Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 13 Þýðvevskt þus Menning Patrick Siiskind llmurinn. Kristján Árnason þýddi. Forlagið 1987. Ilmurinn er metsölubók og ekki ómerkilegri heimild en San Fran- cisco Chronicle er á bókarkápu kölluð til vitnis um að höfundur sé „á bekk með fremstu höfundum samtímans“. Fleiri hafa stór orð um að' hér sameinist fagurbók- menntir og spennusaga í einu stórbrotnasta listaverki seinni tíma. Og hvers má sín þá einn rit- dómur í DV á íslandi? Á maður ekki bara að klappa saman lófun- um og gleðjast yfir því að allir skuh nú loks hafa sameinast um að lesa sömu bókina? Hvað er svona sérstætt við Ilm- inn? Af hveiju dettur fólki í hug að kaupa bók um brjálaðan og lykt- arlausan kryppling frá 18. öld, sem hefur þá ástríðu að geta búið til ilmvatn með lykt fagurra og óspjallaðra meyja? Ekki veit ég það - nema hér sé á ferð sama náttúran og fær fólk til að horfa á augu Ro- berts de Niro skjóta raunveruleg- um gneistum í misheppnaðri djöflamynd. Einu sinni sá ég í kvikmyndahúsi snotra mynd um mann í strætis- vagni sem tók eftir laglegri dömu fremst í vagninum og elti hana þeg- ar hún fór út og hélt þvi áfram um stræti og torg þangað til hann loks náði henni til þess eins að spyija hvaða ilmvatn hún notaði. I ljós kom aö þetta var ilmvatnsauglýs- ing og hin eiginlega mynd var ekki byijuð. Krydd og fnykur Ilmurinn ætti að hafa svipað aug- lýsingagildi og þessi myndræma því aö þar virðast allir ilmvatns- framleiðendur Frakklands hafa tekið höndum saman um að fá Þjóðverjann Patrick Suskind til að skrifa ekki ólæsilega bók um ilm- vatnsmenningu, sögu ilmefnanotk- unar, ilmefnavinnslu og áhrif óhkra ilmvatnstegunda á mann- fólkið. Eins má ímynda sér að ferðamálaráð Grassebæjar hafi styrkt fyrirtækið í von um að fólk kæmi þangað aö kynna sér sögu handverks við ilmvatnsgerð. Til þess að frásögnin verði ekki of lík venjulegum auglýsingabæklingi er svo hrúgað inn á þriðja tug morða í einni kippu í næstsíöasta hluta bókarinnar svo lesandinn fær um- saminn hroll skilvíslega í kroppinn rétt áður en hann lýkur lestrinum og minnir þá kannski hálfpartinn að allt hitt hafi verið nauðsynlegur undanfari. Sem það ekki er. Höfundur hefur augljóslega kynnt sér ástand mannhfs á þeim tíma sem hann fjallar um. Hann hefur skoðað sögulegt kort af Par- ís, þar sem fyrsti hluti bókarinnar gerist, aflaö sér þekkingar á kjör- um almúgans, iðnnema, brodd- borgara og betlara jafnt sem annarra, og sett sig inn í helstu tíð- indi úr umræðuheiminum til þess að krydda sögu sína með. En í stað þess að láta slíkar upplýsingar mynda eðlilega umgjörð er mikil áhersla lögð á það sem er undarlegt og óvenjulegt frá okkar sjónar- horni en hefur verið hversdagslegt og eðlilegt fyrir íbúa staðarins. Þannig er endalaust talað um óþef- inn í París - en þar hefur fyrst og fremst verið óþefur ef 20. aldar maður hefði álpast í bæinn með tímavél. Fólk á 18. öld hefur tæpast gengið um borgina alla daga og Bókmenntir Gísli Sigurðsson haldið fyrir nefið. Ekki frekar en sveitafólk kippir sér upp við fjósa- lykt sem gerilsneyddum kaupstað- arbúum þykir óþolandi fnykur. Plattilraunir í sama stíl er klaufaleg tilraun til að koma þeim boðskap til skila að þus afturhaldsseggja sé ahtaf eins. Til að sýna fram á þetta talar Bald- ini ilmvatnssali um hraðabrjálæöið og kvartar yfir því að fólk þurfi nú að æða til Ámeríku á einum mán- uði - og lesanda stekkur varla bros. Baldini býður einnig upp á mik- inn fróðleik um ilmvötn, blöndun og sölu, en lærisveinn hans og aðal- söguhetja okkar vill læra meira. Hann leggur því af stað áleiðis til Grasse þar sem er miðstöð ilmefna- vinnslu. Á leiðinni dvelst honum nokkuð á eldijaUaöræfum Frakklands í Freud-kristevískum draumi um að komast aftur inn í móðurlífiö: „Honum leið guðdómlega vel. Hann lá á afskekktasta fjalli Frakk- lands fimmtíu metra niðri í jörð- inni eins og hann væri í sinni eigin gröf. Aldrei á ævinni hafði hann fundið til shks öryggis - ekki einu sinni í móöurkviði.“ (bls. 90.) Eftir táknræn sjö ár í þessu standi fer hann aftur til byggða og þá fær höfundur tækifæri til að viðra niðurstöður sínar af rann- sóknum á hugmyndum vísinda- manna. Og það er skemmst frá því að segja að vísindamenn voru af- skaplega hreint fáfróðir og ímynd- uðu sér alls konar vitleysu sem Nauðungaruppboð á fasteigninni Sætúni, Djúpavogi, þingl. eign Ásgeirs Hjálmarssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, þriðjudaginn 24. nóv. nk. kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er innheimta ríkissjóðs. ________________Sýslumaðurinn I Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Bláskógum 9, Egilsstöðum, þingl. eign Margrétar Einarsdóttur, fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, þriðjudaginn 24. nóv. nk. kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Ólafur Gústafsson hrl. _____________,__________Bæjarfógetinn á Eskifirði. OPIÐ HÚS Vikulega: Kynning og skýringar fyrir almenning á stjörnukortum og stjörnukortagerð. Öllum heimil þátttaka með- an húsrúm leyfir. Stjörnukortarannsóknir Sími 79763 Patrick Siiskind. þeir sönnuðu með plattilraunum, rétt eins og velgjörðamaður öræfa- mannsins sem „læknar" hann af jarðgufueitrun með því að láta lofta um hann í eina viku í sérsmíðuðu vísindatæki. Fyrir þetta verður hann frægur maður en við lesend- ur vitum að það sem skipti sköpum var að hann gaf sjúklingnum mat, þvoði honum, klippti hár, neglur og skegg og geröi hann þannig að heilbrigðum manni. Ilmur rósarinnar Fleiri delludæmum er hrúgað á þennan ólánlega vísindamann og lesanda dettur í hug að af þessu megi draga þann lærdóm að mörg lygin sé nú sögö í nafni vísindanna. Sú túlkun fæst staðfest þegar hinn meinti vísindamaður verður upp- vís að því að trúa á allsherjarlækn- ingamátt þeirra tíma sólblóma- fræja eða hvaöa ginseng það nú er sem læknar alla kvilla núna. Ef kaflinn um heimsku vísinda- mannsins á að vera hlægilegur mistekst sú fyndni algjörlega af því að höfundur er svo djúpt hneyksl- aður á fáfræðinni og ánægður með sjálfan sig að vita rniklu meira en fyrri tíðar menn. Úr klóm vísindamannsins fer hinn námfúsi lærlingur til Grasse að fullkomna sig í iðn sinni. Fróð- leikurinn um ilmvötn heldur áfram þar sem frá var horfið í Paris og höfundur hættir ekki sínum sögu- legu fróðleiksmolum og heimilda- skrifuum um ilmvatnsgerð fyrr en á bls. 138 (bókin er 180 bls.). Þá verður líka gaman í svolitla stund þangað til við kynnumst möguleg- um hámarksáhrifum hins full- komna ilmvatns á bls. 168: Tíu þúsund manns hella sér umsvifa- laust út í taumlaust kynsvall og ölæði hver innan um annan ef þeir aðeins finna hinn rétta ilm! Og svo er manni boðið upp á þaö úr blaðinu Corriere della Sera í Mílanó að hin fullkomna bók ætti að heita Ilmur rósarinnar - vænt- anlega á þeim forsendum að Ilmurinn og Nafn rósarinnar, eftir Umberto Eco, eigi svo margt sam- eiginlegt! Þýðing Kristjáns Ámasonar er vönduð og afrek í þeim skilningi aö íslenskuna hefur hingað til skort orðaforða fyrir fræðilega umræðu um ilmvötn. Sjálfur er ég að hugsa um að fullkomna áhrif bókarinnar og láta nú verða af því að kaupa ilm- vatn handa konunni minni. GS KÚLULJÓS Hringbraut 121 Simi 10600 Rafdeild, 2. hæð. Beinn simi 62-27-32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.