Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 13 á ýmsa vegu Á dögimum auglýstum viö eftir hvar fengist kanínukjöt. Það er fýrir- tækið íslenskt-franskt eldhús sem dreiflr kcininukjöti í verslanir á höf- uðborgarsvæðinu. Kanínukjöt fæst í báðum Hagkaupsbúðunum, bæði í Kringlunni og Skeifunni, og í Kjötbæ og Nýjabæ. Kjötið kemur vikulega og ef alltaf af nýslátruðu. Þegar við ræddum við dreiflngar- aðilann var von á séröldum matar- kanínum sem hann sagði vera sérlega góðar. Þær eru séraldar vegna kjötsins. Þær kanínur sem að jafnaði hafa verið á markaði eru einnig mjög góðar að sögn, en þær eru mun minni, enda ræktaðar vegna angoru-ullarinnar. Kg af kanínukjöti kostar um 450 kr. út úr búð. Kanínukjöt er líkt og kjúklinga- kjöt, ljóst á ht. Það má matreiða líkt og kjúkhnga, er mikið notað í alls konar pottrétti. í norskri matreiðslu- bók rákumst við á uppskrift að sinnepssteiktri kanínu, sem var eft- irfarandi: Kanína, ca 1 kg á þyngd, hlutað í stykki. Kryddlögur: 2 marin hvítlauksrif 2 msk. ljóst franskt sinnep 2 msk. rosmarin 1-1 /i tsk. salt ca 3/4 bohi olía Blandið öllum efnunum sem í löginn fara vel saman. Penslið stykkin með leginum og látið þau bíða í smá- stund. Raðið þá kjötstykkjunum á rist yfir ofnskúffu og steikið í ofni í ca 30 mín. við 250°C hita eða glóðið í grillofni í 12-15 mín. á hvorri hlið. Berið kanínustykkin fram sjóðandi heit með grænu salati og grófu brauði. í norsku bókinni segir að langbest sé að borða svona steikt kanínukjöt með guðsgöfflunum, þannig að gott er að hafa svohtinn álpappír um bitana. Þá er einnig hægt að bera fram soðið kanínukjöt með laussoðnum hrís- grjónum og karrísósu eða þá í pott- rétt með ýmsu góðgæti, lauk og grænmeti. -A.Bj. Lampar í brúðulíki eru hættulegir Rafmagnseftirirt ríkisins * Veldur hver á heldur Beittur hnífur í hendi barns er hættulegt leikfang. Þannig sbipta sumir hlutir um hlutverk eftir því hver heldur á þeim. Sama gildir um margt sem fram- leitt er bömum til augnayndis. Þeir hlutir skipta oft um eðli þegar óvit- inn fer um þá höndum. Rafmagnseftirhtið bendir sérstak- lega á skrautlýsingar sem eru í brúðulíki. Þannig gripur virðist ósköp sak- leysislegur. Og auðvitað er hann hættulaus ef óvitar ná ekki til hans. Lampi sem líkist brúðu getur freistað bama til að leika við hann. Litlar hendur komast inn í brúðuna og geta flktað við peruna, jafnvel brotið hana, og þá er stutt í ban- vænan straum. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir að hæglega getur kviknað í út frá svona brúðulampa ef barn sofnar með hann undir sæng. Berið ekki slysagildrur inn á heim- ihn. Gætið öryggis þegar rafmagn er annars vegar því öryggi er fyrir öhu. Mörgum þykir kanínukjöt mjög gott, það er í öilu falli öðruvisi en við erum vön og alltaf gaman að tilbreytingu. Polaroid - Myndavél og vasadiskó SAMAN í PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilífðarflass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. CrOj metal. ER FRÁBÆR GlfiF Leikfélagi, sem á eftir aö endast lengi. Þýsku dúkkurnar fráZapf eru vönduö leikföng, sem ekki látaásjávið misjafnameðhöndlun ungra eigenda. Póstsendum — Góö aökeyrsla, næg bílastæöi. LauPjMWS, iðhf vegi 164 simi 21901

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.