Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
15
Fjölgun smábáta
þróun og afleiðing
Síðan 1985 hefur mikið verið rætt
og ritað um fjölgun smábáta, það
er báta undir 10 tonnum. Virðast
menn hafa miklar áhyggjur af því
hve stórhættuleg tæki þetta séu og
svo því hvað þessir bátar flski mik-
ið.
Betri búnaður
Lítið hefur verið rætt um ástæð-
urnar fyrir fjölguninni sjálfri, en
þær rnættu þó gjarnan koma fram
og mun ég nefna hér nokkrar
þeirra. Ég get þó ekki látið hjá líða
aö svara þeim sem telja litlu bátana
stórhættuleg tæki. í Grímsey, þar
sem allt byggist á sjósókn og enginn
bátur hefur til skamms tíma verið
yfir 10 tonnum, hefur ekki orðið
dauðaslys við fiskveiðar á þessari
öld. Alltaf var þó hafnleysa þar og
sumir myndu telja svo vera ennþá.
í dag eru þessir bátar þó nánast að
öllu leyti ólíkt betur búnir en áður
var.
Ástæðan fyrir auknum slysum á
trillum er ekki stærð þeirra og
búnaður, þar eru aðrar orsakir.
Hvaða bátastærð var það líka sem
menn hjörguðu sér oftast á þegar
stóru skipin sukku?
Undanfarin ár hefur Fiskveiða-
sjóður íslands ekki lánað til
nýsmíði báta undir 10 tonnum.
Meðalaldur báta í þeim hópi var
vafalítið sá hæsti í flotanum þegar
sjóðurinn hætti lánveitingum. Þörf
endurnýjunar var því augljós.
Úreldingarsjóður fiskiskipa
starfaði fram á árið 1986 er lagt var
niður sjóðakerfl sjávarútvegsins,
sem hann hafði tekjur sinar af.
Sjóðurinn starfaði eftir þeirri lítt
skiljanlegu reglu að opnir bátar,
sem greiddu hlutfallslega jafnt til
KjaJIarinn
Haraldur
Jóhannsson
í stjórn Félags
smábátaeigenda
sjóðsins og önnur skip, skyldu ekki
njóta neinna réttinda í sjóðnum.
Engir opnir bátar voru úreltir á
þessu tímabili.
Rétt stærð!
Eftir mörkun fiskveiöistefnunn-
ar fyrir árin 1986 og 1987 beindust
augu manna að því kerfi sem gilti
fyrir veiðar báta innan 10 tonna
markanna, opna kvótanum, sem
allir gátu sótt í bara ef þeir fengju
sér báta af réttri stærð og það gerðu
fjöldamargir útgerðarmenn og
skipstjórar stærri skipa eftir að
þeirra kvóti var búinn. Allir gátu
látið smíða báta innan 10 tonna ef
þeir höfðu fjármagn til. Og eins og
alltaf, þegar einhver höft eru, þá
er reynt að fara kringum lög og
reglur. Þannig urðu hinir svoköll-
uðu 9,9 tonna bátar til, en allir vita
að þeir eru mun stærri.
Með tilkomu fjárfestingarfélag-
anna opnaðist leið til fjármögnunar
bátasmiða undir 10 tonnum. Nú
gátu menn án mikillar fyrirhafnar
fengið fjármagn til bátabygginga á
þeim forsendum sem þessi lánafé-
lög buðu upp á. Bátastærðin, sem
verið hafði í fjársvelti til endurnýj-
unar og til uppbyggingar, tók nú
snöggan kipp og smíðapöntunum
fjölgaði verulega hjá flestum báta-
smiðjum.
Trillubátar eru nú í dag búnir það
fullkomnum fiskleitar-, staðsetn
ingar- og veiðitækjum að nánast
má tala um byltingu við veiðarnar.
Ganghraði sumra þeirra er einnig
lykill að fjarlægari fiskimiðum.
Þetta gerir það að verkum að litlu
bátarnir eru miklu öruggari at-
vinnutæki nú en áður var. Þess
vegna telja margir sig nokkuð vissa
með tekjur handa sér og sínum af
þessari bátastærð.
Draumur rætist
Bændum, sem hrökklast hafa af
jörðum sínum vegna hastarlegra
Frá höfninni í Grimsey.
sviptinga í landbúnaði, hefur jafn-
vel, af stjórnvöldum, verið bent á
þá möguleika sem smábátaútgerð
býður upp á. Margir þeirra hafa
keypt sér litla báta og farið í þenn-
an atvinnurekstur. Aðalástæðan
fyrir flölgun trillubáta er samt
þessi:
Flestir komumst við íslendingar
einhvern tímann á ævinni í snert-
ingu við veiðar á sjó, ám eða
vötnum. Suma tekur þetta svo fóst-
um tökum að úr þessum álögum
losna þeir ekki. Margir sem farið
hafa á báti einir eða með öðrum út
á sjó eða vötn - og hafa bókstaflega
getað með berum höndunum snert
hið fullkomna frelsi - ganga með
þann draum upp frá því aö eignast
sinn eigin bát.
Bættur efnahagur margra á und-
angengnum árum kemur ekki bara
fram í bílakaupum og utanlands-
ferðum. Linnulaus áróður um
stöðvun smíða lítilla báta hefur
orðið til þess að menn hafa tekið
af skarið og hafa látið og getað lát-
ið sinn gamla draum rætast,
smíðað eða keypt sér bát.
Mörgum gömlum sjómanninum
er þetta hreint sáluhjálparatriði,
honum nægir jafnvel að ganga nið-
ur á bryggju og sjá þar bátinn sinn
og vita sig geta farið á sjó þegar
hann langar til. Þessum mönnum
og öðrum slikum hefur enginn rétt
til aö hrófla við.
Af því fáa sem hér hefur verið
sagt sést þó að fjölgun trillubáta
og aflaaukning þeirra er eðlileg,
margþætt þróun og afleiðing þess
kvótakerfis sem við búum við.
Smíöar þessara litlu báta tel ég
ekki vandmál, en úr þessu má búa
til vandamál.
Haraldur Jóhannsson
„Með tilkomu Qárfestingarfélaganna
opnaðist leið til fjármögnunar báta-
smíða undir 10 torinum.“
Sérfræði - fáfræði
„Það er 1 anda þess arna að þegar Ríkis-
sjónvarpið var hér áður með þætti um
matargerð fékk það auðvitað blaða-
mann til þess að sjá um þá.“
Sem dyggur lesandi dagblaðanna
og neytandi annarrar íjölmiölunar
hef ég komist að raun um að í blöð-
in skrifar slíkur urmull sérfræð-
inga að hreint er með ólíkindum.
Það sem einkum einkennir skrif
sérfræðinganna er hinn mikli al-
vöruþungi sem þeir leggja í skrifln.
Það leynir sér ekki að alvara
heimsins, fíflska og fáránleiki
þeirra skoðana, sem aðrir hafa,
hvíla á þeim mörgum hveijum eins
og farg.
Bjaðamann og annan
í blöðin skrifa líka ábyrgðarlaus-
ir angurgapareins og Flosi, Bened-
ikt bróðir minn og fleiri. Þeir skrifa
reyndar aðallega í helgarblöðin en
ég hef komist að raun um að helg-
arblöðin eru gjarna seld dýrari en
þau sem koma út á virkum dögum.
Nú veit ég ekki hvort þetta er
vegna þess að fólk vill almennt
ekki lesa greinar þessara alvöru-
lausu þokkapilta og þess vegna
þurfl blöðin að vera dýrari þessa
daga til þess að endar nái saman
eða hvort blöðin eru að notfæra sér
að fólk hefur meiri tíma til að lesa
blöðin um helgar og þá skipti hvort
sem er ekki máli hvað í þeim stend-
ur.
Enn er ógetið hóps manna sem
að staðaldri skrifar í blöðin en þaö
eru blaðamenn. Blaðamenn eru
allra sérfræðinga mestir sérfræð-
ingar á öllum þeim sviðum sem
máli skipta, sem sést meðal annars
á því að þegar blaðamaður þarf að
fá fólk til að fjalla um þau alvarlegu
málefni, sem eru efst á baugi
hverju sinni, fær hann að sjálf-
sögðu annan blaðamann í heirn-
sókn og þeir fjalla svo í sameiningu
um málefnið af slíkri andagift að
við, sauðsvartur almúginn, fyll-
umst lotningu og andakt.
Það er í anda þess arna að þegar
KjaUarinn
Guðmundur
Axelsson
skrifstofumaður
Ríkissjónvarpið var hér áður með
þætti um matargerð fékk það auð-
vitað blaðamann til þess að sjá um
þá. Reyndar er greinilegt að eitt-
hvað er að í þessum efnum á Stöð
2 því að þar eru notaðir kokkar í
þetta.
Þeir gengu meira að segja svo
langt að þegar einn hætti réðu þeir
annan í hans stað. Ábyrgðarleysi
af þessu tagi er að sjálfsögðu eitt-
hvað sem ber að benda á og reyna
með öllum tiltækum ráðum að
koma í veg fyrir.
Sérfræðingar spyrji
Þegar ráðherrar eru spurðir út
úr, t.d. um skattamál. eru blaða-
menn fengnir til að spyrja enda
flestir sérfræðingar í skattamálum
ekki síður en matargerð, en hvern-
ig sem á því stendur sleppur
ráðherrann gjarna ódýrt eins og
sagt er enda blaðamenn slíkir
sjentilmenn að það hvarflar ekki
að þeim að fara að spyrja spurninga
sem komið gætu ráðherranum illa,
hann gæti ekki svarað eða kæmu
ef til vill að kjarna málsins.
En sem sagt: fer ekki að líða að
því að við neytendur fáum að heyra
þætti og lesa greinar þar sem sér-
fræðingar um skattamál spyrja
ráðherra og alþingismenn um
skattamál, sérfræðingar um sam-
göngumál spyrja um samgöngumál
og svo framvegis og hætt verði aö
leyfa okkar ágætu ráðamönnum að
komast upp með að svara annaö-
hvort engu eða út í hött þegar þeir
eru spurðir.
„Borðfair
Eitt er það sem ég og reyndar
margir aðrir furða sig á en það er
málfar sumra fiölmiðlamanna.
Maður fær það á tilfinninguna að
það hljóti að vera hörgull á hæfu
starfsfólki þegar menn á borð við
Einar Sigurðsson, sem talar gott
mál, ráða til sín fólk sem lætur út
úr sér annað eins og einn frétta-
manna Bylgjunnar þegar hann var
að segja frá giftusamlegri björgun
sjómanns úr sjávarháska. Að sögn
fréttamannsins varð það sjómann-
inum til lífs aö hann var klæddur
flotbúningi þegar hann féll um
borð á skipi sínu. Ég hefði nú hald-
ið aö sá sem félli um borð í skip
ætti frekar á hættu beinbrot en
drukknun.
Þetta er auðvitað aðeins ein af
ótal vitleysum sem undirmenn
Einars hafa látið út úr sér en er
nokkuð dæmigerð fyrir þann fár-
ánleika sem oft bregður fyrir,
einkanlega í málfari starfsfólks
nýju útvarpsstöðvanna. Því starfs-
fólki útvarpsstöðvanna, sem virð-
ist hafa fátt annað að segja okkur
en hvað það heitir og hvað klukkan
er, mætti svo að skaðlausu kenna
að segja okkur þessar „stórfréttir“
á sæmilegri íslensku.
Guðmundur Axelsson
I Rikissjónvarpinu hafa verið sýndir þættir um matargerð, allt frá byrjun. Hér sjást hins vegar nokkrir þekkt-
ir leikarar í „Matreiðslunámskeiði", þætti sem sýndur var endur fyrir löngu.