Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Fréttir
Ólafsfjörður:
Höfnin í stórhættu
Gylfi Kristjámsson, DV, Akureyii:
„Viö erum stöðugt að reka á eftir
þessu, en því miður án árangurs
til þessa,“ sagði Valtýr Sigurbjam-
arson, bæjarstjóri á Ólafsfirði, en
fé hefur ekki fengist til að gera við
skemmdir sem urðu á höfninni þar
í óveðri snemma í haust.
Skemmdirnar urðu aðallega á
hafnargarði í vesturhöfninni, niðri
á svokölluðum Norðurgarði. Val-
týr sagði að Ólafsfirðinga hefði
vantað um 10 milljónir króna til
að hægt væri að ráðast í þetta verk
og vinna að nauðsynlegum við-
gerðum.
„Við ræddum við þingmenn í lok
október og fórum fram á að þeir
þrýstu á að hafnabótasjóður gæti
sinnt hlutverki sínu í þessu máli,
en því miður án árangurs enn sem
komið er,“ sagði Valtýr. „Það er
grábölvað að hafa ekki getað notað
góðviðriskaflann að undanförnu til
þessa verks.
Eins og ástandið er í dag er mikil
hætta á enn frekari skemmdum ef
við fáum slæmt veður. Það má
segja að höfnin sé í stórhættu. Veð-
rið í haust, þegar skemmdirnar
urðu, var ekki með verstu veðrum
sem hér koma og ef við fáum hér
óveöur og brim þá eru mannvirki
í stórhættu.
Ef við lítum til hátíðanna, sem
fram undan eru þegar flotinn verð-
ur allur í höfn, verður ástandið
ekki glæsilegt ef gerir slæmt veður
hér. Þá eru það ekki bara mann-
virki sem verða í hættu heldur
einnig skiþin. Við erum því mjög
uggandi,“ sagði Valtýr.
Vegagerð við Hólmavík:
íbúar óhressir með
mjókkun vegarins
Að imdanförnu hefur Vegagerð- ir þessar breytiiigar, auk þess verði er hækkaður um 30-40 cm og þaö
in unniö aö því að styrkja þjóðveg- mjög erfitt fyrir bíla að mætast á gerir það aö verkum aö snjó festir
inn sunnan Hólmavíkur. Til þess svo míóum vegi. síöur á honum. Það er ekki talin
að drýgja fjármagn það sem úr er Magnús Guðmundsson, verk- svo mikil umferð á þessum kafla
að spila greip Vegageröin til þess stjóri hjá Vegagerðinni, sagði í aö það komi að sök þó vegurinn sé
ráös að mjókka veginn úr 6,5 metr- samtali viö DV aö allar götur hefði mjókkaöur. Þaö má náttúrlega
um niöur í 5,5 metra svo aö styrkja veriö mikil aurbleyta á vorin á deila um þessar firamkvæmdir en
mætti lengri kafla. Eru íbúamir á þessum kafla vegarins sem nú væri fólk verður að hafa þaö í huga að
Hólmavík gramir vegna þessarar verið að styrkja. „Ég held aö allir þegar vegurinn veröur heflaður,
ráöstöfunar þar sem þeir tefja að veröi fegnir aö eiga ekki yfir höföi heflast hann smám saman út og
vegurinn lokist f'rekar í spjóum eft- sér drullusvaö á vorin. Vegurinn breikkarþarafleiðandi.“ -J.Mar
Anna bigófisdóttir, DV, Egilsstöóum:
Nýlega hélt Austurlandsdeild Sam-
taka um jafnrétti milli landshluta
fund á Egilsstöðum. Þar var m.a. eft-
irfarandi ályktun samþykkt sam-
hljóða:
Fundur Austurlandsdeildar Sam-
taka um jafnrétti milli landshluta,
haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum,
rifjar upp hversu kosningastefnu-
skrár allra flokka voru þrungnar
umhyggju fyrir landsbyggðinni. Tel-
ur fundurinn furðu sæta hversu
margt úr þeim hefur ekki einasta
glatast á ekki lengri tíma heldur
gengið þvert á fyrirheit. Ber þar
hæst nýlega fram komið frumvarp
til fjárlaga 1988, þar sem niöurskurð-
ur virðist einkum bitna á undir-
.stöðuatvinnuvegunum og ýmsum
atriðum sem máli skipta fyrir við-
hald búsetu í hinum dreiföu byggð-
um.
Þá telur fundurinn brýnt, til að
Frá fundi Austurlandsdelldar Samtaka um jafnréttl milli landshluta.
DV-mynd Anna Ingólfsdóttir
koma í veg fyrir frekara hrun byggð- stjómum svo fljótt sem auðið er og
ar víða um land, að komið verði á fót þeim fengið veruleg verkefni og íjár-
lýðræðislega kjörnum landshluta- ráð.
Austuriandsdeild Samtaka um jafhiétti milli landshluta:
Kosningaloforðin gleymd
Þessi beið eftir pillunni
DV-mynd GK
Akureyrartiundar
fengu pilluna
Gylfi Rristjánsson, DV, Akureyri:
Það var dálítið lævi blandið, loftið
í gömlu Gróðrarstöðinni á Akureyri
á laugardagsmorguninn. Þar fór þá
fram hin árlega hundahreinsun bæj-
arins og hundamir streymdu á
staðinn með eigendum sínum.
Þeir voru þar af öllum gerðum og
stærðum og var ekki laust við að
sumir þeirra væra örlítið hræddir
að vera innan um hina. Aðrir virtust
til í allt og reyndu aö komast að þeim
sem næstir vom. Sumir urraðu
grimmdarlega en eigendur þeirra
héldu fast í ólamar svo frekari látum
var afstýrt.
„Þetta er lögboðin hundahreinsun
sem fer fram einu sinni á ári,“ sagði
Valdimar Brynjólfsson heilbrigöis-
fulltrúi sem var á staðnum og fylgd-
ist með að allt færi fram samkvæmt
settum reglum. Hundunum vom
gefnár litlar pillur sem í er band-
ormalyf og vom ýmsar aðferðir
notaðar til þess að fá hundana til að
gleypa pillurnar. i sumum tilfellum
var pillunni hreinlega troðið niður í
kok hundsins með langri töng en
flestir innbyrtu hundamir pillumar
eftir að búið var að fela þær í fransk-
brauði. Ein kona kom þó með lifrar-
pylsu í poka og bað um aö pillan fyrir
sinn hund yrði sett í lifrarpylsuna.
Það var gert og hundurinn át svo
allt saman með bestu lyst, greinilega
mikill lifrarpylsuhundur þar á ferð!
„Ef strangt væri fariö eftir reglu-
gerð ætti að baða hundana," sagði
Valdimar, þegar við spurðum hann
hvers vegna því heföi verið hætt.
„Þetta var hins vegar voöaleg með-
ferð á þeim, þeir vom lokaðir inni í
húsi og látnir laxera áður en þeim
var dýft í lýsisblöndu og svo lyktuðu
þeir af þessu í heila viku á eftir. Það
var því hætt að nota þá aðferð og
pillan tók við,“ sagði Valdimar. Hann
upplýsti að á Akureyri væm nú um
160 hundar.
Akureyri:
Nýja Glerárbrúin tilbúin
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii:
Framkvæmdum við hina nýju brú
yflr Glerá á Akureyri er nú lokið.
Malbikunarframkvæmdum beggja
vegna brúarinnar lauk á föstudag og
var þá aðeins eftir lítils háttar frá-
gangur.
Hin nýja brú tengir saman Hjalt-
eyrargötu og Krossanesbraut. Við
það opnast leið milli Oddeyrar og
Óseyrar rétt ofan Slippstöðvarinnar
og er ekki að efa að brúin mun létta
talsvert á umferð á Glerárgötu og
Hörgárbraut. Auk þess er talið að
talsverð umferð af Hlíðarbraut í átt
að miðbænum muni fara þama um.
Nýja brúin er fjórða brúin yfir Glerá
þar sem hún rennur gegnum Akur-
eyri.
DNG Akureyri:
Afkastagetan
aðeins fyrir
innanlandsmarkað
Raufarhöfn:
Axnþór PáJssan, DV, Ranferhiöfn:
Á fundi sveitarstjómar Raufar-
hafnar iL nóvember sl. var
samþykkt bókun þar sem beint
er mótraælum tU Halldórs Ás-
grímssonar. í bókuninni segir
„Sveitarstjórn Raufarhafnar
inótmælir harölega þeim hug-
myndum sjávarútvegsráðuneyt-
isins sem fyrh' liggja um kvóta á
smábátum. Ljóst má vera aö þær
munu koma mjög illa niður á
landsbyggöinni og ef af verður
mikil eignaupptaka eiga sér staö
hjá stórum hópi manna.“
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Við höfum ekki möguleika á að
framleiða meira en fyrir innanlands-
markaö eins og staðan er í dag,“
sagði Kristján E. Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri rafeindafyrirtækisins
DNG á Akureyri, en geysilega mikið
hefur verið að gera hjá fyrirtækinu
við framleiðslu á færavindum að
undanfömu.
Kristján sagði að á sjávarútvegs-
sýningunni, sem haldin var í Reykja-
vík í haust, hefði DNG selt um 100
færavindur. Um helmingur þeirra
verður framleiddur fyrir áramót.
Fyrirtækið fékk einnig fjölda fyrir-
spuma erlendis frá og m.a. annars
hafa aðilar á Nýja-Sjálandi, írlandi
og í Frakklandi sýnt áhuga á vindun-
um. „Að sjálfsögðu getur verið að
þetta sé upphafið að einhverju en við
förum okkur hægt, enda afkastaget-
an ekki meiri nú en svo að við önnum
innanlandsmarkaði."
DNG flytur í nýtt húsnæði um ára-
mótin og sagöi Kristján að þá myndi
ástandið batna. Hann sagði varðandi
framhaldið á sölu á DNG-vindunum
innanlands að nú væri mikil spenna
meðal þeirra sem gera út minni báta.
„Menn bíða spenntir eftir nýrri fisk-
veiðistefnu og það getur ráðið mjög
miklu um framhaldiö hver sú stefna
verður," sagði Kristján.
Síldarftysting
gengur vel
JúKa Imsland, DV, Hö&U
Mikil vinna hefúr verið í Fiskiðju
Kask viö síldarfrystingu undanfar-
ið og er búið að vinna og frysta
1700 tonn. Á sama tíma í fyrra var
búið að frysta 1000 tonn. Um 100
manns vinna viö síldarfry 9tinguna.
Síldarsöltun hefur gengið vel og
nú vantar bara tunnur. Fyrir
rúmri viku kom tunnuskip og fékk
þá söltunarstöðin Skinney í sinn
hlut 1600 tunnur og Fiskimjöls-
verksmiðjan 2300. Söltun stöðvast
þegar saitað hefur verið í þessar
tunnur. Um framhaldið er óvíst.
Hjá Skinney hafa verið saltaöar
7400 tunnur og hjá Fiskimjölsverk-
smiðjunni 12500. Á sama tíma í
fyrra höföu verið saltaðar 4320
tunnur í Fiskimjölsverksmiðjunni.
Skinney hf. keypti söltunarstöðina
Stemmu og endurbætti þar hús og
tæki og hófet vinna þar í haust.
Framkvæmdastjóri Skinneyjar er
Ásgrímur Halldór9son.