Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Spumingin
Hlustar þú á nýjustu hljóð-
varpsrásina (Ljósvakann)?
Björg Atladóttir: Nei, hef ekki hlust-
aö á hana enn sem komið er.
Ásta María Sigurðardóttir: Nei, ég
hlusta litiö á útvarp yfirleitt, hef lít-
inn tíma til þess.
Lesendur
Ráðhúsbyggingin:
Tillögur um staðarval
Jón Jóhannsson hringdi:
Ég lýsi furðu minni á því aö nokkr-
um manni skuli detta sú fjarstæöa í
hug að ætla aö byggja ráðhús við
Tjörnina, á þeim staö sem því hefur
verið ætlaður. í fyrsta lagi er þarna
þvílíkt dýpi að fara þarf niður minnst
eina fjórtán metra. Það eitt er nú
ærin ástæða til að skoða betur.
í öðru lagi verður þarna ávallt mik-
il slysahætta því hornin þarna eru
og hljóta að verða við miklar um-
ferðaræðar.
Ég tel ekki hyggilegt að ganga fram
hjá óskum innfæddra Reykvíkinga,
sem líta á Tjörnina sem eitt elsta og
dáðasta einkenni staðarins, og þá
borgarinnar allrar.
Ég hefi fram að færa tillögur um
aðra staði, þar sem mætti koma fyrir
ráðhúsi, því ég vil ekkert sérstaklega
vera að setja mig upp á móti húsa-
kynnum fyrir þá starfsemi sem þar
á að fara fram á vegum borgarinnar.
1. Staður á horni Skothúsvegar og
Fríkirkjuvegar félh mun betur að
umhverfi og skipulagi, sem tilheyra
mun ráðhúsi þessu. Þetta tel ég raun-
ar besta kostinn sem byggingarst-
að.
2. Golfskálahæðin er einnig mjög
heppilegur staður, ef menn vilja fara
með bygginguna úr sjálfri miðborg-
inni. Því eru margir hlynntir.
3. Þá er Hafnarhúsið sá staður þar
sem ég tel að vel komi til greina að
hafa starfsemi borgarinnar. Ég veit
ekki betur en borgin eigi þá byggingu
og þar er nú verið að rýma tvær
hæðir, að ég held, og þarna er gott
útsýni. Höfnin hefur visst aðdráttar-
afl, svo ekki ætti staðsetningin að
vera stór þröskuldur.
Ég tel að jafngreindur maður og
Davíð Oddsson er eigi ekki að flana
aö neinu og láta kanna alla aðra
möguleika en þann sem nú er efst á
blaði, þ.á m. þá möguleika sem hér
hafa verið nefndir.
Þetta mál verður að leysa þannig
að sem flestir megi vel við una. Aldr-
ei verður öllum gert til geðs en þeim
kurr og bægslagangi, sem uppi er og
kannski í hámarki nú, verður að
linna áður en endanleg ákvörðun er
tekin í málinu.
Hafnarhúsió við Tryggvagötu. Það telur bréfritari þriðja kostinn i ráðhúsmálinu.
Jóhanna Ásgeirsdóttir: Nei, ég hlusta
htið á útvarp.
Skúli G. Sigfússon: Nei, ég hef ekki
gert það ennþá að ráði en þó stillt á
hana.
Kjartan Siguijónsson: Ég hef ekki
hlustað á hana ennþá, hlusta lítið á
útvarp.
Björk Einisdóttir: Nei, aldrei.
Lýst eflir vitni
M.G. hringdi:
Laugardaginn 7. þ.m. var ekið á
bifreið mína, sem er hvít, af tegund-
inni Volkswagen Golf, þar sem hún
stóð fyrir utan veitingahúsiö Broad-
way.
Talsverðar skemmdir urðu viö
ákeyrsluna, t.d. skemmdist hægra
frambretti svo mjög að það er aló-
nýtt. Þar sem ég tel líklegt að einhver
hafi orðið var við þegar þessi
ákeyrsla átti sér stað vildi ég biðja
viðkomandi að hafa samband við
Margréti í síma 27200 eða 75513.
Yfirdráttur á ávísanareikningi:
Hvaða reglur gilda?
Axel Jónsson hringdi:
Það henti mig fyrir nokkru að ég
fór yfir á ávísanareikningi mínum,
eins og það er kallað, og fékk ég að
sjálfsögðu sekt fyrir það athæfi. Upp-
hæðin sem um var að ræða var kr.
86.000.
Dráttarvextir voru teknir af þeirri
upphæð. Sama daginn er færð inn
Visa-skuld að upphæð kr. 6.000. Á þá
upphæð fæ ég dráttarvexti í heilan
mánuö.
Enda þótt inni á ávísanareikningi
mínum séu til staðar 55 þúsund krón-
ur fæ ég dráttarvexti á alla hina
upphæðina, kr. 86.000.
Ég hringdi í viökomandi banka og
spurði hvort ég þyrfti nokkuð að leið-
rétta reikninginn fyrr en eftir mánuð
þar sem ég hafði þá greitt inn á reikn-
inginn og einnig kostnað og dráttar-
vexti af allri upphæðinni.
Svarið var það að ef ég leiðrétti
ekki reikninginn strax þá ætti ég á
hættu að reikningi mínum yrði lokað
og ég fengi ekki framar reikning í1
bankanum. - Er það löglegt að taka
dráttarvexti í heilan mánuð af allri
upphæðinni og hóta síðan lokun?
DV haföi samband við bankastofn-
un og spurðist fyrir um þessi tvö
atriði. Svarið var það að dráttarvext-
ir væru 3,8% og væru þeir reiknaðir
í mánuð en þó aðeins af þeirri upp-
hæð sem enn kynni að vanta upp á.
- Almenn vinnuregla hjá bönkum
væri svo sú að ef lagt væri inn á
reikning 10 dögum frá því aö inn-
stæðulaus ávísun bærist væri reikn-
ingi ekki lokað.
Hjá viðkomandi bankastofnun
fengust ennfremur þær upplýsingar
að fólk mætti gæta sín því að tíðni
slíkra tilvika skipti einnig máli að
því er lokun á reikningi varðar.
Ávísanir eru handhægur greiðslumáti en þurfa talsverða aðgæslu eins og
dæmin sanna.
Ljós allan sólarhringinn eða útbúnaður til varnar skaðlegum útblæstri frá
bifreiðum, hvort er nauðsynlegra?
Mengun í Reykjavík:
Hvar er þá
hreina loftið?
Borgarbúi skrifar:
Nú er það komið í ljós að hér í
höfuðborginni er mengun farin að
mælast svo óyggjandi er. Þetta hefur
komið fram í fréttum og tekin dæmi
því til sönnunar.
Auðvitað finnur maður fyrir þess-
ari mengun, ekki síst í kyrru veðri
eins og hefur verið hér undanfarið.
En er ekki hægt að komast hjá þess-
ari mengun? Fyrir um það bil
tveimur áratugum, er ég fór fyrst til
New York, las ég í blaði, sem var um
borð í flugvélinni, að innan svo sem
áratugar myndi mengunin verða svo
mikil í þessari stórborg að fólk þyrfti
að nota sérstakar grímur til að verj-
ast ófögnuðinum.
Þetta var að vísu eitthvert evrópskt
blað og þeir í Evrópu hafa nú aldrei
spáð líflega fyrir þeim í Ameríku.
Mér fannst þetta þá ógnvænlegt og
trúði þessum spádómi hálft í hvoru.
Síðan eru liðin rúm tuttugu ár og
enginn gengur með grímur fyrir vit-
um ennþá í New York. Kannski
kemur að því hér mun fyrr.
En þeir tóku það til bragðs í Banda-
ríkjunum að koma t.d. fyrir við
útblástursrör allra bifreiða útbúnaði
sem eyðir þeim skaðlegu efnum sem
fara út í andrúmsloftið.
Bílar, sem keyptir hafa verið hing-
að frá Bandaríkjunum, eru útbúnir
þessum tækjum. En viti menn. Þegar
hingað er komið er þessi útbúnaður
rifmn úr bílunum og borið við að
þeir eyði svo miklu bensini að það
sé ótækt að hafa þennan útbúnað í
þeim!
Við íslendingar erum skrítin þjóð
að mörgu leyti. Viö 'erum alltaf að
setja einhverjar reglur, ekki síst
umferðarreglur, en lítum gjarnan
fram hjá þeim varúðarráðstöfunum
sem nauðsynlegar eru. Við krefiumst
bílbelta og það nýjasta er að nú skuli
allir aka með ljósum, allan sólar-
hringinn, vetur, sumar, vor og haust!
Og beita skal sektarákvæðum brjóti
menn þessi lög.
En hvaða skynsemi er í því að
skylda menn til að að aka með fullum
ljósum um hásumar? Síðan þurfa
menn að kaupa sér sérstakt tæki til
að fylgjast með því að ljósin séu ör-
ugglega slökkt þegar bíllinn er
yfirgefinn!
Næst verður svo fyrirskipað að þau
tæki séu í hverjum bíl og farsími líka!
En er nú ekki kominn tími til að fyr-
irskipa að útbúnaður vegna mengun-
ar frá útblæstri bifreiða verði í
hverjum bíl, eins og víðast er reglan,
og hætta að taka þau úr nýjum bílum
sem koma til landsins?
Það er kátbrosleg staðreynd að hér
skuli nú vera orðin meiri loftmengun
en í stórborginni New York og allt
vegna eftirlitsleysis og vanþekkingar
þeirra spekinga sem eru of uppteknir
við að setja okkur ný lög og reglur.
Eða hverju eigum við að svara
ókunnugum sem koma hér í fyrsta
sinn og spyrja: Hvar er hreina loftiö?