Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Útlönd
Togara saknað
Óttast er aö spánskur togari með
þrjátíu og fiögurra manna áhöfn
hafi farist í gær út af suðurodda
Nýfúndnalands.
Að sogn kanadísku strandgæsl-
unnar er togarans, sem ber nafhiö
Hosanna, saknað og er taliö aö
hann hafi sokkiö um tvö hundruö
og fimmtiu mílur suð-austur af
Nýtúndnalandi. Mikill stormur og
stórsjór var á þessu svæði í gær.
Síðast heyrðist frá spænska tog-
aranum um hádegi í gær.
VSUa skjóta úrlausn
Stjórnarflokkamir á Italíu vifja
allir fá skjóta úrlausn stjómar-
kreppunnar í landinu. Segjast
leiðtogar fiokkanna fimm reiöu-
búnir til þess að jafiia ágreinings-
efni sín og binda þar með endi á
stjómarkreppuna sera ríkt hefúr
frá þvi Giovanni Goria forsætisráð-
herra baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt á laugardag.
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu,
átti í gær fundi með leitogum allra
stjómarflokkanna og þeir munu
aÚir hafa lýst sig fúsa til að halda
stjómarsamstarfi áfram.
Fæiri hermenn en sagt er
Stjórnvöld í Suöur-Afríku neita aö gefa upp hversu margir s-afrískir
hermenn taka nú þátt í bardögum í Angóla en segja aö þeir skipti hvergi
nærri þeim þúsundum sem stjómvöld í Angóla halda fram.
Jose Eduardo dos Santos, leiðtogi Angóla, sagði á sunnudag aö um þrjú
þúsund suöur-afrískir hermenn tækju nú þátt í bardögum í suðurhluta
landsins. Hann sagði aö ennfremur væm um þrjátiu þúsund s-afrískir
hermenn til viöbótar staðsettir í Namibíu við landamæri Angóla.
Talsmenn s-afríska hersins neita aö gefa upp fjölda hermanna f An-
góla. Þeir segja hins vegar að flokkur hermanna hafi farið um tvö hundmð
og fimmtíu kílómetra inn íu Angóla til að hiálpa viö að stöðva sókn stjóm-
arhers landsins gegn uppreisnarmönnum. Stjóm Angóla nýtur stuðnings
Sovétríkjanna en uppreisnarmenn í landinu fylgja vestrænum ríkjum að
málum.
Að sögn talsmanna hafa nær sex hundmð menn úr stjórnarher Angóla
falliö í bardögum i þessum mánuði.
Átelur þingmann
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, átaidi í gær forseta fulltrúa-
deiidar bandaríska þingsins, Jim
Wright, fyrir þátttöku hans í fund-
um þar sem leitað var leiða að
vopnahiéi í Nicaragua. Sagði for-
setinn að Wright hefði skapað
óvissu með nærvem sinni á fund-
inum.
Wright segist hafa tekið þátt í
viðræðum milli Daniel Ortega, for-
seta Nicaragua, og Miguel Obando
y Bravo kardínála. Fundir þessir
fóm fram í Wasliington í síöustu
viku.
Herinn eykur viðbúnað
Herinn í Bangladesh hefur stór-
aukiö viöbúnað súm vegna verk-
falla þeirra sem nú hafa staðið í
Dacca, iiöfuöborg landins, í sjö
daga. Verkfallsmenn krefjast þess
að forseti landsins, Hossain Mo-
hammad Ershad, segi af sér.
Nú em um átta þúsund hermenn
komnir til höfuöborgarinnar. Tvö
þúsund vom fluttir þangað tii við-
bótar í gær eftir aö handsprengja
særði tuttugu manns, þar á meðal
fjóra lögreglumenn.
Stjórnarhermenn hreinsa til á vígvellinum I gær.
Simamynd Reuter
Felldu tuttugu
skæruliða
Stjórnarhermenn Nicaragua felldu
að minnsta kosti tuttugu af skæruhð-
um kontrahreyfingarinnar, í bardög-
um sem stóðu um síöustu helgi.
Bardagarnir hófust með því að um
þrjú hundruð kontraskæruliðar réð-
ust á bæinn San Marcos, um hundrað
og fimmtíu kílómetra norður af
Maragua, höfuðborg Nicaragua.
Hinir föllnu lágu á víð og dreif
umhverfis þorp í nágrenni bæjarins
þegar fréttamenn komu á vettvang í
gær. Að sögn sjónarvotta virtust þeir
flestir vera unglingar, um eða innan
við sautján ára aldur.
Stjórnarherinn tók töluvert her-
fang eftir bardaga helgarinnar.
Meðal þess voru bandarískur her-
klæðnaður og bakpokar og sovéskir
AK-47 rifílar.
Að sögn talsmanna stjórnarhersins
féll aðeins einn maöur úr hði þeirra
í bardögunum.
Að sögn stjórnarhermanna voru
aðeins fáeinir kontraskæruliðar
felldir í árásinni á San Marcos. Flest-
ir þeirra féhu þegar stjórnarhernum
tókst að koma þeim aö óvörum þar
sem þeir sátu að snæðingi. Að sögn
stjórnvalda voru þetta þó sveitir
skæruhða sem tekið höföu þátt í árá-
sinni á bæinn, en síðan flúið vegna
harðrar mótstöðu stjómarhersins.
LHvörður drottningar
skaut viðvörunarskotum
Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarmahöfn;
Lifverðir Margrétar drottningar
skutu á sunnudagskvöld við-
vörunarskotun að einum eða fleiri
mönnum er áttu leið um bannsvæði
við Fredensborgarhöll á Norður-
Sjálandi. Lögreglu var strax gert
viðvart og var sleginn hringur um
hölhna, meöal annars með vegatálm-
um en enginn fannst.
Hefur lögreglan alla helgina leitað
að manni er sást við hölhna á föstu-
dagskvöld en þá skaut lífvöröurinn
einnig viðvörunarskotum eftir við-
vörunarköh til mannsins.
Þá var drottningin í hölhnni en á
sunnudagskvöld fór hún meö lest til
Parísar ásamt Henrik prins. Á aðal-
jámbrautarstöðinni var meiri fjöldi
öryggisvarða en vanalega vegna
þessara atburða.
Þessar óleyfilegu mannaferðir á lóð
drottningarinnar hafa leitt til þess
aö hirðin og lögreglan endurskoða
öryggisráðstafanirnar í kringum
drottninguna með eílingu þeirra fyr-
ir augum.
Vitni í nágrenni Fredensborgar-
hallar hafa sagt lögreglunni frá
dularfuhum sendiferöabíl með þrem-
ur mönnum er keyrðu á ofsahraða
frá höhinni um svipað leyti og skotið
var. Leyniþjónusta lögreglunnar úti-
lokar ekki að hefndarverkamenn
hafi verið á ferð.
Drottningin tók atburðum þessum
með ró og gat ekki skihð að nokkur
vhdi henni eða fjölskyldu hennar
nokkuð iht.
Samkvæmt reglum lífvarðarins á
að skjóta föstum skotum næst er sést
th grunsamlegra mannaferða á
bannsvæði hahar drottningar. Und-
irstrikar lögréglan því hættuna á að
voga sér of nálægt drottningunni að
næturlagi.
Irakar segjast viðbúnir
Olíuflutningaskipið Esso Freeport á siglingu í Hormuzsundi eftir að ráðist
var á það í gær. Símamynd Reuter
írak, sem styrkst hefur í stöðu
sinni gagnvart íran vegna trausts
stuðnings bandamanna sinna, kveðst
munu brjóta á bak aftur ahar árásir
írana.
íranskir byltingarverðir héldu
áfram árásum á hafnarborgina
Basra í gær og einnig nokkrar borgir
við landamærin í norðri. Fehdu þeir
tíu manns og særðu þrjátíu og tvo.
Einnig voru gerðar árásir frá
írönskum hraðbátum á Persaflóa í
gær á tvö olíuflutningaskip.
Utanríkisráðherra Iraks var thbú-
inn til viðræðna við aðalritara
Sameinuðu þjóðanna á föstudag en
hélt kyrru fyrir í Bagdad eftir að
hann frétti að íran myndi ekki senda
samningamann. íranir hafa ekki th-
greint hvenær þeir senda fulltrúa th
New York th vopnahlésviðræðna.