Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
37*.
Sviðsljós
7
Ljósmyndir: Bjarni Thor
Hljómar komu fram. Þeir félagar, Erlingur, Engilbert, Rúnar og Gunnar Þórðarson, hafa engu gleymt.
Jóhann G. Jóhannsson var að sjálf-
sögðu mættur á svæðið.
Júlíusson og Anna Vilhjálms; Jó-
hann Helgason, Magnús Þór Sig-
mundsson og Jóhann G. Jóhannsson.
Þessir frábæru hljómlistarmenn,
lagahöfundar og söngvarar fara á
kostum. Þeir flytja flest vinsælustu
laga sinna af miklum krafti og innlif-
un.
Gestum í Glaumbergi er heldur
betur boðiö upp á eftirminnilega
flugferð - til dægurlanda. Uppselt var
á skemmtidagskrána um sl. helgi og
einnig er uppselt um næstu helgi.
Magnús Þór Sigmundsson og Jóhann Helgason syngja mörg af bestu lög-
um sínum.
Engilbert Jensen var í essinu sínu.
- frabær skemmtdagskra 1 Glaumbergi
„Þetta er eins og í gömlu góðu dag-
ana. Hreinlega ekkert gefiö eftir,“
sagði Hermann Gunnarsson, út-
varpsmaðurinn kunni, þegar hann
varð vitni að frábærri upþákomu í
veitingahúsinu Glaumbergi í Kefla-
vik sem þar er nú boðið upp á. Allir
kunnustu skemmtikraftar Suður-
nesja, eða landslið íslenskra hljóm-
listarmanna, koma þar fram og
skemmta í skemmtidagskránni
„Tekið á loft - á ferð til dægurlanda".
Ragnar Örn Pétursson, eigandi
Glaumbergs, ákvað að koma þessari
skemmtidagskrá á til að minna menn
á að það er meira en Keflavíkurflug-
völlur á Suðurnesjum. Þaö sé líf í
byggðarlögunum í kringum flugvöll-
inn.
Öll umgjörð skemmtidagskrárinn-
ar er í líkingu við flugvél. Dyraverðir
eru klæddir sem tollþjónar, veitinga-
stúlkur sem flugfreyjur og kynnir
kvöldsins, Kjartan Már Kjartansson,
skólastjóri Tónlistarskóla Keflavík-
ur, er klæddur sem flugstjóri. Tvær
sýningar hafa farið fram í Glaum-
bergi og hafa þær báðar gert storm-
andi lukku. Fram koma allir þeir
tónlistarmenn sem hafa haldið
merkjum Suðurnesja á lofti undan-
farin ár: Gunnar Þórðarson, Rúnar
Júlíusson og Hljómar; Magnús Kjart-
ansson og hljómsveitin Júdas; Einar
Tekiö á loft til dægur-
landa írá Keflavík
Anna Vilhjálms og Einar Júliusson sungu sig inn i hjörtu áhorfenda, eins
Rúnar Júliusson, kraftmesti „poppari" Islands, fór á kostum.
Ólyginn
sagði...
Sylvester
Stallone
er ofarlega á útrýmingarlista
brjálaða klerksins í íran, Aya-
tollah Komeinis. Stallone er í
Komeinis augum imynd
bandarísks auðs og vopna-
valds og því hefur klerkurinn
sett hann ofarlega á listann.
Stallone kveðst hafa verið
varaður við þessu og taki það
alvarlega. Hann hefur um sig
stóran hóp lífvarða og ætlar
ekki að láta kála sér svo auð-
veldlega. Það gengur alla-
vega nógu illa í kvikmyndun-
um að koma honum fyrir
kattarnef.
Madonna
hefur aldeilis kostað skatt-
borgara í Bretlandi skilding-
inn. Hún héltfjóra hljómleika
þar um daginn og þurfti mörg
hundruð lögreglumenn til
gæslu í hvert sinn. Ætlast er
til þess að tónlistarmennirnir
greiði sjálfir fyrir þessa þjón-
ustu en Madonna greiddi
ekki nema 8 milljónir af 24
sem löggæslan kostaði.
Breskir skattborgarar borga
mismuninn.
Albert prins
af Mónakó, sem er einn eftir-
sóttasti piparsveinn veraldar,
hefur átt í ástarsambandi við
fræga Ijósku af og til. Sú er
engin önnur en Brigitte Ni-
elsen en þau hafa sést af og
til á hótelum frá árinu 1985.
Það þýðir að Brigitte hefur
átt leynilega ástarfundi á
meðan á hjónabandi hennar
og Stallone stóð. Albert prins
hefur dvalið mikið nýverið á
hóteli í Mílanó til þess að
geta verið nálægt Brigitte
sem er þar við gerð sjón-
varpsþátta.
og svo oft áður.
r