Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Ráðizt að Tjörn og Kvos Mikill meirihluti Reykvíkinga og einnig íslendinga er andvígur fyrirhuguöu ráðhúsi í norðvesturhorni Tjarnarinnar. Skoðanakönnun DV hefur leitt í ljós, að borgarstjórn Reykjavíkur er á hálum ís á Tjörninni, sem á sér fleiri vini en steypusinnar hafa gert ráð fyrir. Ráðhúsið í Tjörninni er aðeins eitt dæmið af mörgum um eyðingarafl hins opinbera, sem ræðst að Tjörninni og Kvosinni úr ýmsum áttum. Til dæmis eru rökstudd- ar grunsemdir um, að nýja uppfyllingin við Fríkirkjuveg sé lævís undanfari breikkunar bílaumferðar-holræsis. Tímabært er, að yfirvöld skipulags Reykjavíkur láti almennt af smíði nýs og stórkarlalegs miðbæjar ofan í hinum gamla og látlausa. Almennt á að hætta að rífa gömul hús og fara fremur að láta nýleg hús víkja, ef alvarlegir árekstrar verða milli gamals og nýs tíma. Annað fyrirhugað hús er enn óvinsælla en ráðhúsið. Það er steindauði alþingiskassinn, sem stjórnmálaflokk- arnir hyggjast reisa alla leið frá ráðhúsinu fyrirhugaða og að Austurvelli, teiknaður í óvenjulega víðáttumiklum bankakassastíl, sem við höfum miklu meira en nóg af. Ekki er auðvelt að sporna við framkvæmdum af þessu tagi, nema benda jafnframt á, hvernig lina megi hús- næðisskortinn, án þess að reisa þurfi stóra og freka steypukassa á viðkvæmum og fínlegum stöðum. Það er raunar auðveldara en ætla mætti við allra fyrstu sýn. Hafa þarf í huga, að suma starfsemi ber að laða að miðbæ og ýta annarri frá honum. Glæða þarf verzlanir og aðra afgreiðslu fyrir almenning, en losna við um- fangsmiklar skrifstofur, sem ekki eru í miklu sambandi við fólkið á götunni, til dæmis sumar borgarskrifstofur. Meðal kontóra, sem hrekja mætti úr Kvosinni, eru þeir hlutar bankanna, sem ekki eiga bein viðskipti við fólkið af götunni. Ennfremur forstjóraskrifstofur og flestar aðrar skrifstofur stofnana á borð við Póst og síma og heilar stofnanir á borð við Reiknistofu bankanna. Hin upprunalegu hús Landsbankans og Útvegsbank- ans gætu hvort um sig hentað vel sem ráðhús. Því miður yrði dýrt að fjarlægja hinar afkáralegu viðbætur þess- ara húsa, sem yrði að sjálfsögðu nauðsynlegt, ef auka ætti virðingu þeirra sem ráðhúsa eða Hæstaréttarhúsa. En önnur hús eru hentugri. Nýja Seðlabankahúsið hefur það umfram önnur ný hús að vera ekki ljótt og hentar því prýðilega sem ráðhús við höfnina. Starf Seðlabanka, Þjóðhagsstofnunar og Reiknistofunnar get- ur flutzt brott og raunar hvert á land sem er. Annað hús, sem kemur ekki síður til greina, er gamla Landsbókasafnshúsið, sem er með fegurri húsum mið- bæjarins. Eftir nokkur ár flytzt safnið í Þjóðarbókhlöð- una. Þá er kjörið, að borgin kaupi húsið fyrir ráðhús. Sá hængur er þó á, að húsið hentar líka Hæstarétti. Þriðja húsið er Hótel Borg, sem ber sig tígulega við hefðartorg borgarinnar og er hannað í eðlilegu fram- haldi borgarskrifstofanna í Pósthússtræti. En sárt væri að missa eina hótelið í Kvosinni, því að evrópsk hefð er fyrir grónum virðingarhótelum við aðaltorg. Hótel Borg gæti raunar líka verið útibú Alþingis. En svo vel vill til, að andspænis við Austurvöll standa ein- mitt hinir dauðu og gestasnauðu kastalar Pósts og síma, kjörnir fyrir kontóra þingmanna og starfsmanna Al- þingis, svo að forðast megi nýjan alþingiskassa. Af þessu má sjá, að nægir og góðir kostir eru aðrir en þeir að reisa fyrirhugað ráðhús í Tjörninni og fyrir- hugaðan alþingiskassa ofan í stóran hluta Kvosarinnar. Jónas Kristjánsson Staldrað við Fövum að öllu með fullri gát Gamalt deilumál skýtur enn upp kollinum og mun því verða hreyft á þingi í vetur. Hér er um að ræða fóstureyðingarlöggjöfina og þá einkum það atriði hennar er lýtur að hinum félagslegu ástæðum er geta heimilað fóstureyðingar. Máhð er hið viðkvæmasta, það snertir lífið sjálft og kviku þess, friðhelgi þess eöa spurningu um undantekningar. En hyggjum hér að. Sú löggjöf, sem við nú búum við, var mikil málamiðlun, þrætt var sem vandlegast það guhna ein- stigi, sem til raunhæfastar fram- kvæmdar leiddi, þar sem mannleg sjónarmið voru skoðuð frá flestum hhðum. Ástæður knúðu á Þáverandi heilbrigiðsráherra, Matthías Bjarnason, á miklar þakkir og heiður af því að hafa leitt málið farsællega til lykta og tekið á því af víðsýni og fordómaleysi án þess nokkurn tímann að gleyma rétti manneskjunnar, án þess að gleyma lífsréttinum í raun. Horft til baka til þess tíma er áreiðanlega mjög merkilegt að svo skyldi til takast. En ástæðurnar knúðu á - ástæð- ur sem nú virðast allt um of gleymdar - raunverulegt ástand - ófremdarástand sem blasti við, ef betur var gáð, og var þó fullljóst að aldrei kæmu þar líkt því öll kurl til grafar. Fóstureyðingar erlendis fyrir þær konur sem efni og aðstæður höfðu til þess - ólöglegar fóstureyð- ingar hér heima. Kaldar staðreynd- ir sem knúðu á. í umræðunni þá voru þessi gildu rök rækilega tí- unduð og þessar staðreyndir (beinar sem hálfhuldar) urðu til þess að Alþingi brást þannig viö, að miklum meiri hluta. Það hrygg- ir mig ævinlega þegar ég heyri eða les það að við sem áttum hér hlut að og höfum síðar varið þessa lög- gjöf höfum gert þetta af fullkomnu tillits- og virðingarleysi fyrir sjálfu lífinu. Ávallt neyðarúrræði Ef svo hefði verið þá hefðum við opnað allt upp á gátt en ekki sett þá fjölmörgu fyrirvara sem settir voru; ekki samhliða tryggt að fyrir hendi skyldi hin færasta ráðgjöf og þjónusta og viljað um leið byggja upp öflugt fræðslustarf sem tæki til allra þátta þessa viðkvæma og vandasama máls. Raunar er það nú svo að fyrir mér hefur eitt ætíð verið æðst, þ.e. að sjálfsákvörðun- arréttur konunnar að undangeng- inni rólegri íhugun með færustu ráðgjöf að baki ætti hér að gilda - innan þeirra takmarka er lögin setja. Ég er nefnilega sannfærður um það að aðgerð sem þessi er allt- af neyðarúrræði, síðasta úrræðið sem gripið er til, svo mikið og afger- andi traust ber ég til íslenskra kvenna og þeirra er þeim veita ráð- gjöf einnig. Vitnað til almættisins Ekki fordæmi ég þá sem segjast unna lífmu svo miklu heitar en við sem þessi lög samþykktum, en fjöl- mörg þeirra sem mótmæla hinum félagslegu ástæðum telja hins veg- ar að hin læknisfræðilegu rök séu fullgild og næg réttlæting. Gera sem sé greinarmun á lífi og lífi, en ekki treysti ég mér til þess. Og ef stóryrði eru notuð - eyða lífi - drepa - morð - og önnur viðlíka, ef þau eru notuð og jafnvel vitnað til guðdómleikans í leiðinni - hvaö þá um líf þeirra sem réttlátt þykir og eðlilegt að eyða - að fóma, svo notuð séu þeirra eigin orð? KjaJIarinn Helgi Seljan fyrrverandi alþingismaður Það er svo ömurlegt til þess að vita að víða erlendis (a.m.k.) eru helstir andstæðingar fóstureyðinga einhveijir herskáustu fylgjendur styrjaldarátaka með óhjákvæmi- legri fjöldaslátrun. Og þar er líka vitnað til almættisins, svo réttmætt sem það nú er. En að því slepptu þá held ég að hér þurfi að fara að með fullri gát og láta virðingu fyrir lífinu og virð- ingu fyrir ákvörðunarréttinum haldast í hendur við alla ákvarð- anatöku. Gallalaus er löggjöfm ekki og vel má hugsa sér að skoða rækilega framkvæmdina og loka glufum sem sanngjarnt og eölilegt kann að vera að fylla í. Eitt er al- veg víst að ekki hefur verið staðið við þann mikilvæga og afgerandi þátt sem að fræöslu og fyrirbyggj- andi aðgeröum snýr. Þar hrópar raunar vanrækslan á okkur alltof víða og það þurfti nýja vá á heil- brigðissviðinu - þá voðalegu eyðni - til þess að tekið væri af alvöru við sér, en um það skal ekki frekar fjölyrt hér. En óháð því þarf að hefja fræðsluþáttinn til aukins vegs, enda ein höfuðforsenda allrar löggjafarinnar. Á það hefur oftlega verið knúið og áminnt um af þeim sem fylgdu þessari víðtæku mála- miðlun á sínum tíma; málamiðlun sem í heild hefur til heilla orðið miðað við óviðunandi ástand mála þegar lögin voru sett. Með markvissum aðgerðum Ráðgjöfin í víðustu og bestu merkingu þarf og á aö vera slík að henni sé til hins ýtrasta hægt að treysta. Ég hlýt að gera þá kröfu sem stuðningsmaður laganna og ég treysti því að þar sé í hvívetna vel að verki staðið. Hins vegar er rétt að greina frá miklu og afgerandi varttrausti á þessa ráðgjöf í máli margra andstæðinga sem hafa haft hér um þunga áfellisdóma. Þeir áfellisdómar þurfa að verða ómerk- ir dæmdir með öllu. Vissulega eru félagslegar ástæð- ur án frekari skilgreiningar umdeilanlegar og rétt að skoða nauösynlegar skorður, ef ásakanir um óheft frelsi eiga við einhver rök að styðjast. En að meginhluta eiga þær rétt á sér. Það er svo samfé- lagsleg skylda að gera þær sem óþarfastar, helst má þær brott, með markvissum aðgerðum til öryggis og unandi félagslegra aðstæðna í heild í þjóðfélaginu. Það eiga fé- lagshyggjuöflin í landinu að sameinast um ásamt þeim frjáls- lyndu öflum sem gera sér þessa grunnástæðu ljósa og vilja með öll- um ráðum úr bæta. Og munum svo eftir því að bera virðingu fyrir lífinu frá upphafi til æviloka og sýna það í verki gagn- vart lifendum öllum, börnunum, þeim sjúku og fótluðu og þeim ald- urhnignu. Framkoma okkar í því efni segir meira um innræti okkar og raunveruleg mannleg viðhorf en stóryrðahróp um fóstureyðingar sem morð og manndráp. Það er meginmálið í raun, enda fer það eitt saman við framtíðarviðhorf okkar til velferðar hinna óbornu. Helgi Seljan „Þáverandi heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, á miklar þakkir og heiður af því að hafa leitt málið farsællega til lykta,“ segir greinar- höfundur m.a. „Eitt er alveg víst aö ekki hefur verið staðið við þann mikilvæga og afgerandi þátt sem að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum snýr.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.