Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
. 19
Dægradvöl
ræður ríkjum
Það þykir gott mál og í tísku að
ganga í heimasaumuðum fótum í
ag. Konur á öllum aldri keppast
við að bæta við það sem þær lærðu
í fatasaumi og hönnun í æsku og
ungar sem aldnar monta sig af
heimatilbúnu fótunum sem þær
ganga í: „Sko, þetta saumaði ég
sjálf eftir sniði sem ég fann og ég
var ekki nema nokkra klukkutíma
að sauma þetta.“ Karlar hafa hins
vegar lítið farið inn á þessa braut
enn sem komið er enda lítil áhersla
lögð á handavinnukennslu pilta í
skólum, nema þá kannski helst
grundvallarkennslu í hekli, út-
saumi og í því að festa tölur og
hnappa ef svo illa skyldi vilja til
að þeir þyrftu að bjarga sér sjálfir
ef í nauðir rekur. Þarna hefur jafn-
réttismálum eigi verið sinnt sem
skyldi og á meðan breytingar verða
ekki á stendur eftir gamla þumalf-
ingursreglan: Strákar smíða en
stúlkur sauma!
Fyrir nokkrum árum þótti ekki
par fínt að ganga í heimasaumuðu.
Einstaka sparsamar heimavinn-
andi húsmæður hentu saman’
bútum og afgöngum og kölluðu það
buxur eða skyrtur á börnin og var
viss fátækrastimpill á þeim fatnaði
og þeim sem klæddust heimilisiðn-
aðinum var yfirleitt vorkennt af
þeim kurteisu en tillitslausari tán-
ingar hlógu að jafnöldrum sínum
sem ekki gátu flíkað fatnaði með
þekktum merkjum.
Sem betur fer er öldin önnur
núna. Um allt land keppast konur
og stúlkur við að sauma sér fót eft-
ir aðfengnum sniðum sem til eru í
miklu úrvali og hægt að nálgast í
efnabúðum, tímaritum og klúbb-
um. Sauma- og sníðanámskeið eru
í gangi og eru þau vel sótt. Þá eru
margar svo langt komnar að þær
geta breytt sniðunum og bætt og
jafnvel búið til snið sjálfar. Sauma-
gleðin er slík og stoltið yfir að
ganga í heimasaumuðu að frést
hefur af konum sem keypt hafa
rándýran fatnað, klippt þekkt
merki af og sýnt fótin sem heima-
saumuö.
Mikill sparnaður fylgir því að
sauma fótin heima, á því leikur
enginn vafi. Það er leiðarljós
margra saumakvenna. Hjá öðrum
vegur þyngra sú ánægja aö ganga
í heimasaumuðum fótum. Þar ræð-
ur sköpunargleðin ríkjum og eins
sú vissa að engin önnur kona á
nákvæmlega eins fatnað.
Sköpunargleöi, góð efni og tísku-
snið, spamaður og hagkvæmni
hafa því gert það að verkum að
fatahönnun í heimahúsum er í
tísku. Og það sem meira er: Flestir
virðast vera á einu máli um það
að þetta detti ekki úr tísku í nán-
ustu framtíð.
-ATA
Texti: Axel Ammendrup
Málin rædd af mikilli alvöru á saumanámskeiði sem Nýtt af nálinni hélt i síðustu viku.
DV-mynd KAE
<■ fifs
Það er í tísku að
ganga í heimasaumuðu
- sköpunargleðin
Lifandi klúbbur fyrir fólk
sem vill sauma sjálft
- segir Ragna Þórhallsdóttir, ritstjóri handavinnuklúbbsins
Nýtt af nálinni, sem er með á fimmtánda þúsund félaga
„Það hefur verið geysimikill
áhugi fyrir klúbbnum. Það eru á
fimmtánda þúsund félagsmenn og
félagarnir eru mjög virkir. í hverj-
um mánuði berast okkur 6-8
þúsund lausnir við getraunum sem
við erum með í blaðinu. Þá höfum
við auglýst námskeið fyrir félaga
og verið með nokkur slík í viku
hverri fyrir félaga í Reykjavík, auk
þess sem við höfum staðið fyrir
námskeiðum á Selfossi, Egilsstöð-
um, Akureyri, ísafirði, Akranesi
og fleiri stöðum,“ sagði Ragna Þór-
hallsdóttir, ritstjóri handavinnu-
klúbbsins Nýtt af nálinni, sem
rekinn er í samvinnu við bókafor-
lagið Vaka-Helgafell.
Nýtt af nálinni hefur nú verið
starfrækt í rúmt hálft ár og sent frá
sér sex tímarit sem innihalda tísku-
myndir af fatnaði fyrir konur,
karla og börn ásamt sniðum, prjó-
nauppskriftum og handavinnuá-
bendingum. Þá hefur fylgt
sendingunum frá klúbbnum leið-
beiningarrit fyrir byijendur um
saumaskap og hönnun. Þá gefur
Nýtt af nálinni út Klúbbfréttir
mánaðarlega.
„Viðtökurnar hafa verið mjög já-
kvæðar. Félagamir eru afar virkir
og verið duglegir við að hafa sam-
band viö okkur, en við eram með
leiðbeiningarþjónustu á skrifstofu-
tíma hvern dag. Á hverjum degi
þagnar síminn varla á milli klukk-
an 9 og 17 og eru saumakonur þá
að leita ráða hjá okkur. Þessi við-
brögð eru afar skemmtileg og sýna
að við erum með lifandi klúbb í
höndunum.
Þá erum við alltaf með sauman-
ámskeið í gangi og þau eru vel
sótt,“ sagði Ragna.
Ragna sagöi að klúbbfélagar
gerðu mikið að því að skrifa og
senda myndir af því sem þeir væru
að gera, bæði til að sýna eigin
hönnun og það sem kæmi út úr
leiðbeiningum og sníðaörkum Nýs
af nálinni.
„Áður fyrr voru konur að sauma
heima til að spara. Núna er það
ekki síður sköpunargleðin og án-
ægjan yflr því að klæðast einhverju
sem maður hefur sjálfur búið til
sem ræður því að konur sauma
heima. Margar konur hafa góða
undirstöðumenntun í saumaskap,
en við komum til móts við þær jafnt
þeim sem eru byijendur í faginu
'með leiðbeiningum okkar og nám-
skeiðum.
Nýtt af nálinni er eiginlega fram-
hald af skólanáminu í handavinnu,
en úr handavinnukennslu hefur
því miður dregið í grunnskólum,"
sagði Ragna Þórhallsdóttir.
„Við höfum lítið verið með snið
að hátískuvarningi enn sem komið
er en við stefnum að þvi að auka
mjög framboðiö af tískuflíkum og
íslenskri hönnun,“ sagöi Ragna að
lokum. -ATA
Ásdis Jóelsdóttir, starfsmaöur Nýs af nálinni, og Ragna Þórhallsdóttir
ritstjóri skoða hér flikur sem Gerður Pálmadóttir i Flónni hannaði fyrir
Nýtt af nálinni. DV-mynd BG