Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Námskeið
Námskeið eru haldin í dul-
fræðilegri heimspeki (Meta-
physics), þróunarheimspeki
(Cosmology) og stjörnuspeki
(Esoteric Astrology).
Leshringar um dulfræði.
Sími 79763.
TIL SÖLU
CHEVROLET SUBURBAN.
smíðaður 1981, sjúkrabíll. Nánari upplýsingar hjá
Slökkviliði Reykjavíkur, sími 22040, hjá Hrólfi eða
Benedikt.
Vinningstölurnar 14. nóvember 1987.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.755.129,-
1. vinningur var kr. 2.883.072,- og skiptist hann á milli 8 vinningshafa, kr. 360.384,- á
mann.
2. vinningur var kr. 864.675,- og skiptist hann á 675 vinningshafa, kr. 1.281,- á mann.
3. vinningur var kr. 2.007.382,- og skiptist á 11.878 vinningshafa, sem fá 169 krónur hver.
Upplýsingasími: 685111.
Eins ogblómán S0LAR erbíll án POLAR.
PÓIAR HF.
W
Rafgeymaverksmiöja. Einholti 6,105 Reykjavik, simi 18401.
Dægradvöl
DV
Ragnheiður Valdimarsdóttir, eigandi Nafnlausu búðarinnar í Síðumúla. I baksýn eru viðskiptavinir og af-
greiðslukona að skoða úrvalið. DV-mynd BG
Hægt að sauma þrjár
flíkur á verði einnar
- segir Ragnheiður Valdimarsdóttir, eigandi Nafalausu búðaiinnar
„Áður fyrr tóku unglingar út ef
þeir þurftu að ganga í heimasaum-
uðum fötum því þeir þóttu hallær-
islegir og hreint ekki smart. í dag
þykir það fínt að ganga í heima-
saumuðu,“ sagði Ragnheiður
Valdimarsdóttir, eigandi Nafn-
lausu búðarinnar í Síðumúla, sem
serhæfir sig í að selja efni og búnað
til heimasaums.
„Við seljum mjög mikið af efnum
og fólk pælir núorðið meira í vand-
aðri efnum en bara því að kaupa
það ódýrasta eins og tíðkaðist fyrir
nokkrum árum. Svo seljum við
mikið af sniðum í pökkum og mán-
aðarrit sem eru með snið og
saumalýsingar."
Þess má geta að fle.G eru þessi
tímarit erlend og einna vinsælust
eru hollensk tískublöð. Þótt undar-
legt megi virðast seljast hollensk
sauma- og handavinnutímarit í
mörg þúsund eintökum mánaðar-
lega hér á landi þótt sárafáir
íslendingar kunni stakt orð í hol-
lensku. Það sýnir kannski vel
áhugann á heimasaumi því vanir
menn geta nýtt sér sniðin þótt leið-
beiningarnar séu á framandi
tungumáli.
„Húsmæður spara geysilega mik-
ið á því að sauma heima. Góð
saumakona getur saumað þrjár
ílíkur fyrir verð einnar. En spam-
aðurinn er ekki það eina sem vakir
fyrir konunum. Fólk langar til þess
að gera þetta sjálft og vera öðruvísi
en aðrir. Þeir sem sauma sjáliir
geta verið nokkuð vissir um að
ganga í fatnaöi sem enginn annar
á, allavega ekki nákvæmlega eins.
Svo er þetta líka skemmtilegt
tómstundagaman. Það er til fullt
af sniðum, bæði af hátískufatnaði
og sígildum. Svo er líka hægt að
kaupa nánast hvaða efni sem vera
skal, tölur, hnappa og rennilása og
annað sem tilheyrir saumaskapn-
um. Svo er líka til mikið úrval af
merkjum fyrir þá sem vilja ganga
í merktum, heimasaumuðum föt-
um,“ sagði Ragnheiður Valdimars-
dóttir.
-ATA
Tískan vel fallin
til heimasaums
- segir Ólöf Tómasdóttir fatatæknir
Eldhúsið hjá Ólöfu Tómasdóttur hefur verið útbúið sem saumastofa og
þar er nóg að gera. Hér er hún að vinna að 50 kyrtlum fyrir kór sem er
að fara i söngferðalag til ísrael. DV-mynd BG
„Já, þaö er rétt. Það þykir flnt að
sauma sjálfur á sig eða láta sauma
á sig. Heimasaumuð föt eru í tísku
gagnstætt því sem var fyrir nokkr-
um árum enda er tískan þannig að
það er auðveldara og einfaldara að
sauma heima. Línurnar eru miklu
beinni og minna um blúndur og
flókinn saumaskap," sagði Ólöf
Tómasdóttir sem um nokkurra
mánaöa skeið hefur lifað á því að
sauma heima. Hún vann í Prjóna-
stofunni Peysunni þar til í ágúst
en síðan hefur hún starfað heima
viö fatasaum og haft nóg að gera.
„Ég held að það sé tvímælalaust
sköpunargleðin sem veldur því að
konur vilja sauma heima. Svo eru
aðrar sem vilja láta sauma á sig og
eru það bæði konur sem óska eftir
fatnaði sem ekki er til sölu í búðum
svo og konur sem þurfa að láta
sauma á sig sérstærðir."
Ólöf útskrifaðist frá Iðnskólanum
árið 1982 sem sveinn í kjólasaum
en það var ekki fyrr en í sumar sem
hún fór alfarið að vinna að sauma-
skap. „í þessu fær maður mikla
útrás fyrir sköpunargleði sína og
svo er þetta skemmtilegt. Ég hef
veriö með nokkur saumanámskeið
og ég hef orðið vör við mikinn
áhuga kvenna fyrir því að sauma
fötin sín sjálfar og er það ánægju-
legt.
Ég hef ekki trú á því að það fari
úr tisku í nánustu framtíð að ganga
í heimasaumuðum fötum. Ég vona
það að minnsta kosti ekki því ég
ætla að lifa á þessu,“ sagöi Olöf og
bætti því við að hún hefði orðið vör
við stigmagnandi áhuga fólks á
þessum heimilisiðnaði undanfarin
ár. -ATA