Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Utlönd Stjómvöld i Kenýa fyrirskipuöu í gær lokun háskólans í Nairobi og Daniel Arap, forseti landsins, sagöi að óeiröir stúdenta viö skólann á sunnudag sýndu að þeir stæðu í tlokki meö hvítum mönnum í Suð- ur-Afríku. Flestir stúdentar háskólans fluttu út úr stúdentagörðum hans í gær samkvæmt fýrirskipan skóla- yflrvalda. Alls bjuggu um sjö þúsund stúdentar á görðunum. Hundmð stúdenta lentu í átökum við sveitir óeirðalögreglu á sunnu- dag. Vora stúdentamir að mótmæla handtöku fimra leiðtoga sinna, þeirra á meðai nýkjörins formanns stúdentasamtaka skól- ans. Pólska lögreglan réðst í gær inn á blaðamannafund sem pólski sós- íalistaflokkurinn, sem nú er reynt að endurvekja, hélt í Varsjá. Nokkrura mínútum áðiu- en lög- reglumenn réðust til inngöngu í íbúðina þar sem fréttamannafund- urinn var haldinn var rafmagn tekið af henni. Átta fréttamenn voru handteknir á fundinum og þeim haldið í þtjár klukkustundir. Þá varð ástralskur stjómarerindreki að sæta sömu meðferö. Rannsókn stendur nú yflr á tildrögum og hugsanlegum orsökum flug- slyssins í Denver í Bandarikjunura á sunnudagskvöld. Tuttugu og sex manns létu lífið i slysi þessu þegar DC-9 farþegaþota frá Continental Airl- ines rann til á flugbraut, hvolfdi og brotnaði i þrjá hluta. Taiið er hugsanlegt að veður hafi átt þátt í slyslnu. Vonskuveður var á flugvellinum þegar það átti sér stað. Töluveröur vindur var, kafalds- bylur með aðeins tvö hundruð metra skyggni og hálka á flugbraut. Þegar þotunni hvolfdi gereyðilögöust vængir hennar þegar í stað. Stélið brotnaði síðan af henni og loks brotnaði stjómklefinn frá skrokknum. Eftir slysið voru um þijú hundraö raetrar á milli stéls og nefs þotunnar. Björgunarmenn segja að ekki leiki vafi á aö mun fleiri af þeim 81 far- þega, sem í þotunni var, hefðu farist ef komið heföi upp eldur í braki hennar. Erfiöiega gekk aö komast að fólkinu og losa það úr sætum sín- um. Héngu margír öfugir í sætisólum klukkustundum saman eftir slysið. Viðuríkennir óréttmæti aðskilnaðar Pix Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku, viðurkenndi í gær að aöskilnaðarstefna stjómvalda í S-Afríku myndi veröa að hverfa, en varaði um leið við því aö þving- unaraðgerðir annarra ríkja myndu skaða nágrannaríki þau sem stjómað er af þeldökkum meira en S-Afríku sjálfa. Ráðherrann sagði í gær að s- afrísk stjómvöld gerðu sér grein fyrir nauösyn breytinga og að yfirráö hvftra myndu taka enda. Arabarfki era nú óðum að sætt- ast viö Egypta og taka upp sfjóm- málasamband við þá aö nýju eftir tíu ára kulda í sambúð við þá. í gær lýstu Saudí Arabía og Bahrain því yfir aö tengsl þeirra við Egyptaland hefðu veriö endumýjuð og þar með hafa tólf af tuttugu og einu riki Arababandalagsins opnað að nýju sendiráö sín í Kairó. Ekki hafði verið búist við þvl aö verulegur hugur fylgdi máli í yfir- lýsingum þeim sem komu út af fundi arahaleiðtoga um síðustu helgi en svo virðist sem raunveru- legar sættir séu að takast Unnið að björgunarstörfum við slysstaðinn í Lerum í Svíþjóð þar sem tvær lestir rákust saman í gær. Tíu létust við áreksturinn og hundrað slösuðust. Simamynd Reuter Tíu létust í lest- arslysi í Svíþjóð Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi: Ta'a þeirra er létust í lestarslysinu í Lerum fyrir utan Gautaborg í gær hefur nú hækkað í tíu. Er óttast að sú tala kunni að hækka því enn í morgun haíði björgunarmönnum ekki tekist að leita í gegnum alla vagnana. Yfir hundrað manns slös- uðust og margir þeirra mjög alvar- lega. Ekki er enn fyllilega ljóst hvað olli slysinu en viðgerð á sjálfvirku stýri- kerfi hafði átt sér stað skömmu fyrir slysið og er talið að ástæðunnar sé með einhverjum hætti að leita þar. Það var um klukkan hálíþrjú í gær sem slysið átti sér stað. Lest frá Stokkhólmi kom inn á röngu spori og rakst á lest frá Gautaborg á mikl- um hraða. Vitni hafa sagt að gífurleg- ur smellur hafi orðið og lestirnar hafi eins og klifrað hvor upp eftir annarri. Eldur kviknaði þegar. „Þetta var eins og í helvíti. Reykur- inn lá yfir öllu svæðinu og blóðið flaut meira og minna um alla vagn- ana,“ sagði eitt vitnanna frá atburð- inum. Áður en lögregla og hjúkranarfólk kom á staðinn hafði almenningur á svæðinu brugðið við skjótt og hafiö björgunarstarf. Margir hættu lífi sínu þegar þeir fóru inn í brennandi vagnana til að hjálpa fólki. Björguð- ust þannig margir sem ella hefðu vafalaust orðið eld og reyk að bráð. Þetta er versta járnbrautarslysið sem átt hefur sér stað í Svíþjóð á þessum áratug. Áætlan- ir um árás á Manila Heryfirvöld á Filippseyjum sögðu í morgun að handtaka háttsetts flokksmeðlims kommúnista hefði þegar borið árangur. Hefði Juanito Rivera greint frá áætlunum um mikl- ar árásir á Manila í smáatriðum. Hermenn eru nú í viðbragðsstöðu þar sem búist er við hefndaraðgerð- um vegna handtökunnar á Rivera á sunnudaginn. Þó hefur verið gefið í skyn að Rivera hafi verið svikinn vegna uppstokkunar í flokknum. Um tíu manns látast á degi hverj- um í uppreisninni á Filippseyjum og samkvæmt upplýsingum hersins eru flestir þeirra kommúnistar. Heryfir- völd segjast hafa fellt íjórtán hundr- uð skæruliða kommúnista það sem af er ársins en misst tæplega þúsund hermenn. Skæraliðar kommúnista eru taldir vera tuttugu og þrjú þúsund og er það skoðun vestrænna leyniþjón- ustumanna að þeim fari fjölgandi. Mótmælaganga f Manila fram hjá bandaríska sendiráðinu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.