Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 19 Iþróttir • Bjarni Guömundsson mun leika gegn sinum gömlu félögum i Val DV Beckenbauervar sektaður í Sviss - skattayfirvöld vilja að hann greiði 1,2 millj. kr. Siguröur Bjömsscm, DV, V-Þýska]andi: Svissnesk skattayfirvöld dæmdu í gær Frans Beckenbauer, landsliðs- einvald í V-Þýskalandi í knatt- spymu, til að greiða 1,2 milljónir króna. Beckenbauer, sem var búsett- ur í Sviss 1977-1984, gaf ekki allar tekjur sínar upp þegar hann stjórn- aði þar auglýsingafyrirtæki. Beckenbauer hefur möguleika á að áfrýja þessum dómi. Ekki er þó talið að hann geri það þar sem þetta er ekki há upphæð fyrir hann að greiða. -SOS • Franz Beckenbauer. HSÍ aðstoðar Afríku og 16 samveldislönd - aðstoðin í formi þjáHiara, kennsluefnis og handbolta Þróunarsamvinnustofhun Is- lands heftir ákveðið aö veita Handknattleikssambandi íslands 500 þúsund krónur til að styrkja handknattleik á meðal Afríkuþjóða og enskumælandi samveldislanda. HSÍ mun senda þjálfara til land- anna og auk þess veröur sent fræðsluefni á ensku sem verið er aö vinna á vegum sambandsins . þessa dagana. Auk þessa mun HSÍ senda viðkomandi þjóðumftöldann allan af boltum. Þessi ákvörðun Þróunarsamvinnustofnunarinnar kemur nokkuð á óvart en mörgum hefþi fundist eðlilegra að umrædd upphæð heföi runnið til alþjóölega handknattleikssambandsins, Það að stofnunin skuli veita HSÍ þessa upphæð er mikil viöurkenning á starfi HSÍ við uppbyggingu hand- knattleiksins á íslandi síðustu árin. -SK Juventus hafði ekki - sambandvið Venables Þær fréttir bárust frá Juvent- us í gær að félagið ætlaði ekki að reka þjálfarann Rino Marc- hesi þó að illa hefði gengið að undanfórnu. Þær fréttir hafa komið fram í blöðum að for- ráðamenn Juventus hafi rætt við Terry Venables sem var rekinn frá Barcelona á dögun- um. , ,Það hefur ekki verið rætt um það að fá Venables. Við berum mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Það hefur ekki veriö áhugi á að fá hann til Juventus," sagði einn af for- ráðamönnum Juventus sem sagöi að Marchesi yrði áfram með liðið. Gengi Juventus hefur verið dapurt að undanfórnu. Ian Rush hefur ekki verið á skot- skónum hjá Juventus eins og hann var hjá Liverpool. -SOS • Gylfi Birgisson, langskytta Stjörnuliðsins. Springel og Rauin koma til Islands - Wanne Eickel leikur gegn Val, FH og Fram „Þessir tveir landshðsmenn eiga eftir að styrkja lið okkar verulega og við erum bjartsýnir á að okkur takist að komast langleiöina upp í 1. deild í vetur,“ sagði Bjarni Guð- mundson, landsliðsmaður í hand- knattleik, en hann er væntanlegur til íslands 10. desember ásamt félög- um sínum í vestur-þýska liðinu Wanne Eickel. Með liðinu koma tveir vestur-þýskir landsliðsmenn sem gengið hafa til liðs við Wanne Eic- kel, þeir Thomas Springel vinstri- handarskytta og línumaðurinn Dirk Rauin. Báðir léku þeir áður meö Al- freð Gíslasyni hjá Tusem Essen. Wanne Eickel er sem stendur í 4. sæti í 2. deildinni í Vestur-Þýskalandi en þeir Springel og Rauin hafaVkki enn mátt leika með liöinu. Báðir veröa þeir hins vegar löglegir með liðinu á næstu dögum. Að sögn Bjarna Guðmundssonar hafa for- ráðamenn liðsins ekki enn látið staðar numið í kaupum á þekktum leikmönnum. Mjög líklegt er að tveir vestur-þýskir landsliðsmenn til við- bótar gangi til liðs við félagið fyrir næsta keppnistímabil og þá gæti lið Wanne Eickel farið að gera stóra hluti í vestur-þýska handknattleikn- „Allir leikmenn liðsins hlakka mjög til fararinnar til íslands. Við munum leika gegn Val, FH og að öll- um hkindum Fram. Það fer þó eftir því hvort Atli Hilmarsson verður búinn að ná sér af meiöslunum sem hafa hrjáð hann. Ég reikna að öðrum kosti með að viö leikum þriðja leik- inn gegn Víkingi," sagði Bjarni ennfremur í samtahnu við DV. Hann hefur staðið sig mjög vel það sem af er keppnistímabihnu. skoraö 29 mörk í 6 leikjum. Þess má geta að Bjarni hefur verið markahæsti leik- maður liðsins undanfarin tvö ár. • Wolfgang Wuttke. Wuttke var sektaður Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandr Ólgan hjá Kaiserslautern heldur enn áfram. í gær ákváðu forráða- menn félagsins að sekta Wolfgang Wuttke, fyrirliða félagsins, um 30 þús krónur. Ástæðan fyrir því var að Wuttke var ekki ánægður þegar hon- um var skipt af leikvehi gegn Blau Weiss Berhn um sl. helgi. Hann kast- aði þá fyrirhðabandi sínu niður á völlinn fyrir framan Bogartz þjálf- ara. Wuttke bað þjálfarann og félagið afsökunar í gær. Sekt hans mun renna til líknarmála. um. -SK Stjaman mætir Urædd frá Noregi á laugardaginn: „Verðum að vinna meðfimm marka mun“ - segir Gunnar Einarsson, þjátfari Stjomunnar „Ef við ætlum okkur að komast í þriðju umferð keppninnar veröum við að vinna leikinn hér heima með minnst fimm marka mun. Áhorfend- ur koma til með að hafa mikil áhrif og ég hvet fólk til að fjölmenna á leik- inn og styðja vel við bakið á okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjömunnar í handknattleik. En á laugardaginn kemur mætir Stjarnan norska liðinu Urædd í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik og fer leik- urinn fram í íþróttahúsinu í Digra- nesi og hefst klukkan 16.00. • Þetta er fyrri leikur liöanna en seinni leikurinn verður um aðra helgi í Porsgrunn í Noregi. Stjarnan tekur nú þátt í Evrópukeppni bikar- hafa annað árið í röð. Bæði árin hefur liðið náö þeim árangri að kom- ast í 2. umferð eftir að hafa unnið lið frá Bretlandseyjum nokkuð stórt. • Norska liðiö Urædd hefur veriö eitt sterkasta félagslið i Noregi und- anfarin ár. Liðið hefur undantekn- ingarlaust unnið til verðlauna í norskum handknattleik og hefur því mikla reynslu í Evrópukeppni. í fyrra komst liðið aha leið í undanúr- slit Evrópukeppninnar. Liðið hefur á að skipa mörgum góðum leikmönn- um sem spilað hafa lengi saman og gjörþekkja hver annan. • Þess má geta að fyrir yfirstand- andi keppnistímabil leituðu forráða- menn Urædd meðal annars til Gunnars Einarssonar og óskuðu eftir að hann þjálfaði hðið. Þeir leituðu einnig til Jóhanns Inga og Leifs Mikkalsen. Eftir nokkra leit varö sænskur þjálfari fyrir valinu. • AtkvæðamestuleikmennUrædd eru A-landshðsmennirnir Bent Svele en hann lék á Spáni á síðasta keppn- istímabili og Roger Kjendalen sem eru báði útispilarar. -JKS VisSMark® fullkomin getraunaforrit fyrir PC og samhæfðar tölvur hjálpa þér við getraunavinn- inga viku eftir viku. Einfalt i notkun og ódýrt. Pöntunarsimi 91-623606. milli kl. 16 og 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.