Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Page 22
22
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
Menrting__________
Hvað er
lan McEwan.
Steinsteypugarðurinn (The Cement
Garden á frummálinu).
Einar Már Guðmundsson þýddi.
Almenna bókafélagið 1987.
Heimilisfaðir nokkur vill steypa
yfir garð sem hann hefur lagt mikla
vinnu í að skipuleggja og rækta en
getur ekki lengur sinnt vegna
hjartabilunar. Hann kaupir ókjör
af sementi en ofreynir sig við vinn-
una og deyr frá konu og fjórum
börnum. Skömmu eftir andlát föð-
urins veikist móðirin og deyr.
Systkinin vilja ekki tilkynna and-
látið af ótta við að heimilið verði
leyst upp og koma líkinu undan
með þvi að nota afganginn af sem-
enti fóðurins til að steypa líkið inni
í kjallara hússins. En þetta leysir
ekki vandann. Líkið rotnar og
steypan springur svo að lyktin
smýgur um allt hús. Systkinin geta
ekki látið eins og vandamáhð í
kjallaranum sé ekki til á efri hæð-
unum. Togstreitan, sem þarna
skapast, myndar spennu semleggst
á persónur sögunnar jafnt sem les-
andann.
Sögumaður er næstelstur þeirra
systkina, bólugrafmn og sveittur
unglingur sem þvær sér aldrei og
lyktar í samræmi við það, fróar sér
einu sinni til tvisvar á dag og
hrekkir leikfélaga Utla bróður síns
með því að ljúga að honum að
mamma hans sé dáin. í frásögn
sögumanns er þetta lífsmynstur
nokkuð eðlilegt og það er aðeins
af viðbjóði annarra persóna sem
viö erum minnt á að þetta sé fyrir
neðan allar hellur. Fólk missir
matarlyst ef hann kemur nálægt
matnum og yngri systirin lýsir
honum í dagbók sinni sem ofstopa-
manni sem systkinum hans stafar
sífelld ógn af.
Hrjúft yfirborð
Sjónarhornið takmarkast af því
að sögumaður er sjálfur þátttak-
andi í atburðarásinni og of ungur
til þess að hafa yfirsýn og fullan
skilning á þeim atburðum sem
hann er að lýsa. Hann segir einung-
is frá þvi sem hann sér og heyrir.
Hann veit ekki hvað er á seyði,
hvað systur hans eru að hugsa og
tala saman.
Frásögnin verður jafnvel köld og
tilfinningalaus á yfirborðinu þó að
undir niðri brjótist miklar tilfmn-
ingar. Þannig endurspeglar mál-
notkunin þann vanda sem ghmt er
við í bókinni: þó að yfirborðið sé
hrjúft eins og steypan þarf það ekki
að lýsa því sem undir býr. Þaö er
engin leið að fela tilfinningar sínar
eða raunveruleikann með því að
steypa yfir hann. Slíkur feluleikur
hlýtur að mistakast og fyrr eða síð-
ar springur það út sem þannig er
lokað inni. Við getum ekki hólfaö
tilveruna niður og geymt öh vanda-
máhn í sérherbergi eða kjahara og
gleymt þeim um leið og við lokum
á eftir okkur.
í bókinni dettur körlunum þó í
hug að þetta sé hægt. Faðirinn fær
þá spjöhu hugmynd að steypa yfir
garðinn eftir að hafa árum saman
haldið tilfmningalífi flölskyldunn-
ar í greip sinni og stýrt því eftir
ákveðnum snyrtilegum brautum
________________DV
í kjallaranum?
hkt og hann skipulagði garðinn.
Móðirin stendur aftur fyrir hin
mjúku gildi en fær ekki að gert og
tærist upp og deyr.
Mannlíf í stórum blokkum
Það er síðan eldri sonurinn, sögu-
maður okkar, sem stingur upp á
að steypa yfir lík móðurinnar til
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
að forðast afleiðingar dauða henn-
ar. En þessi viðleitni er til einskis
nema á yfirborðinu eins og sést líka
á því þegar htli bróðirinn, Tom,
gefst upp fyrir harðneskjulegri
strákaveröldinni í skólanum og
óskar sér þess að hann væri stelpa
- af því að stelpur eru ekki lamdar!
Systur hans taka þessu fagnandi
og klæða hann í kjól og láta eins
og þar með sé máhð leyst. Þetta er
jafn vond lausn og að steypa yfir
garðinn th að hafa röð og reglu á
hlutunum. Tom heldur áfram að
vera strákur og ef breytinga er að
vænta verða þær að verða á honum
sjáifum. Karlmaöurinn verður að
breyta sjálfum sér en ekki breyta
sér í konu.
Hús fjölskyldunnar stendur við
götu þar sem áöur var blómleg
byggð. Önnur hús við götuna hafa
verið eyðhögð og þeir einstaklingar
sem þar bjuggu horfið. En mannlíf-
ið heldur áfram í stórum blokkum
þar sem fólkinu er lýst sem hóp án
einstakhngseinkenna. Samskiptin
einkennast af tortryggni og ofbeldi
eins og þegar sögumaður okkar
hittir konu sem hann hélt fyrst að
væri móðir sín eða systir og hún
heldur strax að hann ætli að ræna
sig. Þrátt fyrir nábýlið nær fólk
ekki saman. Hver og einn er lokað-
ur inni í sinni skel og hræddur við
aðra.
„Grænar blúndur“
Steinsteypugarðurinn er blátt
áfram saga, ákaflega knöpp, stutt
og ofurvandlega unnin. Ian McEw-
an er meðal allra bestu höfunda á
Bretlandi og því telst það th tiðinda
að Einar Már Guðmundsson hafi
snarað þessari fyrstu skáldsögu
hans frá 1978 yfir á íslensku. En
hvað gerist? Bókin kemur út hjá
lokuðum bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins og er ófáanleg í bóka-
búðum. Eina leiðin til að nálgast
hana er að finna út hvaða frændi,
frænka eða vinur er í klúbbnum
og nota síðan nafn hans eða hennar
th að ná bókinni út úr forlaginu.
Þetta eru furðulega fomeskjulegir
viðskiptahættir og minna helst á
læsta dagskrá Stöðvar tvö.
Þýðing Einars Más er hpur og
nær vel þeim heildarblæ sem er á
stílnum - sem hlýtur ahtaf að vera
mesti vandinn. En svo má ahtaf
lan McEwan.
deha um einstök orð eins og hvort
er betra að segja: „Það var ekki ég
sem drap pabba“ (bls. 7) eða: „Ég
drap ekki fóður minn“ th að ná
merkingu enskunnar: „I did not
kih my father“. Eins má fmna að
þvi að enska lagið um „Greensleev
es“ er hlþekkjanlegt undir heitinu
„Grænar blúndur" og göngulag
sögmnanns þegar hann gengur á
„ökklunum" (bls. 81) htur undar-
lega út þangað th maður flettir upp
í ensku útgáfunni þar sem hann
gengur á „the sides of my bare fe-
et“. Hér hlýtur að vera átt við það
svæði fótarins sem kallað er jarki.
-GS
Faðirinn
Sigurður Karlsson í hlutverki sinu sem höfuðsmaður og faðir.
Faðirinn eftir August Strindberg
hefur veriö sýndur undanfarið í
Iðnó í nýrri þýðingu.
Faðirinn hefur löngum verið
umdeht leikrit. Sumir hafa tahð
það lýsa mikilh kvenfyrirhtningu
og hatri og hefur öðrum verkum
Strindbergs verið haldið mun
meira á lofti hin seinni ár.
Margt er óvenjulegt við upp-
færslu Leikfélagsins á verkinu og
vert að taka leikstjóra sýningar-
innar, Svein Einarsson, tah. Hann
var því gómaður í hádeginu dag
einn og rætt viö hann um feöur,
mæður og böm:
„Það æxlaðist þannig að þegar ég
fór í nám þá fór ég til Svíþjóðar.
Hver þjóð leggur náttúrlega rækt
við sína stærstu höfunda og berast
því böndin fljótlega að Strindberg
í leikhúsfræði og bókmenntanámi.
Ég hef því séö mikið af Strindberg
sýningum en þrátt fyrir þetta hefur
það hist þannig á að ég hef aldrei
séð Föðurinn á sviði áður sem er
mjög einkennileg thvhjun. Þetta
hefur veitt mér að sumu leyti dáld-
ið skemmtilegt frelsi þegar við
vorum að vinna að sýningunni í
leikhúsinu.
Alltaf þegar maður tekur fyrir
síght verk eða verk sem er orðið
svona svohtið virðulegt meö aldr-
inum, þá kemur alltaf upp spurn-
ingin um hvaða erindi á það við
nútímann, við erum ekki að leika
fyrir fólk fyrir hundrað árum, við
erum að leika fyrir okkar áhorf-
endur og vhjum snerta þá.
Barátta kynja í hjónabandi sem
getur verið fuhkomin samræming
og friðsamleg undir öðrum kring-
umstæðum getur breyst í and-
stæðu sína þegar skerst í odda og
dæmi um slikt er skilnaður.
Skilnaðir eru mun algengari nú
á tímum heldur en á dögum Strind-
bergs en þá er hann að fjalla um
hvemig bam verður bitbein og
hvernig foreldrarnir vhja bæði
hvort um sig láta rætast í baminu
það sem þeim finnst ekki hafa ræst
í þeim sjálfum.
Þetta snertir óheyrhega marga í
dag og eins og hann veltir upp þess-
um spumingum þá hafa aðrir
ekkert gert það betur þó þeir hafi
komið seinna th sögunnar til þess
að skrifa um þetta.
Eitt af hvörfunum er svo ofbeldi
á heimilum þegar höfuðsmaðurinn
kastar logandi olíulampa í konu
sína.
Þama hefur innihald verksins
aukið gildi því það kemur inn í
umræðu dagsins í dag. Þetta vhd-
um við undirstrika.
Menn hafa hneigst til að halda
að boðskapur skáldsins sé einhvers
konar kvenhatur og þess vegna
verði konan að vera flagð. Þetta
finnst okkur vera ákaflega gamal-
dags teatralskt sjónarmið. Auðvit-
að er Strindberg það mikiö skáld
að hann gefur öllum sínum persón-
um skiljanlegar forsendur og við
Sveinn Einarsson leikstjórí.
undirstrikum það.
í sýningunni eru þau tiltölulega
ung og ýtir það undir örvæntingu
þeirra yfir að sitja föst, það er ekki
komin nein uppgjöf í þau gagnvart
líflnu, þeim fmnst eins og mögu-
leikamir séu að renna þeim úr
greipum. Við hugsum okkur að
hún sé ekki nema 16-17 ára þegar
hún er gefin úr fóðurhúsum. Hún
hefur enga menntun og býr í sam-
félagi sem ekki býður henni upp á
neina kosti ef hún skhur viö mann
sinn og gengur út. Hún er gjörsam-
lega réttlaus þannig að hún hefur,
ekki síður en hann, forsendur sem
skýra hvers vegna henni er svo
mikið í mun að fá sitt fram.
Eins og við hugsum okkur verða
þau bæði persónur með ljósi og
skuggum og hafa því meiri skír-
skotun th nútímans heldur en ef
við hefðum gert úr henni einhvem
kvendjöful.
Fyrir mér var leikritiö Vér morð-
ingjar eftir Kamban svolítih
útgangspunktur en það er líka
byggt upp sem hjónabandsdrama
og uppgjör. Einhvern tímann þegar
það var leikið man ég að gagnrýn-
endur skiptust í tvo hópa, tóku
afstöðu annaðhvort með konunni
eða karhnum. Gkkur hefur þótt
gaman að því aö sami hluturinn
virðist hafa gerst í sambandi við
okkar uppsetningu, þannig aö fyrir
bragðið verður hin dramatíska
spenna ekki jafn einslit.
Eins og nokkrir gagnrýnendur
hafa bent á þá byggðum við verkið
ekki upp á ytra borði tilfinninga-
lega heldur létum tilíinningarnar
spretta út af innri gerandinni.
Þau em bæði mjög vel gefln,
þannig að við getum náð upp þeirri
spennu vegna þess að hún snertir
meir umræðu dagsins í dag.“
- Nú var áberandi ákveðin tilhneig-
ing th ofsóknarbrjálæðis hjá
höfuðsmanni sem fór stigvaxandi
og endaði e.t.v. í geðveiki?
„Ein fyrsta spurningjn sem við
spyrjum okkur er hvort höfuðs-
maðurinn sé geðveikur eða ekki,
hver getur ákvarðað um þaö? Síðan
er spurningin sem snýr að henni
hvort hún ímyndi sér að hún geti
gert hann geðveikan, eða upplifir
hún hann stundum sem geðveikan?
Hann heldur skýrri hugsun allan
tímann. Það er hins vegar veila í
persónugerð hans, ákveðin þrá-
hyggja sem veldur ofsóknarkennd.
Og þá vaknar spurningin um það
hvort þessi veha í skapgerð hans
er ekki búin aö fara þannig í hana
að hún trúi því að höfuðsmaðurinn
sé geðveikur.
Bæði hafa þau þannig ástæðu,
það er þessi blanda af þeim sem
getur ekki gengið og fæðir af sér
harmleikinn en ekki það aö einn
sitji úti í homi og spinni bara vond-
an vef og spúi galli, heldur verða
samskipti þeirra tragísk vegna þess
að þau em bæði heiðarleg.
Það eru fleiri spumingar í verk-
inu eins og: Elskar hann hana? Við
svöruðum þessu játandi. Elskar
hún hann? Við svöruðum okkur
því að hún væri hætt að elska hann,
hún getur ekkert ráðið við það.
Hún reynir að láta sér þykja vænt
um hann og gerir heiðarlega th-
raun en mistekst. "
Hann er vísindamaður og dreym-
ir því um einhvers konar andleg
verk sem lifi áfram. Hann er einnig
hermaður og því fuhtrúi karlaveld-
isins. Hann hræðist eðlisávísun
kvenna því hún þarf ekki alltaf að
vera rökbundin. Hún er aftur fuh-
trúi þeirra kvenna sem krefjast
réttar síns.
Það er bersýnilegt aö hann hefur
ekki haft erindi sem erfiði þarna í
hemum. Honum hefur ekki tekist
að fullnægja metnaði sínum og
raunar ekki hennar heldur. Þess
vegna byijar hann á þessari vís-
indastarfsemi sem hún álítur að sé
flótti í stað þess að sinna því sem
hann hefur valið sér. Þess vegna
stendur hann ekki undir hennar
metnaöi. Hún tekur þetta vísinda-
starf því aldrei alvarlega því hún
telur það lífsflótta. Maður veit aldr-
ei hversu alvarlegt það er en það
sýnir þó að hann er talsvert kloflnn
í sínum hugöarefnum.
Það er eitthvað hvikult í skapgerð
hans og hann víkur en hún aldrei.
Hún er því með yfirhöndina allan
tímann.
Þau vilja bæði barninu vel, þau
em bæði eigingjörn gagnvart því,
vilja bæði láta rætast í því það sem
þeim finnst ekki hafa ræst hjá þeim
og niðurstaðan verður sú að barnið
verður fórnarlamb. Leikurinn end-
ar á að hann er að deyja og barnið
kemur inn. Móðirin breiðir út
faðminn og ætlar að taka barnið
en það snýr undan og krýpur hjá
pabba. Hún segir: „Bamið mitt!“
Sem þýðir, „tapaði ég eftir aht sam-
an?“ Á þessu stigi vopnaviöskipta
getur enginn sigrað.“
-PLP