Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987.
11
jarðarför
Snoni Valœan, DV, Vín;
Svo virðist sem engin takmörk
séu fyrir fégræögi og bíræfni
manna núorðið þegar um er að
ræða mögulegan skjótfenginn
gróöa. Því hala margir syrgjend-
ur fengiö að flnna fyrir vlösvegar
um Austurríki aö undanförnu.
Þjófarnir tveir, sem hér um
ræðir, kynntu sér dánartilkynn-
ingar og auglýsingar um jarðar-
farir og voldu úr þeim vel stæða
nána aðstandendur, yfirleitt
systk-ini, maka eða börn hins
látna. Þegar jarðarfdrin fór fram
fóru þoirtil heimilis hins útvalda
tj ölskyldumeölims og rændu þar
og rupluðu án þess að mikil hætti
væri á aö þeir yrðu truflaðir.
Iðju sína hafa þem stundað síð-
astliðið hálft ár og gat lögreglan
lítiöannaðgerten að fylgjast með
húsum mögulegra fórnarlamba.
Þettabar árangur í þessari viku
þegar þjófarnir voru nappaðir á
heimili vel stæðs skartgripasala.
Sitja þeir nú á bak við lás og slá
og geta þvi Austurríkismenn far-
ið óhræddir tii kirkiu að sinni.
Skortur
á stærð-
fræðingum
Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux:
Stærðfræðingum i FVakklandi
fer fækkandi og hafa Frakkar af
því miklar áhyggjur. Hér er átt
við stærðfræðinga sem starfa að
rannsóknum, annaðhvort viö há-
skóla eöa opinberar visindastofn-
anir.
Prakkar hafa löngum tahð sig
standa framarlega í stærðfræði,
jafnvel álitið sig í þriðja sæti í
heiminum, hveraig svo sern það
er reiknað út. En nú er svo kom-
iö að endurnýjun í stéttinni er
orðin hættulega lítil.
Kemur þar margt til en einkum
tvennt. Hið opinbera borgar illa
og því láta stærðfræðingar ginn-
ast af tilboðum einkageirans sem
þýðir að þeir fást ekki við hreinar
rannsóknir. í öðru lagi fylgir ekki
nógu mikil upphefð og merkileg-
heit starfi stærðfræðinga hjá þvi
opinbera. Færri fara í stærð-
fræðinám en áður og margir
flytjast úr landi að loknu námu.
Wömer
minntur á
gamalt loforð
Gizur Helgason, DV, Lúbecfc
Manfred Wörner, hinn nýi yfir-
maður Nató og fyrrum varnar-
málaráöherra V-Þýskalands,
tapaði í veðmáli varðandi so-
vésku SS-20 eldílaugarnar en
hann neitar aö borga tapið.
Árið 1983 lofaði Wörner því í
v-þýska þinginu að skríða til
Bonn frá heimahéraöi sínu sem
liggur um fjögur himdruö. kíló-
metra frá borginni ef ráðamenn
í Moskvu myndu einhvern tíma
fallast á að fiarlægja SS-20 flau-
garnar.
Nú eftir aö sáttmálinn um eyð-
ingu skammdrægra og meðal-
drægra kjarnaflauga hefur verið
undirritaður hefur Wörner verið
minntur á loforö sitt en hann seg-
ist vera of önnum kafinn til þess
að eyöa tímanum í karp um setn-
ingar sem sagöar voru í hállkær-
ingi hér áöur fyrr.
_____________________________Utlönd
Franskir dómarar hneykslaðir
Bjami Hinrteson, DV, Bordeaux:
Hæstiréttur Frakklands hefur nú
tekið ákvörðun sem beðið var með
mikilli eftirvæntingu.
Fyrir um það bil einum og hálfum
mánuði ásakaði dómarinn Grellier
Michel Droit, þekktan fræðimann
og meðlim opinberrar nefndar sem
framfylgir stefnu ríkisstjórnarinn-
ar í fjölmiðlamálum, um van-
rækslu í starfi. Droit brást illa við,
ásakaði dómarann á móti um emb-
ættisafglöp og heimtaði að allar
kærur á hendur honum yrðu látn-
ar niður falla. Málið var þá komið
fyrir hæstarétt sem er æðsta dóms-
vald í Frakklandi og getur tekið
fram fyrir hendur dómara. Það
gerði rétturinn, dómsmálið var tek-
iö úr höndum Grelliers á meðan
aðstæður yrðu rannsakaðar frek-
ar.
Þetta vakti mikla hneykslan og
reiði innan dómarastéttarinnar og
meðal stjórnmálamanna á vinstri
vængnum. Hæstiréttur var sakað-
ur um pólitíska ákvarðanatöku og
dómarar töldu aö fyrir borð væri
horið sjálfstæði og virðing dóms-
valdsins.
Endanleg ákvörðun hæstaréttar
er svo eins konar málamiðlun.
Ákærur Droit eru ekki teknar til
greina en rannsókn og réttarhöld
hins vegar flutt frá París til borgar-
innar Rennes. Þannig heldur
Grellier dómari heiðri sínum en
missir málið úr sínum höndum.
Droit losnar við dómara sem hann
telur hlutdrægan en ekki ákæruna
sem búið var að bera fram gegn
honum.
Lækjartorgi og Laugavegi 8
DAGSKRA KVOLDSINS
Húsið opnað kl. 19 með fordrykk.
Glæsilegur fjórréttaður kvöldverður
ásamt drykkjarföngum með mat
Hótel Saga og hin harðsnúna poppflugsveit
Suðurnesja tilkynna brottförflugs SAG 66 til Dægurlanda.
Velklæddir og eldhressir farþegar með brottfararspjald á SAGA
CLASS gjöri svo vel að ganga um borð 1. janúar. Flugstjórar
íferðinni verða Maggi Kjartans, RúnarJúl., Jóhann Helga.,
Hljómar, Júdas, Anna Vilhjálmsdóttir, Einar Júlíusson, Pálmi
Gunnarsson og fleiri réttindalausir áhugaflugmenn. Flogið verð
ur í öruggri hæð og millilent á Mímisbar.
Munið að hafa góða skapið og hláturinn í handfarangri, því til
þess þarf oft að grípa meðan flogið er.
Hótel Saga og Gildi hf. óska ykkur góðrarferðar, ánægjulegrar
dvalar í Dægurlandi og spennandi heimkomu.
Kynnir kvöldsins verður Hemmi Gunn.
LÚXUS-
fT ILBOÐ:
Ollum nýársgestum býðst
g'stingíhlnnlg|æsj|egUnýiu
ajrnuhotelsinsfyrira|einsJ
rpo kr. a mann. Miðað við
bXg?9U ítVe"ia manna her-
Verð miða kr
7.300,-
Forsala aðgöngumiða er
alla virka daga f rá kl. 9-17
í síma 29900, söludeild.
Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar leikur fyr-
irtrylltum dansifram á
rauða nótt.
OLDIHF