Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987.
Neytehdur__________
Meðatverð:
í verðkönnun Verðlagsstofnunar í
október á kaffi munaði mestu á einni
algengustu tegundinni, gulum Braga
kaffipakka, 250 g, eða 15,8%. Lægsta
veröið var 68,30 kr. og það hæsta
79,10 kr.
Einnig munaöi talsverðu á Merrild
kaffi, mellem ristet í 500 g pakka, eða
13,9%. Lægsta verð var 188,80 kr. en
það hæsta 215 kr.
Á öðrum kaffitegundum, sem voru
teknar í könnuninni, munaði ekki
eins miklu eða allt niður í 4,4%. Sjá
meðf. töflu.
Reynið að leggja meðalverðið á
minnið. Þannig gerið þið hagkvæm-
ust innkaup fyrir heimihð.
-A.Bj.
Mcðal- Lægsta Hæsta Mismunur
verð verð verð í %
Kaffi Braga gulur 1 kg 295.84 288.00 301.00 4,5%
Kaffi Braga gulur 250 g 77.03 68.30 79.10 15,8%
Kaffi Braga Columbia 250 g 84.60 81.70 88.00 7,7%
Kaffi Kaaber Diletto 250 g 84.18 81.60 85.75 5,1%
Kaffi Kaaber Ríó 250 g 81.00 78.70 82.20 4,4%
Kaffi Gavaiia meðalbrennt 250 g 80.97 78.70 82.20 4,4%
Kaffi Merriid mellem ristet 500 g 195.98 188.80 215.00 13,9%
Híajw* | *r:q>.ki
Meðalverð:
Kakó og
kakómalt
í verðkönnun Verðlagsstofnunar í
október var kannað verð á 280 vöru-
tegundum í öllum verslunum á
höfuðborgarsvæðinu. Reiknað var
út meðalverð á öllum þessum vöru-
tegundum. Hér er meðalverð á kakói
og kakómalti.
Mestu munaði 20,6% á hæsta og
lægsta verði á Kakó TV 400 gr.
Kakó TV 400 g
Lægsta verð var 100,30 kr. og hæsta
verð 121 kr.
Leggið meðalverðið á minnið og
kaupið ekki vöruna ef hún er boðin
á mun hærra verði. Sjá meðfylgjandi
töflu yfir meðalverð nokkurra teg-
unda sem voru 1 könnun Verðlags-
stofnunar.
-A.Bj.
Kakómalt Hershey's 453.6 g 127.18 121.60 132.00 8,6%
Kakómalt Nesquik 400 g 98.12 94.80 103.00 8,6%
Kakómalt TV 750 g 146.07 139.40 152.00 9,0%
Meðal- Lægsta Hæsta Mismunur
verð verð verð I %
114.36 100.30 121.00 20,6%
í leit að stað-
greiðsluafslætti
í stóvmörkuðunum
þegar greitt er með reiðufé
Halidór Halldórsson hringdi:
„Við hjónin fórum á milli stór-
markaða á laugardaginn í leit aö
staðgreiösluafslætti. Við notum
nefnilega ekki plastiö heldur greiö-
um alltaf með beinhörðum pening-
um. Stórmarkaðimir voru að
auglýsa fyrir helgina framlengingu
á greiöslukortatímabilinu en við
héldum að þeir sem greiða með
beinhörðum peningum fengju ein-
hvem afslátt eins og víða er í
sérverslunum.
Fyrst lá leiöin í Hagkaup í Kringl-
unni. Ekki könnuðust menn við
slíkan afslátt þar. Sömu sögu var
að segja úr Hagkaupi í Skeifunni.
Þar höföu menn ekki nein fyrir-
mæli um að gefa staðgreiðsluafslátt
ef greitt væri meö peningum.
Þá lá leiðin í Miklagarö og þar
varð verslunarstjórinn fyrir svör-
um og því miður var eldá slikan
afslátt að fá.
í Fjarðarkaupum var ekki boðið
upp á staögreiðsluafslátt en í
Garöakaupi og Kaupgaröi er veitt-
ur 5% staðgreiðsluafsláttur ef
greitt er með reiðufé."
BLAÐAMAÐUR - MATREIÐSLA
DV auglýsir eftir blaðamannj sem getur annast um-
sagnir og frásagnir af matreiðslu, matargerð, matar-
innkaupum og hliðstæðu efni á neytendasíðu. Um
fullt starf er að ræða. Kjör skv. samkomulagi. Þarf
að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist fyrir
áramót, merkt: Ritstjórn DV, umsókn um blaða-
mannsstarf.
Ritstjórar
áftíÍKúíiH
Itólsk
matargerð
á helma-
velli
Pizza og pasta nefnist matreiðslu-
bók sem Setberg gefur út. Ari Garðar
Georgsson matreiðslumeistari þýddi
bókina og staðfærði.
Eins og nafnið bendir til fjadlar
bókin um ítalska rétti, pizzur og
ýmsa rétti sem búa má til úr pöstu,
og raunar einnig hvemig pastan sjálf
er búin til. í bókinni er að finna
greinargóðar leiðbeiningar, allar
myndskreyttar, þannig að auðvelt er
að fara eftir þeim.
Bókin er í átta köflum sem heita:
pasta, uppáhaldsréttir, sósur, súpur,
salöt, aðcdréttir, kynning og pizzur.
Pizza og pasta kostar 1680 kr. með
söluskatti í bókaverslunum.
Aðkeypt
laufabrauð
Á dögunum birtum við góða upp-
skrift að laufabrauði. En þeir sem
eru kannski orðnir seinir fyrir
komast ekki yfir að búa deigið til
sjálfir. Þá er hægt að kaupa laufa-
brauðið tilbúið, útflatt og tilbúið til
þess að skera út og steikja.
Við heyiðum af einum aðila,
Gunnarsbakaríi á Reyðarfirði, sem
farinn er að senda laufabrauð til
höfuðstaðarins, en annars er það
Ömmubakstur í Kópavoginum sem
er einn aðalframleiðandi laufa-
brauðsins. Við hringdum í nokkur
bakarí til þess að athuga hvort þar
væri laufabrauð á boðstólum og
hvað það kostaði. Aðeins tvö bak-
aríi af þeim sem við hringdum í
höfðu þessa þjónustu en það voru
Álfheimabakarí og Mosfellsbakari.
Verðið á öllu laufabrauöinu var
mjög svipað, munað aðeins fáein-
um aurum. Þannig kosta 25 stk. af
Ömmubaksturs-laufabrauðinu 498
kr. eða 19,92 kr. stk., í Álfheimabak-
aríi kostar stykkið 20 kr. og í
Mosfellsbakaríi kostuöu 25 stk. 520
kr. eða 20,80 kr. stykkið. Sama verð
var á laufabrauðinu frá Reyðarfirði
sem fæst m.a. í Fjarðarkaupum. 25
stk. af því kosta 520 kr. eða 20,80
kr. stk.
Munið eftir að fara að öllu með
gát þegar þið steikið laufabrauðið
og þegar þaö er tekiö upp úr pottin-
um er gott að setja sléttan pott-
hlemm ofan á það til þess að slétta
kökuna. -A.Bj.
Smekklegar umbúðir um laufabrauð frá Gunnarsbakarii á Reyðarfirði.
DV-mynd GVA
-A.Bj.