Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 3 Fréttir Terra: Opið til að svara spumingum Fundur fyrrverandi stjórnar ferða- skrifstofunnar Terru hófst klukkan 9 í morgun og var þar til umræöu framtíð ferðaskrifstofunnar. Svo sem kunnugt er seldu fyrrum eigendur ferðaskrifstofunnar hana tveimur mönnum, en þeir vilja nú rifta kaupunum vegna þess að staða Terru sé önnur og verri en þeir höfðu álitið. Hafa þeir gengið út, en í for- svari fyrir fyrirtækinu er nú Torfi Ásgeirsson, einn fyrri eigenda. Torfi sagði í samtali við DV að bæði Flugleiðir og Arnarflug heföu tekið farmiða sína úr söiu hjá Terru og engar ferðir væru nú seldar á vegum ferðaskrifstofunnar, en opiö væri til þess aö svara spurningum. Ekki sagði Torfi að þeir sem búnir væru að fá farmiða þyrftu að óttast að þeir töpuðu þeim ferðum sem þeir hefðu greitt fyrir. Ekki vildi Torfi fortaka að fólk gæti lent í erfiðleikum í útlöndum, en ef svo yrði myndi fólk fá aukakostnað vegna þess endur- greiddan. Samkvæmt upplýsingum DV er ekki ljóst enn hvernig fer með riftun- arkröfu kaupenda Terru, en hitt virðist ljóst að Terra er nú fyrirtæki sem enginn vill eiga. -ój Sjomannasambandið: Mótmælir leigu erlendra skipa Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Formanna- og sambandsstjórnar- fundur Sjómannasambands íslands á Akureyri lýsir áhyggjum sínum vegna þróunar í íslenskri kaupskipa- útgerð og mótmælir harðlega takmarkalausum leigutökum ís- lenskra kaupskipaútgerða á erlend- um kaupskipum sem mönnuð eru erlendum sjómönnum. í samþykktinni segir að enn blasi við fækkun íslenskrar farmanna- stéttar í ljósi þeirrar staðreyndar að sífellt íjölgar erlendum leiguskipum sem stunda reglubundnar siglingar að og frá landinu. Þessi kona, sem heitir Herdis Haupfelt, keypti egg í góðum friði i gær. Sagðist hún spara 1200 krónur með því að kaupa eggin fyrir hækkun. DV-mynd GVA Eggjahamstur allsráðandi í gær: „Það uröu slagsmál um síðustu bakkana“ „Við seldum vikuskammt á þrem- ur tímum, eggin kláruðust i hádeg- inu,“ sagði Guðmundur Viðar Friðriksson, verslunarstjóri í Hag- kaupi, þegar hann var spurður að því hvort lífleg eggjasala hefði, verið í gær, eftir fréttir um fyrirhugaða hækkun á eggjaverði. „Fólk keypti allt upp í 20 bakka af eggjum en kílóverðið hjá okkur var 64 krónur. Það urðu slagsmál um síðustu bakkana," sagöi Guðmund- ur. Guðmundur sagði að átökin hefðu oröiö þegar afgreiðslumanni varð þaö á, aö segja að þarna væru nú síð- ustu eggin í búðinni. Flýtti þá maður nokkur, sem búinn var að taka nokkra eggjabakka og setja í inn- kaupavagninn, sér að taka það sem eftir var. Bar þá að konu eina sem heyrt hafði til afgreiðslumannsins og skipti það engum togum aö hún sveif á manninn og reyndi að ná einhverju af eggjunum af honum. Maðurinn vildi ekki láta sinn hlut og hlutust af þessu nokkur átök. Guðmundur sagöi að endirinn hefði oröið sá að konan hefði fengið eitthvað af því sem maðurinn hafði náð. ..Það hefur verið alveg gífurlega mikil sala hér," sagði verslunarstjóri í SS-búðinni í Austurveri í gær. „Við höfum ekki undan að verðmerkja, það eru fjórar manneskjur í því, og það eru enn til egg hjá okkur." Verslunarstjórinn í Miklagarði tók í sama streng: mikiö hefði verið að gera. Þar kláruðust öll egg á hádegi. -ój Verðlagsstofnun: Eggjabændur á fund „Ég mun kalla þessa menn til fund- ar til að ræða þessi mál,“ sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri. þegar hann var spurður um það hver yrðu við- brögð Verðlagsstofnunar við ákvörð- un eggjabænda um samráð um eggjaverö. „Við munum reyna að benda þeim á það að samráð um verðlagningu er ólöglegt og ef það gengur ekki munum við leita annarra ráða." sagöi Georg. Ekki vildi Georg újá sig um til hvaða ráðstafana yrði gripið en sagði að þar kæmi kæra til álita. bann eða það að eggjaverðlagning yrði tekin undir verðlagsákvæði. -ój FJÖLDI .. Mazda 929 LTD ’82, ekinn 55 þús., sjálfsk., vökvastýri, rafm. rúður og læsingar, topplúga o.fl. Verð kr. 330 þús., útb. 90 þús., eftirstöðvar til 12 mán. Chevy Malibu 79, V6, sjálfsk., vökvastýri, ekinn 110 þús., mjög gott eintak. Verð aöeins 190 þús., útb. 40 þús., eftirstöðvar til 12 mán. Peugeot 104 ’82, ekinn aðeins 42 þús., toppbill, sumar- og vetrar- dekk. Verð kr. 160 þús., útb. 90 þús., eftirstöðvar til 12 mán. Dodge Aries station ’82, sjálfsk., vökvastýri, ekinn aðeins 60 þús., toppeintak. Verö kr. 400 þús. Volvo 244 DL 77, fallegur bíll í góðu lagi. Verð 150 þús., útb. 20 þús., eftirstöðvar til 12 mán. Nissan Micra '85, ekinn 25 þús. Verð kr. 250 þús., útb. 70 þús., eftir- stöðvar til 12 mán. Dodge Aries ’81, 4 cyl., framdrif, sjálfsk., vökvastýri, fallegur bill. Verð kr. 320 þús., útb. 90 þús., eftir- stöðvar til 12 mán. Peugeot 505 SR ’82, vökvastýri, topplúga o.fl., ekinn 100 þús. Verð kr. 340 þús., útb. 70 þús., eftirstöðv- ar til 12 mán. Mazda 626 ’80, sumar- og vetrar- dekk, huggulegur bill. Verð 150 þús., útb. 20 þús., eftirstöðvar til 12 mán. Volvo 244 DL '82, ekinn aðeins 40 þús., sem nýr, einn eigandi. Sjón er sögu rikari. Notaðir bflar FRABÆRU VERÐI E JÖFUR HF BÍLA Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.