Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 7 Fiéttir Fyrirhugaðar umbætur í vegamálum: Arðsemi framkvæmda á Amameshæð er um 25% arðsemi HvaHjarðarjarðgangá er um 15% en Olafsfjarðarmúla engin Umbætur við veginn yfir Arnarnes eru á dagskrá næsta sumar en búist er við því að framkvæmdum Ijúki sumarið 1989. Á þessari mynd sést Arnarnes- vegurinn eins og hann er nú en í baksýn eru Garðabær og Hafnarfjörður. Á innfelldu myndinni sést teikning af veginum eins og hann mun líta út eftir breytingar, með brú og gjá sem Hafnarfjarðarvegur liggur eftir. Framkvæmdir við breytingar á veginum yfir Amarneshæð munu heflast næsta sumar en þær felast í því að Hafnarfj arðarvegurinn verður lækkaður og lagður í gjá ásamt því sem Amamesvegur verður brúaður. Jafnframt verða settar tengingar á milli veganna, samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk hjá Jóni Rögn- valdssyni, framkvæmdastjóra áætlanadeildar Vegagerðarinn- ar. Jón sagöi að gjáin, sem Hafnar- fjarðarvegur yrði í, væri lík Kópa- vogsgjánni, en þó nokkru styttri. Þetta verk er nú í lokahönnun en búist er við því að brúin sjálf verði á bilinu 32 til 45 metrar að lengd. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir því að verkið kosti um 160 milljónir króna en í þeirri áætlun er ennfrem- ur gert ráð fyrir því að eystri brúin í Kópavogi, brúin yfir Kópavogslæk-, inn, verði lagfærð, en brúna hefur þótt nauðsynlegt að endurnýja. Reiknað er með því að brúin verði endurbyggð. Jón Rögnvaldsson sagði að miðað við útreikninga Vegagerðarinnar mætti reikna með því að arðsemi þessarar framkvæmdar væri um 25%. Arðsemi er þannig fundin út að reiknaður er út reksturskostnað- ur við mannvirkið og borið saman við kostnað þess. Samkvæmt þeim útreikningum verður vegurinn um 25% hagkvæmari eftir breytinguna en hann er nú. Tvö hringtorg í Mosfellssveit Þá eru í athugun hjá Vegagerðinni umbætur á þeim kaíla Vesturlands- vegar sem liggur í gegnum Mosfells- sveit en íbúar þar hafa krafist úrbóta vegna slysahættu á þessum vegar- kafla. Jón sagði að aukafjárveitingar Alþingis þyrfti með til þess að hægt væri að hefja framkvæmdir en búist væri við því að það fé fengist. Þær útbætur sem gert er ráð fyrir að í verði ráðist eru þær að gerð verði tvö hringtorg á veginum; annars vegar á mótum Vesturlandsvegar og Langa- tanga og hins vegar á mótum Vestur- landsvegar og Álafossvegar. Þá er einnig reiknað með því að gerð verði undirgöng fyrir fótgangandi umferð hjá Brúarlandi. Sagði Jón að hring- torg nytu nú vaxandi vinsælda erlendis þegar draga ætti úr um- ferðarhraða á vegum. Ekki sagði Jón aö arðsemi þessara fyrirhuguðu framkvæmda hefði ver- ið reiknuð út. Þá eru til athugunar hjá Vegagerð- inni hugmyndir sem lúta að því aö Vesturlandsvegur verði færður nær sjónum og samkvæmt þeim hug- myndum sem til skoðunar eru myndi vegurinn liggja í beinu framhaldi af Gullinbrú, út í Geldinganes og þaðan yfir í Gunnunes og fyrir Kollafjörð. Jón sagði að nefnd hefði verið skipuð á síðasta ári til aö athuga möguleika á þessari framkvæmd og var niður- staða þeirrar athugunar á þá lund að rétt væri að skoöa málið betur. Ekki sagði Jón að arðsemi þeirrar framkvæmdar hefði verið reiknuð út, enda málið skammt á veg komið. Hins vegar sýndu lauslegir útreikn- ingar það aö við þessa endurbót í vegamálum myndi spamaður í akstri nema um 1,3 milljónum kíló- metra á ári. Varðandi arösemisútreikninga annarra þeirra framkvæmda sem ofarlega em á baugi um þessar mundir; jarðganga um Ólafsfjarð- armúla og undirganga undir Hval- ijörð, sagði Jón Rögnvaldsson að samkvæmt útreikningum Vegagerð- arinnar væri arðsemi jarðganga um Ólafsfjarðarmúla engin en arðsemi tengingar yfir Hvalfjörð um 15% og virtist sem jarðgöng væm hag- kvæmari en brú en framþróun í jarðgangagerð kvað Jón hafa verið mikla undanfarin ár. -ój er knattspyrnuspil byggt á almennum, gildandi knattspyrnureglum. Leikið er með 3 teningum og fótbolta og liðsskipan eins og á venjulegum knattspyrnuvelli. Leiðbeiningakort og almennar leiðbeiningar fylgja hverju spili. Leikið er á knattspyrnuvelli, 60x80 cm. Spil sem allir hafa ánægju af að spila, gott kennslu- tæki fyrir þá sem ætla að læra að leika knattspyrnu og eins fyrir þá sem hafa yndi af því að horfa á og leika knattspyrnu. Gefið 90 minútna knattspyrnuspilið í jólagjöf eða við önnur tækifæri. Umboðsmenn um allt land:' Sandgerði: 92-37874 Grindavík: 92-68335 Keflavik: 92-11404 Akranes: 93-12569 Borgarnes: 93-71265. Búðardalur: 93-41145 Stykkishólmur: 93-81565 Ólafsvik: 93-61258 Grundarfjörður: 93-86811 Tálknafjörður: 94-2587 Patreksfjörður: 94-2028 eða 2025 Suðureyri: 94-6133 Flateyri: 94-7807 Isafjörður: 94-3981 Bolungarvik: 94-7559 Þingeyri: 94-8265 Hólmavik: 95-3173 Hvammstangi: 95-1679 Blönduós/Skagaströnd: 95-4440 Varmahlið: 95-6118 Hofsós, Fljót, Sauðárkrókur: 96-73233 Siglufjörður: 96-71657 Ólafsfjörður: Knattspyrnuf. Leiftur. Dalvík: 96-61895 Akureyri: Uppl. 91-686255 Húsavík: 96-41958 Póstsendum Raufarhöfn: Uppl. 91-686255 Vopnafjörður: Uppl. 91-686255 Egilsstaðir: 97-11449 Neskaupstaður: 97-71490 Seyðisfjörður: 97-21154 Reyðarfjörður/Eskifjörður: Þjálfi og Röskva Fáskrúðsfjörður, Djúpivogur, Breiðdalsvik: 97-56725 Höfn, Hornafirði: 97-81584 Hvolsvöllur: 99-8117 Hella: 99-5863 Flúðir: 99-6756 eða 6766 Laugarvatn: 99-6221 Selfoss: 99-2779 eða 1029 Stokkseyri: 99-3327 Eyrarbakki: 99-3402 Þorlákshöfn: 99-3619 Hveragerði: 99-4190 Vestmannaeyjar: 98-1455 Mosfellssveit: 666754 eða 666146 Reykjavík, Garðabær, Seltjarnarnes, Kópavogur: Aðaíumboðið, simi: 91-686255 um allt land. FLUGLEIÐÍR -fyrírþíg- UMBOÐ FERÐASKRIFSTOFA. KJARTANS Gnoðarvogi 44,104Reykjavik @68-62-55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.