Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 34
3-1 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Jarðarfarir Menning Sigríður Guðmundsdóttir lést 8. nóvember sl. Hún var fædd 31. ágúst 1923, dóttir hjónanna Kristínar Hjartardóttur og Guðmundar Sæ- mundssonar. Sigríður starfaði lengst af við saumaskap. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Guðmundur Ingi Bjarnason. Útfór Sigríðar veröur gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Klara Kristiansen hárgreiðslu- meistari er látin. Hún fæddist á Seyðisfirði 10. ágúst 1910, dóttir hjón- anna Mattíu Þóru Þórðardóttur Kristjansen og Jentofts Kornelíusar Kristiansen. Klara starfaði alla tíð að hárgreiðslu og rak um tíma hár- greiðslustofuna á Seyðisfirði. Hún gjftist Jóni Sigurðssyni, en þau shtu samvistum. Útfór Klöru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Jón Ingi Rósantsson lést 9. nóvemb- er sl. Hann fæddist á Efra-Vatns- horni í Kirkjuhvammshreppi, V-Húnavatnssýslu 20. apríl 1928, son- ur hjónanna Rósants Jónssonar og Þórunnar Maríu Jónsdóttur. Jón Ingi lauk námi í klæðskeraiðn hjá Andrési Ándréssyni klæðskera- meistara árið 1949. Fljótlega eftir nám hóf hann störf hjá Gefjun, Kirkjustræti, og þegar fataverk- smiðjan Gefjun íluttist aö Snorra- braut 56 varð hann verkstjóri og síðar verksmiðjustjóri. í fataverk- smiðjunni Geíjun vann Jón Ingi meðan heilsa entist. Eftirlifandi eig- inkona hans er Guðbjörg Pálsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Jóns Inga veröur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Útför Kristínar Ingvarsdóttur, Hvassaleiti 3, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. nóv- ember kl. 10.30. Jarðsett verður að Hlíðarendá í Fljótshlíð þann sama dag. Aldný Magnúsdóttir, Norðurbrún 1, verður jarðsungin miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15 frá kapellunni við kirkjugarð Hafnarfjarðar. Hámenning í Vatnsmýrinni Hafliðadagur II Seinni Hafliðadagur Norræna hússins var á sunnudaginn. Þá voru stórir tónleikar þar sem komu fram margir listamenn; Pétur Jón- asson gítarleikari, Kolbeinn Bjamason flautuleikari, Halldór Haraldsson píanóleikari, Hamra- hlíðarkórinn undir stjórn Þorgerö- ar Ingólfsdóttur og Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Hafliða, og svo lék Hafliði sjálfur á sellóið sitt og útskýrði verkin í fáum vel völdum orðum. Þarna heyrði maður Jakobstig- ann, yndislegt gítarverk sem Pétur lék af sinni alkunnu snilld. Þá léku þeir Pétur og Hafliði Tristiu, átta súrrelískar glansmyndir fyrir gítar og selló, svo unun var að heyra. Kolbeinn lék með Hafliða Verse I sem einu sinni fékk verðlaun á ítal- íu, held ég, og var vel að þeim kominn, og svo léku þeir Hafliði og Halldór Fimmu, dulúðugt verk Tónlist Hafliði Hallgrimsson Leifur Þórarinsson fyrir selló og píanó. Þá kom hlé. Allur var þessi hljóðfæraleikur framkvæmdur af miklum hæfileik- um og kunnáttu og var gaman að heyra að Hafliði hefur engu tapað við sellóleikinn þrátt fyrir annir í öðrum sóknum. Þá var söngur Hamrahlíðarkórsins ekki dónaleg- ur. Að vísu er ekki hægt að segja að þéttofin hljómgerð sorgaróðsins Triptych sé gerö fyrir ungar radd- ir, en hún snerti ekki síður við manni fyrir það. Lokaverkið, Dagdraumar og tölu- staflr, mun samið fyrir nemenda- hljómsveit í Finnlandi og er stíllinn auðvitað eftir því. Það mátti heyra margt geðugt en ekki fannst mér meðferðin á þjóðlögunum sérlega hugkvæm eða heillavænleg. Hafliði stjórnaði þarna strengjasamsteypu undir vörumerki Kammersveitar Reykjavíkur en annars voru þetta næstum allt hljóðfæraleikarar úr sinfóníunni. Og þeir léku vel og vandlega, enda kemur ekki annaö til greina undir stjórn Hafliða. Það ber að þakka Norræna hús- inu fyrir þessa dýrlegu Hafliðatví- dægru sem mun bæta alin við hæð hámenningar í Vatnsmýrinni. -LÞ Skák Fjórtánda einvígisskákin í Sevilla: Hvorki fugl né fiskur Heimsmeistaraeinvígið í Sevilla hefur tekið nýja og óskemmtilega stefnu. Heimsmeistarinn Garrí Ka- sparov reynir ekki að auka forskot sitt er hann stýrir hvítu mönnun- um og um leið slær Karpov ekki hendinni á móti jafntefli á svart. Fjórtánda skákin var jafnlítið spennandi og tíunda og tólfta skák- in - hvorki fugl né fiskur. Eftir 21 leik og þriggja stunda taflmennsku bauð Kasparov jafntefli sem Karpov þáði án umhugsunar. Ka- sparov hefur hlotið 7'A v. en Karpov 6'/2 er tíu skákum er ólok- ið. Kasparov nægir jafntefli í Skák lauk með snöggsoðnu jafntefli. So- véski stórmeistarinn Gufeld hristi hausinn yfir byrjanavali Karpovs sem er undir í einvíginu og þarf að fara að herða sig. „Karpov getur mest fengið jafntefli á þessa stöðu,“ sagði Gufeld. Sérfræðingar í Sevilla höfðu á orði að síðar í einvíginu gæti það komið Kasparov í koll hversu bit- laust hann teflir með hvítu mönnunum. Karpov hefur náð að skapa sér meiri færi er hann hefur haft hvítt. Hann á fimm tilraunir eftir. Ef honum tækist að vinna eina skák myndi hann hleypa mik- illi spennu í einvígið og gera aðstöðu Kasparovs erfiða. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Caro-Kann vörn. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rf3 Rgf6 6. Rxf6+ Rxf6 7. c3 Bg4 8. h3 Bx£3 9. Dxf3 Dd5! Kasparov teflir sama afbrigði og í 10. skákinni þótt hann hefði ekki komist langt áleiðis. Hugsanlega hefur hann og menn hans haft end- urbót í huga. Því er Karpov fyrri til að breyta út af. Leikurinn er mjög í anda byrjunarinnar. Þrátt fyrir að hvítur búi yfir biskupapar- inu sem gæti nýst í endatafli getur svartur boöið drottningakaup því að staða hans er svo traust. 10. Be2 e6 11. 0-0 Bd6 12. Dd3 Bc7 13. Bf3 Dd7 Virðingin sem þeir bera hvor fyr- ir öðrum er svo mikil að Karpov reynir ekki einu sinni að hóta máti. Leikurinn 13. - Dd6 er heldur ekki upp á marga fiska því að 14. g3 fell- ur vel inn í áætlun hvíts. 14. Hdl 0-015. c4 Had816. Db3 De7 Vitaskuld er b-peðið eitraðra en nokkru sinni fyrr. Ef 16. Dxb7?? þá 16. - Bh2+ og drottningin fellur. 17. g3 Bb8 18. Be3 Hd7 19. Hd2 Hfd8 20. Hadl h6 21. a3 Jón L. Arnason einvíginu, 12-12, til að halda heims- meistaratitlinum. „Það er eins og einu baráttuskák- imar í einvíginu séu teíldar þegar Karpov hefur hvítt,“ sagði norski stórmeistarinn Simen Agdestein, sem eins og flestir aðrir sagði 14. skákina „óspennandi“. Kasparov lék kóngspeðinu fram og Karpov svaraði með Caro-Kann vörn. Sú byrjun varð einnig upp á teningn- um í 10. skákinni sem sömuleiðis Litt spennandi jafntefli hafa einkennt síðustu skákir Karpovs og Ka- sparovs. Lengri varð skákin ekki. Jafntefli samið áhorfendum til lítillar ánægju. Kasparov á rýmri stöðu og hefði vafalaust teflt áfram ef staöan í einvíginu hefði boðið upp á það. -JLA Aðalheiður Kristín Helgadóttir, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 18. nóvember kl. 15. Námskeið Magnús L. Sveinsson: Það vantar kynningu „Ég held að þetta sýni að það vant- ar kynningu á ráðhúsinu, því að ég er sannfærður um að þegar fólk áttar sig á þvi hvaö þama á að gera skilur þsð hvemig ráðhúsið mun eiga ríkan þátt í aö lífga miðbæ Reykjavíkur," sagði Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, í morgun um skoð- anakönnun DV. „Þetta er vissulega viökvæmur staður ogþað verður tekið fullt tillit til þess. Eg vek athygli á að húsið tekur sáralítið af Tjörninni sjálfri og mun standa þar sem nú er hús fyrir og bílastæði. Við getum hugsað okk- ur hver yrði niðurstaða í skoðana- könnun um veginn og brúna yfir Tjörnina, ef hvorugt væri komið. Samt leiddu þau mannvirki fólkið inn á þetta fallega svæði og ef nú yrði spurt hvort ætti að fjarlægja veginn og brúna fengist varla mikið fylgi við það. Ég vísa einnig til Höfðabakkabrúar sem olli miklu fjaðrafoki áður en hún var byggð. Núna sjá allir hvernig hún leiðir þúsundir í Elliðaárdalinn, þá perlu borgarinnar, og Árbæjar- safnið sem áður var nánast falið." -HERB Sænskur sálfræðingur með námskeið Sænski sálfræðingurinn Lena Tuulse er væntanlegur til landsins. Hún mun halda þriggja daga námskeið helgina 11. og 12. desember í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Námskeiðið er öllum opið. Þungamiðja námskeiðsins er um það hvemig bæta megi samskipti manna á meðal (How to create a loving relations- hip). Nánari upplýsingar um námskeiðiö fást í síma 75428 eftir kl. 18. TiXkynningar Háskólafyrirlestur í dag 17. nóvember kl. 17.30 flytur danski prófessorinn Lars Nordskov-Nielsen fyr- irlestur í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, stofu 101 um dönsku stjórnar- farslögin nýju. Fyrirlesturinn er fluttur í boði Lögfræðingafélags íslands og Dóm- arafélags íslands og er öllum heimill aðgangur. Trúnaðarbréf afhent Hinn 30. október afhenti Þórður Einars- son sendiherra Dr. Mauno Koivisto, forseta Finnlands, trúnaöarbréf sitt sem sendiherra íslands 1 Finnlandi með að- setri í Stokkhólmi. Tórúeikar Háskólatónleikar Fimmtu háskólatónleikar vetrarins verða haldnir í Norræna húsinu mið- vikudaginn 18. nóvember kl. 12.30-13. Á tónleikunum mun Richard Talkowsky flytja svítu fyrir einleiksselló eftir kata- lónska tónskáldið Gaspar Cassadó. Bridge Fundir Kvenfélagið Seltjörn heldur fund þriðjudaginn 17. nóvember kl. 20.30 í félagsheimilinu á Seltjamar- nesi. Gestir fundarins verða konur úr Kvenfélagi Keflavíkur. Bridgesamband Vesturlands Undankeppni Vesturlandsmóts í sveita- keppni verður haldin á Akranesi 21.-22. nóvember nk. Spilaðir verða 14 32ja spila leikir (eftir þátttöku) alhr við alla. 4 efstu sveitimar úr undankeppninni spila svo til úrslita um Vesturlandsmeistaratitil- inn í byijun næsta árs. Þetta mót er opið öllum bridgespilurum á Vesturlandi og þurfa þátttökutilkynningar að hafa borist í síðasta lagi 15. nóv. í síma 11080 (Ein- ar). Núverandi Vesturlandsmeistari í sveitakeppni er sveit Inga Steinars Gunn- laugssonar, Akranesi. Selfoss: Þaö óhapp vildi til á Selfossl í gær aö eitt af blaöburðarbömum DV á staðnum týndi peningum skömmu eftir hádegið. Blaðburö- arbarniö haföi nýlokið við aö rukka inn fyrir DV og því mikið í húfi fyrir það aö fá peningana sína aftur. Þeir sem kynnu aö hafa fundið peningana em vin- sarnlegast beðnir um að snua sér til umboðsmanns DV á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.