sér og það kemur mjög vel út fyrir báða aðila. - Að öðru leyti mun fátt breytast í þeim efnum, og kanske mætti bæta við: sem betur fer. Hringiö í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifiö. Vantartóbaksbúð í Kringluna Sigurður Jónasson skrifar: Eg hef haft fyrir sið að fara í Kringl- una svona einu sinni í viku eftir að hún var opnuð, oftast á laugardög- um. Það er hin besta afþreying og finnst mér sem ég sé kominn hálfa leið til útlanda. En eins og allir vita er það ein eftirsóttasta „salíbuna“ okkar íslendinga að komast sem oft- ast burt af landinu. Eins og áður sagði hef ég miklar mætur á Kringlunni, þessum nýja verslunarstað. Þar vantar aðeins eina tegund verslunar, góða tóbaks- búð. Ég tel það ekki tóbaksbúð, homið þar sem hægt er að fá takmarkað úrval tóbaksvara, í innganginum að matvöruverslun Hagkaups. Það er helv... hart að geta ekki keypt þarna almennilega vindla eða píputóbak. í dag er aðeins hægt aö kaupa fáar tegundir vindlinga, svo og „barnavindla“, þ.e. litla dömu- vindla og meðalstóra vindla fyrir „byrjendur". Ég get ekki hugsað mér að gera þarna jólaverslun án þess að eiga kost á því að geta keypt allt á staön- um, þ.m.t. góða vindla í kössum (helst danska) og í lausu. í slíkri verslun þarf líka að fást annað það sem tóbaksmenn nota daglega, kveikjarar, pípur, vindlaveski, o.s. frv. Vona að þessu verði kippt í lag fyr- ir jólin. Hvernig verður farið með greiðslu bifreiðastyrks til ríkisstarfsmanna? spyr Einar. BHreiðastyrkur hins opinbera: Verður hann skattlagður? Einar hringdi: Vegna breytts fyrirkomulags um skattgreiðslur og staðgreiðslukerfi væri ekki úr vegi að hið opinbera sendi frá sér upplýsingar um hvernig það muni haga greiöslum á bifreiða- styrk til starfsmanna sinna. Ef menn vilja losna við að greiöa skatt af þessum styrk þurfa menn þá ekki að segja upp samningi við ríkið fyrir 1. desember nk.? Þannig hef ég skilið að framkvæmdin muni vera. En þetta er sem sé spuming hvem- ig með skuli fara. Þess vegna finnst mér ekki seinna vænna að opna málið til umræðu og upplýsinga fyrir viðkomandi aðila. Orðsending til ráðamanna í borginni: Byggjum yfir endumar Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég kem stundum niður að Tjöm og nýlega gaf ég blessuðum öndunum smábita. Eg er viss um að þær eru bæði svangar og kaldar. Mér finnst ófært annað en borgar- yfirvöld ráði einhvem til að hugsa betur um þær daglega. Ég vildi láta byggja yfir þær smáhús sem þær gætu haft afdrep í þegar verst er veð- rið, t.d.í hörkufrostum og kuldum. Væri það ekki skynsamlegra en ráð- hús? Mér finnst að borgin ætti að gefa blessuðum öndunum þetta í jólagjöf. Guð launar þeim sem láta gott af sér leiða. Ég vona að þetta verði nú fram- kvæmt sem fyrst. Þetta gætu t.d. verið nokkur smáhús sem væm á Tjöminni sjálfri. - En hvar er nú Dýravemdunarfélagið? Endurnar og Tjörnin, órjúfanleg heild. Skortur á leigubílum á stæði Kona hringdi: Ég sakna þess að geta ekki náð í leigubíl viö bílastæði Hreyfils við Arnarhól vestanverðan þar sem sú stöð hefur bílastæði. Ég vinn þarna í nágrenninu og þarf oft að ná í leigubíl að kvöld- lagi og eins um helgar. Oftar en ekki grípur maður í tómt þegar komið er að bílastæði Hreyfils þarna og getur þá biðin reynst lengri en góðu hófi gegnir. Ég mælist til þess að bílstjórar Hreyfils reyni aö koma til móts við óskir þeirra er hafa haft hag- ræði af því að geta náð þarna í bíl frá stöðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.